Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Er réttlætanlegt að nota ’ fenemal við veiðar á vargfug'li? Davíð Árni Gíslason Snæbjörnsson VEGNA þeirrar um- ræðu sem varð um ákvörðun umhverfis- ráðherra að veita tíma- bundið leyfi til notkun- ar fenemals við veiðar á vargfugli viljum við koma sjónarmiðum æð- arbænda á framfæri við almenning. Æðarfuglinn er ein 'j' þeirra tegunda villtra fugla við Island sem hafa verið nytjaðar frá upphafi byggðar í land- inu. Aðrir villtir nytja- fuglar, sem allir þekkja, eru t.d. rjúpa, gæs og svartfugl. Mun- urinn á öðrum nytjafuglum og æðarfugli er sá að hinir fyrrnefndu eru skotnir eða rændir eggjum sínum en æðarfugl- inn lifir í friði við mennina, a.m.k. æðarbændur, og undir vernd þeirra. Slíkt sambýli manna og villtra dýra er einsdæmi, og íslensku æðarvörpin eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum lönd- um. Vörpin verða til vegna þess að ■fi þar finnur fuglinn frið og öryggi. Þótt æðarfuglinn sé villtur eru æð- arvörpin ræktuð upp og það tekur kynslóðir að rækta upp myndarlegt æðarvai'p. Þar sem refur, minkur og flugvargur herjar myndast ekki æð- arvarp og þar sem að æðarvörp eru skilin eftir óvarin eyðileggjast þau og hverfa á fáum árum. Veiðar fyrr og nú Ekki þarf að draga í efa að bænd- ur hafa alla tíð gert það sem í þeirra valdi stóð til að verja vörp sín fyrir vargi. Refur hefur alltaf verið veidd- ur og meðan landið allt var í byggð hélst gott jafnvægi milli viðkomu og veiða. Þetta jafnvægi hefur raskast með búseturöskun síðustu áratugi og við friðlýsingu stórra landsvæða eins og á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta sjá þeir sem hafa áratuga reynslu og þekkingu, líkt og margir æðarbændur á þessum slóðum. Skotveiðar hafa þekkst um aldir og veiðar með eitri frá því einhvern tímann á síðustu öld. Notað var taugaeitrið stryknín - hættulegt efni sem m.a. gegndi óhugnanlegu hlut- verki í heimildaskáldsögu Thors Vil- hjálmssonar, Grámosinn glóir. Fenemal leysti þetta efni af hólmi á sjöunda áratug þessarar aldar. Það er vel þekkt læknislyf íyrir þá sem eiga erfitt með svefn, en hefur vikið fyrir nýrri og betri lyfjum hin síðari ár. Það er þó enn notað í litlum mæli við meðferð á fiogaveiki og í blöndu með verkjastillandi efnum. Fenemal er ekki eitur í sama mæli og stryknín og mörg önnur efni sem fólk hefur daglega undir höndum, en umgangast ber það með gát og fylgja ítrustu öryggiskröfum og leiðbeiningum við notkun þess. Hvers vegna geta svefnlyf verið nauðsynleg? „Þetta eru latir æðarbændur sem eru að rústa ímynd æðaiTæktar á Is- landi, það er ekkert annað sem það er. Gjörsamlega menn sem nenna ekki að huga að varpinu sínu.“ Þetta sagði Magnús Magnússon kvik- myndatökumaður i fréttum Sjón- varpsins 2. maí sl. þegar notkun fenemals var til umræðu. Vonandi Að rækta upp æðar- varp, segja Davíð Gíslason og Arni Snæ- björnsson, er líkt og að rækta garðinn sinn. eru þeir fordómar í garð bænda, sem koma fram í þessum orðum, ekki al- mennir. Höfundar þessarar greinar eru báðir aldir upp við æðarvörp þar sem aðstæður voru að vísu mjög ólíkar. I öðru vai’pinu (á Mýrum í Dýrafirði) og nágrannavarpi voru skotnar 10 tófur sl. vor. A báðum býlunum þurftu bændurnir að vaka yfir vörpunum nánast hverja nótt í einn og hálfan mánuð. Eiga þeir að taka ummæli Magnúsar Magnússon- ar til sín? Svipaðar aðstæður eru í mörgum öðrum vörpum á landi. Allt öðru máli gegnir um vörp í eyjum. Ref og mink virðist hafa fjölgað verulega undanfarin ár og útheimtir það miklu meiri vinnu við vörslu varpanna. Líklega hefur víða dregið úr ásókn flugvargs í vörpum, m.a. vegna stórbættrar sorphirðu og snyrtilegri umgengni við fiskvinnslu- stöðvar hin síðari ár. Svartbak og máv er yfirleitt auðvelt að skjóta og því hægt að verjast honum þótt það kosti oft mikinn tíma og fyrirhöfn. Öðru máli gegnir um hrafninn. Hrafninn er öðrum fuglum vitrari og hann sýnir oft ótrúleg klókindi við að tæla æðarkollurnar af hreiðrunum tU að ræna frá þeim eggjum. Oft hafa hrafnarnir samvinnu tveir og þrír og er þá eftirleikurinn auðveldur. Hrafninn gerir mestan skaða í varpinu þegar hann kemur í fótspor tófunnar. Tófan rekur kollurnar af hreiðrunum og hrafninn fylgir í kjölfarið og hirðir eggin. I varpinu á Mýrum hafa fundist 150 upprifning- ar á einni nóttu eftir samvinnu tóf- unnar og hrafnsins. Ekki er talið að fuglinn verpi aftur þegai' hreiðrin rifast upp. Miðað við verð á dún í dag var tjónið því yfir 150 þús. kr. á þess- ari einu nóttu. Nær ómögulegt er að komast í skotfæri við hrafninn og í stóru varpi er tilgangslaust að reyna að fæla hann burtu. Eina raunhæfa leiðin er að nota fenemal. Það hefur gagnast vel en þó verður að aflífa fuglinn eftir að hann er sofnaður nema því kaldara sé í veðri. Yfirleitt sofnar hann nálægt þeim stað þar sem fenemalið er borið út í eggjum. Notkun fenemals hefur verið gagnrýnt fyrir slysahættu. í því sam- bandi er einkum minnst á erni og hunda. Við erum sammála því að gæta ber ítrustu varkárni varðandi örninn. Við vitum ekki um neitt dæmi þess að öm hafi drepist af fenemal. Fenemal á aðeins að nota í friðlýstum æðarvörpum og þar eiga hundai' ekki að vera. Auk þess eiga þeir ekki að vera umhirðulausir nálægt æðar- vörpum. Við eðlilega aðgát vörslu- manna sinna ætti þeim því ekki að stafa nein hætta af fenemal. Lokaorð Að rækta upp æðarvarp er líkt og að rækta garðinn sinn. Arangurinn fer eftir eljunni og sálinni sem lagt er í verkið. Aðstæður eru líka mis- jafnar og sums staðar er hægt að rækta upp stór vörp þótt önnur verði alltaf smærri. Æðarvörpin eiga víða mikinn þátt í því að viðhalda byggð og á öðrum stöðum er húsakosti jarða haldið við og þær setnar á sumrin í þeim til- gangi einum að hirða um varpið. Tekjur af dún eru ekki lítils virði og árið 1997 var fluttur út dúnn fyrir 172 milljónir króna. Æðarbændum er það ekkert ánægjuefni að þurfa að veiða ref og vargfugl - dýr sem eiga sinn fulla þegnrétt í landinu. Notkun fenemals er neyðarúrræði þegar aðrar aðferðir til veiða reynast vonlausar. Notkun fenemals er ekki ómannúðleg aðferð til veiða, því að henni fylgir ekki hætta á að fuglar særist og séu lengi að drepast eins og alltaf getur hent við skotveiðar. Ymiss konar önnur varasöm efni eru leyfð, eins og rottu- eitur, skordýraeitur og illgresiseyðar sem í sjálfu sér eru miklu hættulegri umhverfi manna þegar haft er í huga hversu mildð er notað af þeim, og að þau eru oft notuð án nokkurs eftirlits. Davíð er læknir og formaður Æðarræktarfélags Islands. Ámi er hlunnindaráðunautur hjá Búnaðarsamtökum íslands. VORÚTSALAN stendur sem hæst! BOLIR, PEYSUR, BUXUR, ÍÞRÓTTASKÓR, SUNDFATNAÐUR, JAKKAR, GALLAR, REGNFÖT, TJÖLD, VEIÐIVÖRUR 0G GRILLVÖRUR. 040 \s\á^u \rf“" A Iþróttaskór, götuskór og gönguskór frá kr. 900,- Stuttbuxur / Sundbuxur barna frá kr. 500,- Bolir og peysur Sundbolir Sundskýlur Jakkar íþróttagallar Abu spúnar Stöng og hjól Stangir Inniskór l^ýtt kortatímabil Tvöfaldir frípunktar! frá kr. 500,- frá kr. 1.900,- frá kr. 900,- frá kr. 5.900,- frá kr. 1.900,- frá kr. 290,- kr. 3.900,- frá kr. 990,- frá kr. 990,- Gerið góð kaup! ÚTILÍF GLÆSIBÆ. S: 581 2922 Hættir Reykjavíkur- borg sjúkrahúsrekstri? UNDANFARIN ár hefur verið tekist á um þá mikilvægu spum- ingu hvort á höfuð- borgarsvæðinu eigi að starfa tvö sjálfstæð sjúkrahús sem geta boðið upp á faglegan og rekstrarlegan sam- anburð eða sameina þau í eitt risafyrirtæki sem einoka myndi sér- hæfða læknisþjónustu í landinu. Nýlegar tillög- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um par-sjúkrahús undir einni yfirstjórn er í rauninni aðeins eitt af- brigði af sameiningu. Fullyrðing FIH um að flytja beri rekstur Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) frá Reykjavíkurborg til ríkisins hlýtur að byggjast á þeirri forsendu að honum yrði betur stjórnað af rík- inu. Skýrslur VSO og Ríkisendur- skoðunar benda þó til þess að rekstur SHR sé hagkvæmari en Ríkisspítala (RSP). Rekstrarávinn- ingur í skjóli einokunar og miðstýr- ingar væri auk þess í algerri and- stöðu við öll markaðslögmál. Það er athyglisvert að borgarstjórinn í Reykjavík sem fyrir nokkram mánuðum var málsvari SHR í fj árhagserfiðleikum hans hefur nú tekið undir þessar hug- myndir og látið að því liggja fyrir hönd R- listans að borgin vilji draga sig út úr sjúkra- húsrekstri. Þetta eru nokkur pólitísk tíðindi sem þó hefur farið lítið fyrir. Nú er það svo að SHR, sem nýlega varð til með samningi um sameiningu Landa- kotsspítala og Borgarspítala og Reykjavíkurborg er aðili að, gegnir mikilvægu hlutverki á mörgum sviðum þjónustu við borgarbúa. Slysa- og bráðamóttaka SHR er eina bráðamóttakan sem er öllum opin alla daga ársins og tengist bráðadeildum spítalans. Oldrunar- og hjúkranardeildir SHR era kjöl- festan í sérhæfðri þjónustu Reykja- víkurborgar við aldraða. SHR veit- ir geðsjúkum viðamikla þjónustu og svo mætti lengi telja. Víst er að Með afsali Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir Steinn Jónsson, yrði Reykjavíkurborg áhrifalaus um sjúkra- húsrekstur í borginni. Reykjavíkurborg hefur með rekstri spítala í gegnum árin tryggt hags- muni borgarbúa í þessum mikil- vægu málum enda var Borgar- spítalinn reistur í þeim tilgangi. Með afsali Sjúkrahúss Reykjavíkur yrði Reykjavíkurborg áhrifalaus um sjúkrahúsrekstur í borginni og ofangreinda þjónustuþætti. Ekkert virðist ætla að verða úr þeirri vönduðu umræðu um þetta mál sem lofað var eftir að skýrsla VSÓ kom út og fulltrúar Reykja- víkurborgar, SHR og reyndar RSP börðust einhuga fyrir. Svo virðist sem ráðamenn ætli að gefast upp á því að ná niðurstöðu um framtíðar- skipan sjúkrahúsmála sem sátt get- ur skapast um og velja „patent- lausn“ sem enginn veit hvert leiðir. Það er athyglisvert að málið virðist ekki einu sinni vera til umræðu fyr- ir borgarstjórnarkosningar. Skyldu íbúar höfuðborgarinnar fljótlega þurfa að sækja sérhæfða þjónustu út á land eins og heilbrigðis- ráðherra hefur stungið upp á til að nýta betur sjúkrahúsin í dreifbýl- inu. Ef þessi áform ganga eftir gætu Reykvíkingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins vaknað upp við vondan draum og verið áhrifa- laus um framhaldið. Höfundur er forstöðulæknir Sjúkra■ húss Reykjavíkur. Steinn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.