Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 46

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ viðgerð yrði lokið. Hann svaraði að sjálfsögðu ekki, en spurði mig á móti hvar ég ætti heima. í göt- unni svaraði ég. Hvar í götunni? (Eins og það kæmi málinu eitthvað við.) Neðar svaraði ég. Þetta verður bráðum búið var svarið. Þetta er það næsta sem ég hefi komist í mannleg- um samskiptum við þessa stofnun. Ein afleiðing sí- felldra bilana og við- gerða á kalda vatninu í götunni er að óhrein- indi komast í vatnið og við sem erum neðst í götunni sitjum helst uppi með þau og vandamálin sem af þeim leiða og hefi ég t.d. sl. tvö ár staðið í að losa um stíflur í kaldavatnslögnum hússins og er ekki laus við þau vandamál enn. Vatnsveitan setti ekki upp sigti til vamar gegn óhreinindum í kerfinu. Aftur á móti setti Hitaveitan sigti til að fanga óhreinindi úr heita vatninu og hefi ég notið þjónustu þeirra við hreinsun sigtisins. I þessum pistli er ekki vettvangur til að ræða ástand götunnar sjálfrar þótt full ástæða væri til eins og í pottinn er búið, en ég vil benda á út- lit hennar og allar þær skóbætur sem þar er að finna og minntu fyrr á árum á óteljandi eyjar Breiðafjarð- ar. Þeim hefur fækkað nokkuð við sameiningu smærri bóta á síðari ár- um en bæturnar í staðinn orðið því stórfenglegri. Astand götunnar, og þar með lagnakerfísins, er afleiðing af níðangimslegii ofnotkun hennar til þungaflutninga. Þótt við, á mínu heimili, höfum ekki orðið fyrir líkamlegum skaða af völdum Vatnsveitunnar er það ekki „henni“ að þakka. Við erum svo heppin að þrýstijafnari var í upphafi settur á neysluvatnið vegna mikils þrýstimunar á milli kalda og heita vatnsins. Því hættir heita vatnið einnig að renna þegar lokað er fyrir kalda vatnið og ver okkur skaða. Þetta veit Vatnsveitan ekki, en virðist greinilega alveg sama hvort svo er um hnútana búið eða ekki. Fróðlegt væri að vita hvort fleiri borgarar hafi orðið fyrir barðinu á stofnun þessari og e.t.v. hlotið skaða af. Að lokum tel ég lágmarkskröfu, að hætt verði að nota orðið „vatns- gjald“ á rukkunarseðli borgarinnar því hér er sannanlega ekki um gjald fyrir notkun að ræða, heldur skatt af verstu tegund þar sem vatnsnotk- un kemur málinu ekkert við, frekar en klósett- og önnur frárennslis- notkun holræsagjaldinu. Þar sem mig langaði að vita fyrir hve marga borgarbúa ég greiddi vatnsskatt, fyrir utan heimilisfólk mitt, reyndi ég að afla mér upplýs- inga um álögur vatnsskatts á íbúð- arhús í borginni. Þeir aðilar sem ég leitaði til höfðu engar sundurliðanir eftir gjaldflokkum, einungis heildar- tölur, en mér var bent á Vatnsveit- una, því hún annaðist gerð fjár- hagsáætlunar fyrir stofnunina og hefði þar með alla þræði í hendi sér. Eg velti því fyrir mér hvort kjörnir fulltrúar til borgarstjórnar hafi yfir höfuð hugmynd um þann talnasam- setning sem hér liggur á bak við og hver annast endurskoðun á og eftir- lit með gerðum hennar? Ég hefi ekki geð í mér til að snúa mér til þessarar stofnunar til að spyrja spurninga, enda varla viss um árangurinn samkvæmt fyiri reynslu. Því lét ég rannsókn á hol- ræsagjaldinu liggja á milli hluta í bili, en þetta bíður betri tíma. Herra borgarstjóri! Hér er ekki bara um krónur að tefla, sem bitna að sjálfsögðu verst á eftirlaunaþeg- um, heldur „mannréttindi", sem mikið er gumað af að við njótum, og það oft á vafasömum forsendum. Ymsar athafnir manna í þessu þjóðfélagi eru án efa ljósfælnar, ef gi-annt er skoðað, og laxveiðafárið, sem gengið hefur yfír að undan- förnu, svo nálgast hreina sefasýki, er smámunir hjá ýmsum öðrum mis- fellum, en þær eiga ekki heima í þessari umfjöllun. Samskipti við Vatnsveitu Reykjavíkur í fréttum útvarpsins 29. apríl var skýrt frá því slysi að kona hefði orðið fyrir fyrsta og annars stigs bruna vegna þess að Vatnsveitan hefði lokað fýrir kalda vatnið án viðvörunar. Haft var eftir starfs- manni Vatnsveitunnar að þeir vöruðu borgarana við lokunum, en ekki væri alltaf hægt að ná til allra. Mér blöskraði sú yfirlýsing að þykj- ast vara við lokunum, því í tæp 30 ár hefi ég ekki notið þeirrar þjónustu frá Vatnsveitunni og bý þó við götu þar sem bilanir á einhverjum lögn- um eru næstum árlegur viðburður af eðlilegum ástæðum og oft hefur verið lokað fyrir vatnið og aldrei komið viðvörun frá Vatnsveitunni þar um til mín a.m.k. Aftur á móti hefur Hitaveitan sýnt borgurunum þá kurteisi að vara ítrekað við lok- unum í útvarpi. Gatan sem hér um ræðir heitir Sunnuvegur. Þetta er mjó íbúðargata sem greinilega var ekki byggð í upp- hafi til að þola mikla flutninga, hvað þá þungaflutninga, og því ekki alla þá stigvaxandi umferð atvinnutækja sem lögð hefur verið á götuna og íbúa hennar á undanfömum árum. Virðist eins og hönnuðir Laugardals- ins hafi fundið þama afbragðslausn á efnisflutnings- og rápvandamálum tóla og tækja garðyrkjudeildar borg- arinnar, þótt svæðið liggi annars staðar að greiðum umferðaræðum. Nú er sumarvertíðin enn á ný að hefjast og mega íbúamir því búast við einu þindarlausu tækja- og tól- arápssumrinu til viðbótar við öll hin. Astand þessarar íbúð- argötu [Sunnuvegar] og lagnakerfis hennar er, að mati Helga --7------------------ Olafssonar, afleiðing af níðangurslegri of- notkun hennar til þungaflutninga. Afleiðingin, fyrir utan árvisst ónæðið, er auðvitað árvissar skemmdir á lögnum í götunni. Aram saman hafði ég símasamband við Vatnsveituna og óskaði eftir að lokanir yrðu til- kynntar, en fékk ætíð heldur hryssingsleg svör, að það væri svo mikil fyrirhöfn og ekki hægt að ganga í hvert hús. Ég benti ítrekað á, að til væri apparaí sem héti útvarp, en uppskar enn verri viðbrögð „vatnsenda" megin. Einu sinni hringdi ég og tilkynnti bilun, enda vatnið kalt sem flæddi upp á götuna. Sama vatnsveitukurteisin mætti mér sem endranær. Það væri ekkert bilað frá þeim, ég ætti að hringja í Hitaveituna. Ég gerði það, þeir skoðuðu málið og komust að sömu niðurstöðu og ég. Eftir þetta hætti ég að reyna sam- skipti við Vatnsveituna - þar til sl. sumar að lokað var fyrirvaralaust að venju. Þegar liðnar voru nokkrar klukkustundir spurði ég starfsmann Vatnsveitunnar á staðnum hvenær Helgi Ólafsson Höfundar og flytjendur: Victoria Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée, dúfur, kanínur og endur 'Émsm >'t 'tc(/ /\ jsise/i \ jx'M & * /\ • % ' f’ 1'^ ■ ofvy'C- JR wm ■ \H Framúrskarandi listamenn breyta sér í allra kvikinda líki meó töfrabrögóum, látbragói, loftfimleikum, leiklist og ótrúlegum búningaskiptum. „Líklega upplifir maóur svona töfrandi galdur bara einu sinni á ævinni“ (Information) Þjóóteikhúsinu Þri.19., mi.20., fi.21. og fö. 22. maí kt. 20. Síódegissýning uppstigningardag 21. maí kl 15. Örfá sæti laus á allar sýningar. 16. MAI-7. JUNI 7 Miðasala Bankastraeti 2. Sími 5528588. Greiðslukortaþjónusta | Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.