Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Karls- son fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal í Suður- Þingeyjarsýslu 30. október 1912. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seli 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Ágúst Sigurðs- son, bóndi á Draflastöðum, _ v fæddur 13. ágiíst ' 1873 í Þúfu á Flat- eyjardalsheiði, dáinn 14. ágúst 1945, og kona hans Jónasína Dómhildur Jóhannsdóttir frá Víðivöllum í Fnjóskadal, fædd 9. maí 1882, dáin 28. september 1921. Karl Ágúst var sonur fajónanna Sigurðar Jónssonar frá Syðra-Hóli í Fnjóskadal og Helgu Sigurðardóttur, Þor- steinssonar bónda á Veisu, síðar á Draflastöðum. Foreldrar Jónasfnu Dómhildar voru Jóhann Einarsson bóndi á Víði- völlum Erlendssonar en móðir Jóhanns var Sigríður Þorsteins- ^ dóttir frá Stokkahlöðum í Eyjafírði er var tvíburasystir Dómhildar konu Ólafs Briem timburmeistara og bónda á Grund í Eyjafirði og kona hans var Kristín Mýrdal dóttir Jóns trésmiðs og skáldsagnahöfund- ar frá Hvammi í Mýrdal. Systk- ini Sigurðar voru: Kristín, f. 24 apríl 1902, látin, Jóhann Þórður, f. 16. nóvember 1903, látinn, Ingibjörg Gunnþórunn, f. 15. febrúar 1905, látin, Helga, f. 3. ..It desember 1906, látin, Ingimaria Þorbjörg, f. 15. janúar 1911, Karl, f. 30. október 1912, tvíburabróðir Sigurðar, Gunn- laugur, f. 15. apríl 1915, látinn, Kristinn Steingrímur, f. 7. maí 1917, látinn. Tvö systkinanna, Ingimaría og Guðjón, létust á banisaldri. Árið 1936 kvæntist Sigurður Þær eru margar minningamar með afa. Stutt er á milli bæjanna, Hjarðarholts og Draflastaða, og oft á dag lá leið okkar systkinana upp í Draflastaði til afa og ömmu. Þar var margt að gerast. Á vorin var miðpunkturinn í íjárhúsunum þar sem nýtt líf leit dagsins ljós á hverri klukkustund. Á kvöldin hjólaði ég upp eftir og hóf „sauðburðarvakt" mína. Hún byrj- aði í eldhúsinu hjá afa og ömmu þar sem boðið var upp á kandís og kam- fórudropa í sykurmola. Þar var alltaf notalegt að sitja, spila og spjalla saman. Afí sat við eldhús- gluggann og fylgdist vel með öllu sem fram fór úti. Hann var gaman- samur og hlýr, skapríkur og sér- lega kraftmikill til allra verka. Hann var bóndi af lífi og sál og mik- ill náttúrumaður, undi sér vel innan um ldndur, kýr og hesta og var fjárglöggur með afbrigðum. Löng- um stundum gekk hann innan um lambæmar og var allra manna snjallastur við að koma saman móð- ur og lambi ef villst hafði undan. eftirlifandi eigin- konu sinni, Kristínu Jónsdóttur, f. 3. janúar 1915, dóttir Jóns Ferdínandsson- ar og Hólmfríðar Jónsdóttur Bim- ingsstöðum. Böm þeirra em: Jónasína Dómhildur, kennari og leiðsögumaður, búsett í Mosfellsbæ, f. 28. maí 1937. Böm hennar em Amhild- ur Valgarðsdóttir tónlistarkennari, bú- sett í Mosfellsbæ, og Axel Axelsson framkvæmda- sljóri, kvæntur Steinunni Ingi- björgu Jakobsdóttur þau búa einnig í Mosfellsbæ. Jón Ferdin- and, bifreiðastjóri og bóndi í Hjarðarholti, Fnjóskadal, f. 30. október 1938, eiginkona hans er Svanhildur Þorgilsdóttir frá Daðastöðum í Reykjadal. Böm þeirra em Heiðar Ágúst, bóndi, Draflastöðum, f. 15. ágúst 1959, kona hans er Hulda Ásgeirsdótt- ir, Kristín Linda, bóndi, Miðhvammi, Aðaldal, f. 9. ágúst 1961, maður hennar er Sigurður Ami Snorrason, bóndi og múr- ari, Sigríður Hulda náms- ráðgjafí, f. 18. september 1964, búsett í Reykjavík, Sigurður Araar bifreiðastjóri, f. 4. apríl 1972, búsettur á Akureyri. Bamabarnabömin em orðin átta talsins. Sigurður bjó á Draflastöðum alla ævi en í rúma öld eða frá árinu 1882 hefúr jörðin verið í eigu ættmenna hans. Hann ræktaði, byggði og jók bústofn- inn eins og gert höfðu faðir hans og afí. Sigurður var fram- farasinnaður og ávallt með þeim fyrstu að taka upp nýja vinnu- hætti á sviði landbúnaðar. títför Sigurðar Karlssonar verður gerð frá Draflastaða- kirkju, Fnjóskadal, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Afí var alla tíð léttur á sér og skrapp upp í fjall eins og ekkert væri. Þar hugaði hann að ánum, gætti vel að bæjarlæknum og kannski fann hann eitt hreiður eða tvö á ferð sinni. Ég hafði gaman af að fylgjast með varpi fuglanna og þau eru ófá hreiðrin sem hann fann fyrir mig. Saman fórum við svo í leiðangur að hreiðrinu og fundum oft fleiri á þeirri leið. Sumar eftir sumar vorum við afi saman að moka í heyblásarann. Við kepptumst við moksturinn til að eiga hlé á milli vagna. Stundum kom amma þá upp fyrir hús með hressingu sem var vel þegin. Á hlýjum sumardögum var afi jafnan mikið klæddur og talaði um að best væri að klæða af sér hitann. Mér fannst þetta skrítið og skemmtilegt viðhorf en ómögulegt var að fá hann úr þykku brúnu peysunni. Afi var alltaf fallega klæddur og hafði skoðun á því hvað færi vel saman. Ég man eftir að stundum kallaði hann á mig og bar undir mig hvort þetta eða hitt færi betur saman. Mér fannst sérstakur heiður að því að fá að segja skoðun mína á þessu og alltaf fundum við „bestu“ lausn- ina. Þegar afi var að snúa heyinu á gamla rauða „Fergusoninum" söng hann við raust. Mér fannst alltaf gaman að heyra til hans hvar sem ég var úti að vinna eða eitthvað að dunda mér. Afi var raddsterkur og mér fannst eins og söngurinn hans hljómaði um allan Fnjóskadalinn. Afi átti alltaf góða hesta og eru það einar af mínum bestu æskuminningum þegar hann fór í reiðtúra með okkur systrunum. Mikið varð ég glöð þegar hann sagðist ætla að gefa mér „almenni- legan hest“. Úr stórum hópi hesta vorum við sammála um að velja Periu, kolsvarta og gljáandi hryssu. Frá vori og fram á haust voru reiðtúramir fastur liður flest kvöld. Eftir kvöldmatinn hjóluðum við Linda systir upp eftir og báðum hann að koma á hestbak með okk- ur. Alltaf var hann tilbúinn, kom með okkur suður í hólf með brauðmola til að ná hestunum og tók til reiðtygin. Oft hlýtur hann að hafa verið þreyttur eftir langan vinnudag en ekki var það að sjá þegar hann var kominn í hnakkinn, til í hvað sem var og lék á als oddi. Við afi vorum á svörtu hestunum okkar, Perlu og Blakk, okkur leið eins og við ættum allan heiminn. Perla var full af lífi og fannst afa við vera ansi kraftmiklar og fjörug- ar. Það var siður að hleypa hestun- um í Nónhólnum á leiðinni út í Mela. Þetta voru miklar kappreiðar og ekkert gefið eftir. Afi var svo skemmtilegur, hló mildð og sagði líflegar sögur. Ég sé hann fyrir mér með aðra hönd á taumnum, derhúfu og í brúnlitu fötunum sínum, lítur yfir landið, aðgætir sprettuna, vatnavexti og veðurhorfur. Ró í svip og sátt við stað og stund. Hann unni dalnum sínum og landinu þar sem hann fæddist og bjó alla tíð. Afi kunni að vera ánægður með það sem hann hafði og njóta þess. Elsku afi, þú ert ávallt með mér og allar góðu minningamar okkar fylgja mér. Ég er þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Guð blessi minningu þína og vaki yfir ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé iof fyrir hðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Sigríður Hulda Jónsdóttir. Elsku afi minn. Ég man svo vel eftir öllum ferðunum þegar ég sat hjá þér á gömlu dráttarvélinni henni rauðku. Og þú þóttist stund- um vera að missa stjómina og keyra útaf. Þetta þótti iitlum gutta gaman. Litla guttanum fannst raunar alltaf gaman - hvað sem hann var að gera í sveitinni hjá þér og ömmu. Alltaf varð ég óþægur við mömmu þegar hún kom og sótti mig í sveitina til ykkar - það var svo gaman. Aldrei mun ég gleyma hlýju sumarmorgnunum þegar við settumst nývaknaðir saman niður á útitröppumar og lögðum línumar fyrir daginn. Ég hef ekki upplifað fallegri morgna hingað til og það mun ég eflaust aldrei gera. Hvort sem við vorum að gera við girðingar, huga að kindum, gefa, í heyskap eða bara að horfa á sjón- varpið uppgefnir eftir daginn - alltaf fannst mér jafngaman. Og aldrei vissi ég hvað tímanum leið - allt í einu var dagur að kveldi kominn. Það er svo ótalmargt sem mér er sérstaklega minnisstætt. Manstu til dæmis þegar við vomm að ganga frá skúmum og yfir í fjós en þar var oftast niðamyrkur? Ég sagði þér það nú aldrei, afi minn, en þú vissir það auðvitað að litli guttinn var oft dálítið smeykur að labba þessa fáu metra einn. Þetta hefur þú fundið þegar ég spretti úr spori þegar við gengum þessi fáu skref og ég vildi finna að afi væri skammt undan í myrkrinu. Manstu þegar við komum inn niðri á Draflastöðum og klæddum okkur úr útifótunum og gúmmískón- um? Það brakaði alltaf svo í tröpp- unum upp í eldhús til ömmu sem beið eftir okkur með kvöldmatinn. Þá var gott að koma inn í hlýjuna með afa og sitja inni í stofu þegar fréttimar voru og finna tóbaksilm- inn úr pípunni. Þá var líka stundum gaman að heyra afa senda einhverj- um í sjónvarpinu tóninn. Svo fómm við að hátta og þá komst þú mér oft til að hlæja. Litli guttinn þinn sofnaði brosandi fullur tilhlökkunn- ar eftir næsta degi. Einu sinni fómm við með byss- una þína þegar sauðburður stóð sem hæst til að hræða burtu hrafna sem gátu verið hættulegir lömbun- um. Við löbbuðum og leituðum að hröfnunum og svo hljóp skotið afí Þetta var ævintýri fyrir mig. Og svo var það dagurinn þegar ég fann minkinn í tunnunum sem lækurinn rennur í gegnum við hestagirðinguna. Ég man eftir því þegar ég sá smettið á honum. Ég hljóp eins og fætur toguðu tU þín og sagði þér frá þessu. Svo liðu nokkr- ar vikur og minkurinn fannst. Ég var svo ánægður og stoltur yfir því að hafa orðið að gagni hjá afa. Stimdum var ég heima á Draflastöðum að spUa við ömmu og þú varst ennþá úti að vinna. Ég man svo vel eftir því þegar ég heyrði þig koma upp hlaðið. Gúmmískómir snertu mölina og afi var að koma heim. Þá hafðir þú alltaf eitthvað að segja mér af útiverkunum. Þú talað- ir aUtaf við mig af mikilli alvöru um öU verk þótt ég væri bara lítiU strákur. Og ef ég spurði þig ein- hvers svaraðir þú mér eins og um fuUorðinn mann væri að ræða. Ég man sérstaklega vel eftir öll- um girðingunum sem við gerðum við. Þú kenndir mér svo vel tU verka og hafðir ótakmarkaða þoUn- mæði tU að sýna mér réttu hand- tökin - sem ég nota enn í dag. Ég er þess fuUviss að Utlir strákar nenna yfirleitt ekki að standa við sömu girðinguna svo klukkustund- um skiptir að draga úr kengi, strekkja, rétta netið og reka niður staura. En aldrei leiddist mér. Tím- inn flaug áfram og það var einungis örþreyttur ungur Ukami sem vildi fara heim - hugurinn vUdi vera áfram í girðingavinnu með afa. Og svo voru það ferðimar upp að Stóra steini. Stundum gengum við þangað þegar minna var að gera. AUtaf spjöUuðum við saman um allt milli himins og jarðar og þú sagðir mér aUs konar sögur af bændum, hestum og hundunum þínum sem gerðu allt sem þú sagðir þeim að gera. Þú kenndir mér Uka að tala við dýrin og skynja huga þeirra. Ég man eftir því að stundum fundum við lömb eða kindur sem höfðu flækst í gaddavír. Ær sem var orðin viti sínu fjær af hræðslu eftir að hafa verið fost lengi róaðist nið- ur þegar þú tókst um uUina með þínum sterku höndum og losaðir hana. Ég man eftir því einu sinni þegar ég var hjá ykkur ömmu að vetri til og það voru nokkrir tugir kinda í gamla fjósinu og nokkur hross. Þú þurftir skyndilega að fara eitthvert og það var enginn heima í Hjarðar- holti. Þá sagði ég við þig, hikandi, að ég gæti alveg gefið og brynnt og gert það sem gera þurfti. Og þú féllst á þetta aUt saman og ég var í tvo tíma að vanda mig eins og ég gat við verkin. Þetta þykir eflaust ekki merldlegt - en fyrir strák úr bænum var þetta uppUfun og mikil viðurkenning. En svo liðu árin og þú veiktist. Ég man eftir því þegar ég, mamma og systa komum austur og þú varst uppi í rúmi eftir heilablóðfaUið. Ég var þess svo fuUviss að þú myndir ná þér að fullu aftur en tíminn leið og árangurinn var ekki eins góður og þú bjóst við. En þrekið og vilja- styrkurinn var ótrúlegur - þú ætlaðir þér að sigrast á þessu. Ég veit, afi minn, að þér fannst þetta of löng bið. Þú sagðir mér það oftar en einu sinni þegar þú komst í EinUundinn til okkar mömmu og þegar við heimsóttum þig á Krist- nes, Sel eða stundum heim í Draflastaði. Mér fannst þetta líka of langt. En stundum getur góð heilsa komið aftan að manni undir lokin. Það voru blendnar tUfinningar sem um mig fóru þegar ég frétti af veikindum þínum nú á dögunum. Mér létti að sumu leyti því þessi síðustu ár voru ekkert sérstök. Ég veit líka að þegar komið var undir það síðasta varst þú lagður af stað í sveitina þína og nú ertu þangað kominn. Ég vUdi að bömin mín hefðu getað kynnst þér betur því þú ert besti afi sem hægt er að hugsa sér. Þú ert svo góður, afi minn. Deyrfé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aidregi Hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Axel Axelsson, Iitli gutdnn þinn. Mig langar tU að minnast hér í fáeinum orðum afa míns, Sigurðar Karlssonar og þeirra ánægju- stunda sem ég átti með honum. Það viU svo skemmtUega tU að ég á í albúmi gamla ljósmynd af mér og afa sem tengist minni fyrstu minningu um hann. Þar er ég svona fjögurra ára og hann er að klæða mig í sokka í eldhúsinu á Draflastöðum. Einsog allir vita sem þekktu afa, áttu Draflastaðir hug hans, hjarta og krafta algerlega og þess vegna er ómögulegt að sjá hann fyrir hug- skotssjónum öðruvísi en standandi fyrir framan útihúsin, í bítíð, á leið tU verka og kannski að gá tíl veð- urs. Ég fékk oft að fara með honum í fjósið á morgnana. AUtaf man ég hvað okkur afa leið vel saman þess- ar morgunstundir. Ég fékk að brynna kúnum, moka flórinn svona að nafninu til og sinna ýmsum þeim verkum sem pössuðu lítiUi fjósa- konu. Það var alltaf ákaflega nota- legt hjá okkur afa í fjósinu. Svo fór- um við saman upp tröppumar í eld- húsið og drukkum morgunkaffið með ömmu. Stundum, og það var mesta ævintýrið fékk ég að sitja hjá hon- um á traktomum. Þá söng hann iðulega við raust, enda mjög verk- glaður maður og meðan hann söng horfði hann yfir túnin eða fram dal- inn. Hugur hans við búskapinn einsog ævinlega. Það er ekki að undra þau sterku bönd sem tengdu afa við Draflastaði. Líklega fyrst og fremst ættar- og fjölskyldubönd. Faðir hans, Karl Ágúst var einnig bóndi af lífi og sál, í raun og sannleika af hreinni ættiarðar ást sem og hans faðir, Sigurður Jónsson sem vann geysilega að húsa- og jarðabótum á sinni tíð. Þessari arfleifð, Draflastaða- jörðinni, helgaði afi minn sína krafta og sitt ævistarf og hlífði sér hvergi fremur en forfeður hans. Enda fór svo að lokum að krafta hans þraut. Ég, fyrir mitt leyti, samgleðst afa mínum af öllu hjarta að vera nú laus við líkamann sem var orðinn honum mikil byrði undir lokin. Hinsvegar gæti ég vel trúað að hann stæði núna í sínum sál- arlíkama í hlaðinu á Draflastöðum að horfa út yfir Pétursvöllinn, fijáls og glaður bóndi einsog í gamla daga. Elsku afi minn, ég þakka þér kærlega fyrir samveruna. Þín dótturdóttir, Amhildur. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Í| S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 SIGURÐUR KARLSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.