Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 19.05.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 51 þátt í lífi þínu þann tíma sem þú varst með okkm-. Það verður óneitanlega erfitt að takast á við nýtt keppnistímabil án þín, en í huga okkar ertu og munt ætíð vera ein af okkur. Hugsunin um vináttu þína og samverustundimar mun veita okkur styrk um ókomin ár. Guð geymi þig. Fjölskyldu Kristínar og aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Kveðja frá meistaraflokki kvenna í Fram. Aldrei hefði mig grunað að ég þyrfti að setjast niður aðeins 25 ára að aldri til að minnast þín, Kristín mín. Þegar mér bárust þær sorgar- fregnir að besta vinkona mín til margra ára hefði látist í hörmulegu slysi, varð ég harmi slegin. Hvemig getur það átt sér stað að svo glæsileg og hi-aust kona sé hrifsuð á brott úr blóma lífs síns? Ég trúi því að nú sértu komin á indælan stað þai- sem þú gegnir jafn mikilvægu hlutverki °g þú gerðir hér. Ég var nýflutt frá Svíþjóð þegar ég hitti þig í fyrsta sinn. Við vorum níu ára, þetta var fyrsti skóladagui' minn í Alftamýrarskóla. Ég man hvað ég varð glöð þegar mér var vísað til sæt> is við hlið þér. Þetta er einn eftir- minnilegasti dagur lífs míns; fyrsti dagur góðrar vináttu. Næstu tíu árin áttum við eftir að eiga margar yndis- legai' stundir saman. Þú varst frábær vinkona. Þú komst alltaf til dyi-anna eins og þú varst klædd, varst opin og hreinskilin. Ég hugsa með söknuði til samverustunda okkar. Uppátækin vom óteljandi en ekki er hægt að rita á blað allt það skemmtilega sem við tókum okkur fyrir hendur. Það mun svo sannarlega lifa í minningunni. Þakka þér fyrir allt, elsku Kristín mín. Megi algóður Guð og minningin um þig styðja fjölskyldu þína í þessari djúpu sorg. Vilborg Kristjánsdóttir. Elsku frænka mín. Það er eins og vindurinn hafi tekið þig með sér. Eitt sinn varstu hér. I næstu vind- hviðu horfin. Sumir líta á Iífið sjálft sem vind. Bæði birtist og hverfur. Vindur lífsins er missterkur. Sumir era eins og hvirfilbylur allt sitt líf, aðrir eins og lognið. Allt sem þú gerðir var svo magnað. Varst kraft- mikill leiðtogi og kennari. Þú kennd- ir mér á skíði, sem fóst hafa verið á fótum mér æ síðan. Þú skapaðir lífs- mynd þína af einstakri kostgæfni. Settir handboltamark þitt á mynd- ina, lífsmyndina sem mun lifa, lifa þótt listamaðurinn geri það eigi. Maður er manns gaman. Kær- leikur, vinátta, ást og hamingja eru sem einn rúllustigi. A honum viljum við vera. Þar stóðst þú. Færðist með honum. Hreifst alla með þér. En lífið er eins og að leika á fiðlu opinberlega og læra á hljóðfærið um leið og leikið er. Vindurinn leik- ur líka af fingrum fram, þó oftast í formi samspils. Samspilið reyndist þér allt. Þú náðir til allra. Fékkst þá til að spila með þér. Gleyma erfiði dagsins - njóta lífsins með lögum sem öllum þóttu góð. Ef samspil var ekki þá spilaðir þú af fingrum fram. Gladdir áheyrandann, alla þína nán- ustu, systkini, foreldra og svo okkur hin. Þú hlustaðir á sjálfa þig, rödd þess sem ferðaðist með þér, röddina sem vert er að hlusta á. Mikilvægi þess að hlusta á vindinn er eins og að hlusta á sál okkar. Stundum vilj- um við ekki heyra. A endanum verð- um við látin heyra. Vindurinn og sálin láta rödd þeirra ekki endalaust sem vind um eyru þjóta. Þau hafa rödd sem vert er að hlusta á og láta bergmála í salarkynnum hugans. Taka ástfóstri við þessa rödd, hlera það sem með henni berst, rétt eins og sandinn sem með vindinum berst. Þannig munt þú hvísla í eyru okkar. Við verðum bara að hlusta vel. Hlustum því á vindinn og það er sem heill kór beiti rödd sinni. Vegir lífsins eru óútreiknanlegir. Hvert leið okkar liggur veit enginn. Ekki einu sinni góði maðurinn sem er að undirbúa komu okkar, tilbúinn að taka á móti okkur þegar við lítum inn. Hvort heimsókn þín hafi verið tímabær eða eigi verður ætíð ósvarað. Þegar þú komst í heiminn grést þú, en við vorum glöð. Nú grátum við. En lífsgleði þín mun endur- speglast í framtíð okkar hinna. Hin- ir dánu era ekki horfnir að fullu. Þeir era aðeins komnir á undan. Þar til við hittumst aftur þakka ég allar stundirnar með þér. Drottinn, vér biðjum ekki um að lifa í næði, heldur að þú veitir oss styrk og náð til að sigrast á erfið- leikunum. Vér vitum ekki, Drottinn, hvað oss er fyrir bestu. En þú veist það. Og um það biðjum vér. Ingibjörg Einarsdóttir. Laugardagskvöldið 9. maí sl. myndaðist stórt skarð í vinahópinn þegar við fréttum að vinkona okkar, Kristín, hefði látist af slysfóram. Margs er að minnast frá því að strák- amir í hópnum kynntust Kristínu íyrst í bamaskóla. Hún vaj'ð strax ein af okkur félögunum og með henni átt- um við margar ánægjulegar sam- verastundir. Hlutverk Kristínar í vinahópnum breyttist og vinaböndin styrktust þegar í menntaskóla kom. Asamt því að vera ein af okkur strák- unum varð hún unnusta Hilmars, besta vinar okkar, og um leið góður ráðgjafi okkar félaganna í öllum erf- iðu málunum. Einu gátum við alltaf gengið að vísu varðandi Kristínu og ráðgjöf hennar, hún sagði okkm' alltaf meiningu sína umbúðalaust. Ki’istín gætti kútanna sinna vel þegar þeir fóra að líta okkur stelp- urnar hýra auga en hún tók okkur öll- um opnum örmum þegar við bætt- umst í hópinn. Kristín var mikil félagsvera, alltaf hress og kát og hún stundaði íþróttfr af lífi og sál. Hún var traustur vinur vina sinna og lét sig aldrei vanta þeg- ar skemmtanir voru annars vegar. Þar standa upp úr samkomur í Kúr- landi og fjölmörg ferðalög. Kristín var glæsileg ung kona sem horfði björtum augum til framtíðar- innar, en hún var tekin frá okkur í blóma lífsins. Hennar verðm' sárt saknað og hún mun alltaf eiga sér stað í hjörtum okkar allra. Við vitum að gott fólk er alls staðar eftirsótt og trúum því að hennar hafi beðið mikil- vægari störf annars staðar. Við vitum líka að henni mun ganga vel í þvi sem hún tekur sér fyrir hendur þar eins og í þessum heimi. Elsku Kiistín okkai'. Við þökkum þér fyrir allar samverastundirnar sem við höfum átt. Við biðjum Guð að veita fjölskyldu þinni, Hilmari og öðr- um aðstandendum styrk á þessari sorgarstundu um leið og við vottum þeim okkar dýpstu samúð. Friðrik Þór, Guðni, Haukur, Guðrún Svava, Jón Kjartan, Alfheiður, Olafur Frímann, Oddný Magnea, Sveinbjörn, Fríða, Viðar og Rakel. • Fleiri minningargreinar um Kristínu Hjaltested bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, Birkihlíð 2b, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 15. maí sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. maí kl. 15.00. Ólafur Jónsson, Úlfhildur Ólafsdóttir, Sólkatla Ólafsdóttir, Elín Jóna Ólafsdóttir, Einar Steinþórsson, Gréta Bentsdóttir og systkini hinnar látnu. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, SIGTRYGGUR ALBERTSSON, Miðhvammi, Húsavík, er andaðist á Sjúkrahúsi Þingeyinga 13. maí, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 20. mai kl. 14.00. Anna S. Bjarnadóttir, Elín Sigtryggsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Jón Ágúst Bjarnason, Albert Sigtryggsson, Kristín Káradóttir, Bjarni Sveinsson, Sólveig Jóna Skúladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangafabarn. t Kæru ættingjar og vinir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns og föður, ÁGÚSTAR VILHELMS ODDSONAR frá Akranesi, Sjávargrund 9B, Garðabæ. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á deildum A-3 og A-7, Borgarspítala. Elín G. Magnúsdóttir, Ragnar E. Ágústsson. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, er minntust og sýndu vinarþel við andlát og útför elskulegrar vinkonu okkar, K. INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Ásgötu 1, Raufarhöfn. Jóna Halla Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN H. JÓNSSON húsasmíðameistari, Árskógum 6, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar- daginn 16. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Eggertsdóttir. t Okkar ástkæra dóttir og systir, KRISTÍN HJALTESTED, Kúrlandi 23, sem lést af slysförum laugardaginn 9. maí, verður jarðsett frá Bústaðakirkju í dag, þriðju- daginn 19. maí, kl. 13.30. Erla Hjaltested, Ragnar Kristinsson, Lára Hjaltested, Svavar Hjaltested, Ragnar Hjaltested. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, sr. GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Garðastræti 8. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Steinvör Kristófersdóttir, Barði Guðmundsson, Elísabet M. Guðmundsdóttir, Orhan Karaali, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingólfur H. Eyfells, Guðmundur, Jóhann Kristján, Eyjólfur og Emil. t Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, SOLVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hvassaleiti 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Gunnar Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Þóra Guðmundsdóttir, Magnús Árnason, Guðmundur Guðmundsson, Gunnar Júlíusson, Sigurður Árnason. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, minnar, móður ok- kar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSU HJARTARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness Gunnar Bjarnason, Hjörtur Gunnarsson, Lilja Guðlaugsdóttir, Atli Gunnarsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Ásdís Gunnarsdóttir, Pétur Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Lokað verður frá kl. 12.00 á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí, vegna útfarar DAVÍÐS S. JÓNSSONAR. Davíð S. Jónsson og Co ehf., Skútuvogi 13a, Reykjavík. V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.