Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.1998, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Davíð Sigmund- ur Jónsson fæddist á Ljótsstöð- um í Skagafirði 1. september 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. maí síðastliðinn. Móðir hans var Pálína Guðrún Jóns- dóttir frá Ljótsstöð- um. Faðir hans, Jón Bjömsson var fædd- ur í Gröf í Skagafirði. Hann var lærður smiður, en gerðist bóndi á Ljótsstöðum samhliða smíðum. Þar eignuðust þau Pálína böm sín. Þau era: 1) Guðrún Hólm- fríður, f. 30.3. 1914. Fyrri mað- ur hennar, Halldór Magnússon, lést 1946. Seinni maður hennar, Björgvin Siguijónsson, er einnig látinn. 2) Ingibjörg Margrét, f. 19.12. 1915, kaup- maður í Reykjavík, gift Þor- grími Brynjólfssyni sem nú er látinn. 3) Páll Gísli, f. 12.10. 1917 d. 26.3. 1988, bygginga- meistari. Hann var kvæntur Eivora Jónsson. Hún lifir mann sinn. 4) Björa, f. 12.10. 1919, d. 26.9. 1995, kaupmaður í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Krist- indóttur sem lifir mann sinn. Davíð ólst upp á Ljótsstöðum með foreldram og systkinum til tólf ára aldurs er fjölskyldan fiuttist til Siglufjaröar. Tæplega tvítugur fluttist Davíð til Reykjavíkur og nokkram árum síðar fór hann til Bandaríkj- anna; aðallega í viðskiptaerind- um. I lok seinni heimsstyrjaldar- innar sigldi hann með Dettifossi til íslands, en í þeirri örlagaríku ferð var skipið skotið niður af þýskum kafbáti og áttu ekki all- ir afturkvæmt. Eftir að Davíð kom heim lagði hann grunn að ævistarfi sínu, viðskiptum. Árið 1946 stofnaði hann Heildverslun Davíðs S. Jónssonar í Garðastræti 6, en heildverslunin Nú er kominn maímánuður og aftur komið að kveðjustund. I maí 1996 kvöddum við ömmu okkar, Elísabetu Sveinsdóttur, og í dag kveðjum við afa okkar, Davíð S. Jónsson, hinstu kveðju. Á svona stundu fyllist hugurinn af góðum og dýrmætum minningum en það er svo erfitt að finna réttu orðin fyrir allt það sem í huganum býr. Afi okkar var mikill maður og náði langt á sínu sviði en í huga okkar og hjarta var hann fyrst og fremst afí okkar og þannig munum við líka alltaf minnast hans. Við eigum margar og góðar minningar úr fjöl- skylduboðum í Þingholtsstrætinu og síðar á Bauganesi þar sem amma og afi veittu af mikilli rausn og pössuðu upp á að allir fengju nóg. Það skipti þau alltaf miklu máli að fjölskyldan stæði saman og þau fylgdust vel með sínu fólki. Kveðjustundir eru alltaf sárar en við vitum að afi er hvfldinni feginn og ánægður að hitta aftur ömmu okkar, konu sína. Við vitum líka að algóður Guð hefur veitt ömmu og afa skjól hjá sér og þaðan geta þau saman fylgst með afkomendum sín- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sá lof fyrir íiðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strfð. (V. Briem.) Bamabörn. Látinn er í Reykjavík Davíð Sig- mundur Jónsson eftir stutta en þunga sjúkdómslegu. Ef velja ætti eitt orð til að lýsa Sigmundi væri það: Traustur. Fáum mönnum hef ég kynnst um ævina sem lögðu sig fluttist fljótlega í Þingholtsstræti 18 og var þar lengst af. Jafnframt rekstri heildverslunarinnar stundaði hann á sín- um tíma umsvifa- mikinn verksmiðju- rekstur í fataiðnaði ásamt verslunar- rekstri. Árið 1946 kvæntist Davíð Sigmundur Elísabetu Sveins- dóttur, f. 22.6. 1922, d. 5.5. 1996. Hún var dóttir Sveins Bjömssonar, fyrsta forseta ís- lands, og Georgíu Hoff Hansen. Böm þeirra Eh'sabetar og Dav- íðs era: 1) Guðrún Davíðsdóttir, f. 1944. Hún á þijár dætur, Elínu Sigríði, f. 1973, Elísabetu, f. 1975, og Lilju Dögg, f. 1983. 2) Erla Davíðsdóttir, f. 1947, gift Jóhanni Birgi Guðmundssyni. Þau eiga þijú böra, Katrínu Sig- fríði, f. 1968, Davíð Smára, f. 1976, og Karenu Sóleyju, f. 1977. Katrín er gift Jóni Ragn- ari Ríkharðssyni og eiga þau einn son, Jóhann Blæ, f. 1997. 3) Sigríður Davíðsdóttir, f. 1950. Hún á tvö böm, Georgíu Olgu, f. 1979, og Davíð Tómas, f. 1988. 4) Sveinn Georg Davíðsson, f. 1953. 5) Jón Pálmi Davíðsson, f. 1955. 6) Elísabet Dolinda Ólafs- dóttir, f. 1965, gift Má Björg- vinssyni. Böm þeirra era Linda Björg Amardóttir, f. 1989, og Kjartan, f. 1995. Eh'sabet Dolinda er dóttir Dolindu Tann- er og Ólafs, bróður Eli'sabetar Sveinsdóttur, sem bæði era lát- in. Hún ólst upp hjá Eh'sabetu og Davíð frá baraæsku og er kjördóttir þeirra. Eftir lát konu sinnar hélt Davíð heimili að Bauganesi 30 ásamt baraabarai sínu, Georgíu Olgu. Davíð Sigmundur verður bor- inn til hinstu hvflu frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. jafnmikið fram um að reynast fólki vel og Sigmundur gerði. Hann og eiginkona hans Elísabet Sveinsdótt- ir (Beta), sem var föðursystir mín, voru þannig gerð að þeim var oft sýnt mikið traust og þau brugðust því aldrei. Tæplega hefur það alltaf reynst auðvelt að vera kjölfestan í stórri fjölskyldu þar sem vissulega skiptust á skin og skúrir. Beta sagði eitt sinn við mig á dimmum degi að sér fyndist stundum erfitt að þurfa alltaf að vera sterk. Þar held ég að hún hafi talað fyrir munn þeirra Sigmundar beggja. Þau voru sér- lega samrýnd og missir hans var mikill þegar hún féll frá fyrir tveim- ur árum. Hann dró ekki dul á að hann saknaði hennar mikið. En hann átti líka góða að í stórri fjöl- skyldu og voru sonurinn Jón Pálmi og dótturdóttirin Gígja meira og minna heima hjá honum og léttu honum lífið á alla þá lund sem þau gátu. Hin bömin vora einnig tíðir gestir í Bauganesinu og í veikindum síðustu vikna var sá stuðningur sér- staklega mikilvægur. Sigmundur var alltaf baráttumaður í stóru og smáu. Ungur lenti hann í meiri þrekraunum í sjávarháska en mannlegur máttur fær skilið og án efa fylgdi sú reynsla honum alla tíð. Ævistarf hans var í heimi viðskipt- anna þar sem einnig eru oft válynd veður en þann sjó sigldi hann af festu og öryggi. Síðustu tvö árin sýndi hann enn á sér nýja hlið er hann tók upp á því harðfullorðinn að fikra sig áfram í matargerð og heimilishaldi, sem fram til þess hafði lítt verið á hans verksviði. Honum fórst það ljómandi vel og kom áreiðanlega einhverjum í fjöl- skyldunni á óvart með því framtaki. Og ekki var það vegna þess að hann þyrfti svo nauðsynlega að spreyta sig á þessu sviði því vel var hugsað um hann. En það var honum Ukt að vilja læra undirstöðuhandtökin. Á heimili Betu og Sigmundar var mikill gestagangur, ekki síst á með- an þau bjuggu í miðbæ Reykjavík- ur, í Þingholtsstræti 31. Það var alltaf ljúft að koma til þeirra. Fyrstu minningamar eru um ævin- týraheim á Bollagötunni með stór- um hópi frændsystkina og um sum- arbústaðinn við Álftavatn sem var jafnvel enn meira ævintýri. Síðan flutti fjölskyldan stóra í Þingholts- strætið og þar var ég tíður gestur, einkum á unglingsárum. í Þing- holtsstrætinu ólst litla systir mín Elísabet upp. Hún var mjög ung er hún missti forelda sína en hún átti traustan samastað hjá Betu og Sig- mundi sem voru henni sannir for- eldar. Þau gerðu það ótrúlega auðvelt fyrir mig að fylgjast með litlu systurinni sem ég var svo stolt af. Samhliða kynntist ég þeim náið og það voru dýrmæt kynni. Sig- mundur gerði sér far um að fylgjast vel með daglegu amstri okkar heimaganganna, námi og störfum og hafði ýmislegt bitastætt til mál- anna að leggja. Það var alltaf auðvelt að vita hvort honum leist vel á það sem maður tók sér fyrir hend- ur. Og satt að segja var nokkurt keppikefli að sanna sig gagnvart honum. Enginn var svikinn af því. Hann tók eiginmanni mínum, Ara, opnum örmum þegar við fórum að draga okkur saman. Stundum dró hann Ara afsíðis á eintal og ég hef enn ekki vogað mér að spyrja um hvað var spjallað. Þannig lét Sig- mundur okkur öll sem til hans sóttu finnast við vera sérstök, en það var auðvitað fyrst og fremst hann sem var svo sérstakur. Ferðimar í Bauganesið voru strjálli en þangað var líka gott að koma, erillinn ekki eins mikill og gaman að setjast út í fallegan og sólríkan garð sem var Sigmundi sérstakt ánægjuefni. Þjóðmálaumræðan varð oft fjörug í kringum Sigmund og hann kom iðu- lega á óvart með skemmtilegri og nýstárlegri nálgun dægurmála. Gildismat hans og skoðanir báru mannkostum hans gott vitni. Hann lagði áherslu á nauðsyn þess að sýna heiðarleika og ábyrgð í öllum mannlegum samskiptum. Þetta reyndi hann að innræta börnum sín- um og minna okkur hin á reglu- bundið. Ég held að þessi hlið á per- sónuleika Sigmundar hafi látið fáa ósnortna. En hann hafði líka sinn ákveðna strákslega húmor og inni- leik sem kom æ betur í ljós eftir því sem árin færðust yfir. Samskiptin við baraabömin voru góð blanda hlýju og festu og afastoltið leyndi sér hvergi. Án efa hefur það verið hónum ánægjuefni að vera orðinn langafi. Það er kannski ekkert skrýtið að maður ætlist til þess að eiga slíkt fólk alltaf að. En því verð- ur ekki heilsað og heldur ekki fram- hjá því horft að tíminn eftir að Beta dó var honum oft þungbær. Þau voru falleg og samhent hjón. Eftir lát Betu sá ég í fyrsta sinn Ijósmynd sem tekin var af þeim í New York, ungum og ástföngnum, á svölum Empire State Building. Þessi mynd kemur nú í hugann og þótt ég muni þau ekki á þessum aldri verður þessi mynd umfram aðrar sú sem geymist. Sigmundar og Betu verður alltaf sárt saknað en huggun að fá að trúa því að leiðir þeirra liggi nú á ný saman. Anna Ólafsdóttir Björasson. Elsku afi minn. Það er vissulega sárt að þú skulir ekki lengur vera á meðal okkar. En hugsunin um að þú sért nú kominn til ömmu og þurfir ekki lengur að líða, er viss léttir. Ég man eftir þér eins langt aftur og ég man eftir sjálfri mér. Amma passaði mig alltaf þegar ég var lítil og þegar afi kom heim úr vinnunni gafst hon- um oft tími til að vera með mér. Mér er minnisstætt þegar við stóð- um á tröppunum í Þingholtinu og reyndum að hrekja í burtu kettina, sem reyndu að veiða fuglana. Þegar amma dó kynntist ég afa betur. Við áttum margar ánægju- stundir saman og þessi tvö síðustu ár liðu hratt fyrir mér. Þú hefur alla tíð verið mér sem faðir og á ég þér svo ótal margt að þakka. Ég vona, elsku afi minnn, að góð- ur Guð gefi að þér líði vel og þakka þér fyrir allar yndislegu minning- arnar sem ég á um þig. Ég kveð þig með djúpum sökn- uði, elsku afi minn. Far þú í friði, ffiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Georgía. Ládauð móða leggst að augans lygnavatni - það er sagt að sumum batni. (Jóhannes úr Kötlum.) Fyrir tveimur mánuðum kenndi Davíð S. Jónsson sjúkleika og greindist þá með þann sjúkdóm sem nú hefur bundið enda á lífsferil hans. Foreldrar hans, sem voru bæði komin af grónum skagfirskum bændaættum, hófu búskap á Ljóts- stöðum ári eftir að Jón Bjömsson, bóndasonur frá Gröf, gekk að eiga heimasætuna þar, Pálínu Guðrúnu Pálsdóttur. Davíð Sigmundur var yngstur af fimm bömum þeirra hjóna sem fæddust öll á Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Hann bar nafn langafa síns í móð- urætt, Sigmundar Pálssonar, bónda á Ljótsstöðum og verslunarmanns á Hofsósi, sem ásamt öðrum nemend- um þurfti að hverfa frá námi skömmu fyrir próf vegna skólaóeirðanna (pereatið) árið 1850. Sigmundur var hann kallaður af foreldrum sínum og öðrum, allt til þess er hann stofnaði heildverslun- ina Davíð S. Jónsson & Co. árið 1946. Hann mun fyrst hafa farið að nota fyrra nafn sitt þegar hann fór til Ameríku og var þar við verslun- arstörf. Hann flutti með foreldrum sínum til Siglufjarðar árið 1934. Skagfirskir bændur voru þá orðnir fáliðaðir á búum sínum þar sem vinnuaflið leitaði til Siglufjarðar í sfldarævintýrið sem þá var í upp- siglingu. Jón á Ljótsstöðum sem var lærð- ur smiður og hafði ásamt búskap séð um byggingar á húsum og mannvirkjum í Skagafirði, byggði vandað steinsteypt hús fyrir fjöl- skyldu sína við Hvanneyrarbraut 6 á Siglufirði og var það kallað Ljóts- staðir. Amma okkar Davíðs S. Jóns- sonar, Guðrún Friðriksdóttir, gekk að eiga Pál Gísla Sigmundsson b. á Ljótsstöðum og átti með honum Pálínu Guðrúnu, móður Davíðs. Eft- ir að Páll Gísli féll frá þrítugur að aldri giftist amma okkar aftur sjö árum síðar bróður hans, Gísla Páli Sigmundssyni og átti með honum Sigríði móður mína og bjuggu þau á Ljótsstöðum. Ég man eftir ömmu minni þegar hún var um tíma á heimili foreldra minna, en lengst af bjó hún hjá Pálínu dóttur sinni á Siglufirði og lá þar í kör síðustu árin sem hún lifði. Foreldrar mínir brugðu búi og fluttu til Siglufjarðar og þrátt fyrir tólf ára aldursmun á systrunum frá Ljótsstöðum voru þær samrýndar og ávallt mildl tengsl á milli heimila þeirra. Við nám í Gagnfræðaskólan- um á Siglufirði nutum við Davíð Sigmundur aðstoðar Pálínu móður hans við tungumálin, en hún dvald- ist í Danmörku á sínum yngri árum og síðar hjá móðursystrum sínum sem bjuggu í New York og var jafn- víg á ensku og dönsku. A þessum árum voru ekki til nein námslán svo að þeir sem höfðu löngun til fram- haldsnáms áttu ekki marga valkosti. Við Davíð Sigmundur tókum það ráð að setjast í efri deild Samvinnu- skólans 1940-41 sem þá var tveggja vetra skóli og náðum því að taka próf þaðan um vorið. Þá bjuggum við bæði hjá frænda okkar í Reykjavík, Sigmundi Þor- grímssyni, sem var giftur færeyskri konu, Katrínu að nafni. Þau voru baralaus og tóku okkur opnum örm- um. Frændi okkar var sjómaður og var oft langdvölum að heiman. DAVIÐ SIGMUNDUR JÓNSSON Við vorum vel haldin í mat og meðlæti þennan vetur því Katrín var einstök húsmóðir og elskuleg kona. Leið mín lá síðan aftur til Siglu- fjarðar, en Davíð Sigmundur fór að starfa við heildverslun í Reykjavík. Hann hafði mildð samband við Sig- mund og Katrínu færeysku og reyndist henni sem sonur eftir að hún varð ekkja. Davíð S. Jónsson stefndi frá upp- hafi að sjálfstæðum verslunar- rekstri og hóf undirbúning að því 1943. Ævintýrið beið hans hinum meg- in hafsins þegar hann dvaldi í New York 1944-46, en þá kynntist hann konuefni sínu, forsetadótturinni, Elísabetu Sveinsdóttur, Bjömsson- ar. Ástfanginn og fullur áhuga tók hann sér far heim með Dettifossi í febrúar 1945. Skipið var á siglingu í sæmilegu veðri þegar mikil spreng- ing kvað við árla morguns og Detti- foss sökk nokkrum mínútum síðar. Davíð bjargaðist þá naumlega á fleka ásamt öðrum en 15 manns týndu lífi í þessu hörmulega slysi. Frændi minn náði sér aldrei að fullu eftir þessa lífsreynslu. Árið eftir gengu þau í hjónaband Davíð og Elísabet. Sama ár stofnaði hann heildverslun sína og þegar fram liðu stundir skilaði afrakstur- inn af þrotlausri vinnu hans árangri. Hann lét byggja stórhúsi á eignarlóð við Þingholtsstræti 18 og keypti síðar einbýlishús við sömu götu. Hjónaband Elísabetar Sveins- dóttur og Davíðs S. Jónssonar varð farsælt. Rósemi hennar og hógværð setti svip sinn á allt heimilislíf þeirra. I Þingholtsstrætinu stóð heimili þeirra opið fyrir vinum og vandamönnum og húsmóðirin hélt ró sinni þó að húsbóndinn kæmi óvænt með gesti með sér heim í matinn. Böra þeirra hjóna eru: Guðrún, Erla, Sigríður, Sveinn Georg og Jón Pálmi. Þá ólu þau upp Elísabetu Dolindu dóttur Olafs Sv. Bjömsson- ar og Dolindu konu hans og að nokkru leyti Georgíu Kristiansen, (Gígju), dóttur Sirríar. Davíð S. Jónsson talaði lítið um sjálfan sig og barst ekki á, en bar þeim mun meiri umhyggju fyrir öðrum, sérstaklega þeim sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni. Hann studdi við bakið á tengdamóður sinni Georgíu Björns- son eftir að hún var orðin ekkja. Ég minnist þess eitt sinn er ég var stödd í Reykjavík að Davið bauð mér í mat og þá sat frú Georgía til borðs með okkur, en hún var þá búin að fá íbúð í Þingholtsstrætinu, gegnt húsi dóttur sinnar og tengda- sonar. Þegar aldur færðist yfir Dav- íð og Elísabetu og hann fór að leggja meiri vinnu við heildverslun- ina á herðar sonar síns og tengda- sonar, festu þau kaup á einbýlishúsi í Bauganesi 30. Þar komu þau upp fallegum og skjólsælum garði sem veitti þeim mikla ánægju hin síðari ár. Elísabet Sveinsdóttir lést fyrir tveimur árum. Davíð og bömin öll tóku missi hennar mjög nærri sér. Til minningar um hana gáfu þau Menntaskólanum í Reykjavík stór- hýsið við Þingholtsstræti 18 og var það afhent um síðustu áramót. Dav- íð Sigmundur frændi minn getur kvatt þennan heim með góðri sam- visku. Hann var traustur og heiðar- legur í samskiptum við meðborgara sína og örlátur á fé eftir að hann var orðinn efnaður maður. Ég vil þakka honum fyrir mína hönd og systra minna, Ástrúnar og Margrétar, fyrir vináttu og tryggð við okkur og foreldra okkar alla tíð frá þeim tíma er við bjuggum öll á Siglufirði. Davíð var að mestu leyti heima hjá sér í Bauganesinu síðustu dagana sem hann lifði, umvafmn ástúð og umhyggju barna sinna og barnabama. Blessuð sé minning hans. Gyða Jóhannsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Davfð S. Jónsson bíða birtingar og munu birtast i blaðinu nvestu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.