Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 5 7
FRÉTTIR
Baula stendur fyr-
ir raddnámskeiði
í KRAMHÚSINU,
Skólavörðustíg 12,
stendur raddspunahóp-
. urinn Baula fjrir
' raddnámskeiði með
( argentínsku listakon-
I unni Kozönu Lucca
dagana 21. maí kl. 14-
18, 22. maí kl. 20-23, 23.
maí kl. 14-19 og 24. maí
kl. 14-18. Námskeiðið
er fyrir alla þá sem
vilja vinna með röddina
sína í leik eða starfi. A
námskeiðinu skiptast á
/ hópvinna og einstak-
' lingsvinna með virkri
í þátttöku hópsins.
I I kynningu segir
m.a., að Kozana sé fjölhæf listakona
sem láti ekki starfsgreinaheiti eins
og leikari, söngvari, myndlistar-
maður, leikstjóri...
stöðva sig: Hún gerir
þetta einfaldlega allt
eftir þörfum og vinnur
gjaman með fólki úr
ólíkum greinum við að
skapa og rannsaka
nýjar leiðir. Roy Heart
Theater er alþjóðlegur
leikhópur sem þekktur
er fyrir rannsóknir
sínar á þessu sviði.
Kozana er einn af
stofnendum leikhóps-
ins og viðhorf hans til
raddarinnar eru sá
grunnur sem hún
byggir á.
Verð á námskeiðið
er 1.500 kr. og upplýsingar er hægt
að fá hjá Kristjáni Helgasyni og
Guðnýu Maríu.
Málefni
grunnskólans
í Kópavogi
FORELDRARÁÐ gi-unnskólanna í
Kópavogi gangast fyrir opnum fundi
um málefni grunnskólans. Fundurinn
verður haldinn í Félagsheimili Kópa-
vogs miðvikudaginn 20. maí Id. 20.30.
A fundinum munu fulltrúar allra
framboðslista til bæjarstjórnar gera
grein fyrir stefnu sinni og hugmynd-
um í málefnum grunnskólans, t. a. m.
varðandi fjölda í bekkjardeildum,
heilsdagsskóla, mötuneytismál, for-
varnastarf og annað það er grunn-
skólanum tengist. Ætlunin er að
stærstum hluta fundartímans verði
varið í almennar umræður og gefst
fundarmönnum þá kostur á því að
bera upp fyrirspurnir, sem tengjast
fundarefninu.
------4-«-«---
Opinn fundur
um skólamál
í Hafnarfírði
Kozana
Lucca
(
(
I
<
(
I
(
<
<
<
(
(
i
(
(
(
:
(
Gegn vímuefnum
ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþing-
ismaður, hefur að undanförnu
staðið fyrir opnum hádegisverðar-
fundum um málefni sem eru ofar-
lega á baugi. Miðvikudaginn 20.
maí kl. 12-13.30 verður fundur á
Hótel Borg með yfirskriftinni:
Gegn vímuefnum, segir í fréttatil-
kynningu.
A fundinum á Hótel Borg er
sjónum fyrst og fremst beint að
forvörnum og fyrirlesarar fengnir
frá ýmsum þeim aðilum sem nú
berjast gegn vímuefnum.
Framsögumenn verða: Árni Ein-
arsson, framkvæmdastjóri
Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum,
Áslaug Þórarinsdóttir, Vímulaus
æska, Haraldur Finnsson, skóla-
stjóri Réttarholtsskóla, Steinunn
V. Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og
Hildur Sverrisdóttir, Jafningja-
fræðsla.
Hádegisverður 1.100 kr.
FORELDRARÁÐ Hafnarfjarðar
stendur fyrir opnum fundi um
skólamál með fulltrúum allra fram-
boðslista til komandi bæjarstjórnar-
kosninga í Hafnarfirði. Fundurinn
verður haldinn í Álfafelli í Iþrótta-
húsinu við Strandgötu þriðjudaginn
19. maí kl. 20 og hefst með því að for-
maður Foreldraráðs Hafnarfjarðar
afhendir árlega viðurkenningu ráðs-
ins þeim aðila sem unnið hefur hafn-
firskri æsku vel.
Fulltrúar framboðslistanna og for-
eldrafélaga við sex grunnskóla í
Hafnarfirði segja frá hugmyndum
sínum um framtíð grunnskólans.
Fundinum lýkur með fyrirspurnum
og almennum umræðum.
Úr dagbók lögreglunnar
15. til 18. maí 1998
A fímmta tug manna í fang*a
geymslum um helgina
NOKKURT annríki var hjá lög-
reglu þessa helgi. Á fimmta tug
gistu fangageymslur um helgina,
flestir vegna ölvunar og afbrota en
einhverjir vegna þess að þeir
höfðu ekkert annað húsaskjól.
Slíkum gistingum hefur þó fækkað
verulega hjá lögreglu á undanförn-
um árum. Umferðarmál eru fyrir-
ferðarmikil í verkefnalista lögi'egl-
unnai1 þessa helgina eins og oft er
á vorhelgum. Fjölmennt lið lög-
reglu hefur verið í ýmsum störfum
vegna heimsóknar Margrétar Þór-
hildar Danadrottningar.
Innbrot - þjófnaðir
- skemmdarverk
Á föstudag var lögreglu tilkynnt
að stolið hefði verið skartgripum
úr verslun í austurborginni. Eink-
um voru það karlagullhringir og er
áætlað verðmæti þeirra á þriðja
hundrað þúsund. Verði borgurum
boðnir slíkir hringir svo grun-
semdir veki eru þeir vinsamlega
beðnir að koma upplýsingum til
lögreglu.
Skömmu eftir miðnætti á laug-
ardag var brotin rúða í banka í
austurborginni. Ekki náðist
skemmdarvargurinn en starfs-
menn gerðu viðeigandi ráðstafan-
ir. Annar skemmdai'vargur var
handtekinn aðfaranótt laugardags,
eftir að hafa brotið rúðu á Lauga-
vegi. Maðurinn var vistaður í
fangageymslu. Karlmaður var
handtekinn eftir að hafa brotið
rúðu í ökutæki í miðbænum. Hann
skarst á hendi við athæfi sitt og
varð að flytja hann á slysadeild til
aðhlynningar.
Lögreglu var tilkynnt um inn-
brot í ökutæki í Grafarvogi. Úr
ökutækinu var stolið nokkrum
verðmætum, meðal annai;s geisla-
spilara og geisladiskum. Ökutækið
var ólæst og pappaspjald í hliðar-
glugga. Enn á ný vill lögreglan
brýna það fyrir borgurum að
ganga tryggilega frá verðmætum
hlutum og ekki bjóða þjófum óþ-
ai’fa tækifæri til að stela annarra
eigum.
Fjórir piltar um tvítugt voru
handteknir við Hlemm eftir að
hafa unnið skemmdir á fjórum
ökutækjum í hverfínu. Einn pilt-
anna veittist að lögi’eglumönnum
við handtökuna en þrír voru
vistaðir í fangageymslu.
Karlmaður var handtekinn á
sunnudag eftir að hafa brotið rúðu
í verslun við Laugaveg. Hann er
einnig grunaður um að hafa unnið
skemmdir á ökutæki í miðbænum.
Hann var vistaður í fangageymslu.
Þá var lögreglu tilkynnt um að
brotist hefði verið inn í sumarhús
við Hafravatn og húsmunum
stolið.
Líkamsmeiðingar
- fíkniefnamál
Á föstudagskvöld kom til átaka
milli fyrrum sambýlinga. Karl-
maður veitti konu nokkra áverka
auk þess að fjarlægja árs gamalt
barn þeirra á brott. Á leið hans af
heimili konunnar vann hann síðan
skemmdir á ökutæki hennar. Karl-
maðurinn yfirgaf vettvang án þess
að taka barn þeirra með en
hringdi til lögreglu og kom sjálfur
á lögreglustöð. Vert er að benda
einstaklingum sem beita ofbeldi á
nýlegt meðferðarúrræði sem hefur
tekið til starfa og er hægt að leita
upplýsinga í síma 570-4000. Fleiri
slík tilvik komu til úrlausnar lög-
reglu um helgina þar sem sam-
skiptum náinna einstaklinga lauk
með ofbeldisbeitingu.
Undir morgunn á laugardag gaf
karlmaður sig á tal við lögreglu í
miðborginni og kvaðst hafa orðið
fyrir árás. Hann var blóðugur á
hendi og kenndi sér einnig meins á
fæti. Hann aíþakkaði að leita sér
aðstoðar á slysadeild en var ekið
heim af lögreglu. Ekki er ljóst um
árásarmann. Um svipað leyti
réðust þrír menn að tveimur sem
voru á gangi í bænum. Báðir árás-
arþola hlutu áverka á andliti og
voru fluttir á slysadeild. Árásar-
menn flúðu brotavettvang á
ökutæki en voru handteknir af lö-
geglu skömmu síðar. Þeir voru all-
ir fluttir til vistunar í Hótel Stein,
en ökumaðurinn er einnig grunað-
ur um ölvun.
Á laugardag var voru þrír piltar
um tvítugt handteknir og fundust
á þeim ætluð fikniefni. Þeir voru
fluttir í fangageymslu.
Að morgni sunnudags var lö-
geglu tilkynnt að ráðist hefði verið
á kai’lmann á Tryggvagötu. Mað-
urinn var fluttur á slysadeild en
hann hafðþhlotið áverka í andliti
og víðar. Árásarmaður er ófund-
inn.
U mfer ðarmálefni
Um hádegi á laugardag var
árekstur tveggja ökutækja á
Kalkofnsvegi. Báðir ökumenn og
þrír farþegar sem allir voru börn
kenndu til eymsla og ætluðu að
leita aðstoðar á slysadeild. 13 öku-
menn voru stöðvaðir vegna gi’uns
um ölvun við akstur. Einn þeirra
sinnti ekki stöðvunarmerkjum lög-
reglu og varð úr eftirför í Mos-
fellsbæ og næsta nágrenni. Öku-
maðurinn var fluttur á lögreglu-
stöð.
Snemma að morgni sunnudags
var ökutæki ekið upp á umferð-
areyju og á umferðarmerki á Frí-
kirkjuvegi við Sóleyjargötu. Tveir
menn sáust síðan hlaupa brott af
vettvangi en það náðist að hand-
sama annan þeirra og flytja á lög-
reglustöð. í ljós kom að bifreiðinni
hafði verið stolið skömmu áður úr
Þingholtunum.
Um miðjan dag á sunnudag
varð árekstur á Vesturlandsvegi
við Víkurveg er fimm ökutæki
skullu saman. Ökumaður úr einu
ökutæki og farþegar úr öðru fóru
sjálfir á slysadeild en eignatjón
var mikið og varð að flytja þrjú
ökutæki brott með kranabifreið.
Námskeið í upp-
lýsingamiðlun
ATVINNU- og ferðamálastofa
Reykjavíkurborgar stendur, nú í
maí, fyrir þremur stuttum nám-
skeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjón-
ustu. Námskeiðin verða með
svipuðu sniði og námskeið sl. vor
sem þóttu gefa góða raun en alls
tóku um 160 manns þátt í þeim, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir: „Markmið
námskeiðanna er að bæta upplýs-
ingamiðlun til ferðamanna í borg-
inni, en í könnun sem Atvinnu- og
ferðamálanefnd gerði sumarið 1996
kom í ljós að ferðamenn afla sér
upplýsinga mjög víða s.s. á hótel-
um, í verslunum, á veitingastöðum,
hjá leigubifreiðastjórum og víðar.
Jafnframt kvörtuðu ýmsir í þeirri
könnun yfir að erfitt væri að afla
upplýsinga. Á námskeiðinu verður
kynnt í stuttu máli starfsemi
menningarstofnana í borginni.
Upplýsingamiðstöðvar ferðmála,
möguleikar til afjireyingar, verslun
o.fl. Auk þess fá þátttakendur lista
með viðburðum sumarsins og
annað hagnýtt kynningarefni. Alls
verða haldin þrjú námskeið sem
ætla má að standi í 2-3 klst. og
verður dagskrá sú sama á þeim öll-
um. Þátttakendur geta valið milli
eftirtaldra tímasetninga: 19. maí
kl. 14, 26. maí kl. 9 og 28. maí kl.
14.
Námskeiðin verða haldin á Korn-
hlöðuloftinu, Bankastræti 2 (fyrir
ofan Upplýsingamiðstöð ferðamála)
og eru þátttakendum að kostnaðar-
lausu.“
Sumarstarfíð hafíð
í söfnunum í Nesi
LÆKNINGAMINJASAFNIÐ í
Nesstofu og Lyfjafræðisafnið hófu
sumarstarfsemi sína laugardaginn
16. maí og verða bæði opin fjórum
sinnum í viku í sumar, á sunnudög-
um, þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum milli kl. 13 og 17.
Söfnin munu einnig opna sali sína
áhugamannahópum á öðrum tímum
ef um er beðið. Söfnin standa hvorf
hjá öðru við Neströð á Seltjarnar-
nesi.
I Lyfjafræðisafninu má sjá muni
og minjar úr íslenskum apótekum
frá upphafi þessarar aldar fram til
okkar daga og skoða hvernig lyfja-
gerð var háttað enn lengra aftur í
tímann.
Lækningjaminjasafnið er til húsa
í Nesstofu, sem er eitt af elstu
steinhúsum landsins, reist á árun-
um 1761-1763 fyrir fyrsta landlækni
íslendinga, Bjarna Pálsson. Þar
gefur að líta muni sem tengjast
sögu heilbrigðismála á íslandi síð-
ustu aldirnar.
Barnfðstrunám-
skeið í Kópavogi
RAUÐAKROSSDEILD Kópavogs
stendur fyrir tveimur barnfóstr-
unámskeiðum og er hvort nám-
skeið 16 kennslustundir. Fyrra
námsskeiðið er dagana 22.-29. maí,
en hið síðara 23.-30. maí. Nám-
skeiðin eru ætluð 11-14 ára ung-
lingum og er markmiðið að þátt-
takendur fræðist um börn og um-
hverfi þeirra og öðlist þannig aukið
öryggi við barngæslu.
Fjallað er um æskilega eigin-
leika barnfóstru, þroska barna,
leikfangaval, mikilvægi fæðuteg-
unda, matarhætti, aðhlynningu
ungbarna, pelagjöf, slys í heima-
húsum, veikindi og skyndihjálp.
Upplýsingar um þessi námskeið
og skráning eru hjá Rauða ki’ossi
íslands, Efstaleiti 9.
Dagbók
Í|^Ö|J Háskóla
íslands
DAGBÓK Háskóla íslands 18. til 23.
maí. Ailt áhugafólk er velkomið á fyr-
irlestra í boði Háskóla Islands. Dag-
bókin er uppfærð reglulega á heima-
síðu Háskólans: http://www.hi.is
Miðvikudagurinn 20. maí:
Kristín B. Guðmundsdóttir,
dýralæknir á Keldum, heldur fyrir-
lestur á fi’æðslufundi í bókasafni
Keldna kl. 12.30. Fyrirlestur sinn
nefnir hún: „Sýkingaþættir E. coli“.
Fimmtudagurinn 21. maí:
Laufey Tryggvadóttir faralds-
fræðingur, Krabbameinsskrá, flytur
fyrirlestur í málstofu í læknadeild í
sal Rrabbameinsfélags íslands,
Skógarhlíð 8, kl. 16.00. Fyrirlestur
sinn nefnir hún: „Erfðir, umhverfi og
brjóstakrabbamein".
Föstudagur 22. maí:
Hildur Atladóttir heldur meistara-
prófsfyrirlestur í næringarfræði kl.
15 í stofu 158 í VR-II. Hún nefnir
fyrirlestur sinn: „Rannsókn á matar-
æði íslenskra ungbarna“. Leiðbein-
andi var Inga Þórsdóttir prófessor,
prófdómari Jóhannes Gíslason og í
umsjónai-nefnd Gestur Pálsson, sér-
fræðingur í barnalækningum.
Rannsóknardagur nómsbrautar í
hjúkrunarfræði stendur kl. 13-16 í
Eirbergi, Eiríksgötu 34. Kandídatar í
hjúki’unarfræði kynna lokaverkefni
sín til BS-prófs í hjúkrunarfræði.
Anna K. Daníelsdóttir, stofnerfða-
ft-æðingur á Hafrannsóknastofnun,
heldur fyrirlestur á vegum Líffræði-
stofnunar í stofu G-6, Grensásvegi
12, kl. 12.20. Fyrirlestur sinn nefnir
hún: „Stofnerfðarannsóknir".
Bergþóra Hlíðkvist Skúladótth’, MS-
nemi, efnafræðiskor flytur fyririest-
ur í málstofu í efnafræðiskor í stofu
158, húsi VR-II kl. 12.20. Hún nefnir
fyrirlestur sinn: ,Áhrif glýkós-
fingólípíða á adrenergu boðkerfm í
hjartavöðvafrumum".
Sýningar
Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn. Haraldur Sigurðsson og
kortafræðin. 4. maí til 30. ágúst 1998.
Sýning var opnuð á fæðingardegi
Haralds, en hann hefði þá orðið
níræður.
Orðabankar og gagnasöfn. Ollum
er heimill aðgangur að eftirtöldum
orðabönkum og gagnasöfnum á veg-
um Háskóla íslands og stofnana
hans. íslensk málstöð. Orðabanki.
Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í
sérgreinum: http://www.ismal.-
hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands -
Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
http://www.lexis.hi.is/
Námskeið á vegum Endurmennt-
unarstofnunar HÍ vikuna 18.-23. maí.
18. maí kl. 16.00-19.30. Refsi- og
skaðabótaábyrgð stjórnenda
hlutafélaga. Umsjón: Kristinn
Bjarnason hdl. Auk hans: Jakob R.
Möller hrl., málflutningsskrifstofu
Suðurlandsbraut 4a.
19. og 20. maí kl. 15-19. Árangurs-
rík liðsheild. Kennari: Jóhann Ingi
Gunnarsson, sálfræðingur og
ráðgjafi.