Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 60

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Frábær fyrirtæki 1. Tískuverslun miðsvæöis á Laugaveginum með mikið af góðum umboðum m.a. umboð frá stórri verslunarkeðju sem vill opna hér vinsæla verslun. Gott verð. 2. Veitinga- og skemmtistaður á landsbyggðinni, sæti fyrir 140 manns. Húsnæðið gæti einnig verið til sölu. Mjög huggulegur staður, bar og karaoke kerfi. Mjög góðurtími framundan. 3. Glæsilegasta sælgætisverslun landsins á frábærum stað. Engin venjuleg búð. Mörgum klössum fyrir ofan hinar. Hús- næðið gæti verið til sölu einnig. 4. Billjardstofa í fullum rekstri. Miklir möguleikar fyrir drífandi aðila. Selst vegna brottflutnings eiganda erlendis. Gott verð og getur afhenst strax. Ath. vsk-laus starfsemi. 5. Auglýsingaljósaskilti sem gefur góðar tekjur. Mjög vel staðsett. Lítill rekstrarkostnaður. Mjög þægilegur rekstur. Þjónustu- og markaðsaðilar geta fylgt með. 6. Heilsustúdíó sem er mjög í tísku í dag. Mikil aðsókn og mikil vinna. Góð staðsetning og lág húsaleiga. Ný tæki. Ath. Höfum góða kaupendur að heildverslunum og framleiðslufyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. f.yrirtækiasalan SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. jyé° KVENSKOR Teg: 83831 Stærðir: 36-41 Litur: Beige, svartir Verð kr. 3.495 Ath. Leðurskór og leðurfóðraðir Póstsendum samdægurs Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 552 1212 V *?$* TOSHIBA sjónvatpstæki með Super Black line L ® myndlampa. Nicam Stereo o.fl. TOSHIBA 207 ProT)rum myndbandsfæki með Long Play (tvöfalt lengri upptaka / 4 klst. á 2 tíma spólu) i I Einar Farestveit & Co. hf. Borgartiini 28 S: 562 2901 og 562 2900 í DAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ekki sammála áhorfanda SEM svar við grein „Ahorfanda" í Velvakanda föstudaginn 15. maí um dagskrá sjónvarps- stöðvanna vil ég taka fram að alhæfíngar hans eiga alls ekki við. Ef hann hefði tekið sér tíma og horft á aðra hvora myndina, þá hefði hann séð að alhæf- ingarnar standast ekki. Myndin á Stöð 2 sem hann nefnir, um brjálaðan prófessor sem setti mannagen í apa, er ein- ungis annað dæmi af tveimur sem ég sé um eindæma fáfræði þar sem myndin fjallar alis ekki um það efni sem greinar- höfundur nefnir. Báðar myndirnar eru vxsinda- skáldsögur þar sem þai'f að nota bæði augu, eyru og heila til að fylgjast með og gefa sér tíma til að nota þessi líffæri. Myndin á Stöð 2 er eftii' skáldsögu sem er skrifuð snemma á þessari öld og er um þann hryllilega möguleika að einhver fari að blanda saman genum manna og dýra. Hvergi sést nein- staðar dæmi um það að einhver sé að sprauta efni í annan nema einu sinni verkjaiyfí og svokölluðu sermi sem var notað tii að halda aftur af aftur- hvarfseinkennum hjá dýr- unum sem prófessoiinn hafði skapað með breyt- ingum meðan dýrin voru enn egg og sáðfruma. Myndin í íTkissjónvarp- inu er gerð eftir mjög góðii bók eftir Robin Cock sem er læknir í Bandaríkj- unum og hefur skrifað margar góðar bækur um líkt efni og er í í'aun hx-yll- ingsmynd. Hún er um þann möguleika að sýkiar, sem valda sýkingum og veikindum, geti orðið það háþróaðir að þeir geti stjói'nað vitsmunum mannsins. Til að einfalda myndina voi'u sýklai'nir gerðir að geimverum í sýklastærð. I myndinni var engin geimvera sýnd sem var nægilega stór til að geta lýst slíkum við- bjóði sem ,Áhorfandi“ nefnir. Eg tek undii' það að hvorug myndin hafi verið við hæfí fjölskyldna eða ungi'a barna þar sem báð- ar myndirnar voru bannaðai' ungum börnum. En ég vil skora á sjón- varpsstöðvarnar að sýna fleiri svona myndir og benda ,Ahorfanda“ á að vera ekki með alhæfingar byggðar á gi'einilegri fáfí'æði. Annar áhorfandi. Þakkir fyrir góða þjónustu ÉG VIL þakka fyrii' fi'ábæra þjónustu sem ég fékk hjá lögreglustjóran- um í Reykjavík. I almenmT afgreiðslu lögreglustöðvar- innar var kona sem heitir Margrét. Vil ég þakka henni fyrir frábæra þjónustulund, hún gerði allt sem hægt var að gera fyrir mig og kippti öllu í liðinn. Ánægður viðskiptavinur. Léleg sýning ÉG fór á bútasaumssýn- ingu hjá Vii'ku um daginn. Sýningin olli mér gríðar- legum vonbrigðum og það vakti athygli mína hvað vantaði allt nostur og handverk i teppin. Sýning- in virkaði á mig eins og tekin hefði verið ein helgi í að hespa þessum teppum af. Áhugamanneskja um handverk. Góð grein Þuríðar GREIN sem Þxiríður Páls- dóttii- ski'ifaði í Moi'gun- blaðiðið föstudaginn 15. maí var hreint yndisleg og frábær og vil ég þakka henni fyrir vel skrifaða og góða gi-ein. Þessa grein mætti birta oftar svo að allir geti lesið hana. Þóra Unglingavandamál eða hvað? í GREIN sem Sigurþór Júníusson ski'ifaði í Vel- vakanda 9. maí sl. skrifar hann um veggjakrot „ung- linga og annarra vanþroska einstaklinga“. Hvað er hann að meina með því? FyxTr utan þetta atriði, og þó að ég hafí ekki verið sammála honum varðandi liti og veggjaki-ot, þá var ég virkilega sam- mála honum í sambandi við það að fulloi'ðnir færu nú að taka sig saman í and- litinu eða hvar sem er og líta í eigin barm, unglingar læra af þeim eldri, ekki satt? Við erum kannski ekki svo slæm þegar allt kemm' til alls, aðeins lítill hluti unglinga er í rugli og ekki segja mér að ekki séu til svartir sauðir inn á milli í hópi fullorðinna. En hafa fullorðnir og sérstaklega fjölmiðlafólk tekið eftii' því að það eru til heilbrigðir unglingai'? Við viljum jákvæða umfjöllun um okkur og við viljum að eftir okkxxr sé tekið. Unglingur. Húsnæðismál VELVAKANDA barst eft- irfai;andi: „Ég er öryrki, fráskilinn með 3 böi'n, og bý í ein- staklingsíbúð. Éf einstak- lingur eins og ég sækir um íbúð hjá Reykjavíkui-boi'g fær hann úthlutað einstak- lingsíbúð. Ekki er tekið til- lit til þess að þessi einstak- lingur eigi þi'jú börn sem hann þyrfti stundum að hafa hjá sér. En þar sem ég fékk úthlutað einstak- lingsíbúð get ég ekki tekið börnin mín til mín því ég hef enga aðstöðu fyrii' þau, ekkert svefnhei-bergi þar sem þau geta sofíð. Svo finnst mér að hækka ætti öi'oi'kubætur, þær enx um 50 þús. Af þessum 50 þúsund ki'ónum þarf að boi’ga húsaleigu, rafmagn, hita, fatnað og mat. Ég hefði gaman af að sjá ráða- menn ætla að reyna að lifa af þeim krónum. Öryrkjar ættu að standa saman og reyna að ráða bót á húsnæðis- og bótamálum sínum." Oánægður öryi'ki. Dýrahald Kettlingar fást gefins FALLEGIR kassavanii' 9 vikna kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 568 7367. Páfagaukur týndist STÓR, grár páfagaukur með rautt stél týndist frá Austurbergi iaugar- dagskvöidið 16. maí. Þeir sem hafa orðið varir við hann hafi samband í síma 557 7241. Fundariaun. Víkverji skrifar... GREINAR Sverris Hermanns- sonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbanka Islands, hér í Morgunblaðinu undanfarnar vikur hafa vakið þjóðarathygli en jafn- framt verið umdeildar. Þó er ljóst, að bankastjórinn fyrrverandi á sér víða stuðningsmenn eins og fram kemur í Degi sl. laugardag í viðtali við Eii'ík S. Jóhannsson, nýráðinn kaupfélagsstjóra KEA, sem áður var útibússtjóri Landsbankans á Akureyi'i. Hann segir m.a. í viðtali við Dag sl. laugardag: „Þetta mál er að mínu mati miklu stærra en svo að hægt sé að afgreiða það sem eitthvert brennivínssukk og laxveiðióhóf hjá bankastjónim. Eg er bundinn bankaleynd og get ekki sagt það, sem ég gjarnan vildi en ég les greinarnar hans Sverris og finnst þær mjög góðar. Eg hef mikið álit á Sverri og við höfum á margan hátt sömu skoðanir. Svemr hefur unnið alveg feikilegt gott starf hjá Lands- bankanum og mér finnst illt að sumir úthrópi hann sem sukkara. Stai'fsferill hans á annað skilið, Glerhúsin í landinu eru mörg og margir þeirra, sem kastað hafa steinum í bankastjórana þrjá að undanfomu ættu nú að slaka á ... það hafa líka ýmsir vægast sagt orðið missaga í þessu máli. Banka- leyndin bannar mér að ræða þetta frekar en ef spurt er um mína af- stöðu þá þyrfti ekkert að neyða mig til að standa við hliðina á Sverri.“ Blaðamaður spyr kaupfélags- stjórann hvort hann vildi hafa bankastjórann fyrrverandi við hlið sér hjá KEA og hann svarar: „Já, ég væri alveg til í það, en ég efast reyndar um að hann þæði slíkt starf.“ xxx ATHYGLISVERÐ frétt birtist á viðskiptasíðu Morgunblaðs- ins sl. laugardag þess efnis, að Burðarás hf., dótturfyrirtæki Eimskipafélags Islands hf., hefði selt 2 prósentustig af hiutafjár- eign sinni í Flugleiðum hf. Þótt ekki sé um stóran hlut að ræða eru þetta þó umtalsverð tíðindi í viðskiptaheiminum. Mörgum þótti Eimskipafélagið ganga alltof á langt á sínum tíma, þegar félagið eignaðist þriðjung í Flugleiðum, sem tryggðu því yfirráð í fyrir- tækinu og þar með ráðandi aðstöðu í flutningum til og frá landinu, hvort sem var á sjó eða í lofti. Hingað til hefur Eimskip látið aiiar athugasemdir um þennan eignarhluta sem vind um eyru þjóta og þess vegna vekur þessi sala athygli. Hvað veldur? Eru fjárfestingarsjónarmið að ná yfir- höndinni í fjárfestingum Eimskips í stað þess að ná völdum í einstök- um fyrirtækjum? Eru forráða- menn Eimskipafélagsins orðnir áhyggjufullir vegna stöðu Flug- leiða og telja af þeim sökum hyggilegt að draga úr hlut sínum í félaginu? Hver sem ástæðan er fer ekki á milli mála, að þetta er skynsamleg ákvörðun og það væri líka hyggi- legt hjá félaginu að draga enn úr eignarhlut sínum í Flugleiðum frá því, sem nú er eftir umrædda sölu. Fátt yrði til þess að bæta meir ímynd Eimskipafélagsins en einmitt að félagið léti sér nægja hóflegri hlut í Flugleiðum. xxx MÁLEFNI Landsbankans og Kögunar hafa orðið til þess að beina athyglinni frá borgar- og sveitarstjórnarkosningunum að undanförnu. Nú má búast við, að kosningarnar fái óskipta athygli fólks í þessari viku. Það eina, sem gæti breytt því er, ef einhver óvænt tíðindi yrðu í framhaldi af svörum Finns Ingólfssonar, við- skiptaráðherra, við fyrirspurnum Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur um Lindarmálið, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu síð- ustu vikur. Ekki sízt vegna þess, að komið er langt út yfír þau tímamörk, sem ráðherrann sjálfur sagði í viðtali við Morgunmblaðið að hann hefði til þess að svara þessum spurningum. Nú eru sennilega liðnar tvær vikur frá því að úti var 10 daga frestur, sem ráðherrann kvaðst hafa til þess að svara fyrirspurnum þingmanns- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.