Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 63

Morgunblaðið - 19.05.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 63 INGMAR Bergman verkefnum FOLK I FRETT LIV Ullmann Josephsson leikur Bergman, því Bergman segist að sögn Ullmann vera ömurlegur leikari. Josephsson sé í æfingu að leika sig, því það hafi hann gert áður í sjónvarpsleikrit- inu „Eftir æfinguna". Ullmann er líka í æfingu að leikstýra eftir handriti Bergmans, því það hefur hún gert áður. Bergman segist ekki lengur gera kvikmyndir, það sé sér orðið of erfitt, en hann leikstýrir gjarnan á sviði. I vetur var sýnt á Dramaten leikrit í hans uppsetningu, „Bild- makarna" eftir Per Olov Enquist. Vísast muna íslenskir leikhúsgestir eftir leikritum hans um H.C. And- ersen annars vegar og Strindberg hins vegar, „Ur lífi ánamaðkanna" og „Nótt ástmeyjanna". Nýja leik- ritið er þriðja leikrit Enquists um rithöfund, fjallar um Selmu Lag- erlöf og gengur nú fyrir fullu húsi í Kaupmannahöfn með Bodil Udsen í aðalhlutverki. Það segir frá öldruðum rithöfundinum, sem hitt- ir unga leikkonu og trúir henni fyr- ir lífi og lífslygi sinni. Uppsetning Dramaten og Bergmans verður tekin upp af sænska sjónvarpinu. Nýja myndin verður tekin upp í ágúst á næsta ári og frumsýnd aldamótaárið. Um er að ræða átta- tíu mínútna langa kvikmynd, en ekki er ætlunin í þetta sinn að gera sjónvarpsþætti, eins og stundum hafa verið gerðir eftir kvikmyndum Bergmans. Sigrún Davíðsdóttir sú, sem gæti borið uppi mynd, sem að mestu er nærmynd af henni. „Það er allt Lenu að kenna að myndin var gerð,“ sagði Bergman stríðnislega og leikkon- an tók fyrir andlitið. Sagan að baki mynd- arinnar á sér langar rætur. Fyrh’ 40 eða 50 árum kynntist Bergman sirkuslistamanni, sem var heltekinn af löngun til að geta kastað boltun- um sínum sex þannig að einn stoppaði í loftinu eitt andartak. Hugmyndin heltók hann svo að hann endaði á hæli, þar sem hann fékk að halda áfram með að spreyta sig á boltunum. „Ég hef alið með mér svipaða hugmynd lengstan hluta starfsferils míns,“ sagði hann á blaðamannafundin-um.“Að gera mynd, sem einungis er ein löng nærmynd, þar sem leikarinn talar beint til áhorfenda í tvær klukku- stundir. Það má ekki gleymast að hið merkilega við kvikmyndagerð- arlistina er hin lifandi nærmynd af mannsandliti á hreyfingu. Mynda- vélin nemur líka það sem við sjáum ekki með berum augum.“ Sviðsetur en stýrir ekki lengur kvikmyndum Bergman segist margoft hafa verið á leiðina að gera slíka mynd, en þó hafi aldrei orðið úr því fyrr en nú að myndin af Lenu Endre sótti svo á hann að hann skrifaði handrit hugsað fyrir hana og um hana. Honum fannst hann sjá and- lit hennar og flýtti sér svo bara að skrifa niður það sem honum fannst hún ætti að segja. Auk Endre leik- ur Krister Henriksson eiginmann- inn og Thomas Hanzon elskhug- ann, en í raunveruleikanum er Hanzon eiginmaður Endre. Erland HANN er tæplega áttræður og ekki aðeins í fréttum vegna væntanlegra afmæl- ishátíðahalda heldur einnig vegna nýrra verkefna. Ingmar Bergman hefur skrifað handrit að nýrri mynd. „Ég mun skrifa svo lengi sem ég lifí,“ sagði hann á blaða- mannafundi í Stokkhólmi er mynd- in var kynnt. Liv Ullmann leikstýr- ir myndinni. Þau hafa átt langt samstarf, fyrst hann sem leikstjóri og hún sem ein af uppáhalds- leikkonunum hans, auk þess sem Ullmann var ein af konunum í lífi leikstjórans. Þau voru gift og eiga dóttur saman. Og þeir sem halda að allar Bergman-myndir séu um fjölskyldu hans hafa rangt fyrir sér. Nýja myndin er bara um hann sjálfan, upplýsti hann með glettnis- svip á blaðamannafundi í Stokk- hólmi, þegar hulunni var svipt af nýju myndinni, sem verður frum- sýnd árið 2000. Ingmar Bergman verður áttræð- ur 14. júlí og af því tilefni mun sænska sjónvarpið sýna viðtalsþátt við öldunginn, auk þess sem um það bil allar kvikmyndir hans verða sýndar í kringum afmælið. Sjónvarpsþáttarins er beðið með rnikilli eftirvæntingu, því Bergman hefur verið fámáll um sjálfan sig, þó hann hafi notað mikið af eigin lífi í myndir sínar. Hin alnæma myndavél Nýja myndin heitir „Trolös“, »Trúlaus“ og snýst um eiginkonu, eiginmanninn og elskhuga hennar °g það er eiginkonan, sem er þungamiðja myndarinnar. Hún er leikin af Lenu Endre, sem um leið var innblástur Bergmans að mynd- inni. Hann hafði unnið með henni að uppsetningu leikrits eftir Botho Strauss og sá fyrir sér að hún væri Verð aðeins frá kr. QffPEKfM Ármúla 13- Sími 575 1220 • Skiptiborð 575 1200 • Fax 568 3818 NÝR SENDIBÍLL Njóttu sumarsins á góðri dýnu Góðar dýnur - tilvaldar á heimilið, í bústaðinn eða tjaldvagninn. Lystadún-Snæland býður upp á fjölbreytilegt úrval dýna af öllum stærðum og gerðum sem henta mjög vel fyrir heimilið, sumarbústaðinn eða útileguna í sumar. Þú lætur okkur vita hvað þig vantar og við eigum það til eða sníðum það fyrir þig. 30% afsláttur Sumartilboð Gestadýnur 190x70x9 m/áklæði 3.800 kr. af kurli 200 x 75 x 12 m/veri 7.500 kr. 200 x 80 x 12 m/veri 7.900 krT] 200 x 90 x 12 m/veri 8.500 kr. Höfum auk þess frábært úrval af Latex-, Pocket-og Bonnelfjaðradýnum og heilsu- koddum. \m SKÖTUVOGUR & V E R S L U SUútuvogi 11 • Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.