Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 19.05.1998, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Auðun Georg Ólafsson VESTRÆNAR kvikmyndir eru áberandi í japönskum kvikmyndahúsum en þessi mynd er tekin í Sendai. Næstu „rísandi sólira í fallvöltu hagkerfi? ÆR HAFA verið heldur betur daprar fréttirnar sem kom- ið hafa frá Japan og annars staðar í Asíu að undanfömu; gjaldþrot, gjaldmiðla- hrun, spilling og grát- andi forstjórar. Þó orðið -,,kreppa“ sé nánast bannorð á meðal jap- anskra stjómmálamanna dregur enginn í efa þann vanda sem þjóðin þarf að glíma við. En á meðan áframhaldandi hagvöxtur lætur bíða eftir sér fara Jap- anir í bíó. Japanskir kvik- myndagerðamenn eru líka aft- ur komnir á stjá og sópa að sér verðlaunum á alþjóðlegum kvik- myndahátíðum. Síðustu 25 árin eða svo hefur verið frekar hljótt um japanska kvik- myndagerð og engu Ííkara en að með myndum Kurosawa Akira, Mizog- uchi Kenji og Ozu Yasujiro hafí ___toppnum verið náð. Einhverra hluta vegna hurfu japanskar kvikmyndir af vettvangi eftir að myndir eins og Rashomon og Samúræjamir sjö höfðu farið sigurfor um allan heim. Eftir 1960 fór framleiðsla á kvik- myndum minnkandi, aðsókn dalaði og þeim rúmlega sjö þúsund bíóhús- um, sem starfrækt voru fyrir blómaskeiðið um 1960, þurfti flest- um að loka. Stóra kvikmyndaverin svo gott sem hættu að fjárfesta í kvikmyndagerð sem var ekki lengur talin arðvænleg nema þá að myndin væri framleidd fyrir sjónvarp og væri sápuópera. Nú er öldin önnur, hagkerfíð er í lægð, sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa feng- ið uppreisn æm og perlurnar era aftur farnar að birtast á hvita tjald- inu. Ungir leikstjórar era farnir að ryðja sér til rúms og gamlir meist- arar era aftur komnir á stjá. Jap- anskar bíómyndir era ekki bara að verða betri og gera það gott á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Landsmenn eru aftur famir að flykkjast í kvikmyndahús og þeim fer nú aftur fjölgandi. Teiknimyndin um Mononoke prinsessu, sem leikstýrt er af Miy- azaki Hayao, sló til að mynda öll ~ -aðsóknarmet síðasta sumar og skaut meira að segja Júragarði II ref fyrir rass. Ahugi á hverskyns afþreyingu, hvort sem það er í formi bíómynda, leikjatölva eða sjón- varpsgláps er að aukast samhliða minnkandi áherslu á vinnuhörku og gildum hinna eldri. Sú krafa fer og vaxandi í japönsku samfélagi að for- eldrar sinni börnum sínum betur og að fólk eigi kost á að verja frítíma sínum eins og það vill. Og þá skortir ekki möguleikana á afþreyingu. Japanir geta frá og með júnímánuði valið á milli 300 sjónvarpsrása sem varpað verður inn á heimili þeirra frá þremur stafrænum gervi- hnattastöðvum. Bjartsýnismenn í japanska kvikmyndageiranum von- ast til að stórfyrirtæki, sem keppa um athygli og áhorf á japanska sjónvarpsmarkaðinum, fái tiltrú á innlendri kvikmyndagerð og þeim fjárfestingarkostum sem þar er að finna. Röksemd þeirra er að jap- anskir áhorfendur séu orðnir þreyttir á sápuóperum og vilja sjá vandaðar innlendar bíómyndir. Strögl sjálfstæðra kvikmynda- gerðarmanna síðustu ár virðist því loksins vera farið að bera ávöxt. Unagi (Elgurinn) hreppti Gullpál- mann á Cannes-hátíðinni í fyrra, Moe no Suzaku (Suzaku) fékk einnig verðlaun á sömu hátíð og Ichikawa Jun var valin besti leik- stjórinn fyrir mynd sína Tokyo Ya- kyoku (Vögguvísa í Tókyó) á kvik- myndahátíðinni í Montreal. Gagn- rýnendur hafa þó mest hampað mynd Kitano Takeshi Hana-Bi (Eldblóm) sem hreppti Gullljónið á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. A japönsku þýðir orðið „hanabi“ flugeldur (flugeldar) en slitið í sundur þýðir „hana“ blóm sem vísar til fegurðar lífsins en „bi“ fyrir eld eða byssuskot sem vísar til dauðans. Myndin segir frá uppgjafa lögregluþjóni sem tekur upp á því að ræna banka og leggur af stað út í óvissuna ásamt dauðvona konu sinni. Hjónin vita að dauðinn er skammt undan og taka upp á ýmsu óvæntu á meðan tími gefst. Þetta er ekki spennumynd í hefðbundnum bandarískum iðnaðarstíl, heidur glímir myndin við margslungnar til- finningar og vináttubönd á gráglett- inn hátt. Leikstjóri myndarinnar, Kitano Takeshi, hefur oftsinnis áður glímt við lífíð og dauðann í myndum sínum en íyrri verk endurspegluðu frekar þráhyggju söguhetjanna eft- ir dauðanum sem er bein andstaða persóna Hana-Bi sem leitast við að fá sem mest út úr lífinu. Kitano, sem gat sér áður frægðar sem gamanleikari, hefur áður gert sex kvikmyndir sem allar hafa hlot- ið lof gagnrýnenda. Eftir frægðina í Feneyjum hefur hann verið ófeim- inn við að lýsa því vonleysisástandi sem ríkt hefur í japanskri kvik- myndagerð. Því þótt sjálfstætt framleiddar kvikmyndir séu oft á tíðum hugmyndaríkar og njóti vinsælda þá skila þær litlum arði og enda oft á núlli. Lýsandi dæmi er myndin Okaeri sem hefur farið sig- urför á alþjóðlegum kvikmynda- hátíðum en leikstjóri hennar, Shin- ozaki Makato, þarf ennþá að draga fram lífið sem sýningarstjóri bíóhúss í París. Makato hefur lýst því yfir í viðtölum að hann væri van- ur því að japanskir kvikmynda- gagnrýnendur rökkuðu innlendar myndir niður í svaðið. Það var því með blendnum huga að hann ákvað að senda myndina til þátttöku á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. En frægðin kemur utanfrá og eftir að hafa sankað að sér verðlaunum á 30 kvikmyndahátíðum í næstum jafn mörgum löndum, meðal annars fyrir bestu leikstjóm á hátíðunum í Montreal og Berlín, virðast sem að allar dyr standi opnar fyrir hinum unga leikstjóra. Samt sem áður seg- ist hann eiga í erfiðleikum með að fjármagna næsta verkefni. Japanska ríkið veitir helst styrki í risastór ofmetin verkefni í Hollývúdd-stíl og kvikmyndaver líta varla við neinum sem ekki státar af verðlaunum frá Cannes. Þrátt fyrir það er þróunin hafin og ef eitthvað Við hvetjum sem flesta til að leggja baráttunni lið! Sérstök þörf er á bílum og bílstjórum til aksturs á kjörstaði, því mikið verður um að vera! Kosningamiðstöðin Hafnarstræti • Sími: 561 9498 Kosningaskrifstofa í Grafarvogi • Sími: 567 6140 Kosningaskrifstofa í Breiðholti • Sími: 587 6164 í má læra af þeirri athygli sem „rísandi sólir“ hafa fengið í jap- anska hagkerfinu í gegnum tíðina þurfa þarlendir kvikmyndagerðar- menn ekki að kvíða framtíðinni. Nokkrar frambærilegar jap- anskar kvikmyndir • Ástarbréf. Leikstjóri Iwai Shunji. Kona skrifar ástarbréf til látins elskuhuga - og fær svar. • Eigum við að dansa? Leikstjóri Suou Masayuki. Endurskoðanda er farið að leiðast brauðstritið og byrj- ar að læra samkvæmisdansa. Kona hans granar hann um framhjáhald og ræður einkaspæjara til starfa. Spæjarinn verður hins vegar meira upptekinn af að dansa vals og samba en að sinna starfi sínu. • Hjálpleysi. Leikstjóri Aoyama Shinji. Fulltrúar X-kynslóðarinnar vafra um í tilgangslausri tilveru í örvæntingafullri leit að afþreyingu. • Fókus. Leikstjóri Isaka Satos- hi. Sjónvarpsfréttamaður sem svífst einskis fyrir góða frétt uppgötvar fyrir tilviljun áform um vopnasmygl með aðstoð hlerunarbúnaðar og verður fljótt leiksoppur örlaganna. • Okaeri. Leikstjóri Shinozaki Makoto. Ung kona glímir við eigin geðheilsu og reynir að halda hjóna- bandi sínu gangandi. • Maborosi. Leikstjóri Koreeda Hirokazu. Maður gengur fyrir lest og bindm- enda á líf sitt. Kona hans leitar ástar annars staðar en telur sig dæmda til að missa þá sem hún elskar. Upphafið Japönsk kvikmyndagerð hófst með framtaki viðskiptajöfursins Inabata Katsutarou sem árið 1897 festi kaup á kvikmyndavél og sýn- ingartjaldi í Frakklandi og hóf bíósýningar í heimaborg sinni, Kyoto. Annað hvert ár eru haldnar kvikmyndahátíðir í Kyoto til heið- urs framkvöðlinum. Menntun Líkt og á Islandi er engin kvik- myndaháskóli starfræktur í Japan. Örfá námskeið eru í boði, einkum á vegum Sundance-stofnunarinnar sem hefur aðstöðu í Sapporo-borg á Hokkaido-eyju. Flestir kvikmynda- leikstjórar Japan af yngri kynslóðinni era sagðir hafa lært iðn sína annað hvort með sjónvarps- glápi eða við framleiðslu blárra mynda. Verðlaun í Tókýó Tíunda alþjóðlega kvikmynda- hátiðin var haldin í Tókýó i fyrra. Hátíðin verðlaunar sérstaklega unga leikstjóra frá öllum heimsálf- um fyrir framlag þeirra til kvik- myndagerðar. Til að eiga kost á þátttöku verða leikstjórar að hafa sent frá sér þrjár kvikmyndir og vera á aldrinum 30 til 35 ára. Dóm- nefnd úthlutar verðlaunafé sem í fyn-a var á bilinu 3 til 12 milljón ís- lenskar krónur. Auðun Georg Ólafsson Heimildir: Mainichi Shimbun, Times, Japan Quarterly og Pacifíc Friend.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.