Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 66

Morgunblaðið - 19.05.1998, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ l JEANNE Tripplehorn og Hugh Grant brugðu á leik fyrir ljósmyndara en þau eru að kynna myndina „Mickey Blue Eyes.“ linga þolanlega skemmtilega. Hinni „fallegu" Þóru Dungal og Páll Bani- ne er hrósað fyrir frammistöðu sína en mesta hrósið fær Jón Karl Helgason tökumaður myndarinnar. „Utlit myndarinnar er frábært. * Stílfógur myndataka Jóns Karls Helgasonar er stór kostur.“ Bergman líður eins og 14 ára Ingmar Bergman kom á óvart að mynd hans „In the Presence of a CIown“ skyldi valin í „Un Certain Regard" á Kvikmyndahátíðinni í Cannes enda var hún upphaflega gerð fyrir sjónvarp. „Myndin var valin svo það var gaman að sýna hana í Cannes," sagði leikstjórinn sænski á blaðamannafundi í Stokk- hólmi í vikunni. Efnt var til fundar- ins til þess að opinbera nýtt handrit Berg- mans, „Faithless“. Til stendur að gera mynd eftir handritinu og verður Liv Ullman leikstjóri. Mynd Berg- mans „In the Presence of a Clown" var upp- haflega sýnd í sjón- varpi um jólaleytið og fékk mjög gott áhorf og lofsamlega dóma. Hún fjallar um mann sem er lokaður á geðveikrahæli og ofsóttur af fólum hálfnöktum kvenkyns trúði. Eftir að hann losnar fer hann í ferð um land- ið með lítið kvikmyndafyrirtæki sem sýnir þöglar myndir. Það endar með ósköpum. Mörg kunnugleg andlit úr eldri mjmdum Bergmans skjóta upp koll- inum í myndinni. Þar koma m.a. fram Borje Ahlstedt, Pernilla Aug- ust, Lena Endre, Erland Josephson og Peter Stormare. „Margir vinir mínir tóku að sér hlutverk í mynd- inni, jafnvel algjör aukahlutverk. Ég var mjög ánægður þegar þeir samþykktu og þetta gerði kvik- myndatökuna ánægjulega, jafnvel þótt hún reyndist mér erfið.“ Bergman fer sjálfur með hlutverk í myndinni; hann leikur einn af sjúklingunum á hælinu. „Ég leik fíflið. Það hlutverk er við hæfi, er það ekki?“ segir hann og hlær. Ingrid eiginkona Bergmans lést fyr- ir nokkrum árum og hefur Bergman búið einsamall á lítilli eyju sem nefn- ist Faro. Á hverjum degi fer hann á fætur, fær sér morgunverð og fer í göngutúr. Svo skrifar hann í þrjár klukkustundir. Síðdegis horfir hann á nokkrar myndir í einkasýningarsal sínum. Hann reynir að horfa á eins margar myndir og mögulegt er, til að fylgjast með því hvað nýtur vinsælda í kvikmyndaheiminum. Jafnvel þótt hann hafí gefið út þá yfirlýsingu á sínum tíma að „Fanny og Alexander" væri síðasta kvik- mynd sín í fullri lengd er hann enn að. Hann leikstýrir fyrir sjónvarp og leikhús og „ég er stöðugt að skrifa handrit," segir hann. „Mér líður alltaf eins og ég sé aftur orðinn 14 ára þegar ég vakna á morgnana. Ég er enn jafn forvitinn og þá. Og ég held að forvitnin hafi haldið í mér líf- inu. Kosturinn við að hafa sagt að ég ætlaði ekki að leikstýra aftur er sá að ég þarf ekki að hugsa lengur um eindaga, - hvenær ég á að skila af mér. Þú verður að athuga að ég verð áttræður í sumar. Ég hef annan eindaga að hugsa um.“ Að hitta alvöru kvikmyndastjörnur Tölurnar tala sínu máli; 1.074 kvikmyndir frá 74 löndum eru sýnd- ar á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ekki spillir fyrir að Gilles Jacob, eiganda hátíðarinnar, hefur tekist vel upp að þessu sinni að stilla sam- an dýrum kvikmyndum frá Hollywood og evrópskum gæða- myndum. Dýrðarljóminn er því fyrir hendi í Cannes með tilheyrandi stjömuskini en að sama skapi eru myndimar vandaðri en oft áður. Sama hvert litið er má sjá auglýsingaskilti fyrir kvikmyndir og þvert yfír Carlton- hótelið hefur verið strengdur borði með áletmninni „Godzilla er lengri en Carlton- hótelið". Fyrir framan hvert hótel við strand- götuna La Croisette er heil hjörð af kvik- myndaáhugamönnum, eða kannski heldur áhugamönnum um fræga fólkið, sem bíða með mynda- vélar, penna og blöð og eiga enga ósk heitari en að hitta og sjá alvöru kvikmyndastjörnu. Onnur algeng sjón er rennilegur eðalvagn sem ekur meðfram strönd- inni með öskrandi stúlkur eins og í eftirdragi. Ekkert sést inn um skyggðar rúðurnar en aldrei að vita nema Johnny Depp íylgist með af einlægri aðdáun. Éf hann situr þá í vagninum. Svo era partí á kvöldin sem haldin eru í tengslum við frum- sýningar á stórmyndum á borð við Ármageddon, „Fear and Loathing in Las Vegas“, Blúsbræður 2000 eða smærri myndum á borð við „Let’s Talk About Sex“. Það þykir voðalega fínt að fá miða í svona gleðskap enda er miklu til kostað. Gjarnan er boðið upp á ríf- legan veislumat og gnótt af áfengi ásamt alls konar skemmtiatriðum. Til þessa hefur Blúsbræðrapartíið verið stærst og fjölsóttast enda tróð þar upp hver tónlistarsnillingurinn á fætur öðram og var sjálfur B.B. King rásínan í pylsuendanum. En gleðskapurinn sem allir bíða eftir er Godzilla-partíið. MTV stendur fyrir því ásamt Sony og hefur risaskipið Noregur, sem eitt sinn var lengst sinnar tegundar í heiminum, verið leigt undir ófreskjuna og endurnefnt Frakkland. Er myndinni spáð gífur- legum vinsældum í sumar og er því spurning hvort ekki hefði verið bet- ur við hæfi að nefna skipið Titanic. FÓLK í FRÉTTUM Molar frá Cannes Margt er um manninn á kvik- myndahátíðinni í Cannes og eru götur borgarinnar bókstaflega fullar af stjörnum og minni spámönnum. Pétur Blöndal er að finna í hópnum. Lars von Trier líklegur til stórræða ENN sem komið er hefur engin mynd komið fram á kvikmynda- hátíðinni sem þykir eiga tilkall til Gullpálmans. Myndin Ég heiti Joe eða „My Name Is Joe“, sem leikstýrt er af Ken Loach, hefur helst komið á óvart og verið lofuð af gagnrýnendum. Draumkennd mynd rithöfundarins Pauls Austers þótti bera þess keim að það væri framraun hans í hlutverki leikstjóra. Nýjasta sirkusferð Terry Gilliams, „Fear and Loathing in Las Vegas“, sem er eins og skoðunarferð um sýndarveraleika eiturlyfjavímunnar, er ekki líkleg til stórræða. Hún fékk afar neikvæða gagnrýni í fjölmiðl- um; eitt af kvikmyndatímaritunum gaf henni enga stjömu! Gagnrýnendur era helst á því að sú mynd sem hreppir Gullpálmann eigi enn eftir að koma fram, enda eiga leikstjórar eins og Lars von Trier og Todd Haynes eftir að láta ljós sitt skína. Lars von Trier er frægur fyrir að forðast ferðalög eins og heitan eldinn og stígur til dæmis aldrei upp í flugvél. Það vekur því óneitanlega athygli í ár að hann er kominn til Cannes. Hann er einn af fáum sem hafa komist upp með það á undanfómum árum að fylgja mynd sinni ekki eftir með því að mæta í eigin persónu. Brimbrot eða „Breaking the Waves“ fékk sérstök dómnefndarverðlaun fyrir tveimur árum þrátt fyrir að von Trier hefði ekki treyst sér á hátíðina. Eins konar forsýning á myndinni Fávitum eða „Idiots" hér í Cannes, sem aðeins fáum útvöldum var boðið til, þótti lofa góðu og segir sagan að þetta sé enn ein rósin í hnappagat leikstjórans. Lá við slagsmálum Hugh Grant vakti að vonum mikla athygli þegar hann kom til Cannes á laugardag. Hann kom í þeim erinda- gjörðum að kynna mynd PolyGram „Mickey Blue Eyes“. Hann vildi ekki veita nein viðtöl, en hirðljós- myndurum hátíðarinnar gafst færi á því að mynda hann ásamt mót- leikkonunni Jeanne Tripplehom þar sem þau spókuðu sig í sólinni á svöl- um Hilton-hótelsins. Var atgangur ljósmyndaranna svo mikill að lá við slagsmálum. En það þykir svo sem ekki heyra til tíðinda hér í Cannes þegar myndefnið er eins ríkt, í orðs- ins fyllstu merkingu, og raun ber vitni. Myndatöku í Blossa hrósað Kvikmyndin Blossi, sem sýnd hef- ur verið tvisvar sinnum á hátíðinni, er gagnrýnd í Variety og segir að þetta sé nonæn vegamynd sem sé engan veginn framleg ef undan er skilið íslenskt landslag. En þrátt fyrir kunnuglegt viðfangsefni takist Júlíusi Kemp, leikstjóra, að gera „tilgangslausa ferð“ nokkurra upp- dópaðra og misheppnaðra einstak- Morgunblaðið/Halldór B.B. KING spilaði í Blúsbræðrapartíinu sem var ljölsótt. Morgunblaðið/Halldór DAN Akroyd „Blúsbróðir" á götum Cannes. "r>KKi<,VWlvJ *tond.siíve,f‘B»«»W|.yWr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.