Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 1
72 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
117. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sameiginleg lögregluaðgerð í fímm Evrópulöndum
Heittrúaðir músl-
ímar handteknir
LÖGREGLA réðst til atlögu gegn
meintum skæruliðum bókstafs-
trúaðra múslíma í fimm Evr-
ópulöndum í gær. Þetta var sameig-
inlegt átak yfirvalda vegna fyrir-
hugaðs heimsmeistaramóts í knatt-
spyrnu (HM), sem hefst í Frakk-
landi 10. júní og stendur í rúman
mánuð. Rúmlega 60 manns voru
handteknir í lögregluaðgerðunum.
Aðgerðunum var stjórnað í París
og sögðu embættismenn þar að
markmiðið væri að koma í veg fyrir
að hryðjuverk yrðu unnin á meðan
HM stendur yfir. Leikið verður i tíu
borgum víðs vegar um Frakkland.
Atlögur voru gerðar í Belgíu, Italíu,
Sviss og Þýskalandi auk Frakk-
lands.
Roland Jacquard, yfirmaður
alþjóðlegrar miðstöðvar, er fylgist
með hryðjuverkastarfsemi, sagði að
óttast væri að meðlimir Vopnaða
múslímahópsins (GIA) hefðu falið
vopn og sprengiefni einhvers staðar
í Frakklandi. GIA er róttækustu
skæruliðasamtökin í Alsír.
Gripið til aðgerða
í varúðarskyni
Aðgerðirnar í gær voru niðurstaða
rannsóknar sem staðið hefur yfir í
nokkra mánuði á starfsemi
róttækra samtaka Alsírbúa sem
starfa í Frakklandi, að því er
franska innanríkisráðuneytið
greindi frá. Ráðist var til inngöngu
á 43 stöðum í París, Lyon, Marseille
og á Korsíku. 53 voru teknir til yfir-
heyrslu.
Níu voru teknir í aðgerðum
ítölsku Iögreglunnar í og í grennd
við Mílanó. í Þýskalandi var gerð
húsleit á fimm stöðum í vesturhluta
landsins, en enginn var handtekinn.
Lögregla í Belgíu leitaði á um 10
stöðum í Brussel og Charleroi, og
svissneska lögreglan greip til að-
gerða gegn Alsírbúum í Ziirich.
Franska innanríkisráðuneytið
sagði í tilkynningu sinni í gær að til
aðgerðanna hefði verið gripið í
kjölfar þess að rannsókn „gerði
mönnum kleift að álykta að hryðju-
verk væru í undirbúningi nú, þegar
HM væri á næsta leiti“. Reuters
hefur eftir heimildamanni að að-
gerðirnar hafi ekki tengst neinum
beinum vísbendingum um yfirvof-
andi hættu.
Lögreglan hefði, enn sem komið
væri, engar upplýsingar um að vá
væri fyrir dyrum.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Danskir kjósendur greiða atkvæði um Amsterdam-sáttmálann á morgun
Nei-fylkingin
virðist eflast
ANDSTAÐA við Amsterdam-sátt-
málann virðist fara vaxandi í Dan-
mörku nú síðustu sólarhringana
fyrir atkvæðagreiðsluna á morgun.
Stuðningsmenn sáttmálans hafa
raunar meirihluta samkvæmt
skoðanakönnunum en margir telja,
að saman sé að draga með fylking-
unum.
Það er eins og andstæðingarnir
hafi fleiri strengi að spila á og
stuðningsmenn megni ekki að hrífa
kjósendur. Poul Nyrup Rasmussen
forsætisráðherra leggur áherslu á,
að nú sé að hægja á samrunaþróun-
inni í Evrópu en orð hans og fleiri
stuðningsmanna virðast ekki ná til
kjósenda á sama hátt og and-
stæðinganna.
Margir óákveðnir
Hópur óákveðinna kjósenda er
stór og því er ljóst, að þróunin síð-
ustu sólarhringa ræður úrslitum. Á
það er líka bent, að þar sem
skoðanakannanir eru alltaf nokk-
urra daga gamlar sýna þær hreyf-
ingar frá því um helgina. I spjalli
við erlenda blaðamenn í gær sagði
Hans Jorgen Nielsen, lektor við
Hafnarháskóla, að þótt stuðnings-
menn hefðu enn meirihluta væri
niðurstaðan síður en svo gefin.
Við þrjár síðustu atkvæðagreiðsl-
ur um Evrópusamstarfið 1986, 1992
og 1993 hafa stuðningsmenn tapað
4-6 prósentustigum sfðustu dagana
fyrir atkvæðagreiðslumar. Það er
því ekki hægt að segja annað en að
óvissan sé algjör og vísast verða
niðurstöðurnar nálægt 50 prósent-
um fyrir báðar fylkingar en fáir
þora að veðja um úrslitin.
Óvissan endurspeglast til dæmis í
því, að nú er æ meira rætt hver
verði staða Dana verði sáttmálinn
felldur. Uffe Ellemann-Jensen,
fyrrverandi leiðtogi Venstre, og
Holger K. Nielsen, formaður
Sósíalíska þjóðarflokksins, hafa
ferðast saman um landið þvert og
endilangt og rökrætt sáttmálann,
sem Ellemann-Jensen styður og
Holger K. Nielsen er jafnmikið á
móti.
Erfitt að
skilja inntakið
Það hefur ekki verið auðvelt fyrir
Dani að fá botn í þýðingu sáttmál-
ans, því einn segir þetta og annar
hitt. Kjósendur kvarta flestir
hástöfum yfir að efnið sé flókið og
erfitt. Það hefur ekki gert þeim
auðveldara að gera upp hug sinn en
það hefur hins vegar ekki staðið í
þingmönnum þar sem um áttatíu
prósent þeirra styðja sáttmálann.
Gallup-könnun, sem birt var í
gær, segir, að munurinn sé nú ekki
nema átta prósentustig, 47% með
og 39% á móti, en samkvæmt Son-
ar-könnun hefur munurinn aukist
og er 55% á móti 39%.
Reuters
Yfingar í A-Jerúsalem
TIL ryskinga kom í gær milii
Palestínumanna og Israela, sem
vilja eigna sér land í Austur-
Jerúsalem. Hér er einn af líf-
Jeltsín
fellst á
niður-
skurð
Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, samþykkti í gær áætl-
anir ríkisstjómarinnar um
aðhald og niðurskurð í ríkis-
rekstrinum en með þeim á að
reyna að koma í veg fyrir
áframhaldandi hmn í efna-
hagslífinu.
Sergei Jastrzhemskí, tals-
maður forsetans, sagði, að
hann hefði fallist á tillögur
ríkisstjórnar Sergeis Kíríjen-
kos en samkvæmt þeim verða
opinber útgjöld skorin niður
um tæpa 720 milljarða ísl. kr.
Kíríjenko hefm- áður sagt, að
nauðsynlegt sé að miða út-
gjöld ríkisins við skattheimt-
una eins og hún er en hún er í
molum í Rússlandi. Við það
bætist síðan gífurlegt tjón
vegna verkfalla kolanáma-
manna, áhrif fjármálakrepp-
unnar í Asíu og lágt heims-
markaðsverð á olíu.
vörðum palestínsku þingkon-
unnar Hanan Ashrawi í miklum
ham og virðist hann vera til alls
líklegur.
*
Israels-
stjórn ekki
viðræðuhæf
MANUEL Marin, varaforseti fram-
kvæmdastjómar Evrópusambands-
ins, ESB, segir í viðtali við ísraelska
dagblaðið Haaretz í gær, að enginn
grundvöllur sé lengur fyrir viðræð-
um við ísraelsstjórn. Sakar hann
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Israels, um að loka öllum
smugum fyrir frið í Miðausturlönd-
um.
Marin, sem fer með málefni
Miðjarðarhafslanda, var óvenjulega
harðorður og sagði, að Netanyahu
og ríkisstjórn hans nytu allra bestu
kjara í samskiptunum við ESB en
legðu á sama tíma stein í götu efna-
hagslegrar þróunar í nágrannaríkj-
unum og kæmu í veg fyrir frið með
öllum ráðum.
Marin sakaði ísraela einnig um
viðskiptasvindl og sagði, að þeir
keyptu ódýran appelsínusafa er-
lendis og flyttu hann síðan til Evr-
ópu sem ísraelskan. Sagði hann, að
David Levy, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, hefði lofað í september,
að þessu yrði hætt en ekkert hefði
gerst og Israelar jafnvel neitað að
tala um það.
Sneru baki
í Akihito
AKIHITO, keisari Japans, er í op-
inberri heimsókn í Bretlandi og
sat í gær veislu, sem ríkissljórnin
og Elísabet drottning héldu hon-
um til heiðurs. Þar lýsti hann
samúð sinni með þeim, sem liðið
hefðu þjáningar í heimsstyijöld-
inni síðari. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hafði skorað
á þá landa sína, sem voru í fanga-
búðum Japana, að bjóða Akihito
velkominn en þeir urðu ekki við
því. Um 1.000 þeirra söfnuðust
saman við Buckinghamhöll þegar
Akihito kom þangað ásamt Elísa-
betu drottningu og sneru í hann
baki í óvirðingarskyni. Krefjast
þeir bóta og segja þeir það regin-
hneyksli, að sæma eigi Jap-
anskeisara æðstu orðu Breta fyrir
riddaramennsku, Sokka-
bandsorðunni.