Morgunblaðið - 27.05.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Urskurði í
máli hjukrun-
arfræðinga
frestað
ODDAMAÐUR úrskurðarnefndar
Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkis-
spítalanna ákvað á mánudag að
fresta úrskurði um vinnustaða-
samning hjúkrunarfræðinga þar til
félagsdómur hefur úrskurðað í
máli náttúrufræðinga á Ríkisspítöl-
unum.
Máli hjúkrunarfræðinga var
vísað í úrskurðarnefnd í byrjun
apríl og hafði hún þá sex vikur til
að ganga frá úrskurði sínum. „Við
höfðum mikinn áhuga á að ljúka
þessari samningsgerð og því er
þessi töf okkur ákveðin vonbrigði,"
sagði Ásta Möller, formaður félags
Morgunblaðið í gær. „Við virðum
hins vegar og skiljum þá niður-
stöðu oddamanns að bíða eftir
þessum úrskurði."
Ásta sagði Félag íslenskra
náttúrufræðinga hafa vísað niður-
stöðu úrskurðarnefndar til félags-
dóms þar sem það hafí dregið í efa
að um fullgildan kjarasamning
væri að ræða. „Það blasti við að úr-
skurður hjúkrunarfræðinga yrði á
svipuðum nótum og að hann yrði
sennilega einnig dreginn í efa,“
sagði hún. „Það er því skiljanlegt
að oddamaður vildi ekki kveða upp
fleiri úrskurði fyrr en úr þessu
hefði verið skorið."
---------------
Letja hjúkr-
unarfræðinga
til að sækja um
auglýstar stöður
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
sem sagt hafa upp störfum á
heilsugæslustöðvunum í Grafar-
vogi, Fossvogi, Hlíðasvæði, Árbæ
og á Seltjarnarnesi hafa skorað á
aðra hjúkrunarfræðinga að sækja
ekki um auglýst störf á þessum
heilsugæslustöðvum.
í fréttatilkynningu hjúkrunar-
fræðinganna segir m.a. „Undir-
ritaðir hjúkrunarfræðingar vilja
vekja athyggli annarra hjúkrunar-
fræðinga á því að verið er að
auglýsa stöður hjúkrunarfræðinga
sem sagt hafa upp störfum vegna
óánægju með launakjör. Við hvetj-
um aðra hjúkrunarfræðinga til að
sækja ekki um þessi störf meðan
deila um launakjör hefur ekki verið
leyst.“
Að sögn Ástu Möller, formanns
Félags hjúkrunarfræðinga, er
áskorun þessi gefin út af viðkom-
andi einstaklingum. Hún telji hins
vegar eðlilegt að athygli annarra
hjúkrunarfræðinga sé vakin á því
hvers vegna þessar stöður séu
lausar. „Það eru ekki uppsagnir á
öllum stofnunum og það hefur ekki
komið fram hvar þær eru og hvar
ekki,“ segir hún. „Ég skil því vel að
viðkomandi hjúkrunarfræðingar
telji ástæðu til þess að vekja at-
hygli á þessu.“
Viðræður um fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og Kanada hafnar
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
KÖNNUNARVIÐRÆÐUR samninganefnda EFTA-ríkjanna og Kanada hófust í ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni í gær undir formennsku íslands.
Getur styrkt stöðuna
á N-Ameríkumarkaði
KÖNNUNARVIÐRÆÐ-
UR um fyrirhugaðan
fríverzlunarsamning
ríkja Fríverzlunarsam-
taka Evrópu (EFTA) og Kanada
hófust í Reykjavík í gær. Þetta er
fyrsti sameiginlegi fundur samn-
inganefnda ríkjanna en formlegar
viðræður eru enn ekki hafnar, þar
sem samninganefndir Noregs,
Sviss og Liechtenstein hafa enn
ekki fengið umboð frá ríkisstjórn-
um sínum.
Samningamenn ræddu meðal
annars í gær hvaða fyrirmyndir
bæri að nota við gerð fríverzlun-
arsamnings. EFTA-ríkin hafa,
auk EES-samningsins, gert
fríverzlunarsamninga við þrettán
ríki. Kanada hefur gert NAFTA-
samninginn við Mexíkó og Band-
aríkin og þar að auki fríverzlunar-
samninga við Israel og Chile. Öll
ríkin eiga aðild að samningnum
um Heimsviðskiptastofnunina
(WTO).
Könnunarviðræðurnar snúast
m.a. um að athuga hvar auðvelt er
að mætast varðandi form væntan-
legs samnings og hvar erfíðleikar
kunna að koma upp vegna ólíkra
fyrirmynda eða venja, sem orðið
hafa til hjá hvorum aðila um sig.
Upprunareglur
og landbúnaður
erfíð viðfangsefni
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er eitt erfiðasta
viðfangsefnið í viðræðunum ólíkar
reglur um uppruna vara í samn-
ingum EFTA annars vegar og
Kanada hins vegar. EFTA-ríkin
styðjast við samevrópskar upp-
runareglur, sem eru nákvæmar
Viðræður EFTA og Kanada um
fyrirhugaðan fríverzlunarsamning
hófust í Reykjavik í gær. Ólafur Þ.
Stephensen segir íslenzk stjórnvöld
vonast til að samningurinn styrki
stöðu íslenzkra fyrirtækja á
N orður-Ameríkumarkaði.
og flóknar, en Kanada hefur notað
frjálslegri og einfaldari uppruna-
reglur.
Þá eru hagsmunir EFTA-ríkj-
anna og Kanada varðandi við-
skipti með landbúnaðarvörur ekki
þeir sömu. Kanada er stór útflytj-
andi landbúnaðarafurða á heims-
vísu og vill sem mest frelsi í við-
skiptum með þær og sem lægsta
tolla. Ekkert EFTA-ríkjanna er
hins vegar þekkt fyrir frjálslynda
stefnu varðandi innflutning land-
búnaðarafurða.
Tveir hópar sérfræðinga starfa
meðan á viðræðunum stendur.
Annar skoðar upprunareglur og
tollamál sérstaklega, hinn einbeit-
ir sér að landbúnaðarmálunum.
Búizt er við að staðan í þessum
tveimur málaflokkum skýrist eitt-
hvað í dag.
Fyrsti formlegi fundur EFTA
og Kanada verður undir lok júní.
Búizt er við að sérfræðingahópar
um ýmsa þætti væntanlegra
samninga hafí þá unnið ýtarlegri
undirbúningsvinnu. Könnunar-
viðræðurnar, sem lýkur í dag, og
viðræðurnar í júní eru haldnar
undir formennsku íslands, sem
fer með forystu í EFTA-ráðinu til
l.júlí.
Pólitísk þýðing
samningsins mikil
EFTA-ríldn leggja áherzlu á
gerð fríverzlunarsamnings við
Kanada af ýmsum ástæðum. I
fyrsta lagi er pólitísk þýðing slíks
samnings talin mikil. Einkum í
Noregi og á íslandi horfa menn til
þess að nánari viðskiptatengsl
muni styrkja þau bönd á sviði
stjórnmála og varnar- og öryggis-
mála, sem tengja Norður-
Ameríku og Vestur-Evrópu.
Svipuð sjónarmið eru uppi af
hálfú Kanadamanna.
í öðru lagi hefur EFTA með
viðræðunum við Kanada náð
ákveðnu forskoti á Evrópusam-
bandið í tilraunum til að auka
fríverzlun á Norður-Atlantshafs-
svæðinu. Til þessa hefur EFTA
yfirleitt siglt í kjölfar Evrópusam-
bandsins þegar það hefur gert
fríverzlunarsamninga við þriðju
ríki. Nú eru EFTA-ríkin hins veg-
ar komin skrefi á undan.
Sterkari staða
á N-Ameríku-
markaðnum
Síðast en ekki sízt eru umtals-
verðir viðskiptahagsmunir í húfi.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins verða viðskipti með
sjávarafurðir lítið vandamál við
gerð fríverzlunarsamningsins,
enda eru sáralitlir tollar á
sjávarafurðum í Kanada. Noregur
og ísland horfa hins vegar til þess
að með samstarfi við kanadísk
sjávarútvegsfyrirtæki geti norsk
og íslenzk íyrirtæki styrkt stöðu
sína á öllum Norður-Ameríku-
markaðnum.
Sama á við um fleiri atvinnu-
greinar og kanadísk fyrirtæki
geta einnig vænzt þess að
fríverzlunarsamningur við EFTA-
ríkin verði stökkpallur þeirra inn
á Evrópumarkaðinn, sem þrjú
EFTA-ríkjanna eiga aðild að sam-
kvæmt EES-samningnum.
Yænta má tollalækkana
á iðnvarningi
Hvað tollalækkanir varðar eiga
EFTA-ríkin einkum hagsmuna að
gæta hvað varðar viðskipti með
iðnaðarvörur. Iðnaðarframleiðsla
frá EFTA-ríkjunum ber 6-20%
tolla í Kanada. Þetta á við um t.d.
ýmsan hátæknibúnað, sem er æ
mikilvægari útflutningsvara Is-
lendinga. Jafnframt bera kana-
dískar iðnaðarvörur 15-20% tolla
á fslandi og innflytjendur hér á
landi vænta mikils af lækkun
þeirra.
Stefnt er að því að ljúka samn-
ingaviðræðum EFTA og Kanada í
kringum næstu áramót.
Nafn
konunnar
sem Iést
UNGA konan, sem beið bana í
bifreiðaslysi á Tjörnesi í
síðustu viku, hét Sigurborg
Rán Stefánsdóttir, til heimilis
í Pálmholti 7, Þórshöfn. Hún
var 21 árs gömul, fædd 14.
febrúar 1977. Sigurborg
heitin lauk stúdentsprófi frá
VMA vorið 1997 og starfaði
síðan við Landsbankann á
Akureyri.