Morgunblaðið - 27.05.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ilornstciim Tónlistarhúss (Kópavogi lagOur
NEI, nei Davíð, bara homsteinninn...
Heimssýningin EXPQ ‘98 í Lissabon
KRISTINN R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Spáni, tekur Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóra
Utflutningsráðs, tali við opnunina. Fyrir miðju er Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra íslands
gagnvart Portúgal.
Fjallað um
íslenska
skálann í
Krafa Sverris Hermannssonar
Svar kemur í dag
eða á morgun
SVARS við kröfu Sverris Her-
mannssonar, fyrrverandi banka-
stjóra Landsbanka Islands, um end-
urupptöku greinargerðar Ríkisend-
urskoðunar til bankaráðs Lands-
banka Islands um kostnað bankans
vegna veiðiferða, risnu o.fl., er að
vænta í þessari viku að sögn Sigurð-
ar Pórðarsonar ríkisendur-
skoðanda.
„Það er bara dagaspurning um
það hvenær við svörum þessu, það
verður eflaust í þessari viku, á
morgun [í dag] eða á fimmtudag-
inn,“ sagði Sigurður.
í bréfi sínu krafðist Sverrir þess
að ríkisendurskoðandi og allt hans
starfslið viki sæti við meðferð máls-
ins, annars vegar þegar ákvörðun
verði tekin um hvort við endurupp-
tökubeiðninni verði orðið og hins
vegar við efnislega meðferð endur-
upptökukröfunnar.
Ríkisendurskoðun hefur að und-
anförnu unnið að endurskoðun á
kostnaði vegna risnu, veiðiferða,
ferðalaga o.fl. í Seðlabankanum og
Búnaðarbankanum að ósk bank-
anna sjálfra og Alþingis, að sögn
Sigurðar Þórðarsonar. Hann sagði
að verið væri að vinna í því máli.
„Við erum búin með annan bank-
ann, Búnaðarbankann, en erum
byrjuð á Seðlabankanum, það er
spurning hve mikla vinnu enn við
þurfum að setja í hann.“
sjónvarpi
UIC, önnur stærsta sjónvarpsstöðin
1 Portúgal, fjallaði um heimssýning-
una í Portúgal um helgina. I um-
fjöllun sjónvarpsstöðvarinnar kom
fram að íslenski skálinn væri einn af
þremur athyglisverðustu skálum
sýningarinnar. Hinir eru skálar
Kína og Seychelles eyja. Sjónvarps-
stöðin hvatti gesti sýningarinnar til
að gera sér ferð í íslenska skálann.
Aðsókn að íslenska skálanum hef-
ur aukist enn frekar frá opnun sýn-
ingarinnar. Starfsmenn í íslenska
skálanum gerðu óformlega könnun
og virtist þeim sem fjórum sinnum
fleiri kæmu í íslenska skálann en
þann ísraelska og þakka þeir það
umfjöllun portúgalska sjónvarpsins.
Framsæknustu fyrirtækin í Evrópu
Sex íslensk
fyrirtæki þeirra
á meðal
Baldur Pétursson
SEX ÍSLENSK fyr-
irtæki eru á lista yf-
ir 500 framsækn-
ustu fyrirtæki Evrópu. Á
morgun, fimmtudaginn
28. maí, verður þessum
fyrirtækjum veitt viður-
kenning á morgunverðar-
fundi sem haldinn er á
vegum iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins og
Samtaka iðnaðarins.
Baldur Pétursson,
deildarstjóri samkeppnis-
hæfni- og iðnþróunarsviðs
ráðuneytisins, er formað-
ur verkefnisstjómar.
„Samtökin Europe’s
500 vinna lista yfir 500
framsæknustu fyrirtæki
Evrópu og að þessu sinni
var miðað við að velja fyr-
irtæki sem vaxið höfðu
hraðast á árunum
1991-1996 og þar sem frum-
kvöðull og stofnandi átti enn mik-
il ítök í fyrirtækinu.
Verkefnið féll að þeirri stefnu
ráðuneytisins sem mörkuð er af
ráðherra, Finni Ingólfssyni, að
taka aukinn þátt í alþjóðlegum
verkefnum til að efla verðmæta-
sköpun og atvinnu. Því var efnt
til samstarfs við Samtök iðnaðar-
ins um verkefnið hér á landi. Við-
skiptastofnun Háskóla íslands
var fengin til að sjá um ýmsa
framkvæmdaþætti. “
-Hver eru þessi sex íslensku
fyrirtæki sem komust á listann?
„Flugfélagið Atlanta, verslun-
arkeðjan Nóatún, útgerðaríyrir-
tækið Samherji, tölvufyrirtækið
Tæknival, Vömveltan sem rekur
10-11 verslanirnar og stoðtækja-
framleiðandinn Össur sem kemst
nú á listann í annað sinn. Til sam-
anburðar má geta þess að ein-
ungis fjögur norsk fyrirtæki
komust á listann, þrettán írsk,
fjórtán finnsk og sautján sænsk.“
- Hvert er markmið þessa
verkefnis?
„Það er að örva frumkvæði
sem leitt getur til fyrirtælg'a-
rekstrar og atvinnusköpunar og
vekja áhuga á kraftmiklum, hrað-
vaxandi og atvinnuskapandi fyr-
irtækjum sem starfa við ólíkar
aðstæður víðsvegar í Evrópu.
Verkefnið byggist á styrk, hæfni
og kunnáttu þeirra er standa á
bak við framsæknustu fyrirtæki
álfunnar."
Baldur segir að valið lúti afar
ströngum skilyrðum um vöxt,
eignarhald og fleira.
- Hvaða þýðingu hefur það fyr-
ir þessi íslensku fyrirtæki að
komast á listann?
„Valið var úr hópi fimmtán
þúsund fyrirtækja sem vora svo
aftur valin úr milljónum fyrir-
tækja í allri Evrópu.
Þetta er því mikil viðurkenning
á dugmiklum og atorkusömum
frumk\'öðlum og öflugum íslensk-
um fyrirtækjum og sýnir glöggt
að það er mikOl drif-
kraftur í íslensku at-
vinnulífi um þessr
mundir. Auk þess er
þessi útnefning vera-
leg auglýsing því verk-
efnið er rækilega kynnt um alla
Evrópu og hefur verið í fjölmiðl-
um erlendis að undanfomu m.a. í
Business Week, Financial Times
og Wall Street Journal.“
- Verður gefið út sérstakt rit
um þá velgengnisþætti sem ein-
kenna þessi framsæknustu fyrir-
tæki og frumkvöðla í Evrópu?
„Já, meginefni þess eru upp-
lýsingar um velgengnisþætti sem
einkenna þessi framsæknu fyrir-
tæki og frumkvöðla sem voru
►Baldur Pétursson er fæddur í
Reykjavík árið 1958 og ólst upp
á Bakkafirði. Hann lauk við-
skiptafræðiprófi frá Háskóla ís-
lands árið 1985 og stundaði nám
í rekstrarhagfræði við Col-
umbia University í New York
árið 1989.
Baldur vann við ráðgjafastörf
með og eftir nám í HÍ, varð
deildarsérfræðingur í Iðnað-
arráðuneytinu árið 1985 og
skipaður deildarstjóri þar árið
1986. Baldur hefur átt sæti í
fjölmörgum opinberum nefnd-
um á innlendum og erlendum
vettvangi m.a. sem formaður og
hefur starfað og átt sæti í ýms-
um nefndum á vegum alþjóð-
legra stofnana s.s. OECD, WTO,
ESB, Norrænu ráðherraneftid-
arinnar, EFTA og setið í stjórn
EANPC.
Baldur er formaður í
ráðgjafanefhd EFTA um lítil og
meðalstór fyrirtæki og sam-
keppnishæfni atvinnulífs frá
ársbyijun 96.
Hann hefur átt sæti í stjórn
Félags háskólamenntaðra
starfsmanna stjórnarráðsins frá
árinu 1988 þar af sem formaður
frá árinu 1995. Baldur hefur
ritað fjölda greina og ritstýrt
skýrslum um atvinnumál frá
1985.
Hinn 1. júlí næstkomandi tek-
ur Baldur við starfi fulltrúa
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis
og umhverfisráðuneytis í send-
iráði íslands í Brussel.
Eiginkona Baldurs er Salóme
Herdís Viggósdóttir og eiga þau
þijú börn.
unnar af Juan Roure, prófessor
við viðskiptaháskólann í Navarra
í Barcelona á Spáni.
Á ráðstefnunni mun iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, Finnur
Ingólfsson, og framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, Sveinn
Hannesson, veita íslensku fyrir-
tækjunum sex sér-
staka viðurkenningu
fyrir þeirra þrótt-
mikla starf á
undnafömum árum.
Þá mun Robin
Lockerman, framkvæmdastjóri
Europe’s 500, halda fyrirlestur
svo og forsvarsmenn tveggja ís-
lenskra fyrirtækja sem komust á
lista yfir framsæknustu íyrirtæki
Evrópu þ.e. frá flugfélaginu Atl-
anta og stoðtækjafyrirtækinu
Össuri. I lok fundarins verður
umræða með fulltrúum allra sex
íslensku fyrirtækjanna."
Morgunverðarfundurinn verð-
ur haldinn á Grand hóteli frá
klukkan 8-10 árdegis.
Valin úr hópi
milljóna
fyrirtækja