Morgunblaðið - 27.05.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um
málefni Lindar hf. árið 1996
Hér fer á eftir í heild skýrsla Ríkisendur-
skoðunar til bankaráðs Landsbanka Is-
lands frá 29. mars 1996 um málefni fjár-
mögnunarleigufyrirtækisins Lindar hf.
Einnig er birt bréf Kjartans Gunnarssonar
formanns bankaráðs Landsbankans til
Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra og
síðan bréf Finns til Kjartans.
Til: Kjartans Gunnarssonar,
formanns bankaráðs
Frá: Sigurði Pórðarsyni,
ríkisendurskoðanda
Málefni Lindar hf.
HER A eftir verður gerð grein fyrir
athugun Ríkisendurskoðunar á
málefnum Lindar hf. og Landsbank-
ans. Rétt er að benda á að í greinar-
gerð þessari er byggt á þeim gögn-
um og skýrslum sem borist hafa
Ríkisendurskoðun frá formanni
bankaráðs Landsbankans og endur-
skoðanda Landsbankans og Lindar
hf. Einnig er byggt á skýrslum og
bréfum frá bankaeftirliti Seðlabank-
ans svo og minnisblaði bankaeftir-
litsins frá því í mars 1996. Greinar-
gerðinni er skipt upp í fjóra kafla
auk inngangs og niðurstöðukafla.
I. Inngangur.
II. Abyrgðaryfírlýsing Lands
bankans til Lindar hf. 31.12.1993.
III. Abyrgð stjómar Lindar hf.
IV. Ábyrgð framkvæmdastjóra
Lindar hf.
V. Hlutur endurskoðanda
Lindar hf.
VI. Niðurstöður.
I.
Inngangur
Lind hf. var stofnuð árið 1987.
Hugmyndin að rekstrinum var að
stunda eignarleigustarfsemi þar sem
engar aðrar tryggingar yrðu settar
en veð í leigumunum. Af þeim gögn-
um sem fyrir liggja frá bankaeftulit-
inu má sjá að eiginfjárhlutfall félags-
ins var a.m.k. frá árinu 1989 á mörk-
um þess að fullnægja lagaskilyrðum.
Sjá má t.d. af bréfí bankaeftirlits frá
4. janúar 1990 að það sé mat banka-
eftirlitsins að óvissa ríki um framtíð
fyrirtækisins þar sem fyrirtækið
uppfylli ekki lagakröfur um lágmark
eigin fjár og að tímabundið starfs-
leyfi hafí runnið út 4. október 1989.
Þessar upplýsingar lágu fyiir við
kaup Landsbankans á hlut í Lind hf.
í skýrslu endurskoðanda Lindar hf.
frá 5. janúar 1996 til formanns
bankaráðs Landsbankans kemur
fram að engin athugun hafí farið
fram á Lind hf. þegar Samvinnu-
bankinn var keyptur. Þá er það mat
endurskoðanda að stjómendur
Landsbankans hafí ekki ígrundað
nægilega hvaða afleiðingar kaupin á
40% eignarhlut Banque Indosuez í
Lind hf. hefði í fór með sér. Þá kem-
ur þar fram að upplýsingar bendi til
þess að fyrrverandi eigendur og
stjórnarmenn Lindar hf. hafí haft
efasemdir um ágæti framkvæmda-
stjóra, áður en bankinn kom að
rekstrinum.
Framangreindar staðreyndir
benda til þess að þegar í upphafí hafí
Landsbankanum borið skylda til að
viðhafa sérstaka aðgát í málefnum
félagsins.
II.
Ábyrgðaryfírlýsing Landsbank-
ans til Lindar hf. frá 31.
desember 1993
Það sem hér er til skoðunar er
hvers eðlis nefnd ábyrgðaryfirlýs-
ing var í skilningi laga og hvort
staðið var að útgáfu ábyrgðarinnar
með forsvaranlegum hætti. Fram
kemur í ábyrgðaryfirlýsingunni að
um sé að ræða óafturkallanlega
ábyrgð sem sé engum skilyrðum
háð, en ábyrgðin falli úr gildi þegar
Landsbankinn hafi greitt Lind hf.
200 milljónir króna vegna eignar-
leigusamninga sem Lind hf. þurfi að
afskrifa. Ábyrgðin falli þó úr gildi
þegar allir eignarleigusamningar
sem í gildi voru 31. desember 1993
eru að fullu greiddir, enda þótt ekki
hafi komið til greiðslu á 200 milljón-
um af hálfu Landsbankans. Lind hf.
er ekki gert að endurgreiða féð.
Hér er með öðrum orðum um að
ræða að Landsbankinn skuldbindur
sig til að greiða 200 milljónir inn í
Lind hf. vegna eignarleigusamninga
sem ekki hefur tekist að innheimta
og nauðsynlegt er að afskrifa. Ekki
er því um að ræða venjulega
bankaábyrgð þar sem banki
ábyrgist einhverjar skuldbindingar
gagnvart þriðja aðila gegn trygg-
ingum og getur svo gengið að
ábyrgðartaka og settum trygging-
um ef á ábyrgðina reynir. Hér er
þvert á móti um að ræða beint fjár-
framlag Landsbankans til Lindar
hf. þar sem þeir fjármunir sem
Landsbankinn leggur til samkvæmt
ábyrgðinni eru óafturkræfír.
Landsbankinn er samkvæmt þessu
að leggja Lind hf. til umrædda fjár-
hæð sem beint fjárframlag. Ekki
var getið um ábyrgðaryfirlýsinguna
í ársreikningi Lindar hf. fyrir árið
1993.
Ráða má af svörum Árna Tómas-
sonar endurskoðanda Landsbank-
ans og Lindar hf. í bréfí til
Ríkisendurskoðunar dags. 19. mars
1996 að bankastjórn Landsbankans
hafí gefið framangreinda yfírlýs-
ingu út, án samráðs við eða
samþykkis bankaráðs. Hins vegar
hefur formaður bankaráðsins upp-
lýst að hann hafí haft vitneskju um
ábyrgðaryfíriýsinguna og litið svo á
að Landsbankinn myndi bera fulla
fjárhagslega ábyrgð á rekstri Lind-
ar hf.
Ef heimildir bankastjórnar til
framangreindrar ráðstöfunar eru
kannaðar verða fyrst fyrir lög nr.
43/1993 um viðskiptabanka og
sparisjóði sem í gildi voru þegar
umrædd yfirlýsing var gefin. í 41.
gr. laganna segir að bankastjórar
beri ábyrgð á daglegum rekstri.
Þeim beri að sjá til þess að rekstur
sé samkvæmt lögum, reglugerðum
eða samþykktum og ákvörðunum
bankaráðs. í 27. gr. laganna segir
að yfírstjórn ríkisviðskiptabanka sé
í höndum viðskiptaráðherra og
bankaráðs. í 1. mgr. 39. gr. segir að
bankaráð hafi yfírumsjón með starf-
semi viðskiptabanka. Þar segir
einnig að bankaráð hafí að auki með
höndurn almennt eftirlit með rekstri
bankastofnunar. í 11. tl. 1. mgr. 39.
gr. segir að bankaráð taki ákvörðun
um byggingu, kaup, sölu eða veð-
setningu á fasteignum bankastofn-
unar. 112. tl. 1. mgr. 39. gr. segir að
bankaráð ákveði kaup og sölu hluta-
bréfa og annaiTa eignarhluta í
félögum sem viðskiptabanki á aðild
að. Af framangreindum lagatilvitn-
unum má ráða að bankastjórn hafí
með höndum allan dagiegan rekstur
en bankaráð taki ákvarðanir í ein-
stökum málum eins og hvort kaupa
skuli, selja eða veðsetja fasteign og
hvort kaupa skuli eða selja hluta-
bréf og aðra eignarhluti í félögum
sem viðskiptabanki á aðild að.
Ef litið er á þá ráðstöfun sem hér
er til skoðunar, þ.e. að skuldbinda
Landsbankann til að leggja allt að
200 milljónir króna til Lindar hf., er
vart hægt að líta svo á, að hér sé um
að ræða atriði sem er þáttur í dag-
legum rekstri. í fyrsta lagi er hér
um að ræða umtalsverða fjármuni
og í annan stað er um að ræða fram-
kvæmd sem ekki getur með neinu
móti talist venjuleg eða almennt
viðtekin í bankarekstri. Þegar það
er svo haft í huga að atbeina
bankaráðs þarf til að selja, kaupa og
veðsetja fasteignir og til að ákveða
kaup og sölu hluta í félögum sem
banki á aðild að, virðast verulegar
líkur á því bankaráðið hafi eitt verið
til þess bært að taka ákvörðun um
ráðstöfun á þeim gríðarlegu hags-
munum er hér var um að ræða. Hér
var ekki einungis um að ræða þá
ákvörðun að leggja 200 milljónir
króna inn í Lind hf. heldur hlaut
einnig að búa að baki slíkri
ákvörðun mat á því hvoi't fjárfram-
lagið sem slíkt hafí verið forsvaran-
legt miðað við þær upplýsingar sem
menn höfðu eða gátu aflað sér um
fyrirtækið og líklegan rekstrar-
gi'undvöll þess í framtíðinni. I þessu
sambandi verður að leggja áherslu
á, að um var að ræða hlutafélag, það
er að segja félag með takmarkaðri
ábyrgð, en ekki félag þar sem
Landsbankinn ábyi'gðist allar
skuldir. Þá hafa menn orðið að velta
því fyrir sér af þessu tilefni hvort
rétt væri að sameina Lind hf.
Landsbankanum og þá hvenær, eða
hvort menn ættu að láta úrskurða
félagið gjaldþrota.
Framangreindar röksemdir leiða
til þess að útgáfa ábyrgðaryfirlýs-
ingarinnar hafi verið svo viðurhluta-
mikil ákvöi'ðun að bankaráð hafí
eitt verið bært til að taka hana, sér-
staklega með hliðsjón af þeim fram-
kvæmdum sem atbeina bankaráðs
þarf til og greinir í 11. og 12. tl. 1.
mgr. 39. gr. iaga 43/1993 sem vísað
var til hér að framan.
III.
Ábyrgð sijórnar Lindar hf.
Ákvæði þágildandi hlutafélaga-
laga nr. 32/1978, 132. gr. eiga við
um þau tilvik sem hér eru til
skoðunar. Þau sjónarmið sem eink-
um hafa verið höfð uppi varðandi
bótaábyrgð stjórnarmanna
hiutafélags eru að stjórnarmaður
verður sjálfur að hafa
valdið tjóni af ásetn-
ingi eða gáleysi.
Stjórnarmenn bera
ekki sjálfkrafa óskipta
ábyrgð á mistökum
hver annars heldur
þarf að sanna bóta-
grundvöllinn gagnvárt
hverjum og einum sér-
staklega. Slíkur bóta-
grundvöllur er oft fyr-
ir hendi ef stjórnin
hefur staðið einhuga
að þeirri ákvörðun sem
bótaskylda byggist á.
Sá stjórnarmaður sem
vlll fírra sig ábyrgð á
tiltekinni ákvörðun
verður því að greiða
atkvæði gegn tillög-
unni og láta bóka and-
mæli sín. Oftast snýst
bótaskylda einstakra
stjórnarmanna um það
hvort þeir hafa sýnt af
sér vanrækslu við eft-
irlit á starfsemi félags-
ins. Hvort sem brot stjómarmanns
stafar af vanrækslu hans eða bein-
um athöfnum er ásetningur eða gá-
leysi forsenda bótaábyrgðar. Dóma-
framkvæmd sýnir að talsvert mikið
þarf að koma til að tiltekin van-
ræksla eða athöfn verði metin
stjórnarmanni til sakar. Dæmi um
slíka saknæma háttsemi sem leiðir
til bótaskyldu er t.d. ef mat stjórn-
armanna er augljóslega rangt, ef
þeir vanrækja að kynna sér málið,
ef þeir brjóta þær skyldur sem lög
leggja þeim á herðar, iáta stjórnast
af persónulegum hagsmunum eða
gerast sekir um óreiðu í störfum
sínum. Loks er rétt að benda á að
bótaábyrgð stjómarmanna getur
verið mismunandi ströng eftir
sérþekkingu þeirra. Því má t.d. bú-
ast við að lögfræðingar eða við-
skiptafræðingar sem sitja í stjórn
beri ríkari bótaábyrgð en aðrir að
því er varðar þau svið sem þeir hafa
sérþekkingu á. Stjórnarmenn hafa
ákveðnar lágmarksskyldur til þess
að hafa eftirlit með starfsemi
félagsins og til þess að gæta þess að
farið sé að lögum og samþykktum
félagsins. Skv. 52. gr. laga 32/1978
skal stjóm annast um að skipulag
félagsins og starfsemi sé jafnan í
réttu og góðu horfi, hún gefur al-
menn eða sérstök fyrirmæli og hef-
ur eftirlit með framkvæmdastjóra.
Almennt má fullyrða að stjórnar-
mönnum félags beri að kynna sér
öll mikilvæg málefni þess þannig að
þeir séu færir um að taka yfir-
vegaða ákvörðun í málefnum félags-
ins ef á það reynir. Stjórnarmenn
geta því orðið bótaábyi'gir ef þeir
hafa valdið tjóni sem rekja má til
vanrækslu á eftirlitsskyldu.
Að því er varðar stjórnarmenn
Lindar hf. er álitaefnið fyrst og
fremst hvort þeir hafi sinnt eftirlits-
skyldu sinni með framkvæmda-
stjóra félagsins. Við það mat má
hafa í huga nokkur atriði svo sem
hversu víðtækar heimildir fram-
kvæmdastjóri hafði til að skuld-
binda félagið, reynslu fram-
kvæmdastjórans, bæði stjórnunar-
lega og á sviði útlánastarfsemi, að
hér var um að ræða áhætturekstur,
ábendingar eftirlitsaðila o.fl. Af fyr-
irliggjandi gögnum verður fyrst fyr-
ir skýrsla bankaeftirlits Seðlabank-
ans dags. 1. júlí 1992 til stjórnarfor-
manns Lindar hf. í tilefni af kvörtun
viðskiptamanna Lindar hf. þar sem
segir að viðskipti Lindar hf. við til-
tekna aðila „ ... séu í andstöðu við
megintilgang laganna um eignar-
leigustarfsemi og séu að mati
bankaeftirlitsins stórlega ámælis-
verð.“ Ohætt er að fullyrða að þess-
ar athugasemdir bankaeftirlitsins
lögðu ríkari eftirlitsskyldu á stjórn-
armenn með störfum framkvæmda-
stjórans en ella, og gáfu stjórnar-
mönnum tvímælalaust tilefni til að
gæta sérstaklega að starfsháttum
framkvæmdastjórans í framhald-
inu. Þá má segja að vinnubrögð
framkvæmdastjóra í sambandi við
ákvörðun tækjaleigunnar á árinu
1993 hafi gefið stjórnarmönnum
sams konar tilefni til eftirlits með
störfum framkvæmdastjórans.
Einnig má nefna þá þverstæðu í
rekstri félagsins að í skýrslu fram-
kvæmdastjóra í ársreikningi fyrir
árið 1992 er lýst áhyggjum vegna
offjárfestinga í vinnuvélum, en í
skýrslu framkvæmdastjórans með
ársreikningi fyrir árið 1993 er sér-
staklega tiltekið að tekist hafí að
auka hlutdeild útlána til verktaka-
starfsemi. Hér er um ótrúlegar
áherslubreytingar að ræða. Loks
lögðu hin sívaxandi útlánatöp á ár-
unum 1993 til 1994 þá skyldu á
stjórnarmenn að hafa stöðugt eftir-
lit með störfum framkvæmdastjóra,
sérstaklega hvernig hann fram-
fylgdi útlánareglum og öðrum
starfsreglum sem honum höfðu ver-
ið settar. Þessu til viðbótar gerði
bankaeftirlitið athugasemdir á ár-
inu 1994 í tilefni af kvörtun þar sem
segir að nokkuð hafi skort á fagleg
vinnubrögð af hálfu Lindar hf.
Á árinu 1994 ábyrgðist Lands-
bankinn 200 milljónir til viðbótar
við ábyrgðina frá 31. desember
1993, en það kom ekki fram á árs-
hlutauppgjöri Lindar hf. Ábyrgðar-
loforð þetta var gefið með „óform-
legum hætti“ eins og segir í skýrslu
endurskoðanda frá 5. október 1994
til stjórnarformanns Lindar hf.
Samtals námu því ábyrgðaryfirlýs-
ingar Landsbankans 400 milljónum
króna þegar endurskoðað árshluta-
uppgjör pr. 31. ágúst 1994 lá fyrir.
I kjölfarið var Lind hf. sameinuð
Landsbankanum, enda uppfyllti
félagið ekki lengur ákvæði laga um
eigið fé.
I þessu sambandi verður ekki hjá
því komist að geta um starfsloka-
samning þann sem gerður var við
framkvæmdastjóra Lindar hf. þeg-
ar hann lét af störfum hjá félaginu
1. nóvember 1994. Þar var kveðið á
um að framkvæmdastjóranum
fráfarandi yrðu greidd laun til 30.
júní 1995, að auki fengi hann greitt
5,5% aukalífeyrissjóðsiðgjaid. Hann
skyldi hafa afnot af bifreið Lindar
hf. fram til 31. desember 1994, allur
rekstrarkostnaður bifreiðarinnar
skyldi greiddur af Lind hf. og að
auki skyldu framkvæmdastjóranum
fyrrverandi greiddar kr. 36.588,00 á
mánuði til 31. desember 1994 vegna
bifreiðahlunnindanna. Þessu til
viðbótar skyldi Lind hf. greiða
iðgjöld af slysa-, sjúkra- og líf-
tryggingum hans til 30. júní 1995.
Þar á ofan skyldu koma greiðslur
fyi'ir 13. mánuðinn og stjórnarsetu.
Þar sem Lind hf. var sameinuð
Landsbankanum um þetta leyti lá
það fyi’ir að Landsbankinn myndi
standa straum af þeim kostnaði
sem af starfslokasamningnum
hlaust. Ekkert liggur fyrir um að
bankaráð Landsbankans hafí veitt
heimild fyrir gerð samningsins. I
ljósi frammistöðu framkvæmda-
stjórans og þess sem á undan var
gengið í rekstri Lindar hf. verður
einnig að telja gagnrýni vert að
hafa hagað starfslokum við fram-
kvæmdastjórann með þessum
hætti.
Samkvæmt framansögðu verður
að telja líkur til þess að eftirlit
stjórnar með störfum fram-
kvæmdastjóra hafi ekki verið sem
skyldi, þótt hér sé ekki tekin af-
staða til þess hvort stjórnarmenn
hafí bakað sér bóta- eða refsiá-
byrgð með athafnaleysi sínu. Á það
ber einnig að iíta m.t.t. málshöfðun-
arfresta að nokkur tími er liðinn frá
þeim atvikum sem til skoðunar eru.