Morgunblaðið - 27.05.1998, Page 19

Morgunblaðið - 27.05.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 19 ERLENT Tilmæli Alþjóðahafrannsóknaráðsins um Barentshafsveiðar Þorskkvóti minnki um nærri þriðjung MINNKA verður þorskkvóta árs- ins í Barentshafi um nærri þriðj- ung, ef hrygningarstofninn á ekki þegar á næsta ári að fara niður fyr- ir þau mörk sem hann þarf til að viðhalda sér. Þetta eru tilmæli Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES), sem byggð eru á nýjum rannsóknum á ástandi þorskstofns- ins í Barentshafinu. Síðastliðið haust mæltist ICES til þess að kvóti ársins í ár yrði ekki yfir 514.000 tonn, en Norðmenn og Rússar vildu líta bjartsýnni augum á ástand stofnsins og sömdu um 654.000 tonna kvóta. En norsk og rússnesk sjávarútvegsmálayfirvöld fóru jafnframt fram á það við ICES í október að það mæti stærð Barentshafsþorksstofnsins upp á nýtt fyrir vorfund ráðsins í ár, sem fram fór í síðustu viku. Nú mælist ráðið til þess að kvót- inn verði 450.000 tonn og varar ein- dregið við því að umsaminn kvóti upp á 654.000 tonn verði allur veiddur. Sjálfbærimörkum náð Asger Aglen hjá norsku haf- rannsóknastofnuninni í Björgvin sat fund ICES og átti þátt í að gera hið nýja mat á stofnstærðinni, sem byggt er á norskum rannsókna- leiðangri norður í höf frá því í febrúar, rússneskum leiðangri frá því fyrr í vetur og nýjum aflatöl- um. í samtali við Morgunblaðið sagði Aglen að talið sé að sjálf- bærimörk Barentshafs-þorsk- stofnsins séu um 500.000 tonn og fari veiðin í ár yfir 450.000 tonn sé NEWT Gingrich, forseti Band- aríkjaþings, sagði í ávarpi á Israelska þinginu, Knesset, í gær, að ísraelar einir ættu að skera úr um hvaða ráðstafanir væru nauðsynlegar til þess að gæta öryggis ríkisins í samn- ingaviðræðum þeirra við Palestínumenn með milligöngu Bandaríkjamanna. Þingmenn af arabísku bergi brotnir gengu út, eða létu ekki sjá sig, er Gingrich steig í pontu og hrópuðu nokkrir ókvæðisorð að honum. Gingrich er í ijögurra daga heimsókn í Israel í tilefni af mikil hætta á að hrygningarstofn- inn minnki niður fyrir þessi mörk. Það kemur sjaldan fyrir að haf- rannsakendur mælist tíl þess að breytingar verði gerðar á umsömd- um kvóta sama árið og hann á að gilda. Þetta gerðist síðast árið 1988. Tilmæli Alþjóðahafrannsókn- aráðsins, sem er ráðgefandi stofn- un, um þorskkvóta næsta árs, verða borin fram á haustfundi ráðsins. 50 ára afmæli þess, og hefur hann í ferðinni gagnrýnt Yasser Arafat, forseta heimasljórnar Pajestínumanna. í ávarpi sínu á þinginu í gær minntist Gingrich þess er Yitzhak Rabin, fyrrverandi for- sætisráðherra Israels, heimsótti Bandaríkin fyrir nokkrum árum í tilefni af 3.000 ára afmæli Jerúsalemborgar. Gingrich hefur Iátið í Ijósi eindræga andstöðu sína við stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda og sakað Bill Clinton forseta um að Reuters hafa tekið afstöðu með Palestín- umönnum. Þá vakti Gingrich sérstaka at- hygli á ályktun sem Banda- ríkjaþing samþykkti, þar sem viðurkennt er réttmæti kröfu Israela til Jerúsalem sem „eilífr- ar höfuðborgar" Israelsríkis. Oruggt má telja að þessi orð vekji reiði meðal araba, sem gera kröfu um að Austur-Jerúsalem verði í framtíðinni höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. I dag mun Gingrich halda til Ramallah á Vesturbakkanum, þar sem hann hittir Arafat. Gingrich ávarpar ísraelska þingið Svartur kassi í norska hvalbáta Ósló, Muscat. Morgunblaðid, Reuters. NORSK yfirvöld stefna nú að því að skylda hvalveiðimenn til að koma fyrir eftirlitsbúnaði, nokkurs konar svörtum kassa, í öllum norskum hvalveiðiskip- um. Búnaðurinn á að koma í veg fyrir að veitt sé of mikið, en fyr- ir nokkrum árum voru of marg- ar hrefnur skotnar, miðað við kvótann. Hvalveiðimenn hafa tekið þessum fréttum vel, segja svarta kassann munu sýna fram á að vel og mannúðlega sé staðið að hvalveiðunum. Eftirlitskerfið er svipað því sem er í flugvélum. Skráður er hraði og staðsetning skipanna, hvenær skutli er skotið, og nem- ar segja til um hvenær dýr eru dregin um borð. Kemur búnað- urinn í stað eftirlitsmanna með próf í dýralækningum, sem íylgst hafa með veiðunum. Norsk stjórnvöld sögðu frá fyrirhuguðu eftirlitskerfi á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) í Oman 1 síðustu viku. Hefur því verið vel tekið og IWC fallið frá fyrri kröfum sín- um um tvo eftirlitsmenn. Fagna norskir hvalveiðimenn því að svo virðist sem IWC sé farið að ræða lausnir á hvalveiðum í stað þess að fordæma þær. Utanríkisráðherrar Evrópusambands- ins semja um vopnasölureglur Siðferðileg sjónarmið fái meira vægi Brussel. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins (ESB) komust í fyrradag að samkomulagi um regl- ur um vopnaviðskipti ESB-land- anna 15 við ríki utan sambandsins, en þessum reglum er ætlað að gefa siðferðilegum sjónarmiðum meira vægi þegar ákvarðanir eru teknar um vopnaútflutning. Brezka stjórnin hafði lagt áherzlu á að samkomulag næðist um þessar reglur á meðan á hálfs árs forystutímabili hennar í ESB stæði, en með þeim eru vopnaút- flytjendum innan ESB settur sam- eiginlegur reglurammi, sem þeir þurfa að taka tillit til. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, fagnaði niðurstöðunni sem „miklum árangri“. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum sameig- inlegar viðmiðanir" til að byggja ákvarðanir um vopnasölu frá ESB á, tjáði Cook fréttamönnum í Brussel að ráðherrafundinum loknum. Utanríkisráðherra Frakklands, Hubert Vedrine, lýsti niður- stöðunni sem „góðu fyrsta skrefi“, en Klaus Kinkel, hinn þýzki starfs- bróðir hans, sagði þetta ekki vera óskaniðurstöðuna þótt vissulega væri þetta góð byrjun. Átta skilyrði Samkvæmt samkomulagi ráð- herranna verða þeir aðilar innan ESB-landanna sem koma nálægt vopnaútflutningi að taka tillit til átta skilyrða, þegar ákvarðanir eru teknar um hvort leyfa eigi út- flutninginn eða ekki. EVRÓPA^ Til dæmis megi stjórnvöld viðkomandi lands ekki gefa út út- flutningsleyfi ef „augljós hætta“ þyki vera á því að búnaðinum muni verða beitt til valdníðslu innan- lands í kauplandinu. Þá er kveðið á um að stjórnvöld ESB-landanna hafi allan vara á þegar útflutningsleyfi eru veitt fyrir búnað til landa sem hafa orð á sér fyrir að brjóta á mannrétt- indum íbúanna. Þar að auki skuldbinda Evr- ópulöndin sig til að leyfa ekki út- flutning á vopnum sem gætu magnað eða framlengt vopnuð átök. Önnur skilyrði varða svæðis- bundinn stöðugleika, þjóðaröryggi ESB-ríkjanna og viðhorf kaup- landsins til hryðjuverkastarfsemi. Brezka stjórnin setur skilyrði Bretar og Frakkar eru aðrir og þriðju stærstu vopnaútflytjendur í heimi, á eftir Bandaríkjunum. Miðausturlönd og Asíuríki eru stærstu kaupendurnir. Ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins hef- ur heitið því, í nafni „siðferðilegrar utanríkisstefnu", að leyfa ekki vopnaútflutning til ríkja þar sem mannréttindi eru ekki virt. UN5AN Aðalstræti 9 slmi 551 5055

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.