Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 27.05.1998, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Lyfla á lágu plani , UNDIRRITAÐUR hefur um langt árabil haft mikinn áhuga á fæðubótaefnum og náttúrulyfjum. Frá því að ég hóf rekstur Laugavegs Apóteks árið 1963 hef ég ávallt reynt að bjóða gott úr- val heilsuvara. Upphaf- lega var það mjög erfitt vegna innflutnings- og sölutakmarkana á slík- um vörum, enda voru þær fáséðar þá og voru - -því mikið nýmæli þegar þær fóru að berast inn á markaðinn að nokkru ráði. í þá daga störfuðu lyfjafræðinemar sem lærlingar í apó- tekum hluta af sínum námstíma og vona ég og raunar treysti því, að dvölin hjá mér hafi náð að móta hið unga fólk því til góðs því ég tel mig hafa lagt mig fram um að miðla því af því er ég kunni. Einn slíkur lærl- ingur var Ingi Guðjónsson, forstjóri og meðeigandi Lyfju, svo nú rennur mér blóðið til skyldunnar að taka hann á hné mér og veita honum fóð- urlega ráðningu. Rautt eðalginseng Fyrir um 11-12 árum var Lauga- vegs Apótek fyrst apóteka til að hefja sölu á rauðu kóresku ginsengi, sem frá upphafi hefur verið markaðssett hér á landi undir nafninu Rautt eðalginseng. Rauða eðalginsengið frá Kóreu er fomfrægt náttúrulyf, sem ræktað er á bestu ræktunarsvæðunum á miðhálendi Kóreuskag- ans í 800 til 1000 metra hæð. Kóreumenn leggja metnað sinn í að standa sem best að ræktuninni og framleiðslu neyslu- varanna og sem dæmi má taka, að strangar reglur gilda um bil á milli plantna við ræktun auk þess sem jörðin verður að vera óhreyfð í 10 ár eftir hverja uppskeru. Þá má einungis nota 6 ára sérvaldar rætur til fram- leiðslu á rauðu panax ginsengi, þar sem rótarendar hafa verið hreinsaðir frá, en það er hráefnið í Rauðu eðalg- insengi. Þessi vara er framleidd af s- kóreska ríkinu undir ströngu opin- beru eftirliti ríkisins og hefur löngum verið talið eitt öruggasta og besta ginsengið sem völ er á, enda hef ég notað það sjálfur í fjölda ára. Eftilíking Eg var því meira en lítið undrandi, þegar ég heyrði í sjónvarpinu og sá í Morgunblaðinu auglýst eitthvað, Rótarendar, segir Oddur C.S. Thorarensen, eru aldrei notaðir við framleiðslu á ósviknu rauðu ginsengi. sem kallað var „Rautt eðalginseng“ , þ.e.a.s. notað vörumerki fyrirtækis- ins Eðalvörur ehf, en því haldið fram að varan væri 3 sinnum sterkari og „aðeins selt í Lyfju og Hagkaup" (sem náttúrulega er sami aðili). Þarna var greinilega á ferðinni eftir- líking því það var tiltekið að varan væri framleidd úr rótarendum, en þeir eru aldrei notaðir við fram- leiðslu á ósviknu rauðu ginsengi. Að auki er svo þekktu vörumerki stolið af ósvikinni vöru, sem hefur verið hér á markaði í mörg ár og hlýtur að hafa helgað sér þetta nafn fyrir löngu. Þessar auglýsingar eru sem sé tilraun til að ná undir sig markaði annars fyrirtækis með brögðum. Við þetta má bæta, að rótarend- arnir, sem notaðir eru í fölsuðu vöruna eru margfalt ódýrara hráefni, hráefni sem eingöngu er notað til uppfyllingar í te, þ.e. í vöru, sem verður að vera ódýr. Oddur C.S. Thorarensen Ef einhver hefur áhuga á að markaðssetja slíka vöru hér á landi væri heiðarlegra að setja hana í gul- ar umbúðir með ábendingunni „líttu á verðið". En það þarf sérstakt hug- myndaflug til að setja slíka vöru á markað á upsprengdu verði (með svokölluðum ,,afslætti“) og villa á sér heimildir með því að kalla vöruna Rautt eðalginseng og reyna þannig að notfæra sér það góða orðspor, sem fer af annarri vöru. Vörufölsun Allir, sem þekkja eithvað til ginsengs vita, að í því er fjöldi virkta efna með mismunandi verkanir. Einn flokkur slíkra efna, sem kallað- ur er saponínar (ginsenósíðar), er flokkur efna sem eru mjög mismun- andi að styrkleika og hafa hvert um sig ólíka verkun. Sum t.d. virka hvetjandi, þegai- önnur virka róandi. I rauðu ginsengi eru nú þekkt 30 slík efni í aðalrót plöntunnai’. I rótarend- unum, sem hreinsaðir eru frá við framleiðslu á eðalginsengi, eru að hluta til önnur efni, sum þeirra „sterkari" en í aðalrótinni, og hlutföll efnanna eru önnur. Hvað er það sem er 3 sinnum sterkara en annað? Hvað er verið að mæla og hvað hefur slík mæling með verkun ósvikins rauðs panax ginsengs að gera? Ekk- ert!!! Málið er ósköp einfalt. Vara sem framleidd er úr rótarendum ginsengróta hvíts ginsengs getur alls ekki kallast rautt ginseng hvað þá rautt eðalginseng. Það er hrein vöru- fölsun. Það er ekki hægt að breyta rótarendum í rautt ginseng og reyndar ekki reynt því að fram- leiðsluaðferðin (þ.e. gufumeðhöndl- un, forþurrkun og eftirþurrkun í sól, sem breytir hvítu ginsengi í rautt ginseng, ef það þolir meðferðina) gerir vissar kröfur til hráefnisins og þær eru staðfestar bæði í gömlum hefðum og í þeim reglum, sem gilda um framleiðsluna. Rannsóknir Nútíma vísindamönnum og gömlu kínversku lyfjaskránni ber saman um, að lækningamáttur Panax Ginseng C.A. Meyer, sem er hið latt- neska heiti jurtarinnar, sé fólginn í rótinni en ekki í rótarendum aðalrót- arinnar. Vitað er að jurtalæknar nota eingöngu aðalrætur en alls ekki rótarenda. Vitaskuld!!! En það er augsýnilega mikil freisting fyrir óvandaða framleiðendur og seljend- ur, að reyna að gabba almenning, sem ekki er fróður um ginseng, og notfæra sér hinn mikla verðmismun, sem líklega er fjórfaldur. Rautt Panax Ginseng frá Kóreu er eitthvert mest rannsakaða náttúru- lyf í heiminum. I A-Asíu hefur verið gerður fjöldi dýratilrauna, klínískra tilrauna á fólki og faraldsfræðilegra tilrauna, sem margar hverjar sýna, að það eflir varnir líkamans auk þess að hafa hressingar- og lækningar- mátt í vissum tilvikum. Þá má geta þess að Rautt eðalginseng hefur nú verið skráð sem náttúrulyf innan Evrópusambandsins. Höfundur er fyrrveriutdi apótekari. * A göngu- skíðum í Esjufjöllum Á slóðum Ferðafélags íslands Gerður Steinþórsdóttir STEFÁN Ólafsson við tjörn á Breiðamerkutjökli. Veðurárdalsfjöll í baksýn. f ’ið Breiðamerkurjökul .K — ÓVÍST var fram á síðustu stundu hvort ferðin í Esjufjöll, sem eru jökul- sker norðvestur af Breiðamerk- urjökli, yrði far- in. Nokkrir hringdu í Ferða- félag Islands og Utivist en hættu við og að lokum vorum við orðin fjögur auk farar- stjóra, Sylvíu Kristjánsdóttur. Sylvía hefur fengið þjálfun sína í hjálpar- sveit, eins og margar konur sem taka að sér fararstjóm á jöklum. Það rigndi í Reykjavík þegar við héldum úr bænum að kvöldi dags fimmtudaginn 30. maí. Skíðunum hafði verið komið fyrir aftast í bíln- um, ísöxum og mannbroddum, ásamt þungum bakpokum. A leiðinni var rætt um leyndardóma Vatnajökuls. Urgrá þoka lagðist yf- ir landið og loks skall myrkrið á. Við ætluðum að gista í skála Jöklarannsóknafélags Islands á Breiðamerkursandi en fundum hann ekki í myrkrinu. Því var hald- ið að Hofi í Öræfum þar sem er þægileg gistiaðstaða. Á Breiðamerkurjökli Það var yndislegt að koma út um morguninn og sjá að þokunni hafði létt og sólin hló á himni. I vestri reis glæstur Öræfajökull með fossandi skriðjökla, austan við hann féll Breiðamerkurjökull fram í þremur meginstraumum að sögn sérfróðra, 16 km breiður. Norður af honum teygðu Mávabyggð og Esju- fjöll sig upp úr ísbreiðu Vatna- jökuls. Við ókum að rönd Breiðamerk- urjökuls við austanvert Breiðárlón. Það er fagurt þótt ekki jafnist það á við Jökulsárlón með tignarlegan jakaflota. Við fórum framhjá skála Jöklarannsóknafélagsins sem við höfðum ekki fundið kvöldið áður enda í jarð- arlitum. Nokkrir skúmar sátu þar á þúfu. Um hádegi hófst gangan upp Breiðamerk- urjökul. Við fest- um skíðin á pok- ann og gengum með þau fyrsta spölinn. I urðinni við rætur jökuls- ins óx lambagras og gaf frá sér sætan hunangs- ilm. Við Máva- byggðarönd sett- um við skinn undir skíðin, því að jökullinn var sem gler, og gengum síðan þvert yfir hann að Esjufjall- arönd. Þetta er svartur urðarrani sem liðast eins og ormur frá Esjufjöll eru jökulsker, segir Gerður Stein- þórsdóttir, norðaustur af Öræfajökli. Jökulsárlóni og alla leið upp í Esju- fjöll. Við sáum nokkra jeppa við jökulsporðinn sem síðan þokuðust í einni röð upp jökulinn meðfram Mávabyggðarönd. Vélarhljóð barst okkur til eyrna. Eftir þriggja tíma göngu var áð í glampandi sólskini, aðeins andblær, unaðsleg tilfínning. Mesta alpalandslag íslands á báðar hendur; í vestri Öræfajökull, í austri Veðurárdalsfjöll, eins og pýramídar svartir og hvítir. Við tókum skinnin af skíðunum þegar ofar dró. Leiðin að Esjufjöll- um er um tuttugu km löng í beinni línu, en seinfarin. Um sjöleytið vor- um við komin í 585 m hæð og hita- stig við frostmark. Þá vorum við stödd á sprungusvæði, svellbunkar allt í kring. Þama fengum við okk- ur hressingu; heitt kakó, flatkökur og harðfisk - og horfðum til Esju- fjalla. Esjufjöll eru fjórir aðskildir fjallshryggir, að meginhluta úr mó- bergi. Hæst rísa Snæ- hetta (1640) og Esja (1639). Vestast eru Vesturbjörg en austar Skálabjörg, Esjubjörg og Austurbjörg. Lítill snjór var í fjöllunum. Skáli Jöklarannsókna- félags íslands er í Skálabjörgum og stendur hátt á brekku- brún undir Lyng- brekkutindi. Þangað komum við um náttmál eftir níu tíma ferð; skuggi í brekkunni en kvöldsól- in gyllti háfjallatopp- ana. f skálanum eru sex tvíbreiðar kojur, borð, bekkur og tveir kollar. í anddyrinu eru snagar og gólfrými fyrir skó. Gluggi snýr í suður með útsýni til Öræfajökuls. Kvöldskattur var framreiddur, þurrmatur af ýmsum gerðum, ekki mjög girnilegur en næringarríkur. Nokkrir ungir hjálparsveitarmenn á æfingu komu á snjósleðum upp brekkuna. Þeir ætluðu að tjalda niðri á jöklinum um nóttina. Við lögðumst til hvílu fyrir miðnætti. Um nóttina komu tveir Bretar, kveiktu á prímus, snæddu og sofn- uðu á gólfinu. Ormurinn langi í Austurbjörgum Morguninn eftir fórum við snemma á fætur. Það sást aftur til hjálparsveitarmanna og snjóbíls og Bretarnir undruðust að slík umferð væri leyfð á Vatnajökli. Þeir ætluðu til Grímsvatna en við hugðumst skoða umhverfi Esjufjalla. Um hádegi héldum við til Austurbjarga. A leiðinni nutum við víðáttunnar, fylltum lungun af henni og létum hana streyma um blóðið. Frá Eystribjörgum sér í Norðl- ingalægð, dæld vestan af Breiðu- bungu, en sú leið er farin yfir jökulinn til Kverkfjalla. Esjufjall- arönd, ormurinn langi, liðast upp hlíð Flekks sem er syðsti tindur Austurbjarga. Við gengum á fjallið og í hlíðinni óx mosató. í Esjufjöll- um hafa fundist yfir 100 háplöntu- tegundir, sem er hreint ótrúlegt. í Eystridal fellur fram sundurskor- inn skriðjökull. Fjær sést langur, dökkur hamraveggur Skálabjarga. A heimleiðinni var komið mikið krap, en tíu stiga hiti hafði verið um daginn. Víða hafði snjórinn bráðnað og myndað grunnar tjarn- ir, grænar að lit. Við gáfumst upp að þræða þurr svæði en renndum okkur í vatni. Léttur vindur snerti vanga á leið sinni yfir hina hvítu víðáttu. Við héldum inn Fossadal, sem er milli Vesturbjarga og Skálabjarga. Þar falla margir háir og mjóir fossar. Ofar gnæfir Snók- ur og Snæhetta. Þá var tekið að rökkva. Litlir lækir hjöluðu í brekkunni við skálann. Seinna fór að hvessa og hrikti í skálanum. Eg sofnaði við veðurhljóð. Ein er upp til ijalla Þegar vekjaraklukkan hringdi klukkan sex um morguninn sprutt- um við á fætur. Ég hafði smurt fyrir daginn kvöldið áður og sett heitt vatn í þungan stálbrúsann og orkudrykk í vatnsbrúsann. Við yf- irgáfum skálann tveimur tímum síðar eftir að hafa sett gluggahler- ana fyrir. Við gengum með skíðin niður brekkuna. Sólin skein lágt á lofti, morgunbirtan mjúk og skuggarnir langir, rjúpa í vetrarklæðum gáði til veðurs. Færið var hart, það hafði fryst um nóttina. Við skíðuð- um í átt að Esjufjallarönd og niður meðfram henni; glerbungur, krap, færið erfitt. Við fækkuðum fötum í hitanum. Á jöklinum runnu víða lækir sem við renndum okkur yfir, sums staðar opnuðust litlar sprungur. í 400 m hæð fórum við vestur yfir jökulinn. Mikill skari var á honum, en þó sléttur. Þetta tók á líkamann, einkum lærin. Síð- an héldum við niður af jöklinum meðfram Mávabyggðarönd. Við komum að bflnum eftir fimm tíma ferð, vot í fætur en sæl í sinni. Sólin sem hafði fylgt okkur á jökulinn hvarf okkur á heim- leiðinni og tók við dumbungur. Við stönsuðum í Freysnesi og síðan í Vík í Mýrdal þar sem við fengum okkur hamborgara og franskar, sem tilheyrir víst eftir svona ferð. Þegar bíllinn ók yfir Elliðaárnar voru sjöfréttir í út- varpinu. Þar var sagt frá skoðanakönnun á fylgi flokkanna í Reykjavík. Við vorum komin til byggða. Heimild: Hjörleifur Guttormsson: Við rætur Vatna- jökuls. Ferðafélag ísiands. Árbók 1993. Höfundur er ritari Ferðafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.