Morgunblaðið - 27.05.1998, Page 35

Morgunblaðið - 27.05.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1997 Dómnefndar; hneyksli í HI ÉG var meðal um- sækjenda um lektor- starf í almennri bók- menntafræði við Heim- spekideild HÍ. í dóm- nefnd voru: Helga Kress (fonnaður), Martin Regal og Stein- unn Lebreton Filippus- dóttir. Dómnefndarálit- ið er svo rangsleitið að ekki verður setið þegj- andi undir. Asamt þremur öðrum um- sækjendum gerði ég athugasemdir við það, en dómnefnd svaraði. Hér verður vikið að helstu aðfinnslu dóm- nefndar við rit mín, að þau sýni „litla þekkingu á grundvallarhug- tökum bókmenntafræðinnar". Rúmsins vegna verður að takmarka þetta við fáein dæmi, og ég held mig við prentuð rit, svo lesendur Mbl. geti gátað staðhæfingar. 1. Um bók mína Kóralforspil hafsins er ein hróplegasta rang- færslan (bls. 25): „Þá virðist Öm ekki gera mun á módemisma (,,modemism“) og , nútíma („modemity"), eða gera sér grein fyrir að um tvö mismunandi hugtök er að ræða. Þannig velur hann að nota lýsingarorðið „módem“, sem á máli bókmenntafræðinnar vísar til nútíma („modemity"), í stað „módemískur“ („modemist") sem vísar til módemisma. Þannig skort- ir mjög á að ritið hafi nauðsynlega teoretíska undirstöðu." Sannleikur- inn er sá, að eftir að ég hafði rakið - og rökrætt - mismunandi kenning- ar um þetta, ályktaði ég (bls. 24): „Það er einkennileg skilgreining á nútímaljóðum, að þau eigi að hafa einhver tvö af þremur einkennum, sem i raun tengjast ekkert innbyrð- is; bragfrelsi, hnitun og sjálfstæði mynda. Það sýnir að hér er fyrst og íremst um tímasetningu að ræða, og reynt að spanna mjög sundur- leitan straum nýjunga. Módemismi er miklu þrengra hugtak, eins og áður var rætt, m.a. getur hnitun verið í margskonar ljóðum, ekkert frekar módemum. Söm verð- ur niðurstaðan um bragfrelsi, það kemur ekki þessu máli við, enda er það ekki talið einkenni módemisma í helstu fræðilegu yfir- litsritum sem ég hefi séð.“ Þetta rek ég svo áfram, og er augljóst að orð álitshöfundar era fullkomin öfug- mæli, ég geri einmitt skarpan mun á því sem þótti nútímaleg Ijóð — á einhverjum tíma - og á módemisma. Hins vegar tek ég það eftir Eysteini Þorvaldssyni að nota orðið „módem“ um hið síðara, enda eðlilegt, bók hans Atómskáldin var helsta rit um efnið á íslensku. Þessu svarar dómnefnd: „Þá tel- Það er mikil viðurkenn- ing á ritum mínum, ---------------3i-----------—— segir Orn Olafsson, að svona ósvífnar rang- færslur þurfi til að ýta mér til hliðar. ur Öm það „rangfærslu álits- höfundar" að hann geri ekki grein- armun á hugtökunum módemismi (modemism) og nútími (modemity) og virðist helsta skýring hans sú að þetta hugtakaragl eigi sér stoð í fyrri fræðiritum íslenskum.“ Eins og allir lesendur geta séð, era þetta bein ósannindi, stokkið frá efnisatriði til orðalags. 2. Dómnefnd sagði (bls. 26): „Skáldsagan Leigjandinn er súrr- ealísk en ekki „módem“ af því að „allar vísanir era ljósar. En það er andstætt módemismanum“, (bls. 262).“ Af framsetningunni verður ekki annað séð, en að þetta sé haft eftir Örn Ólafsson mér. En svo er ekki, og það myndi aldrei hvarfla að mér að kalla Leigjandann súrrealískt verk. Slíkt sýndi algera vanþekkingu á súrr- ealisma. „Er þetta e.t.v. skoðun álitshöfundar?" - spurði ég. Þessu svaraði dómnefnd: „Vegna sundur- leysis í byggingu og óljósrar hug- takanotkunar ályktaði dómnefndin að Öm teldi sögu eftir Svövu sem rætt var um á bls. 262, „súrr- ealíska" en því neitar hann. Verður þetta leiðrétt til samræmis við lýs- ingu á bls. 260 þar sem segir að sagan beri einkenni „fáránleika", en það er fræðiheiti sem Örn virðist (andstætt skilgreiningum bókmenntafræðinnar sem gerir gi-einarmun á „súirealisma" og absúrdisma") nota yfir óraunvera- lega atburði, sbr. einnig bls. 260 í riti hans.“ Þegar ein vitleysa er rekin ofan í dómnefnd, spinnur hún bara upp nýja. Hvergi er í riti mínu sett samasemmerld milli súrreal- isma og fáránleika, enda segi ég beinlínis að umrædd saga Svövu geti ekki tahst módern, vegna þess að hún sé táknræn. Ég er ekki ábyrgur fyrir ólæsi álitshöfundar. Annar uppspuni fór þegar á eftir í upphaflega álitinu: 3. „Gunnlaðarsaga „getur heldur ekki talist módern", (bls. 262) af þeirri einföldu ástæðu að þar fer „tveimur sögum fram á ólíkum tímaskeiðum", (bls. 262). Þessi tenging, „af þeirri einföldu ástæðu" er frá álitshöfundi komin en ekki mér, og þetta er alveg frá- leitt. Ég staðfesti bara að sagan er ekki módem, hún hefur ekki ein- kenni módemra sagna, sem ég rek á marjgan hátt í bókinni. 4. Álitshöfundur gerði ýmsar at- hugasemdir við umfjöllun mína um ljóð Huldu í óbirtu riti mínu, en nefnir að vísu ekki helstu niður- stöðuna þar, sem er að þau sýni ekki nein sérstök kvenleg einkenni, svo sem Helga Rress - formaður dómnefndar! - hafði talið.“ Þessu svarar dómnefnd: „Það er rangt að formaður dómnefndar hafi fjallað um kvenleg einkenni á ljóðum Huldu, enda getur Öm ekki heimilda fyrir því, hvorki í riti sínu né athugasemdunum. Hér virðist Örn hafa raglað saman fræðimönn- um, og er þetta enn einn vitnis- burðurinn um ónákvæmni í vinnu- brögðum hans.“ Þessi harði dómur er bæði bein ósannindi um mitt rit, auk þess sem ég verð að ráðleggja Helgu Ert þú með FÆÐUÓÞOL? Matreiðslubók sem fær verðskuldaða Eldað undir jökli er matreiðslubók fyrir fólk með fæðuóþol, candida sveppasýkingu eða fólk sem einfaldlega vill góðan, heilsusamleg- an og hollan mat. Ummæli: „Frábært að finna loks bók með fæði sem kitlar bragðlaukana, þó ekki sé í því sykur, hvítt hveiti, mjólkurvörur eða ger. Algerir sælkeraréttir og þó er heilbrigði haft í fyrir- rúmi. Matreiðslubók sem hefur lengi vantað á markaðinn." - HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON læknir. „Loksins er komin á markaðinn bók sem veitir fólki eins og mér, sem er með fæðuóþol, tækifæri til að borða spennandi og bragðgóða rétti.“ - ANNA KATRÍN OTTESEN sjúkraþjálfari. Höfundarnir kynna bókina í Heilsuhúsinu, Kringlunni í dag frá kl. 15 - 18 og á morgun fimmtudag 28. maí, í Hagkaup, Kringlunni frá kl. 15 - 18. Kress að lesa sín eigin rit. í um- ræddum kafla vitna ég í grein hennar (Kvennabókmenntir, bls. 22-28 í: Islenskar kvenna- rannsóknir, Rvík 1985), en þar seg- ir m.a. (bls. 26): „Aðrar leita utan rithefðarinnar að formi fyrir kven- lega reynslu, og má þar m.a. nefna Huldu, sem með þulum sínum fær- ir fram þá munnlegu kvennahefð sem fyrir var.“ Um það segi ég, að það sé líklegt að þulur hafi einkum komið frá konum og öldungum við að svæfa börn, en skjótt hafi karlmenn farið að yrkja þulur, og vel megi konur hafa ort þau þjóðkvæði, sem m.a. Jóhann Gunnar hafði að fyrirmynd, „og hvar er þá kynbundin hefð?“ Ennfi-emur vitna ég til þeirrar kenningar, sem Helga hefur (s.r. bls. 27) eftir Ellen Moers, „að í bókmenntum sínum samsami kon- ur sig gjarnan því sem er lítið og minnimáttar, og séu litlir hlutir, svo sem blóm, fuglar og fiðrildi, mjög algengir í myndmáli kvenna þar sem þeir fái oft táknræna vídd.“ Þetta heyrði ég Helgu ítreka um íslenskar skáldkonur í Þjóð- leikhússkjallaranum 27.4. sl., en var þá enn ekki farin að huga að því hvort þetta einkenni mætti einnig finna á skáldskap karla. En í umræddum kafla benti ég á, að þetta væri áberandi í mörgum vinsælustu íslenskum ljóðum á 19. öld, eftir karlmennina Jónas Hall- grímsson og Steingrím Thorsteins- son. Og svo er Helga að skamma aðra fyrir slaka fræðimennsku! Nú segir fólk mér, að framan- greind vinnubrögð komi engum á óvart, sem fylgst hafi ineð „fræðistörfum“ Helgu Kress. Ég skal fallast á það, en mikið leggst það fólk lágt, sem tekur þátt í slíku. Ég hefi aldrei talið rit mín óaðfinnanleg, þvert á móti sett þau fram sem innlegg í fræðilega um- ræðu. En það er mikil viðurkenn- ing á ritum mínum að svona ósvífn- ar rangfærslur þurfi til að ýta mér til hliðar. Höfundur er bókmenntafræðingur. Framsæknustu fyrirtæki og frumkvöðlar Islands og Evrópu - Forsendur velgengni - Morgunverðarfundur á Grand Hótel Gmmtudaginn 28. maí 1998 kl. 8:15 -10:15 Dagskrá Mæting og afhending gagna. Ávarp Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Afhending viðurkenninga Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson og Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenda 6 framsæknum frumkvöðlum og fyrirtækjum þeirra viðurkenningu fyrir árangur í rekstri og að hafa náð inn á lista Europe's 500. Europe's 500 Robin Lockerman, framkvæmdastjóri Europe's 500. Framsæknustu fyrirtæki og frumkvöðlar íslands og Evrópu- helstu einkenni Kristján Jóhannsson, Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands. Tíu kennisetningar um velgengni fyrirtækja Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og formaður verkefnisstjómar. Sjónarmið frumkvöðuls Amgrímur Jóhannsson, forstjóri flugfélagsins Atlanta. Sjónarmið frumkvöðuls Össur Kristinsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össur. Orsakir velgengni - panelumræður 6 frumkvöðla af lista Europe's 500 Stjómandi Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri, Samtaka iðnaðarins. Fundarstjóri: Sveinn Hannesson, ffamkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Skráning: Afgreiðsla iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, sími: 560-9070. gðsAMTÖK IVR ... IÐNAÐARINS www.mbl.is Ta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.