Morgunblaðið - 27.05.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998
+ Jóhann Hafliði
Jónsson húsa-
smfðameistari fædd-
ist í Reykjavík 31.
mars 1930. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 16. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Jóhannsson
húsasmíðameistari,
d. 1967, og Ingvör
Anna Guðbjörns-
dóttir, d. 1965. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Systkini Jóhanns
eru Sigríður Erla,
Guðbjörg Jóna, Gunnar, d. 1991,
Ingibjörg og Gísli Sigurður.
Jóhann ólst upp hjá afa sínum
og ömmu, Jóhanni Kr. Hafliða-
syni, húsasmíðameistara, d.
1966, og Guðbjörgu Gísladóttur,
d. 1965, á Freyjugötu 45. Eftir-
lifandi kona Jóhanns er Ingi-
björg Eggertsdóttir, f. 8. febni-
Hinn 16. þ.m. lést frændi minn,
Jóhann Hafliði Jónsson, húsasmíða-
meistari, á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Við fráfall hans rifjast upp margar
minningar frá uppvaxtarárum okkar
Halla Jóa, eins og hann var tíðum
kallaður. Eru þær minningar allar
góðar og tengjast framan af með
einum eða öðrum hætti leikjum okk-
ar með jafnöldrum okkar og öðrum
félögum, þ.á m. á Skólavörðuholtinu,
síðar námi og störfum. I frændgarði
ar 1928, þau giftust
14. október 1950.
Foreldrar hennar
voru Eggert Þ. Teits-
son bóndi, d. 1991, og
Herdís Jóhannesdótt-
ir, d. 1981, þau
bjuggu á Þorkelshóli
í Víðidal, V-Hún.
Systkini Ingibjargar
eru Teitur, d. 1996,
Jóhannes og Jóhanna
Ragna. Jóhann og
Ingibjörg eignuðust
fimm börn.
1) Björgvin Jóhann,
húsasmíðameistari í
Reykjavík, f. 2.1. 1949. Sambýlis-
kona kons er Sigríður Þórsdóttir,
fúlltrúi. Hann á fjögur böm frá
fyrra hjónabandi með Ragnhildi
U. Ólafsdóttur, þau em Þorsteinn,
húsasmiður, f. 18.1. 1968, giftur
Maríu Gylfadóttur, þeirra böm
em Jenný Huld, Andri Freyr og
Bjarki Þór. Jóhann Freyr, dans-
okkar voru byggingarmenn fjöl-
mennir og atorkusamir. Tengdist
Jóhann fljótlega þeim störfum undir
handarjarði fóður síns og afa, sem
var og fóstri hans á bemskuárum.
Urðu húsasmíðar og trésmíðar
ævistörf Jóhanns. Var Jóhann vand-
virkur og veit ég, að margir minnast
góðra verka hans á því sviði.
Jóhann varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eignast Ingibjörgu Eggerts-
dóttur, hina mætustu konu, fyrir
ari, f. 7.2. 1973, Eria, fulltrúi, f.
5.3. 1977, og Björgvin Þór, f.
19.2. 1983. 2) Eggert Þór, húsa-
smiður, Kópavogi, f. 21.10. 1952.
Kvæntur Valborgu Stellu Harð-
ardóttur, dagmóður. Þeirra
böm era Hörður Páll, iðnnemi,
f. 21.7. 1973, sambýliskona
Guðrún Elsa Kristjánsdóttir.
Anton Ingi, nemi, f. 23.4. 1981,
og Stefán Jóhann, f. 3.5. 1984. 3)
Hörður, íþróttakennari, f. 18.11.
1960. Kvæntur Tonje Fossnes,
lektor, sonur þeirra er Emil
Thorarinn, f. 28.4. 1997, fyrir
átti Tonje Jóhönnu J. Jóhanns-
dóttur, f. 13.11. 1991, þau era
búsett í Ósló. 4) Herdís, húsmóð-
ir, búsett í Reykjavík, f. 25.9.
1962, gift Frosta Hreiðarssyni,
vélsljóra, þeirra böm era Ingi-
björg Ragna, f. 26.10. 1990, og
Ægir Björa, f. 7.8. 1996, fyrir
átti Herdís Birgi Hrafn Hall-
grímsson, f. 9.7. 1982. 5) Ingvar
Jón, bóndi, f. 20.2. 1964, búsett-
ur í Víðidalstungu 2, Víðidal, V-
Hún., uimusta Ariiorg Ragnars-
dóttir, sjúkraliði á Hvamms-
tanga.
Utför Jóhanns fór fram frá
Seljakirkju 25. maí.
eiginkonu, og varð þeim fimm barna
auðið, sem öll eru uppkomin og bera
þau foreldrum sínum fagurt vitni.
Kannski varð ekki héraðsbrestur
við fráfall Jóhannes, en með honum
er genginn mætur maður, sem vann
störf sín af alúð og samviskusemi, í
kyrrþey og varð fjölskyldu minni
hollur og traustur heimilisfaðir.
Þannig minnist ég frænda míns.
Blessuð sé minning hans.
Hallvarður Einvarðsson.
JÓHANN HAFLIÐI
JÓNSSON
JARÞRUÐUR
PÉTURSDÓTTIR
+ Jarþrúður Pét-
ursdóttir fædd-
ist í Reykjavík 27.
ágúst 1927. Hún lést
16. maí síðastliðinn
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og fór
útför hennar fram
frá Langholtskirkju
26. maí.
I þau hartnær
þrjátíu ár sem ég bar
gæfu til að eiga Jöru
að vini og trúnaðar- ________
manni efldist sífellt sú
vissa mín og trú að hún hefði ýmis-
legt það í sér sem sneiðir hjá flestu
mannlegu fólki. Jara var ein af
þessu fágæta fólki sem einhvern
veginn tekst að fanga og geyma í
sér uppsafnaða reynslu og visku
forfeðra sinna og -mæðra í aldanna
rás og tileinka sér þá mannkosti
sem bestir teljast. Ævinlega gat
ég sótt til hennar hollráð og sífellt
veitti hún mér hvatningu. Þótt ald-
ursmunur væri nokkur á okkur,
sameinuðumst við um ýmislegt
það sem mestu máli skiptir. Þar
má fyrst nefna þá þjóðfélagssýn
þar sem jöfnuður og réttlæti eru
efst á blaði, en kannski er mér þó
hugleiknara sameiginleg og tak-
markalítil virðing okkar fyrir
gegnum kynslóðum, sem birtist í
áhugamáli okkar, ættfræðinni.
Hún erfði og þróaði ættfræðiáhuga
föður síns og vann ómetanlegt
starf á því sviði. í mínum fátæk-
legu ættfræðitilburðum naut ég
aðstoðar og dómgreindar hennar í
hvívetna og í því samfloti lærðist
mér hversu ættfræðin er langtum
meira en bara að safna nöfnum á
blað, eins og verið sé að leysa
krossgátu. Ættfræðin er ein birt-
ingai-myndin af leitinni að kjarn-
anum í lífinu og oft hafði ég á til-
finningunni að Jara hefði fyrir
löngu fundið hann. Og tileinkað
sér það besta sem leitin leiddi í
ljós.
Ég hygg að fjölskyldur okkar
hafi bundist vináttuböndum um
1970. Jara og Toni urðu fjölskyldu-
vinir foreldra minna
og bömin urðu vinir.
Þótt ekki væri um
blóðbönd að ræða má
hiklaust líkja samvist-
unum við samgang
náinna ættingja. Dæt-
ur Jöru og Tona;
Guðrún, Eyrún, Berg-
rún heitin og Arnrún
eru mér hjartfólgnar,
því við erum eins og
ferðalangar sem lögð-
um af stað frá sama
stað og á sama tíma og
í sömu átt. I forgrunni
þessara samskipta er
þó kær vinátta og löng samferð
Jöru og móður minnar. Þær vin-
konurnar deildu með sér gleði og
sorg og studdu hvor aðra þegar
veikindi herjuðu á síðustu árin. I
því sambandi er það mörgum
manninum ógleymanlegt hvernig
Jara fyrir um 15 árum sigraðist á
alvarlegum veikindum, sem
reynslan sýnir að hlífir fáum. Með
hugarorku og viljastyrk að vopni
skoraði hún dauðann á hólm og
vann þá orrustu. En það er
auðvitað stríð sem enginn dauðleg-
ur maður vinnur í eitt skipti fyrir
öll og nú komu engir töfrar Jöru til
bjargar.
Jöru verður sárt saknað af ákaf-
lega mörgum. Fyrir mig er einn af
fóstu punktunum í tilverunni horf-
inn. Við fjölskyldan vottum Tona
og afkomendum þeirra Jöru okkar
innilegustu samúð.
Friðrik Þór Guðmundsson.
Nú ert þú flogin mín dúfa til
víðáttu frelsisins þú ferð. Mátt
þinn og styrk þinn þú berð. Þér
mun ég aldrei gleyma, heldur
minnast og elska að eilífu.
Hrímkaldur veruleikinn
dansar um vanga minn
líkt og sóiin
sem leikur með
geisla sína
á spegilsléttu vatninu.
Ég heid í hönd þína
sem er svo lítil
og nett.
Pú hverfúr og verður
að skærustu stjömu
í Karlsvagninum.
Á þig uxu vængir
þú ert engill
sem vakir yfir mér
með hlýju hjarta
oghlýjumhug
þú kvaddir þennan
kalda heim.
Ragnheiður Sigurðardóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og
tengdadóttir,
GUÐRÍÐUR INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Reykjum,
Skeiðum,
er lést á Landspítalanum föstudaginn 22. maí
sl„ verður kvödd frá Skálholtskirkju föstu-
daginn 29. maí kl. 14.00.
Jarðsett verður á Ólafsvöllum.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á líknarstofnanir.
Rúnar Þór Bjarnason,
Vaka Rúnarsdóttir,
Halla Rúnarsdóttir,
Bjarni Rúnarsson,
Halla Magnúsdóttir, Páil Axel Halldórsson,
Sigurlaug Sigurjónsdóttir.
SIGURÐUR Þ.
GUÐJÓNSSON
+ Sigurður Þ. Guðjónsson var
fæddur í Voðmúlastaða-
Austurhjáleigu í A-Landeyjum
11. júní 1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss-
vogi hinn 8. maí síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Foss-
vogskirkju 26. maí.
Með þessum fátæklegu orðum
langar okkur til að kveðja elskuleg-
an frænda okkar. Siggi frændi er
einn sá hjartahlýjasti og
elskuríkasti maður sem við höfum
kynnst. Það var hefð fyrir því þeg-
ar farið var í innkaupaferðir til
borgarinnar að litið var inn á
Grettisgötunni, eftir amstur dags-
ins, áður en haldið var aftur heim í
sveitina. Og það vantaði ekki
móttökurnar. Siggi frændi birtist
skælbrosandi í dyrunum, klappaði
saman lófunum og sagði stundar-
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
hátt; Ja, bömin mín, verið þið vel-
komin! Aldrei fór maður til baka án
þess að hafa fengið jólaköku með
kaffinu eða að boðið var upp á
soðinn fisk með kartöflum og
vænni klípu af smjöri með. Góðvild
þessa manns og gæska er öðmm til
eftirbreytni og því er ljóst að þegar
maður eins og hann fellur frá er
veröldin mun fátækari á eftir af
andlegum verðmætum. Ef fleiri
væm eins og Siggi frændi þá væri
heimurinn betri. Að lokum vilju^ö
við þakka fyrir þær dýrmætu
stundir sem við áttum saman og
megi góður guð gæta þín.
Systkinin Efstadal.
öarðskom
k v/ Fossv*ogski»*kjwga»*ð j
N*. Sími: 554 0500 >/
Sérfræðingar
í blómaskreytinj»um
við (»11 tækifæri
I Wfl blómaverkstæói ■
IHlNNA I
SkólavöríUistíg 12.
a horni Bergstaðastrætis, ‘
síini 551 9090 !|
+
DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON
hæstaréttarlögmaður,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 29. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vildu minnast hans, er bent á HÚSGULL —
Samtök um uppgræðslu Hólasands, (slands-
banka, Húsavík, reikningur 150000.
Aðstandendur.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
SIGTRYGGS ALBERTSSONAR,
Miðhvammi,
Húsavik.
Anna Sigríður Bjarnadóttir,
Elín Sigtryggsdóttir,
Guðrún Sigtryggsdóttir, Jón Ágúst Bjarnason,
Albert Sigtryggsson, Kristín Káradóttir,
Bjarni Sveinsson, Sóiveig Jóna Skúladóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafabarn.
+
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
TRYGGVAJÓNSSONAR,
frá Læknesstöðum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Nausti.
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Sigurveig Tryggvadóttir, Jón Jakobsson,
Freyja Tryggvadóttir, Ólafur Friðriksson,
Kristján Sigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.