Morgunblaðið - 27.05.1998, Side 56

Morgunblaðið - 27.05.1998, Side 56
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Finnur Ingolfsson vísaði ábyrgð á Lindarmálinu til bankaráðs LÍ í júní 1996 Kjartan Gunnarsson hyggst óska sakamálarannsóknar Úttekt Standard & Poor’s á ríkissjóði Lánshæfís- einkunn Islands KJARTAN Gunnarsson, sem situr í bankaráði Landsbanka Islands, lýsti í gær yfir því að hann hygðist leggja til á fundi bankaráðsins á morgun að óskað yrði eftir því að fram fari sakamála- rannsókn á því hvort framkvæmdastjóri eignar- haldsfyrirtækisins Lindar hf., stjómarmenn í fyrirtækinu og aðrir starfsmenn kynnu að hafa brotið lög í störfum sínum. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, hélt blaðamannafund í gær í kjölfar umræðna á Alþingi um svar hans við fyrirspum Astu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingmanns um málefni Landsbankans og Lindar þar sem hann ^iígði öll þau gögn, sem tilheyrðu ráðherratíð hans um þetta mál, á borðið. Þar á meðal var skýrsla Ríkisendurskoðunar frá því í mars 1996 um Lind, sem Landsbankinn eignaðist að hluta við kaup á Samvinnubankan- um árið 1990, að öllu leyti árið 1992 og var sam: einað Landsbankanum við gjaldþrot árið 1994. I skýrslunni er fundið að ýmsu varðandi rekstur Lindar og meðal annars sagt að störf fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Þórðar Yngva Guð- mundssonar, gætu hafa brotið í bága við hegn- ingarlög og varðað allt að sex ára fangelsi. Finnur lagði einnig fram bréf, sem hann skrif- aði Kjartani Gunnarssyni, þaverandi formanni bankaráðsins, 14. júní 1996. í því bréfi segir að bankaráð hafi yfirumsjón með starfsemi við- skiptabanka, eftirlit með rekstri þeirra og taki ákvarðanir um veigamikil atriði í stjórn og rekstri þeirra. „Það er því hlutverk bankaráðs að taka ákvörðun um aðgerðir í tilvitnuðu máli,“ segir í bréfi Finns. „Telji bankaráð ástæðu til sér- stakra aðgerða í málinu, er því rétt að leita til þeirra aðila sem fara með opinbert vald í hverju tilviki." Stjórnarandstaðan gagnrýndi viðskipta- ráðherra við umræðu um málefni Lindar á Alþingi í gærmorgun fyrir að leyna upplýsing- um. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir spurði m.a. hvers vegna ekki hefði verið farið að þeim ráðum sem kæmu fram í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, samkvæmt heimildum hennar, að rannsaka bæri ýmsa þætti Lindarmálsins nán- ar. Finnur birti skýrsluna síðdegis í gær og þar segir að Ríkisendurskoðun telji brýnt að bankaráð Landsbankans láti rannsaka málið nánar. Kjartan Gunnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bankaráðið hefði sent RQdsendurskoðun greinargerð um málið í sept- ember 1996 og gert grein fyrir því að ekki bæri að aðhafast frekar í málinu og Ríkisendurskoðun hefði tekið undir það í svari í nóvember að málið yrði látið kyrrt liggja nema fram kæmu nýjar upplýsingar. ■ Málefni Lindar/10,11,12,13,28,29. Leikskóla- börn brugðu sér í út- skriftarferð ÚTSKIFTARFERÐIR eru vinsælt fyrirbæri hjá skóla- nemendum. Ferðalögin eru stutt hjá þeim yngstu en verða lengri og dýrari þegar nem- endurnir eldast. Þessi börn úr leikskólanum í Hveragerði brugðu sér til höfuðborgarinn- ar í gær í tilefni af því að brátt verða þau útskrifuð úr leikskólanum. Var margt sér til gamans gert í góða veðrinu "'Tig Tjörnin með sitt fuglalíf hafði aðdráttarafl sem endranær. Að borða ís við Tjörnina er í augum barnanna jafn mikið ævintýri og sólar- landaferð hjá þeim eldri. Morgunblaðið/Golli jákvæð BANDARÍSKA matsfyrirtækið Standard and Poor’s, staðfesti í gær óbreytt lánshæfismat á ríkissjóði Islands en tilkynnti um leið jákvæð- ar horfur um lánshæfiseinkunn Is- lands á erlendum skuldbindingum til langs tíma. f tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að lánshæfísmatið og horfur á hækkun þess byggist m.a. á skyn- samlegri efnahagsstefnu sem leitt hefur til stöðugleika í efnahagslíf- inu, styrkri stjóm á nýtingu fiski- stofna, aukinni fjölbreytni í hag- kerfinu, mikilvægum kerfisumbót- um og langvarandi þjóðfélagslegum og stjórnmálalegum stöðugleika. Lánshæfismatinu em hins vegar settar skorður af háum erlendum skuldum, viðkvæmni efnahagslífsins iyrir ytri áfóllum auk þess sem talin er þörf á frekari kerfisumbótum til að draga úr umfangi opinbera geirans, sérstaklega með einka- væðingu fjármálastofnana og stórra fyrirtækja í opinberri eigu. Mikilvægt að viðhalda skynsamlegri hagstjórn Jákvæðar horfur um breytingu á lánshæfiseinkunn byggjast á því mati fyrirtækisins að áframhaldandi skynsamleg hagstjórn og kerfisum- bætur muni styrkja undirstöður hagkerfisins og fjárhagslega stöðu þess og gera því þar með betur kleift að mæta ytri áföllum. Hækk- un lánshæfiseinkunnar muni ekki síst ráðast af getu stjórnvalda til þess að halda jafnvægi í opinberum fjármálum yfir hagsveifluna og að draga úr umfangi hins opinbera í þjóðarbúskapnum, ekki síst í fjár- málageiranum. Þá myndi frekari lækkun er- lendra skulda hafa jákvæð áhrif á lánshæfismatið. Hins vegar myndi skortur á aðhaldi í ríkisfjármálum koma í veg fyrir hækkun þess. Gekk í þrjá tíma ökkla- brotinn ÞRÖSTUR Brynjólfsson, yfir- lögregluþjónn í Ámessýslu, gekk til bæjar í rúmar þijár klukkustundir eftir að hafa þríbrotnað á ökkla síðdegis í gær. Þröstur var einn á ferð fyrir ofan Gljúfur í Ölfusi þegar slysið vildi til. Hann var að vaða yfir læk í djúpu gljúfri þegar hann hrasaði með þeim afleiðingum að fóturinn festist og kubbaðist illa sundur um ökklann. Þröstur var með bakpoka með sér og úr hon- um útbjó hann spelkur og náði síðan í tvo girðingarstaura sem hann notaði sem hækjur. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi gekk hann þannig búinn í rúmar þijár klukkustundir að bænum Gljúfri þar sem hund- amir á bænum urðu hans varir og gerðu heimamönnum viðvart Imeð miklu gelti. Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn Aldurstengd öflun rétt- inda í undirbúningi TVEIR af stærstu lífeyrissjóðum landsins, Sameinaði lifeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn, era með í undirbúningi eða hafa ákveðið að taka upp aldurstengda öflun rétt- inda í sjóðunum, en í slíku kerfi eru þau réttindi sem menn vinna sér inn mismunandi eftir aldri og háð því hve iðgjöld sjóðfélaga eiga eftir að ávaxt> ast lengi áður en ellilífeyristaka hefst. Réttindaöflunin er ekki jöfn alla starfsævina eins og nú er algeng- ast. Einungis einn lífeyrissjóður, Líf- eyrissjóður verkfræðinga, hefur ver- ið með aldurstengda öflun réttinda til þessa, en auk framangreindra sjóða er Lífeyrissjóður tæknifræðinga og arkitekta með slíkt kerfi í undirbún- ingi og sama gildir um Trygginga- deild lífeyrissjóða sem ALVÍB er að setja á laggirnar. Á aðalfundi Samvinnulífeyrissjóðs- ins sem haldinn var fyrir helgi var ákveðið að taka upp aldurstengt rétt- indaöflunarkerfi og þannig breytt reglugerð fyrir sjóðinn samþykkt. Nýtt kerfi tæki gildi um mitt ár 1999 Reglugerðin hefur verið send fjár- málaráðuneytinu til staðfestingar og er gert ráð íyrir að kerfið taki gildi 1. júh' næstkomandi. Allir þeir sem ger- ast félagar í sjóðnum eftir þann tíma verða sjálfkrafa aðilar að slíku kerfi, en þeir sem eru nú félagar geta valið um hvort þeir halda áfram í eldra kerfi jafnrar réttindaöflunar eða færa sig yfir í nýja kerfið. Þau rétt- indi sem þeir hafa þegar áunnið sér í sjóðnum verða áfram í eldra kerfinu. Sambærilegt aldurstengt lífeyris- kerfi var kynnt á aðalfundi Sam- einaða lífeyrissjóðsins í síðustu viku og er stefnt að framhaldsaðalfundi í haust, þar sem ákvörðun verður tek- in um hvort taka eigi það upp eða ekki. Ef það verður niðurstaðan kemur nýtt kerfi til með að gilda frá 1. júlí 1999 vegna allra þeirra sem gerast nýir félagar í lífeyrissjóðnum og vegna þeirra eldri sjóðfélaga sem óska eftir að vera í hinu nýja kerfi. Um bæði kerfin gildir það sama hvað snertir greiðslu ævilangs ellilíf- eyris, örorku- og makalífeyris með rétti til framreiknings og bamalífeyri. Hins vegar gildir í nýja kerfinu að því yngri sem sjóðfélaginn er þegar hann greiðir til sjóðsins því meiri rétt fær hann þar sem lífeyrissjóðurinn hefur iðgjöldin lengur til ávöxtunar. Þetta gerir það að verkum að sjóðurinn verður ónæmur fyrir breytingum á aldurssamsetningu sjóðfélaga, ekki skiptir máli hvenær ævinnar menn gerast sjóðfélagar, þeir eru alltaf að fá réttindi í hlutfalíi við inngreiðslur. I kynningarefni sem lagt var fram á aðalfundi Sameinaða lífeyrissjóðs- ins segir að samsetning sjóðfélaga Sameinaða lífeyrissjóðsins muni leiða til þess þegar fram líði stundir að hann muni ekki geta boðið besta rétt sem aðrir lífeyrissjóðir muni geta boðið. Þá sé núverandi kerfi ekki réttlátt, því þeir sjóðfélagar sem hefji ungir greiðslui- til sjóðsins og greiði til hans alla ævi fái ekki þann rétt sem iðgjald þeirra gefur tilefni til í samanburði við þá sem séu eldri þeg- ar þeir hefji greiðslur til sjóðsins. ■ Stefnt að/29

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.