Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.1998, Síða 20
20 D LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ • • Gift í liðlega 40 ár v ÁRIÐ 1956 var verið að byggja upp í Skálholti. Gunnar Sæmundsson sem þá var um tvítugt var að vinna við framkvæmdirnar og Ásta Hall- dóra Ágústsdóttir sem var á sama aldri og Gunnar vann í mötuneyt- inu á staðnum. Þau Gunnar og Ásta sem hafa verið gift í rúmlega fjörutíu ár eiga Ijúfar minningar frá Skálholti enda var það þar sem þau kynntust og hann bað hennar. Gunnar var búinn að koma upp einbýlishúsi í Birkihvammi í Kópavogi og þangað fluttist Ásta til hans þegar fyrsta barnið þeirra fæddist árið 1957. Ásta segir að þau hafi alltaf ætlað sér að fylla húsið af börnum og á endanum urðu þau sjö. Sjö börn „Við eigum miklu barnaláni að fagna. Börnin okkar hafa öll verið heilbrigð og eru reglusöm. Hvorki börnin né tengdabörnin nota tóbak.“ Ásta og Gunnnar segja að fimm barna þeirra hafi þegar gengið í hjónaband og það sjötta er á leiðinni í hnaþpelduna 30. maí. „Ekkert þeirra er fráskilið sem bet- ur fer,“ segir Ásta. Yngsta barnið er ekki enn komið á giftingaraldur. Gefin saman á Akranesi Ásta og Gunnar voru gefin sam- an í gamla þresthúsinu Kirkjuhvoli á Akranesi 30. nóvember árið 1957 og í athöfninni var frumburðurinn, Ágúst Þór, skírður. Þessi dagsetn- ing hefur æ síðan verið í uppáhaldi hjá fjölskyldunni, þrjú barna þeirra eru skírð 30. nóvember, tvö barnabarnanna og yngsta dóttirin giftist 30. nóvember. Eftir athöfnina á Akranesi var kaffi fyrir nánustu ættingja og vini á bernskuheiimili Ástu á Akranesi. Systir Ástu saumaði á hana kjól í tilefni dagsins en annars segja þau tilstand eins og tíðkast núna ekki hafa almennt tíðkast á þessum tíma. - Og hefur hjónabandið alltaf gengið vel? „Okkur hefur alltaf liðið vel sam- an, þó svo að við höfum mætt ýmsum öðrum hremmingum en hjónabandsvandræðum eins og gengur og gerist. Við höfum haft nóg fyrir stafni og það var oft mik- ið um að vera á barnmörgu heimili. Það er líka okkar gæfa hversu börnin okkar eru góð. Við höfum aldrei þurft að hafa áhyggjur af þeim. Það hefur sjálfsagt haft sitt að segja aö Gunnar var búinn að koma upp húsi þegar við kynnt- umst og því höfum við aldrei þurft að hafa það miklar fjár- hagsáhyggjur að hætta væri á að við misstum húsnæði," segir Ásta. Gunnar segir að reglusemi eigi eflaust stóran þátt í því hversu farsælt hjónabandið hefur verið. „Við höfum lagt okkur fram um að vera samstíga og láta heimilið ganga fyrir öllu. Líklega fer farsælt hjóna- band að miklu leyti eftir þersónuleika fólks og hversu mikilvægt það telur að halda hjónabandinu saman." Kveiktum á kertum ÁSTA og Gunnar voru gefin saman á Akranesi 30. nóvember árið 1957. - Hvað með rómantíkina í hjónabandinu? Hvernig hafið þið haldið henni við? Morgunblaðið/Þorkell HJÓNIN Ásta Halldóra Ágústsdóttir og Gunnar Sæmundsson hafa bæði áhuga á bílum og hér standa þau hjá bílnum sem þau fengu sér nýlega. PAU ætluðu að fylla húsið af börnum og þau urðu sjö. „Við höfum alltaf passað upp á að eiga stundir fyrir okkur, jafnvel þegar börnin voru lítil. Þá áttum við okkar tíma þegar þau voru sofnuð, kveiktum á kertum og höfðum það notalegt," segir Ásta og bætir við að það hafi líka skerpt ástina þeg- ar Gunnar kom heim með fallega blómavendi. „Ég man sérstaklega eftir því hvað mér þótti vænt um að fá fallega blómavendi fyrstu bú- skaþarárin þegar við áttum ekki marga hluti. Ég man meira að segja ennþá hvernig sumir þeirra litu út.“ Gunnar segir að kannski hafi þau ekki gert nóg af því að hæla hvort öðru fyrir það sem vel er gert en slíkt er töluvert mikils virði í hjónabandi. „Við höfum að minnsta kosti lagt rækt við að segja börnunum okkar þegar þau gera vel,“ skýtur Ásta inn í. „Seinna meir, þegar börnin urðu eldri, fórum við að fara meira út saman, við höfum til dæmis bæði gaman af því að fara í leikhús og erum ættrækin.11 Látið undan sitt á hvað - Hvernig hafið þið leyst deilu- málin? „Auðvitað erum við ekki sam- mála um alla hluti en þá höfum við eflaust látið undan sitt á hvað þeg- ar ágreiningsefni komu upp. Ann- ars er hún Ásta svo skapgóð," segir Gunnar og hún er ekki sein á sér og segir að það sé eins með hann, Gunnar skipti vart skapi. „Við deilum sjaldan og þá ekki með Ijótum orðum eða stórum yfir- lýsingum." - Hafið þið aldrei deilt vegna húsverkanna? „Nei, það hefur ekki verið ágreiningsefni,“ segir Ásta. „Ég var auðvitað heimavinnandi þegar börnin voru lítil og Gunnar vann þá mjög langa vinnudaga. Á þeim tíma sá ég um heimilisstörfin. Þeg- ar ég fór að vinna úti breyttist þetta oa Gunnar fór að taka þátt í þeim. „Eg sé til dæmis alltaf um að vaska upp og mér finnst það satt að segja skemmtilegt. Auk þess geri ég ýmislegt annað sem til fell- ur.“, skýtur Gunnar inn í. - Hafið þið komið ykkur upp sameiginlegum áhugamálum? „Nei, ekki markvisst. Heimilið og börnin okkar eru okkar sameigin- lega áhugamál og núna t.d. er aðal takmark okkar að koma yngsta syninum til manns. Við höfum þó bæði áhuga á ferðalögum og bíl- um,“ segir Gunnar og upplýsir að í hjónabandinu hafi þau eignast ell- efu nýja bíla og geri aðrir betur. „Við áttum alltaf Ford-bíla og fengum viðurkenningu á sínum tíma fyrir tryggð okkar við þá bíla- tegund. Undanfarin ár höfum við hins vegar keyþt okkar þíla af Heklu. - Hvaða ráð eigið þið handa þeim sem eru að ganga í hnapp- elduna í sumar? „Að bera virðingu fyrir hvort öðru, láta heimilið skipa fyrsta sæti og vera reglusöm.“. SÆNGURLÍN, RÚMTEPPI, HANDKLÆÐI, DÚKAR, SÆNGUR OG KODDAR. VÖNDUÐ EFNI ♦ FALLEG HÖNNUN VANDAÐUR LITPRENTAÐUR BÆKLINGUR HRINGDU, VIÐ SENDUM ÞÉR EINTAK. GLEÐILEGT TILEFNI GLÆSILEGAR GJAFIR MUNIÐ GJAFAKORTIN SÍMI 561 1717

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.