Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 23

Morgunblaðið - 30.05.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1998 D 23» STEFÁN Hjaltalín var að vinna í Flosaporti árið 1936 og þurfti oft að ganga upp Klapp- arstíginn úr og í vinnu. Við húsið númer 14 kom hann auga á fallega stúlku og æ oftar sá hann hana fylgjast með ferðum sínum þar sem andlit hennar gægðist fram fyrir gardínurnar. Hann var að nálgast tvítugt en hún tveimur árum eldri. Það eru meira en sextíu ár síðan þau Stefán og Ingveldur Markús- dóttir fóru að draga sig sam- an. „Ég safnaði í mig kjarki og fór að bjóða henni með leigubíl á rúntinn. Svo þróaðist sambandið uns árið 1938 að okkur fæddist fyrsta barnið, stúlkan Sigurbjörg Marta. Við bjuggum f synd fyrstu þrjú árin en 25. apríl árið 1940 gaf hann sr. Bjarni Jónsson okkur saman í stofunni heima hjá sér í Lækjargöt- unni“, segir Stefán. Margt fallegt í brúðkaupsgjöf „Á eftir fengum við síðan gesti í heimsókn til foreldra minna,“ segir Ingveldur þegar hún rifjar upp brúðkaupsdaginn. Þessi ár voru erfið, það var litla vinnu að fá og Stefán seg- ist hafa verið í hóp þeirra verkamanna sem jafnvel slógust um að fá einhverja vinnu þeg- ar ástandið var verst. Ingveldur segir að þrátt fyrir erfiða tíma hafi þau fengið marga fallega hluti í brúðkaupsgjöf en tilstandið hafi annars ekki verið mikið í kringum þennan dag. „Það tíðkaðist ekki að gera mikið úr brúðkaupum á þessum tíma.“ Þau Ingveldur og Stefán bjuggu á heimili foreldra Ingveldar, hjá þeim Markúsi Guð- mundssyni og Sigurbjörgu Jónsdóttur. Þau bjuggu reyndar alla sína tíð á Klapparstígn- um í sama húsi eða á sömu lóð og foreldr- arnir meðan þau lifðu og síðan áfram uns Stefán og Ingveldur fluttu á Hrafnistu fyrir nokkrum árum. Árið 1941 fæddist þeim dóttirin Ingibjörg Ólafía og þau tóku síðar að sér drenginn Sig- urð Júlíus og ólu hann upp. Stefán vann við vegavinnu þegar börnin voru lítil og á sumrin fór Ingveldur með þau og dvaldi hjá honum, nokkur sumur á Hellisheiði og fimm sumur á Þingvöllum. Fyrstu árin bjuggu þau í tjaldi en Stefán átti vörubíl og fékk skúr á hann sem fjölskyldan bjó í síðar. Þegar Stefán var lið- lega fertugur lauk hann námi í rafvirkjun sem hann vann síðan við. Lánsöm með börnin okkar Þegar þau eru spurð hvernig hjónabandið hafi gengið þessi 58 ár þeirra saman eru þau sammála um að öll hafi þau verið góð. „Við höfum alltaf verið samrýnd og afskap- lega lánsöm með börnin okkar. Við leystum okkar ágreiningsefni ekki með látum og vor- um ákveðin í að vinna úr þeim vandamálum sem upp komu og láta hjónabandið blessast. Við höfum sem betur fer átt vel skap sarnan," segir Stefán og bætir við að nú sé komið að ævikvöldinu hjá þeim og þau séu sátt við öll árin sem þau hafa fengið að vera saman. „Að fá að eyða ævikvöldinu hérna á Hrafnistu er gott því nú lifum við eins og á fimm stjörnu hóteli. Liðtækur við heimilisstörfin Þegar talið berst að heimilisstörfum segir Ingveldur að nágrannakonurnar hafi öfundað sig af Stefáni. „Hann var alltaf svo liðtækur við heimilisstörfin, eldaði og var ekkert að Giftí 58 ár Morgunblaðið/Ásdís STEFÁN og Ingveldur láta vel af dvöl sinni á Hrafnistu. INGVELDUR Markúsdóttir og Stefán Hjalta- lín 25. apríl árið 1940. draga við sig að gera það sem þurfti. Kon- urnar í næstu húsum bentu eiginmönnunum á hversu duglegur Stefán væri við heimilis- störfin við lítinn fögnuð karlanna." - Hafið þið um árin átt sameiginleg áhugamál? „Já, við höfum alltaf ferðast mikið bæði hér heima og erlendis. Við vorum líka bæði gefin fyrir að dansa og vorum frá upphafi í Þjóðdansafélaginu. Svo voru ófáar veiðiferð- irnar sem við fórum saman í um árin“, segir Ingveldur. Reglusemi mikilvæg -Hvað teljið þið að hjón þurfi að leggja áherslu á í sínu sambandi ef hjónabandið á að verða farsælt? „Það er mjög mikilvægt að hjón séu reglu- söm og á meðan okkar börn voru að alast upp kom áfengi aldrei inn á heimilið. Það er líka forsenda fyrir góðu hjónabandi að koma sér saman um leið sem báðir una við þegar skoðanir eru ólíkar og umfram allt að vera ekki að keppast um völd á heimilinu heldur hjálpast að.“ í BRÚÐKAUPIÐ DRAGTIR KOSTABOÐ í KOSTA BODA BRÚÐKAUPSGJÖF Ef keypt er matar- og kaffistell fyrir átta manns, fylgja meö í kaupunum fimm viðbótarhlutir að eigin vali í sama borðbúnaði að verðmæti kr. 10.000 KOSTA BODA KRINGLUNNI SÍMI 568 9122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.