Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart BÍLARNIR eru mikið skemmdir eftir áreksturinn á Vesturlandsvegi í gærkvöld. Fjórir slasast í allhörðum árekstri TVEIR bflar lentu í allhörðum árekstri á Vesturlandsvegi skammt frá Móum á Kjalamesi um hálfátta- leytið í gærkvöld. Prír voru í öðrum bflnum og einn í h'inum. Slösuðust allir og voru fluttir með þyrlu og sjúkrabfl á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Enginn er þó talinn í lífshættu. Áreksturinn var tilkynntur til lög- reglunnar í Reykjavík klukkan 19.34. Annar bfllinn var á leið norður og voru þrír í honum en einn í bíl sem var á suðurleið. Lögreglan vissi ekki nánar um orsök árekstrarins en taldi hugsanlegt að annar ökumannanna hefði blindast af sól. Ökumenn beggja bflanna voru fastir í þeim en allir fjórir sem voru í bílunum voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, einn með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hinir með sjúkrabflum. Enginn fjórmenn- inganna var talinn í lífshættu og einn þeirra h'tið sem ekkert slasaður. Þrú’ sjúkrabflar voru sendir á staðinn, fimm lögreglubflar, tvö mótorhjól og tækjabfll frá Slökkviliði Reykjavíkur. Loka varð Vesturlandsvegi meðan hinum slösuðu var náð úr bflunum og bílflökunum komið frá. Var ekki unnt að opna á ný fyrr en eftir rúma tvo tíma. Vegfarendur gátu farið um Kjósarskarðsveg á meðan. Apótekurum dæmdar 227 millj. í bætur frá Tryggingastofnun Ákvörðun um afslátt til ríkisins ólögleg TRYGGINGASTOFNUN rfldsins var í gær í héraðsdómi dæmd til að endurgreiða 28 apótekurum samtals 227 milljónir króna, auk dráttar- vaxta, sem er afsláttur af lyfjaverði sem ríkinu var veittur með ákvörðun Lyfjaverðlagsnefndar frá árinu 1990. Dómar hafa áður fallið í málum þriggja apótekara sem kröfðust end- urgreiðslu á afslættinum, en þeir höfðu á sínum tíma gert fyrirvara við samþykkt nefndarinnar. „Það var ákveðið að fara þá leið að apótekarar veittu afslátt af lyfja- verði, mismikinn eftir stærð apótek- anna, fremur en að lækka álagningu yfir línuna, og mér er sagt að þessi hugmynd hafi komið frá apótekurum sjálfum," segir Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Afslátturinn samþykktur í Apótekarafélaginu ,Afslátturinn var tekinn fyrir í Lyfjaverðlagsnefnd og samþykktur þar, meðal annars af fulltrúum Apó- tekarafélagsins í nefndinni. Málið var líka tekið fyrir í stjórn Apótek- arafélagsins og samþykkt þar. Tryggingastofnun fór síðan að þess- um reglum og fékk verulegan afslátt á því tímabili sem þær voru í gildi. Löngu eftir að þetta gerðist fóru þeir sem gert höfðu fyrirvara við málið að leita eftir þvi hvort þeir hafi þurft að veita afsláttinn. Dómar falla eins og raun ber vitni, en ekki bara gagnvart þeim sem gert höfðu fyrir- vara heldur hka gagnvart öllum hin- um sem enga fyrirvara gerðu.“ Karl Steinar segir að í kjölfar dómsins hljóti spumingar að vakna um umboð Apótekarafélagsins fyrir félagsmenn sína og hvort ákvörðun- um þess sé að treysta. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað, en Karl Steinar segir að það verði íhug- að. „Það eru miklir fjármunir í húfi og við viljum að þeir verði fremur notaðir til að hjálpa sjúku fólki en að þeir verði settir í vasa örfárra apó- tekara.“ Búnaðarbankinn greindi ekki frá fímm laxveiðiferðum í svari til viðskiptaráðherra Ráðherra krefur forsvarsmenn bankans skýringa Mjög alvarlegt mál að mati forseta Alþingis FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra hefur boðað aðalbankastjóra Búnaðarbankans og formann og varaformann bankaráðsins til fund- ar á mánudag vegna fréttar í DV í gær um að Búnaðarbankinn hafi ekki veitt viðskiptaráðherra upplýs- ingar um allar laxveiðiferðir á veg- um bankans. Ráðherra hafi því veitt Alþingi rangar upplýsingar í svari við fyrirspum um laxveiðiferðir rík- isviðskiptabankanna. Ólafur G. Ein- arsson, forseti Alþingis, segir það mjög alvarlegt ef bankar gefi ekki réttar upplýsingar til viðskiptaráð- herra og Alþingi muni vafalaust bregðast við. Fram kom í frétt DV að Búnaðar- bankinn hefði ekki skýrt viðskipta- ráðherra frá fimm laxveiðiferðum sem farið var í á kostnað bankans í Rangá á árunum 1993-1997. Finnur sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki hafa feng- ið staðfest að þessar upplýsingar hefði vantað í svar bankans. „Eftir að ég heyrði þessa frétt óskaði ég eftir að eiga fund með að- albankastjóra Búnaðarbankans og formanni og varaformanni banka- ráðsins á mánudaginn til að þeir upplýsi mig um stöðu málsins,“ sagði hann. Finnur vildi ekki tjá sig frekar um þetta mál fyrr en eftir fundinn á mánudag. Beðið eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, segir að Alþingi muni vafa- laust bregðast við vegna þessa máls en beðið sé eftir væntanlegri skýrslu Rfldsendurskoðunar um bankann. „Mér þykir það mjög alvarlegt mál ef þetta fer að verða svona hjá þessum bönkum, að þeir geti ekki sagt rétt til og gefi rangar upplýs- ingar til viðskiptaráðherra. Það þykir mér mjög illt, svo ekki sé fast- ar kveðið að orði,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigrún Eðvaldsdóttir ráðin konsertmeistari Kærkomið að fá hlé frá stöðugum ferðum SIGRÚN Eðvalds- dóttir fiðluleikari hefur verið ráðin konsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Is- lands næstu tvö árin. Tekur hún við stöð- unni 1. september. Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeist- ari hefur fengið starfslaun listamanns í tvö ár og verður í leyfí á meðan. Nokkrar umsóknir bárust um stöðu konsertmeistara, bæði frá Islendingum og erlendum fiðlu- leikurum og fóru hæfnispróf fram í gær. Að þeim loknum var Sigrúnu boðin staðan, sem hún þáði. „Ég er að sjálfsögðu frekar ánægð og finnst yndislegt að fá að vera heima næstu tvö árin og hafa fasta stöðu,“ sagði hún f samtali við Morgunblaðið í gær. Sigrún sagði kærkomið að fá hlé frá stöðugum ferðum. „Mér þykir svo vænt um hljómsveitina og þetta verður rosalega gaman og ekki síst vegna þess að það er svo margt nýtt framundan, nýr aðalh lj óms veitar- stjóri sem ég hitti í morgun og okkur kom mjög vel saman. Ég er mjög ánægð með þetta og hlakka til starfsins." Sigrún kvaðst sinna ýmsum verk- efnum í Evrópu og eiga að spila öðru hverju um helgar með Björk. Hún kvaðst þurfa að skoða hvaða skuld- bindingar hún væri þegar komin með næsta vetur og hvernig það sam- rýmdist hinu nýja starfi og hverju þyrfti að breyta. Ymsar breytingar eru að verða á yfírstjórn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, því auk nýs konsertmeistara hefur verið ráð- inn nýr aðalhUómsveitarsljóri, Rico Saccani, auglýst hefur verið staða framkvæmdastjóra, sem kemur væntanlega til starfa nieð haustinu og í sumar verða nokkrar breytingar á stjórn hljómsveitarinnar og verkefna- valsnefnd. Sigrún Eðvaldsdóttir Lothar Matthaus setur tvö met í HM í Frakklandi / B1 Söguleg aukaspyrna mark- varðar Paraguay / B4 Sérblöð í dag MSfBUR ÁLAUGARDÖGUM LIjODÖII, I I I I í l I I I I I l I I V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.