Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 13.06.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 29 Verð á geisladiskum í 9 löndum í Evrópu, Eyjaálfu og Asíu Vinsælir geisladiskar langdýrastir á Islandi Verð á vinsælum popp- og rokkdiskum Hong Kong Nýja Sjáland Ástralía Holland Finnland Bretland Sviss írland Verðmunur á klassískri tónlist Nýja Sjáland Hong Kong írland Ástralía Holland Bretland Sviss Finnland Verð á vinsælum popp- og rokkdiskum í Evrópu sr- s- 3 a ii 102 Þýskaland Lúxemborg Belgía Holland Finnland Ítalía Portúgal Bretland Sviss írland Frakkland Verðupplýsingar frá Þýskalandi, Lúxemborg, Belgíu, Ítalíu, Portúgal og Frakklandi enj frá annarri könnun sem gerð var þremur mánuðum áður á vinsælum popp- og rokkdiskum. 100 Súlurnar sýna vísitölu yfir verðmun á algengasta verði í hverju landi á geisladiskum, þ.e. því verði sem flestar verslanir eru með. Verð á íslandi sett 100. Verðmunur á einstaka titlum í sígildu rokki D/re Straits: Brothers in Arms Nýja Sjáland Hong Kong Holland Finnland Ástralía Sviss írland Bretland I U 53 58 60 ] 55 , i l! 63 □ 63 J 70 í I i 80 Bob Dylan: Blonde on Blonde 71 Nýja Sjáland Ástralía Finnland Holland Sviss Hong Kong írland Bretland Pink Floyd: The Wall Ástralía Hong Kong Nýja Sjáland Holland Sviss írland Finnland Bretland S7 59 60 69 I 87 90 1 98 1107 0 20 40 60 80 100 Súlurnar sýna vísitölu algengasta verðs á geisladiskunum þar sem verðið hér á landi hefur verið sett jafnt og 100. Glæsileg eldriborgaraferð til Benidorm með Sigurði Guðmundssyni 23. september kr. 56> 28 dagar Heimsferðir kynna nú glæsilega eldriborgara- ferð þann 23. september. Góður aðbúnaður fyrir Heimsferðafarþega og á meðan á dvöl- inni stendur nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða og Sigurður Guðmundssoti heldur uppi spennandi dagskrá allan tímann. Gististaðir Heimsferða eru allir vel staðsettir með garði, studíó eða íbúðir með einu svefn- herbergi, stofu, eldhúsi, baði og svölum. Bókaðu meðan enn er laust og tryggðu þér sæti í þessa spennandi ferð. SAMANBURÐUR milli landa sýnir að nýir vinsælir geisladiskar eru dýi'ir hérlendis, en eldri geisla- diskar geta verið ódýrir á Islandi. Þetta kemur fram í verðkönnun sem hollensku neytendasamtökin gerðu og starfsfólk samstarfsverk- efnis ASÍ, BSRB og Neytenda- samtakanna gerði fyrir þau hér- lendis. Gerður var samanburður á verði geisladiska í 9 löndum í Evrópu, Eyjaálfu og Asíu í mars síðastliðn- um. Að sögn Birgis Guðmundssonar, verkefnisstjóra samstarfsverkefn- is ASÍ, BSRB og NS, var verð á 28 titlum kannað, 10 nýjum vinsælum titlum, 5 titlum af sígildri rokktón- list og 13 útgáfum af sígildri tón- list. Bónus með langlægsta verðið „Verð var kannað í 15 til 75 verslunum í hverju landi. Hérlend- is var úrtakið 21 verslun á höfuð- borgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og Isafirði. Ekki var hægt að merkja neinn verðmun að ráði milli verslana hérlendis, að versl- unum Bónuss undanskildum þar sem verð var langlægst en úrvalið takmarkað.“ Munurinn á algengasta verði á Islandi og algengasta verði í öðr- um löndum segir Birgir að hafi verið mikill og reyndust nýir vin- sælir diskar vera langdýrastir á Islandi. „Þegar borið var saman algengasta verð geisladiska í hverju landi, þ.e. það verð sem flestar verslanir voru með í hverju landi, mældist verð á Islandi 30- 35% hærra en á Irlandi, Bretlandi, Finnlandi og Sviss og 39% hærra en í Hollandi.“ Birgir segir að algengasta verð á nýjum popp- og rokkgeisladisk- um á Islandi hafí skv. könnuninni verið 2.099 krónur. Þegar borið var saman lægsta verð sém fannst í hverju landi minnkaði verðmun- urinn milli Islands og samanburð- arlandanna, þó verð á Island væri enn hæst. Þannig var rúmlega 20% munur milli Islands og Bretlands, samanborið við 34% mun á algeng- asta verði. Sígild tónlist dýrust í Finnlandi Verðmunurinn milli Islands og samanburðarlandanna reyndist mun minni þegar bomir vora sam- an geisladiskar með sígildri tón- list. „Þá mældist algengasta verð í Finnlandi hæst, eða 2% hærra en á íslandi. Verð á íslandi var 11% hærra en í Bretlandi, 17% hærra en í Hollandi og 21% hærra en á írlandi. Andstætt því sem gilti um nýja popp- og rokktónlist var verðmun- ur á geisladiskum með sígildu rokki mjög breytilegur milli land- anna, eftir því hvaða titlar áttu í hlut.“ Dire Straits dýrir á íslandi Birgir segir að diskiuinn „Brothers in Arms“ með Dire Straits hafi verið langdýrastur á Islandi, eða 25% dýrari en í Bret- landi sem kom næst á eftir. „Hins vegar var „Blond on blond“ með Bob Dylan langdýrastur í Bret- landi eða 27% dýrari þar en á Is- landi sem kom næst á eftir. Verðið á „The Wall“ með Pink Floyd var einnig hæst í Bretlandi og 7% hæma en hér.“ Birgir bendir á að verð á eldri diskum hérlendis sé hlutfallslega hagstæðara en á nýjum diskum. „Hollensku neytendasamtökin báru niðurstöður könnunar sinnar á nýjum vinsælum rokk- og popp- geisladiskum saman við sambæri- lega könnun sem belgísku neyt- endasamtökin gerðu í sex Evrópu- löndum. Gera verður þann skýra fyrirvara við samanburðinn að belgíska könnunin er þremur mán- uðum eldri en sú hollenska. Niður- staðan var sú að verð í Þýskalandi reyndist lægst af Evrópuríkjum en þar á eftir koma Lúxemborg, Belgía og Holland. ísland er eftir sem áöur með hæsta verð eða 29% hærra en Frakkland sem var með næsthæsta verð.“ Birgir segir að verðmunur milli Islands og annarra landa sé mikill þegar kemur að nýjum vinsælum popp- og rokkgeisladiskum og að sá verðmunur skýrist aðeins að litlu leyti með mismun í virðis- aukaskatti. „Hér á landi er virðisaukaskatt- ur 24,5%, en 22% í Finnlandi og 17,5% í Hollandi og á Englandi." Verð kr. 56.660 M.v. 4 fullorðna í íbúð Los Gemelos íbúðarhótelið Verð kr. 64.960 M.v. 2 í studíó, Acuarium, 23. september 4 vikur. Austurstræti 17, 2. hæö ♦ sími 562 4600 Crand opnun um helgma Vissir þú ad ef þú átt gler sem passa þér, þá má slípa þau yfir í nýja umgjörd og ödlast þannig nýtt útlit. Mikid úrval umgjarda - ekkert vinnslugjald Aqua Alvöru veidigleraugu Med gódum gulum lit á linsum. Smáratorgi EG GLERAUGNAVER C l m. L U N i 5 6 4 3 2 0 0 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.