Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.06.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ BEKKJARHYMDIN Þessi ár- gangur náði langt í við- skiptalífinu Fyrir rúmum þrjátíu árum var Magnús Gunnarsson í 6. bekk í Verzlunarskólanum í Reykjavík og lauk stúdentsprófí vorið 1967. Með gömlu bekkjarmyndinni rifjar hann upp minningar frá Verzlunarskólaár- unum og segir Olafí Ormssyni frá við- burðaríkum og skemmtilegum árum. MYNDIN var tekin lö.júní 1967. Þetta er sjötti bekkur, stúdentsárgangur- inn sem útskrifaðist vorið 1967. Myndina tók Sveinn Þormóðsson ljósmyndari. Myndin var tekin í hátíðarsal Verzlunarskól- ans þegar skólinn var við Grundar- stíginn. Á þessum árum luku menn fyrst fjögurra ára verslunarskóla- prófi og fóru síðan í tveggja ára svo- kallaða lærdómsdeild, þar sem við lukum stúdentsprófi. Þetta var í reyndinni einu ári lengra nám. Það var tekið inntökupróf og síðan verslunarskólaprófið eftir fjögur ár og að því loknu tveggja ára nám í lærdómsdeild til stúdentsprófs. Þetta er fríður hópur. Eins og oft var á þessum árum þá skiptist þessi hópur mjög mikið í lögfræðideild og viðskiptadeild. Það voru margir í þessum hópi sem luku háskólaprófi. Þetta var ekki svo stór hópur, þannig að ég þekkti allan hópinn mjög vel. Ég varð samferða mörg- um þarna í bekknum í gegnum Há- skólann í viðskiptadeildina og hefur svo verið í gegnum lífið. Þarna voru margir ágætir námsmenn. Erla Sveinbjörnsdóttir var dúx og næst á eftir henni var Guðrún Erla og báð- ar fengu þær fyrstu ágætiseinkunn. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða fékk t.d. bókhaldsbikarinn. Þetta var afskaplega skemmtilegur hópur og við áttum margar góðar stundir. Við hittumst á fimm ára fresti og þá er vel mætt. Fyrir ári höfðu stelpurnar tekið saman myndir frá þessum tíma, sem við skoðuðum þegar þrjátíu ár voru lið- in frá því að við útskrifuðumst úr sjötta bekk," segir Magnús Gunn- arsson, forstjóri Capital hf., þegar hann virðir fyrir sér bekkjarmynd- ina af 6. bekk Verzlunarskóla Is- lands veturinn 1966-67 og rifjar upp löngu liðna daga á skrifstofu hans á fimmtu hæð í Kringlunni 6. Það er á sólríkum sumardegi og útsýnið úr skrifstofu í fyrirtæki Magnúsar stórkostlegt, yfir að byggingum í nágrenninu og Esjuna í fjarska. Öflugtfélagslífí Verzlunarskólanum „Það hefur alltaf verið öflugt fé- lagslíf í Verzlunarskólanum og það var feikilega öfiugt á þessum árum. Aðalfélagið var mál- fundafélagið. Það var ekki komið sérstakt nemandafélag, það var Málfundafélag Verzlun- arskólans sem hélt uppi félagslífinu. Á hverju ári voru kosningar um Málfundafélagsins í þessum bekk voru margir ágætis námsmenn stjórn Það voru lista- kosningar. Það voru settir upp list- ar og kosið á miUi þeirra. Það var tekist á um stefnuskrár og hvað ætti að gera næsta árið. Einmitt á þessum árum þegar við vorum þarna var verið að taka í notkun nýbyggingu fyrir neðan gamla Verzlunarskólahúsið og í nýbygg- ingunni var samkomusalurinn, sem var svo mikið notaður í félagslífinu eftir að hann var tilbúinn. Það má segja að það hafi alltaf eitthvað verið um að vera nánast á hverju kvöldi. Það voru málfundir, dansæfingar, dansleikir, almennar skemmtanir og hápunkturinn í fé- lagslífinu á þessum árum eins og enn í dag var nemendamótið. Þá var sýndur hluti úr einhverju leik- riti og einnig söngleikjum. Það voru einhver þjóðleg leikrit sem voru á dagskrá, t.d Piltur og stúlka, íslandsklukkan, Skugga Sveinn eða Fjalla-Eyvindur. Ég man að þegar við vorum í fjórða bekk, þá sá okkar bekkur um nemandamótið og nemendur í sjötta bekk voru leikarar í stóra stykkinu. Þá sýndum við hluta úr íslandsklukkunni, valda kafla. Tveim dögum fyrir nemandamótið kallaði dr. Jón Gíslason skólastjóri í mig og spurði mig að því hvort við hefðum fengið leyfi hjá Hall- dóri Kiljan Laxness fyrir sýning- unni. Það hafði alveg láðst. Mér fannst leikritið vera þjóðareign og að ekki þyrfti að biðja um leyfi fyr- ir sýningunni. Eg heimsótti Hall- dór á Fálkagötuna í Reykjavík, þar sem hann átti þá íbúð og þau hjónin tóku vel á móti mér. Hall- dór sagði: - Leikið þið eins og þið viljið! Þegar við útskrifuð- umst völdum við til sýn- ingar söngleikinn Allra meina bót eftir Jón Múla og Jónas Arnason. Við settum söngleikinn upp og lékum af mikilli list. Við sung- um nánast eins og stórsöngvarar, ég, Brynjófur Bjarnason forstjóri Granda og Haiidór Viihjálmsson fjármálastjóri Flugleiða og stóðum okkur bara nokkuð vel." Efsta röð frá vlnstri: I.HalldórVllhjálmsson 2. Guðlaugur Björgvinsson 3. Stefán Skarphéðinsson 4. Óiafur Gústafsson 5. Sigurður Helgason 6. Guðmundur Markússon, látinn. 7. Einar ingólfsson 8. Magnús Gunnarsson 9. Ólafur Hertervig 10. Brynjólfur Bjarnason 11. Guðmundur Pétursson Miðröð frá vinstri: 1. ingimar Sigurðsson 2. Sveinbjörn Óskarsson 3. Gunnar Hjartarson 4. Niels Chr. Nielsson 5. Þór Whitehead Leiklistarstarfsemin hefur þá verið nokkuð áberandi? „Já, leiklistarstarfsemin var alltaf stór hluti af félagslífinu á hverju ári og auðvitað höfðu þeir mest gaman af sem voru með hverju sinni." Kynslóðaskipti - nýir kennarar „Það voru þarna ýmsir minnis- stæðir kennarar. Það voru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað. Þeir voru að hætta þessir gömlu þekktu kennarar eins og Þorsteinn Bjarnason bókari og Sigurður Guð- jónsson og voru að kenna sín síð- ustu ár, en inn í skólann var að koma stór hópur af ungum kennur- um sem hafa síðan kennt við Verzl- unarskólann allt fram undir þenn- an dag. Þar fór fremstur Valdimar Her- geirsson, sem var yfirkennari og þarna voru t.d. Stefán Már Ingólfs- son, Friðrik Sigfússon og Sölvi Ey- steinsson. Með þeim kom nýr andi og Valdimar kom með nýjar að- ferðir og nýja hugmyndafræði i bæði bókfærslu og rekstrarhag- fræði og hagfræðikennslu, sem reyndist okkur gott veganesti í Há- skólann og út í lífið. Sérstaklega fyrir þá sem fóru í lögfræði og við- skiptafræði, reyndist sú kennsla góð undirstaða fyrir það nám." „Þetta var auðvitað mjög minnis- stæður tími. Arið 1967 hafði ríkis- 6. Erlingur Sigurðsson 7. Bóðvar Hauksson 8. Bragl Bergsteinsson 9. Steingrímur Gröndal 10. Helgi Áskelsson Neðsta röð f rá vinstri: 1. Viktor Björnsson 2. Eria Sveinbjörnsdóttir 3. Þórunn Hafstein 4. Bryndís Helgadóttir 5. Anna Johnsen 6. Guðrún Erla Bjarnadóttir 7. Dr Jón Gíslason 8. Sigrún Sigvaidadóttir 9. Anna Kristjánsdóttir 10. (na lllugadóttir 11. Hanna Herbertsdóttir 12. Ólafur Gústafsson stjórn Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins setið að völdum í átta ár. Það voru alþingiskosningar árið 1967. Þær kosningar komu ekki mikið inn í skólalífið. Við vor- um margir virkir félagar í Heimdalli og tókum þátt í undir- búningi fyrir alþingiskosningarnar. Auðvitað voru nemendur mjög uppteknir við skólann og vildu sinna náminu vel. Þetta voru póli- tískir tímar og ég varð kannski meira var við það eftir að ég kom í Háskólann. Arið 1967 var erfitt ár efnahagslega. Það var samdráttur í þjóðfélaginu eftir mörg góð ár. Síldveiðarnar gengu til baka og það þurfti að fella gengið. Heimsmyndin hefur mikið breyst. Þarna var allt í svarthvítu. Það var tekist á um NATÓ, Ví- etnamstríðið og innrásina í Tékkó- sólavíku 68. Kalda stríðið milli stórveldanna var áberandi og er nú löngu liðið sem betur fer. Deilur voru oft mjög hatrammar og of- stæki mikið í ræðu og riti. Þá létu vinstri menn mjög á sér bera, en hafa nú margir séð að sér og eru margir jafnvel nú þrjátíu árum síð- ar ákafir markaðssinnar." Evrópuferð sumarið 1967 „Við rákum verslun í fjáröflunar- skyni eins og nokkrir bekkir höfðu gert á undan okkur. Hún gekk mjög vel og við höfðum góða fjár- Afhverju stafar siðblinda? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Umræðan í þjóðfélaginu að undanförnu hefur að miklu leyti snúist um siðferði í opinberum störf- um, og þá kannske einkum um sið- spillingu, siðleysi og siðblindu. Hverjar eru skýringar sálfræðinnar á siðgæðisvitund fólks? Telst siðleysi afbrigðilegt eða sjúkt eða má ein- faldlega nefna það mannlegan breyskleika? Svar: Komið hafa fram nokkur sjónarmið og kenningar í sálfræði um mótun siðgæðiskenndar manns- ins. Aðeins verður drepið á fáein meginatriði hér. I atferlisfræðinni er ekki lagt siðferðilegt mat á hegðun nema að því leyti að rétt siðferði séu þeir siðir og reglur sem gilda í við- komandi samfélagi á hverjum tíma. Barnið lærir að tileinka sér þessar siðareglur eftir lögmálinu um umbun og refsingu, þannig að börn læra þá hegðun sem „borgar sig". Grunnnámið fer fram í bernskufjöl- skyldunni, þar sem börnin hafa eink- um foreldra sína sem fyrirmyndir og reyna að líkja eftir þeim og gera gildi þeirra að sínum. Með því óðlast þau umbun sem viðheldur „réttri" hegðun. Þetta er einn mikilvægasti þáttur félagsmótunar. Þróun sið- gæðiskenndar eftir kenningum sál- könnunar felur einnig í sér félags- mótun, en þótt flest beri þar að sama brunni er hugtakanotkun og- forsendur aðrar. Þar gegnir syo- nefnt yfirsjálf lykilhlutverki. í fyrstu ræðst hegðun barnsins af stjórnlitl- um frumhvötum, en það er háð ást og umhyggju foreldra sinna og reyn- ir því að semja sig að kröfum þeirra og tileinka sér gildi þeirra og fær fyrir það umbun í formi viðurkenn- ingar, ástar og öryggis í staðinn. Þannig er yfirsjálfið í fyrstu per- sónugert í foreldrunum. Smám sam- an innhverfast þessi gildi og verða hluti af barninu sjálfu, samviska þess eða siðgæðisvitund, og yfirsjálf- ið verður nokkurs konar siðgæðis- vörður. Foreldrar og aðrir nánustu skipta því meginmáli fyrir mótun siðgæðis- vitundar og sjálfsvitundar barnsins í heild. Misjafnt er hve farsæl þessi mótun verður. Stundum eru kröfur foreldranna svo strangar og ósveigj- anlegar að barnið fær ekki að þroska sína eigin samvisku og yfir- sjálfið stendur ávallt utan þess eigin Siðblinda sjálfs og heldur áfram að vera per- sónugert í strangleika foreldranna og kannske síðar í lögum og reglum samfélagsins. Hjá öðrum eru for- eldrarnir veikar fyrirmyndir og veita barninu ekki þá leiðsögn sem því er nauðsynlegt til að það þroski með sér eigin siðgæðisvitund. Oft stafar það af því að foreldrarnir hafa ekki sjálfir fengið nóga ást og öryggi í sínum uppvexti og hafa ekki af nógu að miðla til barnsins og tengj- ast þeim ekki tilfinningalega. Stund- um nær þá barnið ekki að þroska til- finningar sínar eða temja hvatir sín- ar og lætur stjórnast af þeim. Síðar meir kann þessi einstaklingur að verða sjálfmiðaður, tillitslaus við aðra og hegðun hans stjórnast af því að skara eld að eigin köku. Þegar slík persónueinkenni verða mjög áberandi og afbrigðileg geta þau fiokkast undir persónuleikaröskun, þar sem siðblinda er eitt meginein- kennið. Allur þorri fólks hefur þroskaða siðgæðisvitund og samvisku og finn- ur til samviskubits ef það gerir eitt- hvað rangt. Hvatirnar eru þó ágeng- ar undir niðri og stundum sefur sið- gæðisvörðurinn á verðinum. Þá er mörgum hætt við breyskleika. Kyn- líf, peningar og völd er það sem flestum hættir til að falla fyrir. Það getur verið erfitt að temja holdið og freistingarnar liggja alls staðar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.