Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ ^44 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998_________________________ AÐSENDAR GREINAR Lýðræði og fjölmiðlar í OPNU bréfí til mín hér í blað- inu 11. júní biður Sigþór Sigurðs- son verkfræðingur mig um andsvör við tveimur skoðunum sínum: Hin fyrri er, að Sjálfstæðisflokkurinn með formann sinn, Davíð Oddsson forsætisráðherra, í fararbroddi vilji fá öll völd í sínar hendur, hin síðari, að fullyrðingar Davíðs, mín og margra annarra um hlutdrægni ýmissa fjölmiðla í nýliðinni kosn- ingabaráttu séu ekki á rökum reistar. Davíð hefur minnkað >• við sig völd Fyrri skoðun Sigþórs er augljós- lega röng. Frá því að Davíð Odds- son komst til valda árið 1991, hefur hann skipulega unnið að því að minnka við sig völd, og það gerir ekki valdasjúkur maður. Hann lagði niður Atvinnutryggingasjóð, Hlutafjársjóð og Framkvæmdasjóð og setti strangar reglur um útlán úr Byggðasjóði. Hann hafði líka forgöngu um stjórnsýslulög og upp- lýsingalög og jók þannig stórlega aðhald að opinberum aðilum og al- mennt réttaröryggi. Jafnframt hef- ur hlutur ríkisins í ýmsum fyrir- tækjum verið seldur. Umsvif ríkis- ^ns í hlutfalli við landsframleiðslu hafa líka verið að minnka. Stjórnmálaspilling hefur líka stórminnkað í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Hér á ég ekki aðeins við það, að ólíkt ýms- um öðrum stjómmála- mönnum tók Davíð sér ekki biðlaun, þegar hann fór í núverandi embætti, eins og hann átti þó rétt á. Ég á ekki heldur við það, að ólíkt ýmsum öðram stjórnmálamönnum lét Davíð ríkið ekki greiða fyrir sig afmælisveisl- ur sínar. Aðalatriðið er það, að umsvif og út- hlutunarvöld opin- berra aðila á ýmsum sviðum hafa stór- minnkað og með því freistingarnar. Nú skammta vextir fjármagnið, en ekki bankastjórar eftir flokksskír- teinum eða fæðingarvottorðum. Nú er byrðunum ekki velt á komandi kynslóðir með fjárlagahalla og skuldasöfnun. Nú er verðbólgan ekki notuð til þess að fela mistök stjórnmálamanna. Nú eru banka- stjórar og aðrir opinberir starfs- menn látnir sæta ábyrgð. Vinstri menn ráða flestum fjölmiðlum Síðari skoðun Sigþórs er allrar athygli verð. Vitaskuld ber að styðja fullyrðingar um hlutdrægni fjölmiðla rökum, enda hefur það verið gert. Það blasir við, að vinstri menn ráða ílestum fjölmiðlunum. Stefán Jón Hafstein, einkavinur Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra, er rit- stjóri Dags. Össur Skarphéðinsson, svili og vinur Ingibjargar Sólrúnar og þingmað- ur Alþýðuflokks, er ritstjóri DV. Helgi H. Jónsson, fyriverandi varaþingmaður Fram- sóknarflokksins og eiginmaður nánustu samstarfskonu Ingibjargar Sólrún- ar (sem ráðin var gegn áköfum andmælum sjálfstæðismanna), er fréttastjóri Sjónvarpsins. Fjár- hagslegur bakhjarl R-listans, Jón Ólafsson í Skífunni, er aðaleigandi Stöðvar tvö. Ég hyggst gera því betri skil síð- ar, hvernig þetta fólk misnotar fjöl- miðlana, sem það ræður. Hér skal ég þó rifja upp það, sem Guðrún Pétursdóttir hefur upplýst, að blaðamaður Dags hringdi í hana, þegar hún gerði opinberlega að umtalsefni fjármálaóreiðu þeirra Helga Hjörvars og Hrannars B. Arnarssonar, tveggja af efstu Hannes H. Gissurarson mönnum R-listans. Hótaði blaða- maður því að hefja opinberar um- ræður um fjármál eiginmanns hennar, Ólafs Hannibalssonar, og langafa hennar, Thors Jensens! Þetta er auðvitað dæihalaust. Ég get líka sagt hér frá því, að síðast liðið haust hringdi í mig blaðamað- ur Dags til að spyrja um heimildir fyrir þeirai fullyrðingu minni, að Umsvif og úthlutunar- völd opinberra aðila á ýmsum sviðum hafa stórminnkað og með því freistingarnar, seg- ir Hannes H. Gissurar- son í opnu bréfi til Sigþórs Sigurðssonar. Jón Ólafsson í Skífunni væri fjár- hagslegur bakhjarl R-listans. Ég sagði honum það: Jón hefði sjálfur sagt mér það, auk þess sem viðtal hefði á sínum tíma birst í Press- unni við fyrrverandi starfsmann Jóns, sem hefði upplýst, hvernig því máli væri háttað. Þetta viðtal birtist auðvitað aldrei í Degi. Hlutdrægni Helga H. Jónssonar Að vísu má segja fréttastofu Stöðvar tvö til lofs, að hún hefur reynt að vera eins heiðarleg og hún hefur framast getað, þegar haft er í huga hið mikla vald, sem Jón í Skíf- unni hefur þar á bæ. Nú er það líka rétt, að Stefán Jón Hafstein og Össur Skarphéðinsson ritstýra blöðum í einkaeign, svo að misnotk- un þeiraa kemur ef til vill aðeins við þeim og blaðeigendunum, feðgun- um Sveini Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni. Frelsið er vissulega líka frelsi þeitra feðga til að gefa út áróðursblöð fyrir vinstri flokka. Það kemur okkur hins vegar öll- um við, hvernig fréttastjóri Sjón- varpsins misnotar vald sitt, því að hann hefur lögbundna skyldu til að gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn- um af mönnum, flokkum og stefn- um í landsmálum. Hér skal ég að- eins nefna tvö dæmi. Fyrir kosn- ingarnar 1994 setti fréttastofa Sjónvarpsins þá reglu, að þáver- andi borgarstjóri og borgarstjóra- efni R-listans fengju jafnan tíma í öllum fréttum síðustu tvo mánuði fyrir kosningar. Nú setti Helgi H. Jónsson enga slíka reglu, og mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa birst þrisvar sinnum oftar og leng- ur í fréttatíma Sjónvarpsins en borgarstj óraefni Sj álfstæðisflokks- ins. Hitt dæmið sáu allir lands- menn: Þegar kvisast tók út um stórfellda fjármálaóreiðu þeirra Helga Hjörvars og Hrannars B. Arnarssonar, sagði Helgi H. Jóns- son aðeins í frétt sinni af málinu, að kosningabaráttan væri að harðna! Höfundur er prófessor f stjórnmála- fræði i félagsvísindadeild Háskóla íslands. Gjörgæsludeild án hjukrunarfræðinga? ÞAÐ hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að fjöldinn allur af hjúkrunarfræðingum á stóru sjúkrahúsunum hefur sagt störfum sínum lausum frá 1. júlí nk. vegna óánægju með launakjör. A gjör- gæsludeild Landspítalans munu yf- ir 90% hjúkrunarfræðinga hætta 1. júlí. Störf og ábyrgðarsvið hjúkrunar- íræðinga á gjörgæsludeild hafa lítið verið kynnt meðal almennings hing- að til. Við viljum með þessari grein varpa Ijósi á störf hjúkrunarfræð- WARNEKS Hott undirföt \d// Kringlunni \ s. 553 7355 inga á gjörgæslu- deild, ábyrgðarsvið og sérþekkingu. Sjúklingar á gjör- gæsludeild eru al- varlega og oft lífs- hættulega veikir. Þeir þarfnast stöðugs eftirlits og mats. Það er hjúkr- unarfræðingurinn sem metur ástand þeiraa, sér fyrir yfír- vofandi fylgikvilla s.s. merki um óeðli- lega starfsemi líf- færa sem getur or- AnnaDía sakað enn alvarlegra Brynjólfsdóttir ástand sjúklings og kallar til lækni þegar þörf krefur. Hjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa faglega þekkingu og fæmi til að sjá fyrir þessa mögulegu fylgi- kvilla og geta brugðist rétt við. Þetta mat framkvæmir hjúkrunar- fræðingurinn allan sólarhringinn, þar sem hann víkur ekki frá rúmi sjúklings á meðan ástand getur talist alvarlegt. Það er hlutverk Rósa Þorsteinsdóttir OLL HREINSIEFNI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 hjúkrunarfræðingsins að lina þján- ingar, fyrirbyggja streitu og standa vörð um réttindi sjúklinga sinna. Einnig sinnir hjúkrunarfræðingur- inn aðstandendum, veitir þeim stuðning og umhyggju. Hjúkrunar- fræðingur á gjörgæsludeild þarf að vinna í mjög tæknivæddu umhverfi, hafa fullkomna þekkingu á þeim tækjum sem notuð eru í meðferð sjúklinganna, vera stöðugt tilbúinn að bregðast rétt við og vakandi fyr- ir minnstu breytingum á ástandi sjúklingsins því mínútur skipta máli. Þar sem lífi verður ekki bjargað veitir hjúkrunarfræðingur líknandi hjúkrun og stuðlar að frið- sælum dauðdaga. Hjúkrunarfræð- ingum á gjörgæsludeild ber að við- halda faglegri þekkingu sinni með lestri fagtímarita, þátttöku í rann- sóknum og verkefnum, til að upp- fylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfinu. Þessu sinna hjúkr- unarfræðingar oftast í frítíma sín- um og á eigin kostnað. Starfið á gjörgæsludeild er að okkar mati mjög áhugavert og krefjandi. Þetta er lifandi starf þar sem maður notar sína faglegu þekkingu og líkamlegan styrk en jafnframt líkamlega og andlega erfitt starf. Það þarf að lyfta og snúa sjúklingum oft á hverri vakt og eiga margir hjúkrunai’fræðing- anna við stoðkerfisvandamál að Neyðarástand skapast á gjörgæsludeildum, segja Anna Día Brynjólfsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir, ef ekki næst samkomu- lag við hjúkrunarfræð- inga fyrir 1. júlí. stríða. Hið andlega álag felst m.a. í að vera ætíð í viðbragðsstöðu, þurfa að mæta sjúklingum og að- standendum þeiraa í kreppu. Einnig era allflestar innlagnir bráðainnlagnir og því ekki hægt að stjórna álaginu sem hvílir á hjúkr- unarfræðingum deildainnnar hverju sinni. Þegar álagið er mikið þ.e.a.s. fleiri sjúklingar en hjúkr- unarfræðingar til að sinna þeim þurfa þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í fríi að vinna aukavinnu þó þeir óski ekki eftir þvi, vegna sérhæfni starfsins. Það kemur ein- faldlega enginn í stað hjúkrunar- fræðings með faglega þekkingu og reynslu af gjörgæsluhjúkrun. En hver eru laun hjúkrunar- fræðinga á gjörgæsludeild? Fá þeir borgað í samræmi við ábyrgð? Sem dæmi hefur undirritaður hjúkran- ardeildarstjóri, með 16 ára starfs- reynslu, sérfræðinám að baki og 35 starfsmenn, kr. 131.000 á mánuði í grunnlaun. Undirritaður gjör- gæsluhjúkrunarfræðingui' með 20 ára starfsreynslu og sémám að baki, hefur kr. 124.000 í grunnlaun á mánuði í fullri vinnu. Það er aug- ljóst að launin eru engan veginn í samræmi við ábyrgðarsvið. Þrátt fyrir áhuga okkar á gjörgæslu- hjúkran sjáum við okkur ekki fært að vinna lengur við þessi launakjör. Hjúkranarfræðingar eru al- mennt með mikla reynslu í mann- legum samskiptum, sveigjanlegir og samviskusamir og því eftirsóttir sem starfskraftur á hinum al- menna markaði. Það er alveg ljóst að margir hjúkranarfræðingar hverfa nú til annarra betur laun- aðra starfa og mun taka langan tíma að byggja upp aftur það sem glatast hefur. Ef ekki næst sam- komulag á milli hjúkranarfræðinga og stjórnenda stofnana fyrir 1. júlí mun vissulega skapast neyðará- stand á gjörgæsludeildum, eins og öðram deildum sjúkrastofnana, því hver kemur í staðinn fyrir alla þá sérhæfðu hjúkranarfræðinga sem sagt hafa upp? Verður gjörgæsludeild Land- spítalans gjörgæsludeild án hjúki'- unarfræðinga? Anna Día er hjúkrunardeildarstjóri og Rósa gjörgæsluhjúkrunarfræð- ingur á Landspítalanum. I ALLA NORÐVESTAN REYKJAVÍK: BOLTAMAÐURINN - SPORTKRINGLAN - MARKIÐ - EVREST - INTERSPORT - SP0RTBÚÐ GRAFARV0GS - KÓPAV0GUR: SP0RTBÚÐ KÓPAV0GS - HAFNARFJÖRÐUR: MÚSÍK & SP0RT - KEFLAV.: SP0RTBÚÐ ÓSKARS - GRINDAVÍK: VERSLUNIN MÓNAKÓ ÍSAFJÖRÐUR: VERSLUNIN ÞJÓTUR - AKUREYRI: SPORTVER - SAUÐÁRKRÓKUR: SKAGFIRÐINGABÚÐ - HÚSAVIK: SKÓBÚÐ HÚSAVÍKUR - EGILSSTAÐIR: VERSLUNIN SKÓGAR - ESKIFJÖRÐUR: HÁK0N SÓFUSS0N - NESKAUPST.: VERSLUNIN SÚN - SELFOSS:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.