Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 51

Morgunblaðið - 13.06.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 51 VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Valgerður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 3. september 1926. Hún lést á heimili sínu á Selfossi 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Guð- jónsdóttir frá Hamri í Gaulverjabæjar- hreppi og Guð- mundur Elías Bjarnason frá Túni í Hraungerðishreppi. Systkini Valgerðar eru Guðfinna, f. 1929, Guðjón, f. 1931, og Unnur Margrét, f. 1932. Hinn 21. júm' 1958 giftist Val- gerður eftirlifandi manni sinum Bjarna Dagssyni frá Gaulveija- Fyrir einu ári síðan greindist Valgerður frænka mín með ólækn- andi sjúkdóm. Samt kom lát hennar mér á óvart. Mér finnst ekki svo langt síðan við lékum okkur saman sem börn. Mæður okkar voru syst- ur og Þórunn móðir Valgerðar eldri og leitaði móðir mín oft ráða og að- stoðar hjá eldri systur sinni en kært var með þeim systrum. Á yngri árum var okkur systkinunum fjórum boðið til Þórunnar móður Valgerðar um hver jól. Aldrei var svo þröngt á þvi heimili að ekki væri farið í ýmsa leiki og stóð Val- gerður fyrir þeim, enda elst, stjórn- söm og framkoman einlæg þannig að allir hlýddu. Á þessum árum hnýttust bönd sem aldrei rofnuðu, þótt vík yrði milli frændsystkina. Þá sjaldan sem við hittumst var bros hennar alltaf jafnhlýtt og við- mótið þægilegt svo að mér leið alltaf vel í návist hennar. Hún gift- ist indælum manni, eignaðist tvö börn og helgaði heimilinu krafta sína eftir að hún giftist. Valgerði voru gefnir góðir eðlis- kostir. Hún var einlæg og trú- hneigð. Hún ræktaði trú sína, vit- andi að hún þarfnast ræktar og næringar og að verðmæti lífsins, hamingja og gleði byggist á leit og að gefa. Guð blessi Valgerði og fjölskyldu hennar. Guðjón Sigurbjörnsson. bæ, bankamanni á Selfossi, f. 5. septem- ber 1915. Foreldrar hans voru Þórlaug Bjarnadóttir og Dag- ur Bi-ynjúlfsson. Börn Valgerðar og Bjama eru: 1) Guð- mundur, rekstrar- tæknifræðingur, f. 15.8.1959. 2) Óskírð- ur sonur, f. 18.11. 1962, d. sama dag. 3) Þórlaug, h'ffræðing- ur, f. 14.5. 1964, gift Karli Þóri Jónssyni. Þeirra börn era Bjarai Dagur, f. 28.1. 1991, og Valgerður Ósk, f. 11.6.1993. Utför Valgerðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í fáum orðum langar okkur til að minnast vinkonu okkar Valgerðar Guðmundsdóttur og þakka henni samfylgdina. Valgerður var lengi formaður kvenfélags Selfosskirkju og maður hennar Bjarni Dagsson formaður sóknarnefndar. Má því segja að þau hjón hafi átt málefni kirkjunnar sem sameiginlegt áhugamál, sem þau lögðu sig fram við og unnu kirkjunni af mikilli elju. Kvenfélag kirkjunnar hefur ætíð gegnt mikilvægu hlutverki í kirkju- starfinu og hefur það verið gæfa Selfosskirkju að þar hafa mikilhæf- ar og dugmiklar konur verið félag- ar. Þegar bygging safnaðarheimilis- ins og stækkun kirkjunnar stóð yfir og kirkjan þurfti hvað mest á fjár- munum að halda gegndi Valgerður einmitt formannsstarfinu. Lagði Kvenfélagið þá fram verulegar fjár- hæðir til framkvæmdanna og var ótrúlega duglegt við að afla fjár. Var það samhentur hópur sem að því stóð undir forystu Valgerðar. í annan tíma hafa þær verið boðn- ar og búnar að taka til hendi ef á hefur þurft að halda. Fór Valgerður fyrir þeim á þeim tíma sem hún var formaður félagsins og dró reyndar ekki af sér meðan kraftar leyfðu. Nú að leiðarlokum viljum við færa Valgerði kærar þakkir fyrir fómfúst starf í þágu Selfosskirkju um leið og við vottum Bjarna, bömum þeirra Guðmundi og Þórlaugu og öðmm ástvinum okkar dýpstu samúð. Sóknarnefnd Selfosskirkju. Ég man þann dag í maí fyrir réttu ári þegar hún Þórlaug vinkona mín sagði mér að hún mamma hennar væri orðin veik. Skyndilega breyttist allt, og hið daglega líf nánustu fjölskyldunnar tók aðra stefnu. En að tíminn væri svo naumur sem raun bar vitni gerði ég mér ekki grein fyrir, og þrátt fyrir allt kom kallið óvænt. Ég fann og veit að þetta ár hefur reynst fjölskyldunni allri erfitt, þó ávallt stæðu þau sig öll vel. Ég kynntist Valgerði fyrir tæp- um tuttugu árum þegar við Þórlaug dóttir hennar urðum vinkonur. Traustari, heiðarlegri og vandaðri konu er vart hægt að hugsa sér. Það sem Valgerður sagði það stóð, og aldrei nokkurn tímann heyrði ég hana hallmæla nokkmm manni og erfitt veittist henni að þurfa að hlusta á slíkt tal. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var bakstur, saumaskapur eða aðrar hannyrðir. Ávallt var það fyrsta flokks og nákvæmlega og vandvirknislega unnið. Heimilið á Víðivöllum bar þess og vott. Þangað var alltaf gott og notalegt að koma og þaðan á ég góðar minningar sem ég er þakklát fyrir. Barnabörnin tvö, þau Bjami Dag- ur og Valgerður Ósk, sem bera nöfn ömmu sinnar og afa, voru auga- steinar ömmu sinnar og kveðja hana nú með söknuði. Elsku Þórlaug. Við þig vil ég segja: Þú hefur staðið eins og klett- ur við hlið móður þinnar í veildndun- um og stutt hana á allan þann hátt sem þér var mögulegur. Falleg minning um góða móður og vinkonu, því að það veit ég að hún var þér, mun lifa með þér og ykkur öllum. Við vottum fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Ykkar vinir, Kristín Fjóla, Guðmundur og synir. SIGURÐUR HELGASON Kveðja frá kvenfélagi Selfosskirkju Að skilnaði viljum við félagar í Kvenfélagi Selfosskirkju votta þakklæti og virðingu okkar fyrir hið mikla starf sem Valgerður Guð- mundsdóttir lagði að mörkum vegna félagsins. Þar var hún lengi félagi og fonnaður félagsins um 16 ára skeið. Á þeim tíma stóð upp- bygging safnaðarheimilisins yfir og stjórnaði hún í upphafi hinum dag- lega rekstri þess. í þeim störfum sýndi Valgerður mikla fórnfysi og glöggt kom í ljós útsjónarsemi hennar, verklagni og stjómsemi. Alltaf var hún tilbúin til að vinna kirkjunni það sem hún gat og þörf var á hverju sinni. Hún var einn af þessum ómetanlegu starfskröftum í kirkjustarfinu og aldrei þáði hún nein laun fyrir neitt af því. Valgerður var vönduð manneskja sem vandaði til allra verka sinna og leitaðist við að skila sínu á óaðfinn- anlegan hátt. Hún var kunnáttusöm við allt það sem flokkast undir starf húsmóður. Eldhússtörf öll og hann- yrðir léku í höndum hennar. Áhug- inn fyrir framgangi kirkjustarfsins var ósvikinn og okkur hinum var hún fyrirmynd í mörgu sem að því laut. Með þessum fátæklegu orðum vil ég láta í ljós það sem við félagskon- urnar fundum allar, að það er dýr- mætt að hafa kynnst samstarfsfólki eins og Valgerði. Eiginmanni henn- ar og fjölskyldu vottum við samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Arndís Jónsdóttir, Skálholti. + Sigurður Helgason var fæddur á Vífilsstöðum 27. ágúst 1931. Hann andaðist 26. maí síðastliðinn á Landspítalan- um og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 5. júní. Nú kveðjum við einn mikilvæg- asta mann lífs míns en það er faðir minn. Þegar ég fer að hugsa um hann kemur móðir mín alltaf í huga mér, það er vegna þess að hjá mér eru þau órjúfanleg heild. Ég fyllist þakklæti fyrir að hafa átt þau og langar því að segja eftir- farandi við þau: Takk fyrir ástina og umhyggjuna. Takk fyrir lífs- gleðina og hamingjuna. Takk fyrir leiðsögnina og kennsluna. Takk fyrir að vera fyrirmynd mín. Takk fyrir að gefa mér líf og trú. Takk fyrir að vera móðir mín og faðir. Ég elska ykkur. Margrét. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR, Sléttuvegi 15, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 15. júní kl. 15.00. Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Karl Hjartarson, Margrét Beta Gunnarsdóttir, Benedikt Eyjólfsson, Ágústína Gunnarsdóttir, Kári Bjarnason, Sigurgeir Snorri Gunnarsson og barnabörn. t BALDUR BJARNASON, Hverfisgötu 32, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 7. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. + Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ÓLAFSSON húsasmíðameistari, til heimilis á Hringbraut 50, áður Nesvegi 57, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 15. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Þorkelsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs, EIRÍKS ÁGÚSTS BRYNJÚLFSSONAR bónda, Brúarlandi, Hraunhreppi. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Guðbrandsdóttir, Helga Brynjúlfsdóttir, Ólöf Brynjúlfsdóttir, Ragnheiður H. Brynjúlfsdóttir, Halldór Brynjúlfsson, Brynjólfur Brynjúlfsson, Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðmundur Þ. Brynjúlfsson, Borge Jónsson, Páll Sigurbergsson, Haukur M. Arinbjarnarson, Ásta Sigurðardóttir, Fanney Einarsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir, Ásdís Baldvinsdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFfU HULDU SIGURÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Jaðri og St. Fransiskusspítalanum í Stykkis- hólmi fyrir góða umönnun. Ástrós Gunnarsdóttir, Hallgrímur Ottósson, Sigurður Viktor, Heiðrún Hulda og Kjartan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.