Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 13.06.1998, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1998 Rúmgóðar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar 1 Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf • Ljósabúnaður skv. EES staðli • Skrúfaðir undirstöðufætur • Lokaður lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn • og margt fleira 447.000 jjliliiir sta ó g re i tt ' Sportbúð - TÍtan • Seljavegi 2 SÍmi 551 6080 • Fax 562 6488 í DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bréf til borgarstj órnar Reykjavíkur SL. sunnudag 7. júní (sjó- mannadaginn 1998) brá svo við að líf fór að færast í svo- nefnt Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur. Leikin var tónlist af diski og fólk hóf að dansa og skemmta sér, og öðrum sem á horfðu til mikillar ánægju og gleði. Það er þetta sem hefur sárlega vantað hingað til á góðviðrisdögum á sumrin, það er fólk og fjör á þessu blessaða tilgangslausa tor- gi, sem að öðru jöfnu er al- gjörlega autt af fólki, nema nokkrum hjólabretta- strákum, sem þó aðeins lífga upp á torgið, en falla því miður fáum í geð. Eg vil endilega gera það að tillögu minni, og skora hér með á borgarstjórn Reykjavíkur og/eða íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar, sem senni- lega fer með þessi mál, að gera nú í sumar, sem reyndar átti að vera búið fyrir löngu, Ingólfstorg áhugavert fyrir borgarbúa t.d. með því að fá tónlistar- fólk til að kynna tónlist sína á torginu á góðviðris- dögum, þá meina ég alla góða daga, en ekki bara um helgar. Legg ég til að fjölbreytt tónlist verði flutt, dægurtónlist (dans- músik) og kiassísk af okk- ar frábæra tónlistarfólki bæði með hljómflutningi og söng. Fylla Ingólfstorg af fólki og fjöri og láta það standa undir nafni. Undan- farin ár, eða allt frá opnun, hefur torgið verið dautt, utan einn dag á ári, þ.e. 17. júní. Borgarbúar og stjóm Reykjavíkurborgar. Fær- um líf og fjör í borgina okkar með heilbrigðum og hófsömum uppákomum. Bjóðum tónlistina vel- komna. Borgari. Afleit þjónusta Land- mælinga íslands FYRIR nokkrum dögum lagði ég leið mína í korta- verslun Landmælinga ís- lands og ætlaði að fá mér nýtt jarðfræðikort og gróðurkort sem Náttúru- fræðistofnun hefur nýlega gefíð út. Þegar í verslun- ina kom var mér sagt að kortin væru þar ekki til sölu og þegar ég innti eftir skýringu var mér tjáð að það væri samkvæmt skip- un yfirmanna stofnunar- innar. Jafnframt var mér vísað í bókabúð Máls og menningar til að kaupa kortin. Ástæða þessara skrifa er sú að lýsa furðu minni á því að verslun í eigu ríkisins skuli ekki selja gögn frá öðru ríkis- fyrirtæki, einvörðungu vegna duttlunga yfir- manna. Mér er spurn, get- ur stofnun sem er niður- greidd af almannafé hagað sér á þessa vegu, sérstak- lega þar sem hún gefur sig út fyrir að reka sérverslun með landakort. Ekki sá ég heldur kort Máls og menn- ingar í hinni opinberu kortaverslun ríkisins. Hins vegar sá ég kort Landmælinga íslands í bókaverslun Máls og menningar, því þar ráða viðskiptavinirnir hvað þeir kaupa, ekki yfirmenn fyr- irtækisins. Eg held að hin- ir furðulegu yfirmenn Landmælinga íslands ættu að vakna til vitundar um breytta viðskiptahætti og hafa á boðstólum öll þau landakort sem gefin hafa verið út af landinu. Að öðrum kosti ætti ríkið að hætta slíkum rekstri umyrðalaust. Rúnar Sigurjónsson, Miðtúni II, Reykjavik. Tapað/fundiö ÆT íltVlVlI 111 skilvíss flnnanda MIG langar að senda manninum sem fann vesk- ið mitt í Húsafelli og skil- aði því í sundlaugina þar, bestu kveður og þakklæti fyrir heiðarleikann. Sól- veig. Dýrahald tsrunt seoiavesKi týndist BRÚNT seðlaveski úr leðri týndist á Höfðabakka 28. maí. Finnandi vinsam- lega hringið í síma 554 4086. Grár páfagaukur týndist GRAR páfagaukur týndist frá Austurbergi, Breið- holti, 17. maí sl. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi samband í síma 557 7241. Kettlingar fást geflns Kettlingar fást gefins. 8 vikna, fallegir og kassa- vanir. Upplýsingar í síma 565 1034. Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... SVÆÐIÐ framan við Hallgríms- kirkju, sem til skamms tíma var fremur óhrjálegt og illa hirt, er nú orðið að fallegu torgi sem er borg- arprýði. Hins vegar er auðvitað frá- leitt að þetta torg heiti ekki neitt. Hvernig væri Hallgrímstorg eftir sálmaskáldinu, Leifstorg eftir land- könnuðinum, sem styttan á torginu er af, eða þá Skólavörðutorg, eftir því horfna mannvirki, sem eitt sinn stóð á þessum stað? XXX STUNDUM eru föstu punktamir í lífi fólks færðir til fyrirvara- laust. Víkverji brá sér í vikufrí til útlanda og þegar heim var komið fór hann eins og venjulega í Hag- kaup í Kringlunni til að kaupa eitt- hvað í tóman ísskápinn. Þá var búð- in alveg óvænt búin að skipta um nafn og útlit og sama átti við um verzlun Hagkaups á Laugavegi. Víkverji kom algerlega af fjöllum. Hann er ekkert stórhrifinn af breytingunni, enda virðist verðið í Nýkaupi, eins og þessar verzlanir kallast nú, ekki sérlega hagstætt. Þar sem búðin í Kringlunni er sú, sem er næst vinnustað Víkverja, og sú á Laugaveginum næst heimili hans, er hann ekki himinglaður með þessa andlitslyftingu, sem hann fær ekki séð að hafi skilað sér í auknu úrvali eða bættri þjónustu. xxx A* ÞRENGINGATÍMUM sem þeim, sem nú fara í hönd, finnst Víkverja dagsins þörfin fyrir aðra rás hjá Ríkissjónvarpinu augljós. Fótboltinn tröllríður dagskránni svo herfilega að varla er opnandi fyrir kassann. Auðvitað er þetta skemmti- legt fyrir þá, sem hafa fótbolta að áhugamáli, en eitthvað segðu þeir sennilega ef hinir, sem hafa engan áhuga á fótbolta, fengju annan eins skerf útsendingartímans fyrir sín áhugamál. Víkverji gæti til dæmis alveg hugsað sér heilan mánuð, þar sem væri tveggja klukkustunda dag- skrá á hverjum degi um brezka póli- tík, ítalska matargerð, rússneska tónlist eða endurbyggingu gamalla húsa í Þingholtunum, en líkast til yrði margur fótboltaunnandinn ekki hriftnn. Getur Ríkissjónvarpið ekki a.m.k. opnað tímabundið sérstaka fótboltarás og haft sæmilega vitræna dagskrá á aðalrás sinni á meðan?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.