Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRETTIR
Aðstoðarlandlæknir um skyldur hjúkrunarfræðinga
Kallað í hjúkrunarfræðinga
ef neyðarástand skapast
„ÞVÍ fylgja bæði réttindi og skyidur að vera
hjúkrunarfræðingur og ef neyðarástand skapast
þannig að hætta er á heilsutjóni eða mannsláti
myndum við gera ráðstafanir héðan til þess að
kalla inn hjúkrunarfræðinga og það yrði alveg
óháð launum,“ sagði Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir aðspurður um skyldur hjúkrunar-
fræðinga ef upp kæmi neyðarástand.
Matthías Halldórsson sagði það vera borgara-
lega skyldu hjúkrunai'fræðinga að sinna slíku kalli
ef til kæmi en hann sagði landlæknisembættið
ekki ræða neitt varðandi laun eða greiðslur í þessu
Borgarstjóri um
stöðuna á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur
Höfum
ómældar
áhyggjur
„VIÐ höfum ómældar áhyggjur af
stöðunni en eigum ekki margar út-
leiðir í málinu,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að-
spurð um hvort borgaryfirvöld
hefðu áhyggjur af ástandinu á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna yf-
irvofandi uppsagna hjúkrunar-
fræðinga.
Borgarstjóri sagði kjarasamning
í gildi og að málið snerist um kjara-
bætur innan þess ramma sem hægt
væri að útfæra á samningnum á
hveijum vinnustað. „Það er ljóst að
þær kröfur sem hjúkrunarfræðing-
ar hafa sett fram munu kosta veru-
lega fjármuni og staðan er einfald-
lega sú hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur
að spítalinn er með 300 milljóna
króna uppsafnaðan halla og um 400
milljónir vantar í reksturinn á þessu
ári. Það eru engir peningar tU.
Þessi fjármál eru óútkljáð gagn-
vart ríkinu og það er ógerningur
fyrir okkur að gera einhverja
samninga við hjúkrunarfræðinga
sem hafa aukin útgjöld í för með
sér án þess að það njóti blessunar
ríkisins, því peningarnir koma það-
an,“ sagði borgarstjóri.
Ingibjörg Sólrún sagði spítalana
fylgjast að í samningum sínum og
hún kvaðst binda vonir við að
nefnd ráðuneytisstjóranna næði
árangri. „Ég er heldur bjartsýnni
en ég var fyrir nokkrum dögum.
Þetta gengur ekki saman nema
ríkið leggi fram eitthvert meira
fjármagn, því sjúkrahúsreksturinn
er svo sveltur að það gerist ekki án
þess.
Ég held að enginn geti hugsað
þá hugsun til enda ef til uppsagna
kemur, því mönnun er mun minni
en hún væri í verkfalli. Og munur-
inn er líka sá að í verkfalli gilda
vissar leikreglur, jafnvel siðareglur
af beggja hálfu, en hér er uppi allt
annað ástand og engar reglur í
gildi.“
sambandi. Skyldur landlæknis væru faglegar og
lytu fyrst og fremst að því að sjá til þess að enginn
sjúklingur biði tjón á heilsu sinni. Matthías vonað-
ist til að ekki kæmi til þess að neinn biði tjón á
heilsu sinni vegna aðgerða hjúki-unarfræðinga og
kvaðst raunar treysta þeim tU að svo yrði ekki.
Störfin of sérhæfð
til að aðrir sinni þeim
Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum
hafa óskað eftir umsögn landlæknis um skyldur
sínar og skilgreiningu á neyðarástandi. Matthías
sagði þessa umsögn ekki liggja formlega fyrir
ennþá. Hann sagði ljóst að ástandið nú yrði mun
verra en þegar t.d. heimilislæknar sögðu upp. Þá
hefði ekki reynst nauðsynlegt að lýsa yfir neyðar-
ástandi þar sem hægt hefði verið að vísa sjúkling-
um til meðferðar hjá sérfræðingum en nú kæmi
ekkert í stað þeirra sjúkrahúsa sem lömuðust
vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann sagði
störf þeirra orðin það sérhæfð að ógerlegt væri að
fá aðra til að ganga inn í þau, ekki einu sinni er-
lendis frá því það tæki nokkrar vikur að komast
inn í þessi störf.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞAÐ er borgaraleg skylda hjúkrunarfræðinga að sinna neyðarkalli ef til þess kemur að sögn Matthíasar
Halldórssonar aðstoðaríandlæknis.
Heilsugæslan í Reykja-
vík í viðbragðsstöðu
Opið
lengur
ef þarf
AÐEINS átta hjúkrunarfræðingar
af 100 hjá heilsugæslunni í Reykja-
vík hafa sagt upp störfum en nokkrir
sem höfðu sagt upp hafa afturkallað
uppsagnir. Hugsanlegt er að síðdeg-
isvakt yrði lengd á nokkrum heilsu-
gæslustöðvum ef til uppsagna hjúkr-
unarfræðinga á stóru sjúkrahúsun-
um kemur, vegna aukins álags sem
yrði hugsanlega vegna ástands á
sjúkrahúsunum.
Allai’ heilsugæslustöðvarnar eru
opnar daglega frá 8 til 17 en stöðv-
arnar í Grafarvogi, Efra-Breiðholti,
Mjódd og Lágmúla og Miðbæjar-
stöðin hafa verið opnar til klukkan
19. Einnig stöðvamar á Seltjamai-
nesi og í Hafnarfirði.
Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri heilsugæslunnar, seg-
ir að rætt hafi verið um að hafa þess-
ar stöðvar opnar til klukkan 21 komi
til uppsagna en það fari eftir ástand-
inu. Þetta yrði mögulegt með litlum
fyrirvara og yrði ekki gert fyrr en í
fyrsta lagi 1. júlí. Búast mætti við
auknu álagi þar sem þess væri öskað
að fólk leitaði ekki til bráðamóttöku
sjúkrahúsanna nema í brýnni neyð.
Bjartsýnn á samning við hjúkr-
unarfræðinga á næstu dögum
Guðmundur sagði viðræður hafa
verið í gangi milli stjórnar heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og fulltrúa
hjúkninarfræðinga um aðlögunar-
samning. Hafa samningar ekki verið
sendfr í úrskurðarnefnd eins og mál
hjúkrunarfræðinga á sjúki’ahúsun-
um. Hann kvaðst nokkuð bjartsýnn á
að hægt yrði að ljúka samningum á
næstu dögum. Hugsanlega yrði
fundur í dag en það var þó ekki fast-
ákveðið.
Framkvæmdastjóri VSI um launa-
kröfur á heilbrigðisstofnunum
Verulegar hækk
anir valda ólgu
á vinnumarkaði
„ÞAÐ ER barnaskapur að ímynda
sér að það hafi ekki áhrif og valdi
ekki ólgu á vinnumarkaðinum í heild
ef stórir hópar starfsmanna, sem
hafa gert kjarasamning, geta með
uppsögnum, sem hafa allt útlit ólög-
legrar vinnustöðvunar, knúið fram
samninga um hærra kaup,“ segir
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdatjóri VSI, aðspurður um
áhrif þess á almenna vinnumarkaðin-
um ef laun hjúkrunarfræðinga og
fleiri starfstétta á heilbrigðisstofn-
unum hækka verulega á næstunni.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
bendir á að við síðustu samningsgerð
hafi það verið félagar í ASI, sem
sömdu á undan öðrum um forsendur
samninga og launabreytingar, eins
Hús til sölu í
Mývatnssveit
Til sölu er tveggja hæða íbúðaxhús í Garði 3, Mývatnssveit.
Húsið er 142 m2 að grunnfleti. í húsinu eru tvær íbúðir.
Tilboð óskast fyrir 5. júlí nk. Réttur er áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Upplýsingar í síma 854 7744, Þorlákur eða eftir kl. 18.00 í síma
464 4314, Ingunn.
og svo oft áður. „í þessu tilviki til
þriggja ára og er raunar ekki hægt
að hreyfa þá samninga nema hér
verði einhver „katastrófa" í efna-
hagslífínu, en sem betur fer eru ekki
líkur á að svo verði.
Ef það verða mjög miklar breyt-
ingar hjá öðrum á vinnumarkaðin-
um, hvort sem er af þessum ástæð-
um, sem nú blasa við, eða af ein-
hverjum öðrum ástæðum, þá er aug-
ljóst að alþýðusambandsfélagar
hlaupa ekki til við endurnýjun kjara-
samninga og gera langtímasamning,
nema þá með mjög afdráttarlausum
opnunarmöguleikum," segii’ Grétai’.
Breytingai' á skipulagi
gefi færi á launahækkunum
Þórarinn bendir á að opinberir
starfsmenn virðist vera að tileinka
sér þá baráttuaðferð að semja
tvisvar. Hann sagði að forsendur
gildandi kjarasamninga á vinnu-
markaðinum hefðu gengið betur
fram en menn hafi átt von á. „Raun-
ar skil ég ekki af hverju þessi staða
er komin upp. Ég hélt að í samskipt-
um á sjúkrahúsunum, rétt eins og í
fyrirtækjunum, ætti að vera verulegt
svigrúm til samninga um breytingar
á vinnufyrirkomulagi og öðrum at-
riðum við framkvæmd vinnunnar,
sem gætu gefið færi á meiri fram-
leiðni, sem komi fram í hækkuðu
kaupi,“ sagði Þórarinn.
Uppsögn skólastjóra Tónlistar-
skóla Bessastaðahrepps
Nýtt skólaum-
hverfí kallar
á breytingar
ODDVITI Bessastaðahrepps seg-
ir uppsögn skólastjóra Tónlistai'-
skólans ekki vera persónulegs eðl-
is heldur vegna skipulagsbreyt-
inga, eins og fram hafi komið á
hreppsnefndarfundi þegar upp-
sögnin var samþykkt.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir hef-
ur látið í Ijós þá skoðun sína að
uppsögn sín sem skólastjóra Tón-
listarskóla Bessastaðahrepps sé
persónuleg aðför að sér og hún
muni leita réttai- síns. íbúar
hreppsins og Hagsmunasamtök
Bessastaðahreppshafa hafa einnig
gagnrýnt uppsögnina en hún var
samþykkt á hreppsnefndarfundi í
vikunni.
Viljum útvíkka starfsemi
tónlistarskólans
Oddviti hreppsins kveður fátt
um málið að segja að svo stöddu.
,Auðvitað er þungbært að segja
fólki upp eftii- langan starfsaldur.
En við gerum miklar væntingai’ til
þessara breytinga. Það eru um
400 börn í grunnskólanum og ein-
ungis 50 þeirra voru í tónlistar-
skólanum í vetur, við viljum út-
víkka starfsemi tónlistarskólans
og gefa nýju fólki tækifæri. Fjöl-
margir hafa sýnt auglýsingu um
starfið áhuga svo það lofar góðu,“
sagði Guðmundur Gunnarsson
oddviti Bessastaðahrepps í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. „En
við getum lítið sagt, Sveinbjörg
ber okkur þungum sökum en þeg-
ar hún lætur kanna sína réttar-
stöðu á hún væntanlega eftir að
komast að niðurstöðu sem hún
verður að skoða áður en hún
ákveður að ganga lengi’a. Það er
ekkert ólöglegt við þessa uppsögn
og hún eðlilegur hluti af skipu-
lagsbreytingum.“
Ekki boðið
áframhaldandi samstarf
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
skólastjóri tónlistarskólans vill að
það komi fram að þær sögur sem
gangi um að henni hafi verið boðið
að taka þátt í breytingastarfi skól-
ans, séu uppspuni.
Hún segir að sér hafi verið boð-
in píanókennsla skólaárið 1998-
1999 sem hún hafi hafnað, en ekki
áframhaldandi samstarf vegna
breytinganna. Hún segir jafn-
framt að skólastjórastarfið sé
100% starf og þar sé kennslu-
skylda innifalin og því erfitt að að-
skilja þessa tvo hluti. „Mér vai-
ekki boðið áframhaldandi sam-
starf, heldur píanókennsla næsta
skólaár.“