Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján NÓTA- og togskipið Gardar EA kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri í fyrrakvöld. Þetta næstlengsta skip íslenska fiskiskipaflot- ans er engin smásmíði og hafnarbáturinn á Akureyri sýnist ansi smár þar sem hann dólar framan við skipið. Gardar EA, nótaskip Samherja, í fyrsta sinn til heimahafnar Aflaverðmæti rúmar 130 milljónir króna NÓTA- og togveiðiskipið Gardar EA, sem Kistufell ehf., dótturfyrir- tæki Samherja hf., keypti frá Nor- egi í apríl sl., kom í fyrsta sinn til heimahafnar í fyrrakvöld. Skipið var með rúm 800 tonn af síldarflök- um og tæp 400 tonn af gúanói sem landað var hjá Krossanesverksmiðj- unni. Aflaverðmæti skipsins í þess- um túr var um 55 milljónir króna. Gardar EA hefur farið þrjá veiði- túra frá því Samherji keypti skipið frá Noregi í lok apríl sl., einn túr á kolmunna og tvo á síld og er afla- verðmætið í þessum þremur veiði- ferðum rúmar 130 milljónir króna. Skipið var við veiðar í Síldarsmug- unni og í íslensku lögsögunni og heldur á ný til síldveiða um hádegis- bilið í dag. Þorsteinn Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri hjá Samherja, sagði skipið hafa reynst mjög vel og að Aksjón Föstudagur 26. júní 21 .OOÞ-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. sama skapi fiskað vel, frá því fyrir- tækið eignaðist þetta stærsta og fullkomnasta nótaveiðiskip íslenska flotans. í skipinu er fullkominn vinnslubúnaður fyrir uppsjávarfisk með 6 flökunarvélum og frystigetu sem nemur 150 tonnum á sólar- hring. Þá er í skipinu fullkominn sjókælibúnaður. Veiði að glæðast á Reykjaneshrygg Fjórir af togurum Samherja, Akureyrin, Víðir, Guðbjörg og Baldvin Þorsteinsson, eru við út- hafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Þorsteinn sagði að veiðin hefði verið dræm að undanfórnu en væri eitt- hvað að glæðast. Nótaskip fyrirtæk- isins, Oddeyrin og Sunnuberg, sem Samherji leigði frá Vopnafirði, voru á leið til Grindavíkur í gær með full- fermi af loðnu. Hábergið er rétt komið á loðnumiðin og Þorsteinn EA var að taka nótina á Seyðisfirði í gær og er á leið á miðin. Jón Sig- urðsson og Sæljónið eru á sfldveið- um. Hríseyin er við rækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi. Togarinn er í sín- um öðrum túr eftir slipptöku og landaði 37 tonnum á Dalvík úr íyrri túrnum og var kominn með svipað- an afla í gær. Höfum til sölu glæsilegt fullbúið raðhús við Víkurgil. Frábært útsýni. Möguleiki er að taka litla íbúð í Fteykjavík upp í kaupverð. Upplýsingar í síma 462 3005 milli 10 og 12 eða í síma 8544553. v 1 POLLINN Hljómsveitin Sín skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. lazztónleikar sunnudagskvöld kl. 21.00. Ómar Einarsson, gítar, Stefán Ingólfsson, bassi, ásamt danska trommuleikaranum Ole Saxe. Aðgangur ókeypis Bæjarráð samþykkir samkomulag um starfskjör kennara Yfí rvinmitímar eftir starfsreynslu BÆJARRÁÐ Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær sam- komulag um starfskjör grunn- skólakennara á Akureyri. I því felst að kennarar með yfir 10 ára starfsreynslu fá greidda 12 yfir- vinnutíma á mánuði, þeir sem hafa 6-10 ára starfsreynslu fá 10 tíma greidda í yfirvinnu á mánuði, en þeir sem eru nýjastir í starfi fá 7 yfirvinnutíma á mánuði. Asgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, vildi undirstrika að ekki væri um nýjan kjarasamning að ræða, þetta væri tilboð bæjarins til að leysa þann vanda sem upp var kominn í kjölfar uppsagna um 90 kennara við grunnskóla Akureyr- arbæjar. „Okkar vandi stafaði af þessum uppsögnum og við þurftum að tryggja það að kennarar kæmu aftur til starfa þannig að skólastarf yrði með eðlilegum hætti í haust,“ sagði Asgeir. Sérstaða á Akureyri Hann sagði að á Akureyri hefði verið nokkur sérstaða, en álag á kennara væri mikið, meira en víð- ast annars staðar. Astæður þess væru m.a. að tekin var ákvörðun um að einsetja skólana strax, eða áður en búið var að koma húsnæð- ismálum þeirra í viðunandi horf. Sú ákvörðun að einsetja skólana væri skynsamleg en menn hefðu ekki verið nægilega fljótir að taka ákvarðanir því tengdar, þ.e. að hraða uppbyggingu við skólana. Það gerði að verkum að víða væri þröngt setinn bekkurinn, húsnæði væri dreift sem hefði í fór með sér viðbótarálag fyrir kennara. Blandaðir bekkir Einnig nefndi Ásgeir að Akur- eyrarbær væri reynslusveitarfélag og ynni að verkefni á sviði málefna fatlaðra. Blöndun í bekki væri því meiri í skólum bæjarins en víðast annars staðar og því fylgdi aukið álag á kennara. Loks nefndi for- maður bæjarráðs þá sérstöðu að sú ákvörðun að auka kennslu við skól- ana kallaði á fleiri kennara, en þeir hefðu ekki fengist til starfa á liðnu hausti. Leiðbeinendur hefðu því í nokkrum mæli verið ráðnir í stað réttindakennara við grunskólana en það þýddi einnig aukið álag á þá kennara sem fyrir voru. „Allt þetta hjálpaðist að við að skapa þá óánægju sem hér var um- fram aðra staði. Við höfum síðustu daga verið að leita leiða til að mæta þessari óánægju og niðurstaðan varð sú að bæta yfirvinnutímum við laun kennara, mest hjá joeim sem elstir eru í starfi,“ sagði Ásgeir. Jafnframt er stefnt að því að nýtt launakerfi verði tekið upp haustið 1999, en taka á upp þá vinnu sem hafin var milli kennara- sambandsins og launanefndar sveitarfélaga á síðasta ári um end- urskoðun og starfstilhögun í skól- unum. Skólamál munu hafa for- gang samkvæmt samkomulagi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn, ráðist verður í mikla uppbyggingu við skólana og hugað að innra starfi þeirra. Viðurkenning á að kennarar hafa lágt kaup Björg Dagbjartsdóttir, sem sæti átti í viðræðuhópi kennara, sagði að í samkomulaginu fælist viður- kenning Akureyrarbæjar á því að kennarar hefðu lágt kaup, að fag- fólk vanti inn í skólana og að skóla- mál verði forgangsverkefni í bæn- um. „Þetta eru bestu kostir sam- komulagsins að okkar mati. Það felur ekki í sér byltingu í kjaramál- um, en það er tilboð um ákveðnar kjarabætur," sagði Björg. Hún sagði að stefnt hefði verið að því í upphafi af ná fram hækkun grunnlauna, en engu hefði verið þokað í þá átt. Forsvarsmenn bæj- arins hefðu viljað hafa þetta með þessum hætti, að bæta yfirvinnu- tímum við laun kennaranna. Þetta form á greiðslunum væri það sem kennarar væru helst óánægðir með, þeir hefðu kosið að viðbótin kæmi inn í grunnlaunin. Þeir kennarar sem sögðu upp störfum munu nú á næstu dögum og vikum ákveða hver og einn hvort þeir taka tilboði bæjarins og draga þá uppsagnir sínar til baka í kjölfarið. Björg sagði marga hafa ákveðið að hugsa sig um og væri það eðlilegt að fólk vildi íhuga kost- ina vandlega. Vel heppnaðir vinadag- ar soroptimistasystra HATT á þriðja hundrað soroptim- istasystur frá Norðurlöndunum tóku þátt í vinadögum á Akureyri um helgina. Þórunn Sveinbjöms- dóttir, formaður Soroptimista- klúbbs Akureyrar, sagði vinadag- ana hafa heppnast mjög vel og gest- ir átt ánægjulega daga á Akureyri. Salóme Þorkelsdóttir, forseti Soroptimistasambands íslands setti vinadagana í Menntaskólanum á Akureyri á laugardag en hátíðar- ræðuna flutti Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti Islands en hún var jafnframt verndari vina- daganna. Helen van Themsche, forseti Evrópusambands Soroptimista, kom til Akureyrar og tók þátt í vinadögunum ásamt öllum forsetum Soroptimistasambanda Norður- landanna. Á fundi tengdum vina- dögunum var fundarefnið; „Bamið - samfélagið - framtíðin", og flutti Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, framsöguer- indi. Á laugardagskvöld var hátíðar- kvöldverður soroptimistasystra í Morgunblaðið/Kristján VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Islands og Helen van Themsche, forseti Evrópu- sambands Soroptimista. íþróttahöllinni, undir veislustjórn Þóreyjar Aðalsteinsdóttur. Á sunnudag var sorptimistamessa í Akureyrarkirkju, þar sem sr. Hulda H.M. Helgadóttir prédikaði. Þá var einnig farið í skoðunarferð um Akureyri og í Laufás, þar sem sr. Pétur Þórarinsson og Ingibjörg Siglaugsdóttir sýndu gestum stað- inn. Tónleikar, kvöldvaka og messa á þjóðlagadögum ALÍSLENSKIR þjóðlagatónleikar verða haldnir í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 26. júní, kl. 21. Þórarinn Hjartarson og Ragnheið- ur Ólafsdóttir flytja ljóð eftir Pál Ólafsson, en þau Bára, Diddi og Njáll kveða, syngja og spila þjóðlög. Annað kvöld, laugardagskvöld, verður kvöldvaka að gömlum sið í Deiglunni kl. 21. Félagar úr Kvæða- mannafélaginu Iðunni í Reykjavík munu kveðast á og yrkja og kvæða- menn úr hópi heimamanna bætast við en öllum er velkomið að taka þátt í slagnum. Að lokinni kvöld- vöku streyma gestir á harmonikku- ball á Fosshóteli-KEA á vegum harmonikkuunnenda við Eyjafjörð. Þjóðlagadögum lýkur með þjóð- lagamessu í Akureyrarkirkju kl. 21. Tónlist flutt af Kór Akureyrar- kirkju, Birni Steinari Sólbergssyni organista, Jóni Rafnssyni, bassa, Snorra Guðvarðarsyni, gítar, og Daníel Þorsteinssyni verður með þjóðlagaívafi. Belgískur málari í Deiglunni BELGÍSKI málarinn og högg- myndalistamaðurinn Alex- andra Cool opnar sýningu á myndverkum í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri laugardaginn 27. júní kl. 16. Alexandra er spænskmennt- aður listmálari og arkitekt og hefur hún komið víða við á starfsferli sínum, m.a. í mynd- höggi í stein á Italíu í tæpan áratug og málaralist á Ind- landi áður en hún nam frekar við „Centre de Terre“ í Frakk- landi. Eftir ár þar snéri hún heim til Belgíu að sköpunar- starfi með dönsurum og tón- listarfólki. Undangenginn ára- tug hefur hún unnið að list sinni á Korsíku, í Brussel og New York en flest verk hennar tilheyra einkasöfnum víða um veröld. Sýningin er á dagskrá Lista- sumars og stendur til 8. júlí næstkomandi. Hundasýning í Höllinni ÁRLEG hundasýning Hunda- ræktarfélags íslands og svæðafélags HRFI á Norður- landi verður haldin helgina 27. og 28. júní í íþróttahöllinni á Akureyri. Að þessu sinni verða sýndir alls 130 hundar af 29 tegund- um auk 15 ungi-a sýnenda. Dómari verður Karl-Erik Jo- hannsson frá Svíþjóð. Sýningin hefst báða dagana kl. 11.00 og eru úrslit áætluð um kl. 16.00 báða dagana. Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeg- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.