Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 1 7
Obyggðaskokk
um Þorvaldsdal
HIÐ árlega óbyggðaskokk eftir
endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði
fer fram laugardaginn 4. júlí nk. Þor-
valdsdalur er opinn í báða enda, opn-
ast suður í Hörgárdal og norður á
Arskógsströnd.
Skokkið hefst kl. 10.00 við Fom-
haga í Hörgárdal, en Fomhagi er 60
m yfir sjávarmáli og endamarkið er
við Arskógsskóla, sem einnig er 60 m
yfir sjávarmáli. Vegalengdin er um
26 km. Allbratt er fyrsta spölinn upp
frá Fomhaga og dalbotninn nær 500
m hæð eftir 5 km en er úr því hallar
undan með þeim frávikum sem
landslagið býður upp á.
Þorvalsdalsskokkið er ætlað öll-
um, bæði konum og körlum, sem
telja sig komast þessa leið, hlaup-
andi, skokkandi eða gangandi. Tíma-
töku verður hætt eftir 6 tíma. Keppt
er í aldursflokkkum 16-39 ára, 40-49
ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára
og eldri. Þrír fyrstu í hverjum ald-
ursflokki karla og kvenna fá sér-
staka verðlaunapeninga og auk þess
fá allir pening sem komast í mark á
tilskildum tíma. Skráning við rás-
mark hefst kl. 9.30, þar greiðist
þátttökugjald og númer verða af-
hent.
Skokkarar fylgja sennilega helst
fjárgötum en mega fara hvaða leið
leið sem þeim sýnist þægilegust.
Farið er um móa, mýrlendi og norð-
lenskt hraun. Menn mega búast við
að blotna í fætur við að fara yfir
mýrar og læki. Fjórar drykkjar-
stöðvar verða á leiðinni og þar verða
björgunarsveitarmenn til taks og
einnig ekur jeppi mönnum yfir
Hrafnagilsá, einu verulegu þverána
sem er á hlaupaleiðinni. Bíll mun aka
fótum hlauparanna frá rásmarki eða
endamarki og við Árskógsskóla er
hægt að komast í sturtu.
Sá elsti 77 ára
Þetta er í fimmta sinn sem efnt er
tíl þessa skokks og sá sem hraðast
hefur hlaupið var 2 tíma og 7 mínút-
ur og elsti þátttakandinn hefur verið
77 ára. Götuskokkarar, göngumenn
og aðrir eru hvattir til að fara á sín-
um hraða um þennan fallega dal.
Framkvæmdaaðilar eru Ferðafé-
lagið Hörgur, Ungmennafélagið
Reynir, Björgunarsveit Árskógs-
strandar og Ferðaþjónustan Ytri-
Vík/Kálfskinni. Upplýsingar veitir
Bjami Guðleifsson á Möðruvöllum,
sími 462-4477 eða 462-6824.
Hótel Edda opnar á Akureyri
Annasamt í sumar
HÓTEL Edda á Akureyri tók til
starfa sl. sunnudag og eins og
mörg undanfarin ár eru fyrstu
gestir hótelsins eldri útskriftar-
árgangar sem koma til Akureyr-
ar til að samfagna nýstúdentum
sem útskrifast frá Menntaskólan-
um á Akureyri 17. júní.
Annasamt verður á hótelinu í
sumar, m.a. vegna ýmissa við-
burða á Akureyri og nágrenni.
Má þar nefna Pollamót Þórs 3.-4.
júlí, Landsmót hestamanna á
Melgerðismelum 8.-12. júlí og
Norðurlandamót unglingalands-
liða í knattspyrnu í byrjun ágúst.
Auk þess verða ráðstefnugestir
nokkurra ráðstefna sem haldnar
verða í bænum, á hótelinu, svo
og fjölmargir innlendir og er-
lendir gestir sem ferðast um
landið.
Á myndinni er Jónas Hvann-
berg hótelstjóri ásamt hluta af
starfsfólki Hótels Eddu á Akur-
eyri.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Ovenju snjólétt í Fjörðum
Grýtubakkahreppi. Morgnnblaðið.
SNJÓALÖG og færi á leiðinni
norður í Fjörður voru könnuð
skömmu fyrir miðjan júnímánuð.
Óvenjulega lítill snjór er á leið-
inni út yfir Leirdalsheiði og vart
langt að bíða að bílfært verði allt
norður í Kamb í Hvalvatnsfirði.
Er það mun fyrr en oft hefúr ver-
ið og komið hafa þau ár að ekki
er fært í Fjörður fyrr en um
fyrstu helgi ágústmánaðar og þá
eftir að leiðin hefur verið mokuð
með jarðýtu.
I liðinni viku var fó frá
nokkrum bæjum í Grýtubakka-
hreppi rekið í afrétt og er þá ým-
ist rekið vestur í Þorgilsfjörð eða
í Hvalvatnsfjörð. Gróður hefur
farið vel af stað í Fjörðum á þessu
vori en er farinn að líða verulega
fyrir þurrk en fjalldrapi er þó vel
laufgaður í hlfðum.
Gróðrarstöð
í túnjaðri
væntanlegs
álvers við
Reyðarfjörð
Reyðarfirði - í hinu nýja sveitarfé-
lagi á Austfjörðum hefur verið opn-
uð gróðrai-stöðin Sómastaðir við
Reyðarfjörð og er á samnefndri
jörð sem er staðsett á milli þéttbýl-
iskjamanna á Eskifirði og Reyðar-
firði fast við þann stað sem orðaður
hefur verið við álver Norsk Hydro.
Eigandi fýrirtækisins er Gunnar
Th. Gunnarsson skrúðgarðyrkju-
fræðingur, en hann útskrifaðist af
skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkju-
skóla nkisins á Reykjum í Ölfusi
1988.
Gunnar opnaði í byrjun júní og
síðan hefur verið nóg að gera. Mest
hefur verið að gera í sölu sumar-
blóma en einnig hefur verið töluvert
að gera í sölu garðplantna.
Á Sómastöðum fást allar helstu
garðplöntur, sumarblóm og fjölær-
ingar og einnig garðverkfæri ýmis-
konar, trjákurl, mold og áburður í
pokum.
Gunnar hefur einnig leigt út
áhöld s.s. mosatætara, keðjusög,
sláttuorf o.fl. og síðan er hann með
ýmsa garðaþjónustu s.s. garðaúðun
og trjáklippingar, hellulagnir og
alls kyns lóðafrágang. Gunnar
verður með tvo menn í vinnu í sum-
ar við afgreiðslu og garðvinnu.
Kjörorð fyrirtækisins er „Allt í
garðinn!" og það er opið alla daga
frá kl. 10-18.
Aðspurður um væntanlegt álver
sagðist Gunnar ekki óttast það. ÁI-
ver með fullkomnasta hreinsunar-
búnað og gróðrarstöð eiga að geta
farið ágætlega saman.
Á Sómastöðum er einnig gamalt
steinhús sem Hans Jakob reisti
ásamt sonum sínum árið 1875 og
setur það mikinn svip á staðinn.
Hassel Teudt
Handklæðaofnar
Vandaðir handklæðaofnar.
Fáanlegir í ýmsum stærðum.
Lagerstærðir:
700 x 550 mm
1152 x 600 mm
1764 x 600 mm
Heildsöludreiflng:
. , Smiðjuvegi 11.Kópavogi
TCnGlehf. sími 564 1088,fax564 1089
Fæst í byggingavöruverslunum um land allt.
FRÁ vígslu kaffihússins. MorgunblaíiaBig. Fannar.
Vímulaust kaffíhús í
Tryggvaskála
Selfossi - Nýverið opnaði vímulaust
kaffihús í Tryggvaskála á Selfossi.
Að opnun kaffihússins stendur
undirbúningshópur nemenda Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Undirbún-
ingur og vinna í kringum kaffihús-
ið hefúr staðið um nokkurt skeið
og má segja að langþráður draum-
ur hópsins hafi nú ræst.
Kaffthúsið er fyrst og fremst
hugsað fyi-ir aldurshópinn 16-20
ára og verða uppákomur og rekst-
ur hússins sniðinn fyrir þann ald-
urshóp. Hópurinn sem stendur að
kaffihúsinu hefur unnið allt sitt
starf í sjálfboðavinnu en Selfossbær
hefúr stutt vel við bakið á krökkun-
um og það kom fram í máli Jens
Bárðarsonar, forsprakka kaffihúss-
ins, að vonandi héldi aðstoðin
áfram nú þegar nýtt sveitarfélag,
Árborg, væri orðið að veruleika.
etto
H J A L M A R
L^L
Notaðu
heilann!
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000
Fax 540 7001 • Netf. falkinn@falkinn.is