Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ERLENT FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 21 Túnfískurinn Deilt um hvort Irakar hafi sett taugagasið VX í eldflaugar Samið við Japani Butler segir niður- stöðurnar óyggjandi UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur Hafrannsóknastofnun- arinnar og japanska íyrirtækisins MAR um áframhald samstarfs á sviði tilraunaveiða á túnfíski innan íslensku efnahagslögsögunnar. Þessir tveir aðilar hafa unnið sam- an að þessu verkefni sl. tvö ár með sérstöku leyfi sjávarútvegsráðu- neytisins. I fréttatilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun segir, að árangur samstarfsins hafi verið sá, að nú þyki ljóst, að túnfiskur komi í tölu- verðum mæli inn í íslenska efna- hagslögsögu. Enn skorti þó upp- lýsingar varðandi göngur túnfisks- ins og mergð á miðunum. Haf- rannsóknastofnunin hafi því talið ástæðu til frekari túnfiskrann- MÁLMSTEYPA Þorgríms Jóns- sonar hefur nú um nokkurra ára skeið framleitt handfærasökkur úr grájárni, einnig kallaðar pottsökk- ur, en þær eru miklu umhverfis- vænni en blýsökkur. Verða þær ásamt ýmsum nýjungum í fram- leiðslu fyrirtækisins kynntar á Umhverfisdögum 1998 en þeir verða haldnir hjá Sorpu í Gufunesi um þessa helgi, 27. til 28. júní. Kemur þetta fram í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu. A síðustu árum hefur baráttan gegn blýmenguninni verið hert um allan heim enda er hún afar skað- sókna og hefur lokið gerð samn- ings við MAR til eins árs. Að þessu sinni er ætlunin að kanna stærra svæði innan lögsög- unnar en sl. tvö ár, á fimm skipum í stað þriggja. Rannsóknatímabilið verður nokkiu lengra en fyrr eða ágúst-nóvember. Jafnframt verð- ur hafið starf við rannsóknir á stofngerð og vistfræði túnfisksins við landið, m.a. í samstarfi við jap- anska rannsóknaaðila. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunarinnar munu verða um borð í skipunum meðan á tilraununum stendur. Gert er ráð fyrir að samstarf verði milli japönsku tilraunaveiðiskip- anna og íslenskra skipa sem hyggjast gera tilraunir við túnfisk- veiðar á þessu ári. leg öllu lífríkinu. Brennur það ekki síst á okkur Islendingum sem matvælafram- leiðendum og vegna þeirrar ímynd- ar, sem fiskurinn hefur sem hrein og holl afurð. Enginn skyldi þó reyna að geta sér til um allt það magn af blýi og blýsökkum, sem liggur á grunnslóðinni kringum allt land. Landssamband smábátaeigenda samþykkti fyi'ir nokkrum árum til- mæli til félagsmanna sinna um að hætta að nota blýsökkur en enn vantar þó mikið upp á, að það hafí verið gert. Sameinuðu þjóðunum, Bagdad, London. Reuters. RICHARD Butler, formaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í fyrradag að eng- inn vafi léki á þeirri niðurstöðu rannsóknarstofu Bandaríkjahers að Irakar hefðu sett banvænt taugagas, VX, í eldflaugaodda fyr- ir Persaflóastríðið 1991. írakar neituðu þessum ásökunum í gær og sökuðu eftirhtsmenn Samein- uðu þjóðanna um að vera útsend- arar Bandaríkjanna og ítrekuðu viðvörun sína um að ef refsiað- gerðum gegn írak yrði ekki aflétt myndi það hafa alvarlegar afleið- ingar. Butler sagði að leifar af VX hefðu fundist í eldflaugaoddunum og sýnin yrðu send á rannsóknar- stofur í Sviss og Frakklandi til að ganga úr skugga um hvort niður- staða rannsóknarstofu bandaríska hersins í Maryland væri rétt. Hann kvaðst sannfærður um að niðurstaðan yrði staðfest. Bandaríkjamenn og Bretar líta svo á að rannsóknin sanni að Irak- ar hafi blekkt eftirhtsnefndina og velta því fyrir sér hvort þeir hafi falið taugagas sem enn sé hægt að nota í eldflaugaodda. Stjórnarer- indrekar Rússlands, Kína og Frakklands, sem hafa beitt sér fyrir því að slakað verði á refsiað- gerðunum sem fyrst, sögðust þó ekki vera sannfærðir um að niður- staða bandarísku rannsóknarinnar Irakar saka eftirlitsnefnd- ina um „lygi og falsanir“ væri óyggjandi. Butler gerði öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna grein fyrir rann- sókninni á fundi í fyrrakvöld og ráðið samþykkti síðan að breyta ekki refsiaðgerðunum. Ekki hafði verið búist við breytingum og lík- legt er að írakar reyni ekki aftur að fá öryggisráðið til að slaka á refsiaðgerðunum fyrr en í októ- ber. Butler sagði að eftirhtsmenn sínir þyrftu nú að komast að því „hversu mikið var framleitt af efn- inu, hvar því var komið fyrir og hvar það er núna“ þegar þeir hæfu viðræður við yfirvöld í Bagdad í júlí. Irakar hafa viðurkennt að hafa sett taugagasið sarín í eldflauga- odda en ekki VX. Þeir segja að þótt þeir hafi reynt að framleiða VX sem hægt væri að nota í eld- flaugaodda hafi það ekki tekist. Irakar beittu ekki taugagasi í stríðinu 1991 þegar hersveittf þeirra voru hraktar frá Kúveit. Irakar sögðust sannfærðir um að „réttsýnar“ þjóðir myndu ekki láta „lygar og falsanir" eftirlits- nefndarinnar blekkja sig. Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að tilgangslaust væri fyrir Iraka að neita því að þeir hefðu sett taugagasið í eldflaugaoddana. „Ekki ný uppgötvun" Skýrslu bandarísku rannsóknar- stofunnar var lekið í The Washing- ton Post áður en hún var lögð fyrir öryggisráðið og sendiherrar Rúss- lands og Kína voru sagðir hafa varpað fram þeirri spurningu á fundinum hvort skýrslunni hefði verið lekið af ásettu ráði til að styrkja stöðu Bandaríkjamanna í deilunni um refsiaðgerðirnar. Fréttaskýrendur sögðu að nið- urstaða bandarísku rannsóknar- innar væri „ekki ný uppgötvun" og töldu fréttalekann upphafið að nýrri rimmu milli Bandaríkja- manna og Iraka sem myndi ná há- marki í október þegar eftirlits- nefndin þarf að ákveða hvort halda eigi áfram leitinni að gereyðingar- vopnum í írak. Nokkrir frétta- skýrendanna sögðu að eftirlits- nefndin væri að færa sönnunar- byi-ðina yfir á Iraka, þannig að þeir þyrftu að gera fulla grein fyr- ir vopnaframleiðslu sinni fremur en að nefndin þyrfti að finna ný sönnunargögn. Umhverfísdagar 1998 Sökkur úr grájárni Loðnan er dreifð LOÐNUVEIÐIN gengur bærilega um þessar mundir, en bræla á mið- unum er til ama og svo er loðnan enn talsvert dreifð. I gær voru 18 loðnuskip skráð úti hjá Tilkynn- ingaskyldunni og voru þau dreifð á stóru svæði, norðaustur og austur af Langanesi og einnig sunnar, nið- ur undir miðja Austfirði og 40 til 90 sjómílur frá landi. Svo dæmi séu tekin um það sem á sér stað á miðunum, þá sagði Sveinn Sturlaugsson útgerðar- stjóri hjá HB á Akranesi öll skip fyrirtækisins vera á landleið, EOiði með 850 tonn, Víkingur með 1150 tonn og Höfrungur með 850 tonn. Þá voru Þórshamar og Súlan að landa 800 tonnum hvor á Neskaup- stað og Börkur var á landleið með 1000 tonn að sögn Haraldar Jörg- ensen hjá Síldarvinnslunni á Nes- kaupsstað. I gær hafði alls verið landað 10.559,948 tonnum af loðnu á fimm stöðum samkvæmt upplýs- ingum frá Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Enn verið að landa síld Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva lönd- uðu fjórir síldarbátar afla á mið- vikudag, Þorsteinn rúmum 967 tonnum í Grindavík, Garðar rúm- um 336 tonnum á Akureyri, Glófaxi rúmum 513 tonnum á Neskaups- stað og Beitir rúmum 483 tonnum á sama stað. AIls hafði þá verið landað 203.581,961 tonni hjá ís- lenskum fiskvinnslustöðvum á ver- tíðinni. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir erhöfuðatriði viljirþú ífebrúar 1. júlí er höfuðatriði viljir þú góða greiðslu. Stofn-félagar, og þeir sem ganga í Stofn fyrir 1. júlí, geta átt von á endurgreiðslu í febrúar á næsta ári sem nemur allt að 10% af iðgjöldunum. SJQVAnnTTALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni Ovenjulegasta fjölskyldusýningin? 4 • Volvo glæsibifreið sem gengur fyrir gasl • Sorpustrákurinn og Sorpustelpan gefa gjafir • Kynning 40 fyrirtækja i endurvinnslu og umhverfisvernd Velkomin á Umhverfisdaga 1998 í Gufunesi um helgina S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS b* www.sorpa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.