Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 22

Morgunblaðið - 26.06.1998, Page 22
SS xcfii r/,fn. .9': íi:’o/.a'n>.ö'-i 22 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Frjálsir demókratar í Þýzkalandi á báðum áttum Formaðurinn vill hollustu við Bonn. Reuters. 212 farast í flóðum í Kína AÐ minnsta kosti 212 manns hafa farist af völdum víðtækra flóða í Kína undanfarna daga og er tjón vegna flóðanna metið á hundruð milljóna Bandaríkja- dala, að því er kínverskir emb- ættismenn sögðu í gær. Flóð sem þessi verða á hverju sumri í Kína. Meðal þeirra staða sem orðið hafa fyrir barðinu á flóð- unum nú er borgin Guilin, en hún er einn af viðkomustöðum Bills Clintons, Bandaríkjafor- seta, sem nú er í opinberri heimsókn í Kína. Ekki hefur orðið mannskaði vegna flóðanna í Guilin. 200 heimili yfirgefín BJÖRGUNARSVEITIR á Flórída hófu í gær að flytja fólk frá um 200 heimilum á Daytona Beach þar sem hætta stafar af skógareldum er geisa um mið- bik ríkisins. Tuttugu og fimm heimili höfðu verið yfirgefin á þriðjudag. Slökkviliðsmenn höfðu í gær náð tökum á eldin- um sumstaðar, en alls brann á 72 stöðum. Tuttugu o g þrír létust TUTTUGU og þrír létust og 39 slösuðust þegar svalir á íþrótta- leikvangi hrundu í borginni Naltsjík í Suður-Rússlandi í gær. Tvö böm vom meðal þeirra sem fómst. Glímukeppni stóð yfir á leikvanginum er slys- ið varð. Horfíð verði frá Bosníu ÖLDUNGADEILD bandaríska þingsins fór á miðvikudag fram á að bandarískir hermenn yrðu með tíð og tíma kvaddir heim frá Bosníu, og að forsetaemb- ættið skyldi leggja fram skýra stefnu um hvemig binda ætti enda á hernaðaríhlutunina í Bosníu. Þingið samþykkti ályktun þessa efnis með níutíu atkvæðum gegn fimm. Samþykki fyrir 31. ágúst BRESKA stjómin ákvað í gær að flýtt skyldi afgreiðslu laga um samþykki við alþjóðlegu banni við notkun jarðsprengja. Skal þingið hafa samþykkt lög- in fyrir 31. ágúst, en þá verður ár liðið frá þvi Díana prinsessa lést í bílslysi. Diplómata- flótti „ögrun“ ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í gær að fjöldaflótti erlendra stjórnarerindreka frá landinu vegna deilna um húsnæði væri „ögrun“ af hálfu Vesturlanda. Fulltrúar þeirra segja forset- ann hafa þrotið Vínarsáttmál- ann um meðferð á stjómarer- indrekum, með því að reka þá á brott frá tilteknu hverfi í höfuð- borginni, Minsk. Sagði Lúkasjenkó framferði Vestur- landa „til skammar". Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn tjáir sig um deiluna. FRJALSI demókrataflokkurinn í Þýzkalandi (FDP) hyggst á flokks- þingi um helgina reyna að bæta stöðu sína í kosningabaráttunni fyr- ir þingkosningamar í haust með því að taka opinberlega af vafa um það með hverjum flokkurinn vilji starfa í ríkisstjórn eftir kosningamar. Nokkrir áhrifamiklir forystu- menn FDP hafa að undanfömu látið í ljósi vilja til þess að flokkurinn gangi óbundinn til kosninganna, þ.e.a.s. að hann láti ekki skuldbinda sig til að halda áfram samstarfi við Kristilega demókrata og Helmut Kohl, en skoðanakannanir benda til að stjómarflokkarnir muni tapa þingmeirihluta sínum í haust og jafnaðarmenn (SPD) undir forystu Gerhards Schröders muni standa uppi sem sigurvegarar. Wolfgang Gerhardt, formaður FDP, setti spuminguna um holl- ustuyfirlýsingu við Kohl á dagskrá flokksþingsins nú um helgina í því skyni að kveða niður þessar raddir innan flokksins sem telja affara- sælla að ganga óbundnir til kosn- inga, en slíka stefnubreytingu telja formaðurinn og fleiri í flokksforyst- unni skaðlega fyrir trúverðugleika flokksins og þar með fylgishorfur hans í kosningunum. Útlitið svart Samkvæmt skoðanakönnunum stendur fylgi FDP tæpt; það mælist í kringum 5%, en það er lágmarks- fylgið sem þarf til að hljóta þingsæti á Sambandsþinginu, neðri deild þýzka þingsins. A undanfömum árum hefur FDP verið í kreppu; honum hefur mistek- izt að ná lágmarksfylgi í kosningum til héraðsþinga 12 af 16 sambands- löndum Þýzkalands. Flokkurinn hefur hins vegar átt aðild að öllum ríkisstjómum Sambandslýðveldis- ins frá þvf 1969, fyrstu 13 árin í samstarfi við SPD, en frá 1982 hafa Kohl fulltrúar hans setið í stjórn Helmuts Kohls. Ef flokkurinn tapaði fulltrú- um sínum á Sambandsþinginu yrði útlitið svartara en nokkm sinni fyr- ir flokkinn, sem þar með gæti jafn- vel leyst upp. Þar með væm líka dagar Kohls á kanzlarastólnum endanlega taldir, þar sem útilokað er að flokkur hans nái hreinum þingmeirihluta. En Kohl var sigurviss í gær. Hann sagðist í þingræðu vera viss um að hann muni bera sigurorð af Gerhard Schröder í haust og gagn- rýndi keppinaut sinn fyrir að hafna boði um kappræður á þinginu. Schröder á sem forsætisráðherra Neðra-Saxlands ekki sæti í neðri deild þingsins, en sagðist hafa neyðzt til að hafna boði Kohls vegna annarra skuldbindinga þenn- an dag, sem ekki hefði verið hægt að breyta. Kohl hafði áður hafnað boði Schröders um sjónvarpskapp- ræður. ---------------------------------- i Stofnandi Hamas snýr aftur til Gaza Berst áfram ; i Israel Gaza. Reutcrs. AHMED Yassin, stofnandi Hamas, róttækrar hreyfingar Pal- j estínumanna, kvaðst ætla að halda áfram baráttu sinni gegn ísrael eftir að honum var leyft að snúa aftur til Gaza-svæðisins í fyrradag. „Við emm staðráðin í að halda áfram heilagri baráttu okkar þar til þjóð okkar hefur unnið sigur og flóttafólkið getur snúið aftur,“ sagði Yassin skömmu eftir kom- una til Gaza. Spáir endalokun ( Israelsríkis Tugir forystumanna og stuðn- j ingsmanna Hamas tóku á móti Yassin við landamærin og fylgdu honum til móttökuathafnar á íþróttaleikvangi nálægt heimili hans í Gaza-borg. Yassin var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir baráttu gegn Israels- ríki en leystur úr haldi í október. Hann fór á sjúkrahús í Egypta- j landi í febrúar vegna sýkingar í eymm og ferðaðist síðan til nokk- urra múslimaríkja, sem em óvin- » veitt ísrael og andvíg friðarsamn- ingum Israela og Palestínumanna. Þegar Yassin var í Sýrlandi ný- lega spáði hann því að Ísraelsríki myndi líða undir lok og palestínskt ríki yrði stofnað á fyrsta fjórðungi næstu aldar. Sharon andvígur j ferðafrelsi Yassins Israelski ráðherrann Ariel Shar- j on sagði að rangt hefði verið að heimila Yassin að fara frá Gaza eftir að hann var leystur úr haldi og einnig að leyfa honum að snúa aftur. Israelskir sérfræðingar telja að Yasser Arafat, leiðtoga sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, og ísraelum stafi hætta af Yassin beiti hann sér jafn ötullega í þágu j Hamas á Gaza-svæðinu og hann gerði í múslimaríkjunum. Yassin sagði í gær að fór sín ^ væri á engan hátt ógnun við stöðu Arafats, og að Hamas-samtökin kæmu „aldrei í staðinn fyrir heimastjóm Palestínumanna“. Kafbáturinn rannsakaður Reuters SUÐUR-KÓRESKIR hermenn rannsökuðu í gær norður-kóreska kafbátinn sem sökk sl. þriðjudag er verið var að draga hann til hafnar í Suður-Kóreu. Lík átta norður-kóreskra hermanna fundust í bátn- um í gær, að því er s-kóreska ríkissjónvarpið greindi frá, en varnarmálaráðuneytið bar fregnirn- ar til baka. Kafbáturinn fannst strandaður, hálfur á kafi, um 18 km úti fyrir strönd S-Kóreu á mánudag. 13.000 sérfræðingar frá öllum heimshornum koma saman á alnæmisráðstefnu London, Höfðaborg. Reutcrs. UM 13.000 sérfræðingar hvaða- næva úr heiminum koma saman í Genf á sunnudag á alþjóðlegri ráð- stefnu um alnæmi þar sem m.a. verður fjallað um betri forvamir til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins og rannsóknir á lyfj- um, sem bera meiri árangur og hafa minni eiturverkun. Vísindamenn, læknar, embætt- ismenn, alnæmissjúklingar og full- trúar samtaka, sem hafa barist fyrir aðgerðum gegn sjúkdómn- um, verða á ráðstefnunni sem lýk- ur á föstudaginn kemur. Talið er að hartnær tólf milljónir manna hafi þegar dáið af völdum sjúk- dómsins og búist er við að um aldamótin verði um 40 milljónir manna smitaðar af alnæm- isveirunni. Aðgerðir til að brúa bilið milli lækna og sjúklinga og ríkra og fá- tækra landa heims verða helsta umræðuefni ráðstefnunnar. Ný lyf og betri forvarnaaðferðir hafa borið góðan árangur í ríku löndun- Ahersla lögð á betri forvarnir um en ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins í mörgum löndum Af- ríku og Asíu sem hafa ekki efni á dýrum lyfjameðferðum. 70% alnæmissjúklinganna búa í Afríku 70% allra alnæmissjúklinga heimsins búa í Afríku þar sem læknar og heilbrigðisyfirvöld reyna enn að kveða niður ýmsar sögusagnir um sjúkdóminn, svo sem þá að mök við hreina mey lækni menn af alnæmi. Afrískir töfralæknar hafa t.a.m. haldið því fram að dularfullt mauk, sem bor- ið er á líkamann, verndi menn fyr- ir alnæmi og ungir menn tnia því að hættulaust sé að sofa hjá feit- um konum vegna þess alnæmis- sjúklingar horast áður en þeir deyja. En alnæmissjúklingunum held- ur áfram að fjölga í álfunni. Af 31 milljón manna, er hafa smitast af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, býr 21 milljón sunnan Sahara í Af- ríku, samkvæmt nýjustu áætlun UNAIDS, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn út- breiðslu alnæmis. ,Astandið er augljóslega verst í Afríku," sagði Bemard Schwartlander, faraldursfræðing- ur hjá UNAIDS. „Rúmlega 10% fullorðinna Afríkumanna hafa HIV-veiruna en meðaltalið út um allan heim er eitt prósent." Schwartlander bætti við að Af- ríkuríldn gætu ekki beðið eftir bóluefni eða lækningu við alnæmi og þyrftu að einbeita sér að því að bæta forvamimar. „Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að næsta áratuginn verður ekki hægt að þróa bóluefni sem hægt er að dreifa í miklum mæli. Þess vegna er mikilvægast að rfldn einbeiti sér að fyrirbyggjandi aðgerðum." Heilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna, WHO, segir að á degi hverjum smitist 7.500 Afríku- menn af alnæmisveirunni. Flesth- þeirra eru á aldrinum 15-40 ára og hætta er á að sjúkdómurinn geri efnahagsbata álfunnar síðustu árin að engu, auk þess sem munaðar- leysingjum fjölgar og álagið á heil- brigðiskeifið eykst, en það á nú þegar við mikinn vanda að stríða vegna skorts á starfsliði og fjár- magni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.