Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
Fíkniefnavandi
hjá Amish-fólki
Washington. Daily Telegraph
Chirac
í Namibíu
Kinkel ræðir við leiðtoga Kosovo-Albana
Utilokar
sjálfstæði
Bonn, Belgrad. Reuters.
EITURLYFJAVANDINN hefur
nú teygt anga sína til hins friðsæla
samfélags Amish-fólks í Pennsyl-
vaníu í Bandaríkjunum.
Öldungar, sem njóta virðmgar-
stöðu í samfélagi þeirra, staðfestu
þetta við réttarhöld yfir tveimur 23
ára mönnum sem sakaðir eru um
að hafa dreift kókaíni innan samfé-
lagsins. Sögðu öldungamir að þrátt
fyrir að margir teldu Amish-fólkið
fullkomið hefði það sín vandamál
og að þeir hefðu miklar áhyggjur
af vaxandi eiturlyfjavanda.
Sakbomingamir, Abner Stolfuz
og Abner King Stolzfus, em sak-
aðir um að hafa dreift efnum að
andvirði 70 milljóna íslenskra
króna meðal Amish-ungmenna.
Saksóknarar segja þá hafa starfað
með harðvítugu mótorhjólagengi
frá árinu 1992. Gengið nefnist
Pagans, eða heiðingjar, og er for-
ingi þess þekktur fyrir að brjóta
fætur manna með öxi og kýla
framtennurnar úr hverjum þeim
sem dirfíst að óhlýðnast fyrirmæl-
um hans.
Eiga erfitt með að skilja þetta
Lögfræðingar tvímenninganna,
sem neita ásökunum um dreifingu
efnisins, segja foreldra piltanna
mjög íhaldssama og eiga í erfiðleik-
um með að skilja þetta. Freistingar
leynist hins vegar alls staðar. Pilt-
amir iðrist eigin neyslu og hafi nú
snúið aftur til kirkjunnar.
Amish-fólkið, sem hefur orð á sér
íyrir einfaldan lífstíl, trúrækni,
vinnusemi og strangan aga, er kom-
ið af þýskum innflytjendum sem
fluttu vestur um haf eftir klofning
innan kirkjunnar árið 1693. Það af-
neitar öllum tækninýjungum og
yrkir landið á sama hátt og fyrir-
rennarar þess gerðu á 17. öld.
Biskup safnaðarins mun á næst-
unni halda í fyrirlestraferð þar sem
hann mun vara 2.530 fjölskyldur
við þeim hættum sem fylgja eitur-
lyfjum.
SAM Nujoma, forseti Namibíu,
heldur á leifuin elstu höfiiðkúpu
sem vitað er um í landinu, en
Jacques Chirac, Frakklandsfor-
seti, tekur undir lófaklapp við
vígslu fransk-namibísku menning-
armiðstöðvarinnar í höfuðborg-
inni Windhoek í gær. Franskir
vísindamenn færðu Nujoma höf-
uðkúpuna að gjöf. Namibía er
fyrsti viðkomustaður Chiracs á
sex daga ferð um suðurhluta Af-
ríku.
Frökkum er í mun að ýta undir
frumkvæði í viðskiptum franskra
fyrirtækja og fyrirtækja í suður-
hluta Afríku, sem hafa áhuga á að
færa út kvíarnar til vesturhluta
álfunnar, þar sem hefð er fyrir
frönskum áhrifum. „Það er ekki
alþjóðleg samkeppni um Afríku.
Því fleiri ríki sem hafa áhuga á
álfunni, því betra,“ sagði franskur
sljómarerindreki í gær.
Frakkar vilja einnig sýna og
sanna pólitísk ftök sín f suður-
hluta álfunnar og kröfðust þess
að Chirac yrði tekið með ná-
kvæmlega sama hætti í Suður-
Afríku og Bill Clinton var tekið er
hann kom þangað fyrr á árinu.
Olli krafan nokkmm titringi í s-
afríska sljómkerfinu.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðheira
Þýskalands, sagði í gær að leiðtog-
ar Vesturlanda myndu reyna til
þrautar að finna pólitíska lausn á
deilunni um Kosovo en lagði
áherslu á að ekki kæmi til greina
að styðja kröfu albanska meirihlut-
ans í héraðinu um sjálfstæði.
Kinkel lét þessi orð falla eftir
fund með Ibrahim Rugova, leið-
toga Albana í Kosovo, og sagði að
Atlantshafsbandalagið (NATO)
væri tilbúið til hernaðaríhlutunar í
því skyni að binda enda á hernað-
araðgerðir Serba gegn Albönum í
héraðinu. Hann bætti þó við að
bandalagið hefði ekki gefið upp
vonina um að hægt yrði að leysa
deiluna með friðsamlegum hætti.
Rugova, sem ræddi síðai- við
Helmut Kohl kanslara, hvatti Vest-
urlönd til að grípa til hernaðarað-
gerða í því skyni að binda enda á
„þjóðernishreinsanir" Serba í hér-
aðinu. „Við hvetjum til meiri hem-
aðarviðbúnaðar í Kosovo til að
vernda fólkið þar. Og við vitum öll
að besta lausnin væri sjálfstætt,
hlutlaust Kosovo.“
Kinkel áréttaði hins vegar af-
stöðu NATO og Evrópusambands-
ins, sem hafa hvatt Rugova til að
falla frá kröfunni um sjálfstæði og
hefja þess í stað viðræður við
í KJÖLFAR þess að brezka
æsifréttablaðið The Sun sneri við
blaðinu í afstöðu sinni til Tonys
Blairs og kallaði hann „hugsanlega
hættulegasta mann Bretlands"
vegna þess að honum virtist liggja
á að koma Bretlandi í Efnahags- og
myntbandalag Evrópu, EMU, vís-
aði hann ásökuninni um stefnu-
breytingu á bug, en að sögn The
Daily Telegraph
kvað við nokkuð
annan tón í mál-
flutningi Blairs í
tengslum við
myntbandalagið
en áður.
Blair tjáði
neðri deild
þingsins að þessi gagnrýni blaðsins
myndi ekki verða til þess að hann
breytti stefnu sinni, en samkvæmt
frásögn Daily Telegraph gætti
meiri varúðar gagnvart EMU í
máli hans en áður. Hann sagði
stjórnina hafna því að útiloka aðild
Bretlands að myntbandalaginu „af
grundvallarástæðum" og lagði
áherzlu á þau efnahagslegu skil-
yrði sem stjómin hefði sett sér að
yrðu að vera uppfyllt áður en til
greina kæmi að skipta pundinu út
fyrir evróið, hina sameiginlegu
Evrópumynt.
Þykir þetta nokkur áherzlu-
breyting frá því sem Blair sagði á
leiðtogafundi Evrópusambandsins
(ESB) í Cardiff 17. júní sl. Þar
lýsti hann myntbandalaginu sem
„þáttaskilum" fyrir Evrópu og
leiddi að því líkur að það myndi
hjálpa álfunni til að upplifa langt
serbnesk stjórnvöld um að héraðið
fái sjálfstjórn.
Kosovo hefur alltaf verið hérað í
Serbíu, þótt það hafi notið vera-
legra sjálfstjómarréttinda tO árs-
ins 1989, og var ekki lýðveldi í
júgóslavneska sambandsríkinu
eins og Slóvenía, Króatía, Bosnía
og Makedonía, sem hafa fengið
sjálfstæði.
Holbrooke
ræðir við Milosevic
Richard Holbrooke, sendimaður
Bandaríkjastjórnar, ræddi í gær
við Slobodan Milosevic, forseta Jú-
góslavíu, í Belgrad í annað sinn á
tveimur dögum. Ekki var búist við
að skýrt yrði frá árangri fundarins.
Gert var ráð fyrir að Holbrooke
færi aftur til Kosovo í dag og héldi
áfram að ferðast milli borga á
Balkanskaga til að knýja fram frið-
arviðræður eins og hann varð
þekktur fyrir þegar hann ti-yggði
friðarsamning í Bosníu 1995.
Jevgení Prímakov, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að
friðarumleitanirnar réðust nú af
því hvemig Albanar í Kosovo svör-
uðu tilboði Milosevic þess efnis að
samið yrði um sjálfstjórn héraðs-
ins. „Boltinn er nú hjá Albönum,“
sagði hann.
efnahagslegt styrkleikaskeið með
stöðugum gjaldmiðli, svipað og hin
sterka staða dollarans í heimsvið-
skiptum hefði hjálpað Bandaríkj-
unum.
Hagsveiflan
lykilatriði
Um þessar mundir er hagsveifl-
an í brezku efnahagslífi stödd allt
annars staðar en
tilfellið er í ráð-
andi ríkjum
meginlandsins,
og því eru ráð-
andi fylkingar
brezkra stjóm-
mála sammála
um að það þjóni
ekld brezkum hagsmunum að ger-
ast aðildar að EMU sem stendur.
Agreiningurinn stendur hins vegar
um hversu fljótt talið sé líklegt að
aðstæður í brezku efnahagslífi
verði þannig að það þjóni hags-
munum þess að taka þátt í EMU.
Francis Maude, sem fer með
fjármál í skuggaráðuneyti íhalds-
flokksins brezka, nýtti fyrstu opin-
bera ræðu sína í því hlutverki, sem
hann flutti sama dag og The Sun
sló upp gagnrýni sinni á Blair, til
að tíunda ítarlegustu rökin gegn
aðild Bretlands að EMU í bráð,
sem flokkurinn hefur sett fram til
þessa.
Hann nefndi hærri vexti, gífur-
legan kostnað við gjaldmiðilsskipt-
in, of mikið stýringarbákn og meiri
skattheimtu sem óhjákvæmilega
ókosti við að gefa pundið upp á bát-
inn.
ÍSLENSKI HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF.
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfundur íslenska hlutabréfasjóðsins hf.
verður haldinn fostudaginn 10. júlí 1998, kl. 17.00
í Sunnusal, Hótel Sögu.
Dagskrá auglýst síðar.
§
, LANDSBREF HF.
SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 535 2000, BRÉFSÍMI 535 2001, landsbref.is.
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, A0ILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
Blair bregzt við atlögu The Sun
Segir stefnu
sína óbreytta
Lundúnum. The Daily Telegraph.