Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.06.1998, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sjálfsbjörg á höfuðborg- arsvæðinu 40 ára Fleira um Stiklur JÁ, ÞAÐ eru 40 ár liðin £rá stofnun félags- ins, nánar tiltekið 27. júní 1998. Það var hópur hreyfi- hamlaðs fólks sem hafði hist nokkrum sinnum og velt fyrir sér stofnun félags fatlaðra. Svo var það 27. júní 1958, sem haldinn var stofnfundur. Eldhuginn Sigui'sveinn D. Kristins- son tónskáld leiddi hóp- inn við stofnun Sjálfs- bjargar í Reykjavík. Hann hafði 9. júní sama ár stofnað á Siglu- firði fyrsta Sjálfsbjarg- arfélagið. Ákveðið var að öll félögin skyldu heita Sjálfsbjörg félag fatlaðra og svo staðarheitið á eftir. Stofnuð voru 5 félög þetta fyrsta ár 1958. Árið 1959 er landssamband félaganna stofnað og var það nefnt Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Átti það að halda utan um félögin og veita þeim þann stuðning, sem þurfti til að félögin gætu dafnað. Sjálfsbjörg varð brautryðjandi í málefnum fatlaðra, þar sem ekki voru mörg slík félög til á þessum ár- um. Reyndar var til félag, sem hét Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, en það var í upphafi stofnað af for- eldrum og aðstandendum fatlaðra barna og unglinga. Hópurinn, sem stofnaði Sjálfsbjörg, vildi sjálfur vinna að sínum málum og fannst hann helst geta það með því að stofna eigið félag. En alltaf var gott samstarf við Styrktarfélagið langt fram eftir árum. Fyrsta húsnæði félagsins var í húsi Styrktarfélagsins að Sjafnargötu 9. Þar hafði félagið aðstöðu fyrir skrifstofu og ræktaði þar hinn fé- lagslega þátt, sem hefur síðan verið ríkjandi í fé- lagslífinu. Samkvæmt eldri fundargerðum félagsins var strax mikið rætt um málefni félaganna, sem helst sneri að Trygg- ingastofnun ríkisins. Og enn þann dag í dag er verið að kljást um rétt- indi og lq'ör fatlaðs fólks. Því þótt mikið hafí áunnist hefur líka margt horfið og eru t.d. nú allar bætur tekju- tengdar, sem væri í lagi ef viðmiðun- Eldhuginn Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld leiddi hópinn, segir Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, við stofnun Sjálfsbjargar í Reykjavík. artekjur tekjutryggingai- væru hærri en nú eru, eða um 18 þúsund krónur á mánuði og eftir það skerð- ist hver króna um 45%. Ef fólk hefur rétt á lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót nær það ekki lág- markslaunum í landinu og jafnvel ekki þó að réttur sé á einhverjum uppbótarflokki. Þetta er ekki í anda þeirra Almannatrygginga, sem mót- uð voru árið 1930. Við sem stóðum að stofnun félags- ins held ég hafi verið þannig innan- brjósts eins og segir í kvæði eftir Ás- geir Ingvarsson, lagið eftir Sigur- svein D. Kristinsson: „Rofin er hula húms og skugga hafinn er dagur nýr.“ Það má með sanni segja að ný sýn á lífið hafi opnast við stofnun félags- ins. En málefnin eru mörg sem unnið hefur verið að og má þar nefna t.d. ferlimál, sem eru okkar hjartans mál og hefur þokast talsvert áleiðis, og þó kannski mest hin síðari ár. I tilefni af afmælinu ætlar Sjálfs- björg á höfuðborgarsvæðinu að vera með útihátíð og dagskrá á landi, sem félagið fékk til afnota árið 1994 og er í landi Vatnsenda við Elliðavatn. Ætlunin er að opna útivistarsvæðið formlega og gefa því nafnið Kriki. Nafnið er kannski ekki tilkomumik- ið, en það er Krikinn okkar og um leið ömefni í landinu þar í kring. Unnið hefur verið við að gera stað- inn aðgengilegan og er það stolt okk- ar að gera þetta þannig úr garði að fatlaðir komist þar um, en margt er þó ógert. Félagið hefur notið stuðn- ings margra aðila við þetta verk og færum við þeim miklar þakkir fyrir. Hátiðin hefst kl. 14:30 á laugar- dag. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir Kvótakerfið - Ætla Islendingar að týna Ameríku í annað sinn? DV HEFUR það eftir Rögnvaldi Hann- essyni, prófessor í Björgvin, að kvóta- kerfið sé merkasta uppgötvun, sem Is- lendingar hafi gert. Þetta em stór orð um mennina, sem upp- götvuðu Grænland, Ameríku, Svalbarða (Jan Mayen), þjóðveld- ið og skuttogarann. Öllu var þessu þó glutrað niður af ýms- um ástæðum. Af háværri andstöðu margra Islendinga við kvótann mætti ætla að það mundi standa á endum að við myndum leggja kvótann niður í þann mund er aðrar þjóðir taka hann almennt upp. Ef til vill er þetta óþarflega mikii svartsýni. Almenningur veit sínu viti. Eftir því sem menn hamast meira gegn kvótanum eflist fylgi stjórnar- flokkanna í skoðana- könnunum. Sjálfstæð- isflokkurinn nýtur um þessar mundir tæplega 50% fylgis og mikill meirihluti þjóðarinnar styður ríkisstjóm Da- víðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímsson- ar. Fylgi Sverris Her- mannssonar, sem boð- ar afnám kvótakerfis- ins, mælist ekki. Þjóð- in veit betur. Á móti þessu geta menn bent á að 75% þjóðarinnar séu fylgjandi auðlind- arskatti eða auðlindargjaldi, eftir því hvað menn vilja kalla þetta. En hvernig er spurt? Eins og Markús Möller hefur matreitt þetta mál er efni spurningarinnar í skoðana- könnuninni eitthvað á þessa leið: Jóhann J. Ólafsson ^.0 LL HREir í Sl IEFI m í Urvalið er hjá okkur lí i ES1 A I piAsS*' . 1 -■ass. Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur 1 I—"Hl Sími: 510-0000 • Fax; 510-0001 ’ / Eg verð að lýsa aðdáun minni á þeim hluta þjóðarinnar, sem lætur ekki blekkjast af þessu lýðskrumi, segir Jóhann J. Olafsson í fyrstu grein sinni um kvótakerfið. „Viltu 25 þús. krónur á ári? Út- gerðin borgar." 75% svarenda vilja það en 25% ekki. Ég verð að lýsa aðdáun minni á þeim 25% þjóðar- innar, sem láta ekki blekkjast af þessu lýðskrumi. í nýlegri skoðanakönnun svöruðu 80% játandi spurningunni: „Viltu að ríkið verji meiru fé til heilbrigðis- mála?“ I raun er verið að spyrja: „Viltu meiri ókeypis heilbrigðis- þjónustu?" 80% vÚja það. Hvernig hefði svarið orðið við spurningunni: „Vilt þú verja meiru fé til heilbrigð- ismála?" Jákvæð útkoma við þeirri spurn- ingu hefði varla orðið 80%, en samt hygg ég að mörgum kæmi á óvart hversu margir eru reiðubúnir sjálf- ir að leggja meira fé fram til heil- brigðismála. Seinni spurningin hefði skilað nákvæmari og raun- særri niðurstöðu. Ég tek heilshug- ar undir skoðun Rögnvaldar Hann- essonar um að kvótakerfið sé ein- hver mesta uppgötvun íslendinga. Fyrir mörgum árum hélt ég því fram í blaðagrein að Efnahags- bandalagið ætti að taka okkar fisk- veiðistjórnunarkerfi til fyrirmynd- ar. Ég er sannfærður um það að ef kvótakerfið verður almennt tekið upp í heiminum verði það næsti stórsigur gegn hungurvofunni í þróunarlöndunum. Höfundur er stórkaupmaður. MIKIL býsn þóttu mér skrif Eiríks Þor- lákssonar hér í blað- inu á Jónsmessudag, illu heilli orðræða á mörkum þess að vera svaraverð. Afar leitt þykir mér að hafa spillt þjóðhá- tíðarskapi listsögu- fræðingsins sem ég tel mig ekkert eiga sökótt við, og rak á rogastans, en litlu ráð- um við listrýnar blaðs- ins hvenær skrif okk- ar birtast sem ég veit að hann varð meira en var við tímaskeiðið sem hann fyllti hópinn fyrir minn atbeina. Sjálfur þurfti ég að bíða í 10-11 daga eftir að grein mín um merkasta og þýðingarmesta myndlistarviðburð Listahátíðar, sýningar á verkum óvita- og hjástefnulistamannsins Max Ernst, rataði loks á síður blaðsins. Öll bera skrif Eiríks þess vott að hann hafi hespað þau af í stundarbræði og óspart verið hvattur og bakkaður upp, þannig að hann hefur tapað áttum um stund, því þau standast engan veginn nána opna og rökræna skoðun. Rýni mín á framkvæmdina, Stiklað á Straumum, úrval lista- verka úr eigu Listasafns Reykja- víkur, var þaulhugsuð og margra daga verk og leit ég sex sinnum inn á Kjarvalsstaði áður en ég lét hana frá mér fara, slíkt þótti mér vægi hennar. Skiptir minna hvort sýningunni hafi seinkað eða ekki vegna kosn- inga, mun meiru að óhugsandi á að vera að nota þessa listhöll Reykjavíkur undir kjörstað. En öllu, svo litið sé til næsta nágrenn- is, að engum óbrjáluðum dytti í hug að nota Den Frie, eða Charlottenborg í Kaupmannahöfn, til slíkra athafna, Malmö Kon- sthall, Liljeválchs-listhöllina, eða núlistasafnið í Stokkhólmi, At- henæum eða nýja núlistasafnið í Helsingfors, Kunstnerenes Hus, eða Samtímalistasafnið í Ósló, því síður hinar stærri listhallir heims- borganna. Tel mig ekki þurfa að útskýra það nánar, en gæti sama fólk hugsað sér Hallgrímskirkju sem kjörstað? Þar er vel að merkja hátt til lofts og vítt til veggja. Upplýsandi, að allt ferlið var vitað með góðum fyrirvara, segir okkur helst að hér muni um mark- aða sumarsýningu að ræða sem skeytt var við Listahátíð og kem- ur því lítið embættisfærslu Eiríks við. Hann er eðlilega enn að fram- kvæma það sem forverinn skipu- lagði fram í tímann. Þótt ég noti stærstu stækkunar- gler sé ég hvergi í skrifi mínu að- dróttanir um að á sýningunni á Borgarsafni núlista í París hafi verið samankomið, óþekkt og „óverðugt" listafólk, en getur Ei- ríkur borið það til baka að innan um hafi verið fólk í námi eða ann- að sem sýningarstjórar eru að markaðssetja og fáir í heimalönd- unum kannast við? Það hafa þá margir starfsbræður mínir í út- landinu verið með skyldar að- dróttanir á síðustu árum ef marka má orðræðuna í menningarkálfum dagblaðanna. Nýverið kom út bók í Kaup- mannahöfn, sem tekur ástandið í listheiminum fyrir og óskipta at- hygli mun hafa vakið. Hef ég hug á að nálgast hana eins fljótt og mér er auðið og greina lesendum blaðsins frá efni og innihaldi eftir bestu getu, verður þá kannski ráð að halda orðræðunni áfram. - Ef ekki eru forsendur fyrir hendi að gera sumar- sýningar fjölþættar og spennandi fyrir fólk, jafnt innlent sem útlent, þá veit ég ekki tilgang þeirra. Er á leið til London í þann mund sem sumarsýn- ingin á Royal Academy opnar í þvi skyni að fjalla um hana og margt fleira, en þar er gífurleg þröng á þingi frá því hún opnar á morgn- ana og lokar á kvöld- in. Gefur auga leið, að þar á breitt úrval breskra listamanna verk eftir sig og engin útilokunar- regla í gildi né örfáir gæðingar forstöðumannsins valdir út og þeir slegnir til riddara á kostnað allra annarra. Það er engin heildarsýn en einmitt „stiklað á stóru“ varð- andi það helsta sem er að gerast í breskri samtímalist og telst mik- ilsvert í myndlistarsamræðunni, dialógunni. Állt tekið til meðferð- ar en engin aldursgreining né kvótaskipting á dagskrá. Þá bý ég í nágrenni Kjarvalsstaða, nýt þess iðulega að ganga yfir Klambratún Ef ekki eru forsendur fyrir hendi að gera sumarsýningar fjölþættar og spennandi fyrir fólk, þá veit Bragi Asgeirsson, ekki tilgang þeirra. og á þá leið framhjá Kjarvalsstöð- um, alveg í botn á þessum undur- samlegu súrefnismettuðu og lit- fögru sumardögum. Fyi’ir um- rædda sýningu komst ég ekki hjá því að taka eftir drjúgri umferð listamanna, sem verk eiga á henni, á staðinn. Myndir af sama fólki birtust á síðum blaðanna við að setja upp verk sín og annarra og frekar hafa þeir valið en hafnað eigin verkum. Þetta er nokkuð frábrugðið því sem gerðist er aðr- ir áttu í hlut sem ekki voru jafn hallir undir fyi’irrennara Eiríks, en þeir voru nánast óvelkomnir á staðinn á meðan verið var að vinsa úr verkum þeirra með hroka og yfirlæti. Vart er það óskiljanleg og óafsakanleg firra að vekja hér at- hygli á og ekki listrýni samboðin. Loks fýsir mig alveg sérstaklega að upplýsa Eirík um, að fram- kvæmd sýninga er ekki það sama og hlutirnir á þeim; þannig hefur þreytt úrtak á verkum Kjarvals nákvæmlega ekkert með álit mitt á list hans að gera; 0,00%. Hvert það er hafa lesendur blaðsins get- að sannfært sig um í nær 32 ár, þarf ekki stafkrók við að bæta. Taugatitringur Eiríks má vera skiljanlegur í ljósi þess að alla- jafna er fámennt starfslið hússins í meirihluta sýningargesta, eða svo hefur verið er mig og aðra hef- ur borið að, jafnvel á besta sýning- artíma vikunnar. En gefur það ekki tilefni til að breyta um starfs- hætti og reyna að fá aftur þá fjöl- mörgu fastagesti inn í húsið er þar hafa ekki látið sjá sig um árabil, helst múg og margmenni um leið? Óska listsögufræðingnum auðnu og velfarnaðar taki hann þá stefnu. Tálvon að það bæti að- sóknina að blása í herlúðra og þyrla upp moldryki á kostnað per- sónu minnar, leyfi mér að óbreyttu að standa við allt sem ég lét frá mér fara. Höfundur er myndlistargagnrýn- andi. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.