Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 30

Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 31 4F STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. CLINTON í KÍNA OPINBER heimsókn Clintons Bandaríkjaforseta til Kína mun að verulegu leyti snúast um viðskiptamál, ekki sízt vegna þeirrar efnahagskreppu, sem riðið hefur yfir ríki As- íu. Mannréttindamál verða og á dagskrá, en ríkisstjórnirnar vilja ekki, að deilurnar í kjölfar blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í júní 1989 skyggi á önnur mikilvæg mál- efni. Andstæðingar heimsóknarinnar, m.a. á Bandaríkja- þingi, munu hins vegar krefjast þess að Clinton reyni að knýja fram umbætur í mannréttindamálum. Kína er vaxandi viðskiptaveldi og ráðamönnum er því mikið í mun að fá efnahagsþvingunum aflétt, sem settar voru á landið eftir blóðbaðið 1989. Þá vilja þeir stuðning Bandaríkjamanna við aðild að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO). Bandaríkin vilja hins vegar draga úr ójafnvægi í viðskiptum ríkjanna og fá greiðari aðgang bandarískra fyr- irtækja að kínverskum markaði. Clinton mun leggja þunga áherzlu á hraðari þróun í frjálsræðisátt í Kína, m.a. í mann- réttindamálum. Enda á hann erfítt með að víkja sér undan því vegna mikillar opinberrar umræðu um þau mál að und- anförnu. Má þar nefna, að daginn fyrir heimsóknina vakti Zhao Ziyang, fyrrum formaður kínverska kommúnista- flokksins, athygli á stöðu mannréttindamála í landinu er hann hvatti stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína til at- burðanna á Torgi hins himneska friðar. Ziyang kvað árásina mistök og eitt helzta mannréttindavandamál aldarinnar. SÍMENNTUN NEFND um heildarstefnu í símenntun hefur skilað skýrslu um starfstengda símenntun og stöðu hennar í þjóðfélaginu. í niðurstöðum nefndarinnar er fundið að því að enginn beri ábyrgð á skipulagi símenntunar og vill nefnd- in að hún verði falin menntamálaráðuneytinu. Björn Bjarna- son menntamálaráðherra hefur lýst því að hann fagni niður- stöðum nefndarinnar og að ráðuneyti hans muni ekki skor- ast undan því að axla ábyrgð á stefnumótuninni. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir 5 ára átaksáætlun í sex þáttum. í fyrsta lagi forgangsröðun í þágu menntunar, í öðru lagi nýju tækifæri fullorðinna til menntunar en þar er m.a. lagt til, að fullorðnum verði gefinn kostur á að taka samræmd próf, í fyrsta sinn eða á nýjan leik. I þriðja lagi á að leggja áherslu á aðgengi að ráðgjöf og upplýsingum, í fjórða lagi að efla tækifæri atvinnulífs til að auka þekkingu og þjálfun, í fimmta lagi er lagt til að starfsskilyrði á al- mennum fræðslumarkaði verði bætt og í sjötta lagi að hald- inn verði dagur símenntunar. Fagna ber þessum tillögum. Símenntun er nauðsynleg og hefur það markmið að gera fólk hæfara til að takast á við verkefni, sem fyrirtækin í landinu fela því. Um leið eykst verðmætasköpun, sem ætti að bæta kjör þess. Tillögurnar ættu því að leggja grundvöll að umræðum um framtíðar- skipulag þessara mála. NET UM INTERNET VAFALAUST eru allir sammála um að ótækt sé að nota orðið internet í íslensku enda er fyrri liður þess ekki mótaður samkvæmt reglum íslensks máls. Orðið alnet hefur verið notað í Morgunblaðinu sem þýðing á þessu orði. Ekki hafa allir verið sáttir við það. Færa má rök fyrir því að for- liðurinn al- sé ekki góð þýðing á forliðnum inter- sem er kominn úr latínu og merkir þar strangt tiltekið milli- en hef- ur einnig verið þýddur á íslensku sem meðal-, víxl-, gagn- og al- í samsetningunni alþjóðlegur sem er þýðing á erlenda orðinu international. Hins vegar nær þetta orð ágætlega ut- an um fyrirbærið sem um er rætt og er þar að auki með- færilegt. Ýmsar aðrar þýðingar hafa komið fram. Fyrir skömmu sagðist Halldór Halldórsson, málfræðingur, styðja notkun orðsins millinet. Nýr málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, Helga Jónsdóttir, sagðist hins vegar í viðtali við Morgun- blaðið í síðustu viku mæla með orðinu lýðnet enda sé inter- net íslenskað þannig í nýlegu tölvuorðasafni. Hvorugt þess- ara orða virðist hins vegar hafa fest sig í sessi að neinu marki. Bæði eru Halldór og Helga einnig hlynnt því að nota orð- ið net eins og reyndar Margrét Pálsdóttir, forveri Helgu í starfi. Það er raunar flest sem mælir með því að notast verði við orðið net. Orðið er íslenskt, er þjált og nær vel ut- an um umrætt fyrirbæri. Helsta röksemdin fyrir að það sé vænlegri kostur en aðrir er þó sú að þetta er orðið sem lík- lega flestir nota í daglegu máli. Og einmitt þess vegna er sennilegast að því muni takast að útrýma orðskrípinu inter- net sem hlýtur að vera okkur öllum kappsmál. Aðstandendur sjúklinga skelfdir yfir því ástandi sem er að skapast Ástandið hefur aldrei verið verra Morgunblaðið/Arnaldur Árný Gunnarsdóttir og Theodóra Reynisdóttir Dagrún Hálfdánardóttir Hjúkrunarfólk á Landspítalanum vonar að ekki komi til starfsloka hjúkrunarfræðinga á spítalanum hinn 1. júlí næstkomandi. Þóroddur Bjarnason leit inn á nokkrar deildir á Landspítalanum og ræddi við starfsmenn um yfírvofandi starfslok og neyðarástand sem gæti skapast. STARFSMENN eru sam- mála um að afleiðingarnar yrðu hörmulegar ef til starfslokanna kæmi og aug- ljós hætta geti stafað af. Hvorki læknar né sjúkraliðar segjast ætla að ganga í störf hjúkrunarfræðinga enda sé sérhæfing í heilbrigðiskerf- inu orðin mikil og menn hafi ekki þá almennu yfirsýn nú sem og áður var. Jóhann Ragnar Guðmundsson læknir á handlækningadeild segir að þann 1. júlí fari „allt á hvolf á spítalanum" og tiltekur sérstaklega hjartaaðgerðir í því samhengi sem hann segir að ekki geti farið fram án hjúkrunarfræðinga. „Það eru margir á biðlista eftir hjartaaðgerð- um og við erum þegar hættir að kalla inn sjúklinga í aðgerðir. Við myndum bara taka inn nýtt fólk í bráðatilfellum. Það eina sem ég get sagt er að ég vona að gerðir verði samningar annars má búast við ófremdarástandi," sagði Jóhann. Veitum svar um neyðar- þjónustu eftir helgi Nanna Ólafsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir að hjúkrunarstjórn sé búin að fara fram á það við hjúkrunarfræðinga að þeir sinni neyðarþjónustu ef samningar nást ekki. „Við erum að kanna það og veitum svar eftir helgi,“ sagði Nanna. Hún segir að grunnlaun sín nemi nú 104.000 krónum á mánuði fyrir fulla vinnu en hún er með tólf ára starfsaldur. Nanna er þeirrar skoðunar að fjáimunii- verði að koma frá ríkinu til að lausn fáist á deilunni. Ekki er langt síðan sjúkraliðar stóðu í launadeilum sem að sögn Guðrúnar Ketilsdóttur sjúkraliða á bráðamóttöku skiluðu litlu í aðra hönd. „Við erum háð því að semjist við hjúkrunarfræðinga nú því við förum aldrei yfir þá í launum.“ Hún segir andrúmsloftið á deild- inni þrungið spennu og það sé mikið rætt á göngunum. „Við megum ekki við svona ástandi og þetta getur ekki gengið. Það verður að leita leiða og semja við þetta fólk.“ Hún segir að sjúkraliðar geti ekki gengið nema að mjög litlu leyti í störf hjúkrunarfræðinga. „Við sjá- um ekki um lyfjagjafir, sáraskipt- ingar og annað. Það er ekki á okkar verksviði og við tökum það ekki að okkur. Við höfum líka nóg með okk- ar venjulegu störf.“ Setjum fólk í lífshættu Sigurður Guðmundsson yfirlækn- ir á lyflækningadeild segir að sjúkrahúsið haldi út í tvo til þrjá daga í mesta lagi ef hjúkrunarfræð- ingar hætta störfum. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af eru sér- hæfðar deildir. Við höfum minni áhyggjur af öldrunardeildum og til- teknum legudeildum þar sem fólk er ekki bráðveikt. Það sem er sýnu alvarlegra eru deildir á borð við vökudeildina, blóðskilunina, sem er lífsnauðsynleg nýrnaveiku fólki, og deildir á borð við gjörgæslu og skurðstofu. A þeim deildum er al- veg útilokað að við læknar getum komið inn í störf hjúkrunarfræð- inga. Við erum ekki þjálfaðir til þess og kunnum það ekki. Það er al- veg ljóst að ef hjúkrunarfræðingar ganga út af þessum deildum setjum við fólk í lífshættu," segir Sigurður. Hann segir að nú til dags sé sér- hæfing orðin svo mikil á heilbrigðis- stofnununum að það komi niður á ástandi sem þessu. „Þessi allsherj- arþekking sem var hefur vikið fyrir sérþekkingunni enda hefur einn læknir eða hjúkrunarfræðingur ekki yfirsýn yfir allt í nútíma læknavísindum." Sigurður nefnir einnig þá hættu sem verður ef stór slys verða, sam- bærileg því sem varð fyrr í vikunni á Reykjanesbraut þar sem 6 slösuð- ust, þar af 2 mjög alvarlega. „Slíkt slys án hjúkrunarfræðinga er ógn og skelfing. Ástandið er nógu slæmt núna.“ Rætt hefur verið um að gera neyðarsamninga við hjúkrunar- fræðinga þar sem gerður yrði eins konar verktakasamningur við þá. Sigurður segir að þrátt fyrir slíka samninga yrði erfitt að manna fyrr- nefndar deildir auk þess sem ástandið gæti komið niður á krabbameinssjúkum. „Fyrir sjúk- ling með krabbamein er líklega betra að bíða með sitt krabbamein heima en að fara í aðgerð núna og lenda í því að fá ekki sérhæfða að- stoð eftir aðgerð. En getum við lát- ið manneskju sem er nýgreind með til dæmis brjóstakrabbamein bíða í kannski fjórar vikur eftir aðgerð?“ spyr Sigurður. Sigurður segir að uppsagnirnar núna séu versta ástand sem hann muni eftir á síðustu árum enda sé núna um uppsagnir fagfólks að ræða en ekki verkföll eins og áður. Hjúkrunarfræðingar búnir að ráða sig til Noregs Ásta Björgvinsdóttir sjúki'aliði á lyflækningadend segir uppsagnirn- ar eiga rétt á sér. „Mér finnst að þessar stelpur eigi að fá kaup í sam- ræmi við menntun og vinnu og styð þær heilshugar," segir Ásta. Aðspurð um hvort hún myndi ganga inn í störf hjúkrunarfræð- inga ef til kæmi neitaði hún því al- farið. Hún segist ekki óttast ástandið sem skapast gæti og ætl- Sigríður Valdimars- dóttir hjúkrunar- fræðingur ar að taka því þegar þar að kemur. Ásdís Elfarsdóttir hjúkrunar- fræðingur á lyflækningadeild og að- stoðardeildarstjóri hættir störfum 1. júlí. „Ég sagði upp og mun hætta störfum 1. júlí. Ég vona að það sé vilji hjá ríkinu að leysa þetta áður en til vandræðaástands kemur. Ég ætla að vera bjartsýn. Það er ekki hægt að reka stofnunina án hjúkrunarfræðinga, þannig að eitt- hvað verður að gera.“ Aðspurð um að hvort væntanleg- ar uppsagnir læknaritara, lyfja- tækna, matarfræðinga, matar- tækna og vélfræðinga hjá Ríkisspít- ölum muni hafa áhrif á samninga- viðræður hjúkrunarfi'æðinga við ríkið sagði hún að fólk innan heil- brigðisþjónustunnar væri yfir höfuð vel menntað og ætti skilið betri laun. „Við vitum að stofnunin er í fjársvelti og ríkið verður að grípa inn í. Ég veit um nokkra hjúkrunar- fræðinga sem eru þegar búnir að ráða sig til Noregs og aðrir eru að svipast um eftir störfum. Því lengur sem þetta dregst, þeim mun fleiri munu tapast.“ Sjúklingar óöruggir og hræddir Á hjartadeild eru 14 stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Sigríður Valdi- marsdóttir hjúkrunarfræðingur á hjartadeild segir að deildin sé bæði hjartagjörgæsla og lyfjadeild. Deildin er að hennar sögn mjög sérhæfð og ekki getur hver sem er gengið inn í þau störf sem hjúkrun- arfræðingar vinna þar. Til dæmis þyrfti nýr starfskraftur á deildinni að hennar sögn 6 vikna aðlögun fyr- ir starfið. Hjartadeildin er með 21 rúmi og er iðulega yfirfull að sögn Sigríðar. Hún segist vera farin að finna fyrir Berit Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur óöryggi og hræðslu meðal sjúk- linga. , Aðspurð segist hún ekki hafa fundið fyrh' reiði eða skilningsleysi í garð hjúkrunarfræðinga í tengslum við uppsagnúnar, flestir sýni skiln- ing og styðji launakröfur þeirra. Notað gegn stéttinni Hjúkrunarfræðingar eru bundnir af læknalögum sem setur þá í aðra samningsaðstöðu en marga aðra hópa á vinnumarkaðinum. Þetta er notað gegn stéttinni að sögn Berit- ar Þórhallsdóttur hjúkrunarfræð- ings á bæklunardeild 13 G. „Flestir hjúkrunarfræðingar myndu sinna neyðarþjónustu ef þeh' mögulega gætu en í gegnum árin hefur þetta gert stöðu okkar veikari enda er ít- rekað spOað á samviskuna." Aðspurð hvort hún myndi sjálf koma til starfa eftir að uppsögnin tekur gOdi, verði ekki gerðir sér- stakir neyðarsamningar, segh- hún að erfitt sé að segja til um það. „Við höfum til dæmis þá skyldu að hjálpa til ef við komum að slysi ein- hvers staðar úti í bæ en það er spurning hvort hægt sé að líkja því saman við aðstöðuna sem skapast eftir starfslok okkar 1. júlí. Ég þýst við að ef ég mögulega gæti yrði ég að segja já ef hringt yrði í neyðar- tOfelli." Bæklunardeild er bráðadeild og að sögn Beritar gætu fæstir sjúk- lingarnir sem nú dvelja á deildinni verið heima hjá sér. 22 rúm eru á deildinni og er legið í flestum þeirra. „Það er búið að sauma að okkur mjög lengi. Það er búið að skera mikið niður og nú erum við komin niður í botn. Ríkið verður að koma að þessu máli strax og veita fjármagn til spítalans svo lausn fá- ist í deiluna." + Meira en helmingur sjúklinga sendur heim Gert er ráð fyrir að búið verði að loka 70 sjúkrarúmum á öldrunarsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur 3. júlí nk. verði ekki búið að leysa kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda fyrir þann tíma. Dagdeild með 44 sjúklingum verður auk þess lokað um mánaðamótin. Egill Ólafsson heimsótti Sjúkrahús Reykjavíkur. Hanna Lára Sigrún Steinsson Bjartmarz HJÚKRUN er óvíða jafn stór þáttur í starfsemi spítala og á öldrunar- deOdum. Hætti þom hjúkrunarfræðinga störfum um næstu mánaðamót skapast mjög erfitt ástand á öldrunarsviði Sjúki'a- húss Reykjavíkur bæði fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra, sem margir þurfa að taka að sér veika ættingja sína. 18 heilabOaðir sjúkling- ar verða sendir heim og 12 sjúklingar sem eiga heima á hjúkrunardeild spítalans. 22 aldraðir sjúklingar eru á K-1 hjúkrunardeild og er deildin þeirra heimili. Sigi'ún Bjartmarz hjúki'un- arfræðingur sagði að 12 þessara sjúklinga yrðu sendir til ættingja yrði ekki búið að leysa deiluna um mánaðamótin. Þetta væri auðvitað erfitt þar sem spítalinn væri þeh-ra heimili. Hún sagði að rætt hefði verið um að senda eitthvað af sjúk- lingum af spítalanum út á land, en lítið er um uppsagnir hjúkrunar- fræðinga þar. Það væru að sjálf- sögðu erfiðleikar við að senda sjúk- ling frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og ekki ljóst hvort þetta yrði gert. 70 sjúklingar sendir heim Sigrún sagði að hjúkrunarfram- kvæmdastjórn spítalans hefði skipulagt hjúkrunarþjónustu miðað við að deilan leystist ekki fyrir mán- aðamót. Hún gerði ráð fyrir að 60 sjúkrarúmum yrði lokað 1. júlí og 44 yrðu útskrifaðir af dagspítala. 3. júlí yi’ði 10 rúmum til viðbótar lok- að á öldrunardeOd í Fossvogi. Þá yi’ðu eftir 68 sjúklingar á öldrunar- sviði spítalans. Á endurhæfingar- og meðferðar- deild eru núna 45 sjúklingar, en mikið er um sumarleyfi hjá starfs- fólki og deildin er því undirmönnuð. Deildinni verður lokað um mánaða- mót verði ekki búið að leysa deil- una. Anna Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur sagði að deildin væri fyrir sjúklinga sem gætu verið heima en þyrftu á aðstoð að halda. Fólkið kæmi á deildina nokkra daga í viku og fengi margvíslega aðstoð. Hún sagði að það yrði mjög erfitt fyrir marga sjúklinga ef deildinni yrði lokað. Þar með væri fólkið skil- ið eitt eftir með sín vandamál og sumh' myndu ekki ráða við þau án stuðnings frá heilbrigðiskerfinu. Margir sjúklingar á deildinni hefðu verið útskrifaðir af sjúkradeildum og ekki væri hægt að útiloka að lok- un þessarar deildar yrði til þess að þeir yrðu að leggjast inn á sjúkra- hús aftur. Anna sagði að sjúkling- um hefði þegar verið tilkynnt um að deildinni yrði lokað og flestir hefðu tekið því nokkuð vel. Aðstandendum ætlað að sjá um heilabilaða Á Landakoti eru tvær 18 rúma deildir íyi-ir heilabOaða sjúklinga. Dagrún Hálfdánardóttir hjúki'unar- fræðingur sagði að áhrifa uppsagna hjúkrunarfræðinga væri þegar far- ið að gæta. Aðstandendur væru mjög órólegir yfir því ástandi sem HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Landspftalanum voru þungbúnir við vinnu sína í gær. skapaðist ef ekki tækist að semja fyrir mánaðamót. Akveðið hefði verið að senda 9 sjúklinga heim af hvom deild og halda annarri deild- inni opinni. Þegar hefur verið ákveðið hvaða sjúklingar fara heim og var verið að tilkynna aðstand- endum þeirra það í gær. Dagrún sagði að viðbrögð þeirra hefðu verið með ýmsum hætti. Ein fullorðin kona hefði sagt að hún gæti ekki tekið ósjálfbjarga eiginmann sinn heim og að hún ætlaði hreinlega að neita að taka við honum. „Aðstandendur geta í mörgum tilvikum ekki tekið að sér umönnun þessara sjúklinga sem margir þurfa umönnun allan sólarhringinn. Það er verið að biðja fólk að taka að sér verkefni sem það ræður ekki við. Auk þess hefur þessi flutningur á sjúklingunum heim og milli deilda ekki góð áhrif á þá. Þeim líður best í sama umhverfi innan um starfs- fólk sem þekkir þarfir þeirra,“ sagði Dagrún. Dagrún sagði að hjúkrunarfi'æð- ingar væru mjög pirraðir yfir því að ekki skyldi vera búið að leysa þessa deilu. Állmargir hefðu haft á orði að ekki væri sjálfsagt að þeir kæmu aftur til starfa. Einhverjir ætluðu í nám í haust, aðrir færu í aðra vinnu eins og t.d. hjá lyfjafyrirtækjum eða heimahlynningu. Sumir töluðu um að taka sér gott sumarfrí í sum- ar og sjá svo til í haust. Það væri búinn að vera skortur á hjúkrunar- fræðingum og þeir gætu í flestum tilvikum treyst því að geta fengið vinnu síðar þó að þeir létu uppsagn- irnar taka gildi. Dagrún sagðist óttast að ekki yi’ði búið að ná niðurstöðu fyrir mánaða- mót. Stjórnvöld vh-tust ekki átta sig á að hjúkrunarfræðingar hefðu aflað sér fjögun’a ára háskólamenntunar. Þess sæjust ekki merki í launatöxt- unum. Núna væru t.d. að byrja á deildinni tveir nýir starfsmenn, sjúkraliði með 86 þúsund á mánuði og hjúkrunarfræðingur, sem hefði verið að klára 4 ára háskólanám, með 89 þúsund á mánuði. Ekki víst að allir hjúkrunarfræð- ingar komi aftur Árný Gunnarsdóttir og Theodóra Reynisdótth' hjúkrunarfræðingar taka undir með Dagrúnu og segja að mikið sé rætt meðal hjúkrunar- fræðinga um að snúa sér að öðrum störfum. Theodóra sagði að hún myndi skoða tilboð stjórnvalda þeg- ar það kæmi fram og taka síðan ákvörðun um hvort hún héldi áfram störfum við hjúkrun eða leitaði eftir starfi á öðrum vettvangi. Árný sagðist lesa yfir atvinnuauglýsingar og ef gott tækifæri byðist myndi hún íhuga alvarlega hvort hún ætti ekki að taka því. Árný og Theodóra vinna á deild sem búið var að taka ákvörðun um að loka vegna sumarleyfa. Þær sögðust því vera í annarri stöðu en margir aðrir sem stæðu í því þessa dagana að búa sjúklinga undir að fara heim, sem að sjálfsögðu væri erfítt fyrir starfsfólkið líka ekki síð- ur en sjúklinga og aðstandendur , þeirra. Hanna Lára Steinsson er félags- fræðingur og vinnur aðallega fyrir aðstandendur heilabilaðra. Hún sagði að skelfilegt ástand myndi skapast varðandi heilbrigðisþjón- ustu við heilabilaða ef ekki næðist að leysa deiluna fyrir mánaðamót. Það væri verið að flytja sjúklinga heim sem ekki gætu verið heima og aðstæður fólks til að taka við þeim væru oft ekki góðar. Eftirspurn eft- ir heimahjúkrun og heimahlynn- ingu væri það mikil að það væri ekki hægt að leggja meira á þá þjónustu. Möguleikarnir til að leysa vandann væru því ekki miklir aði-ir en þeir að hjúkrunai'fræðingar og stjórnvöld næðu sáttum um kjör hjúkrunarfræðinga. Skipulag hvfldarinnlagna gæti raskast Allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á móttöku- og endurkomu- deild hætta verði ekki búið að leysa deiluna fyrir mánaðamót. Það væri á valdi lækna að taka ákvörðun um hvort þeir veittu göngudeildarþjón- ustu áfram án aðstoðar frá hjúkrun- arfræðingum. Guðrún Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur sagði að búið væri að skipuleggja hvíldarinnlögn fyrir allt sumarið, en ef deilan yrði ekki leyst fljótlega myndi sú áætlun raskast. Áðstandendur margra skjólstæðinga spítalans hefðu skipu- lagt sumarfrí sín með hliðsjón af hvfldarinnlögnum og búast mætti við að sumir ættu erfitt með að kom- ast í sumarfrí ef áætlunin breyttist. Guðrún sagði ljóst að læknar myndu að einhverju leyti verða að taka að sér störf hjúkrunarfræð- inga. Viðvera þeirra á deildum yrði væntanlega aukin þar sem þeir yrðu að taka að sér það eftirlitshlutverk sem hjúkrunarfræðingar sinntu að jafnaði. Læknar myndu einnig sjá um reglulegai' lyfjagjafir sem hjúkr- unarfræðingar hefðu séð um. Guðrún sagðist vera mjög óá- nægð með launakjör sín og væri ekki tilbúin til að sætta sig við að störf sín væru metin jafn lágt og gert væri í dag. Þetta væri hrein- lega spurning um sjálfsvirðingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.