Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 38

Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ TOMAS GÍSLASON •t Tómas Gíslason var fæddur á Mykjunesi í Holtum, Rangárvallasýslu, 3. ágúst 1913. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þóranna Tómas- dóttir, f. 10. júlí 1870 í Húnakoti í Þykkvabæ, d. 1. okt. 1963, og Gísli Amundason, sjó- maður í Hafnar- firði, f. 14. nóv. 1889 á Bjólu í Holtum, d. 2. des. 1941. Kona Tómasar var Gerður Magnúsdóttir, kennari, f. 12. des. 1919 á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal, d. 26. febr. 1992. For- eldrar hennar voru Magnús Magnússon, ritsljóri og rithöf- undur, f. 27. maí 1892 á Ægis- síðu á Vatnsnesi, d. 16. júní 1978, og Sigríður Helgadóttir, f. 1. okt. 1899 á Vatnsleysu í Bisk- upstungnahreppi, d. 31. des. 1960. Börn þeirra eru: Dr. Sverrir Tómasson, miðalda- fræðingur, f. 5. apríl 1941, maki: Sigríður D. Þorvaldsdóttir, stundakennari við Háskóla fs- Hver dagur hefur sína sól, samt skyggir stundum á; ei geta verið alltíð jól, ýmsu títt fyrir brá; vant er lukkunnar valta hjól aðvendasttilogfrá; en hvert á ég að hverfa í skjól, sem hvergi frístað á? Þetta brot úr erfiljóði eftir Jón Þorláksson á Bægisá kemur mér í hug, þegar ég kveð tengdaföður minn með fáeinum orðum. Jón á Bægisá var langalangafi hans, og um fáa menn var meira rætt í fjöl- skyldu hans, bæði líf hans og list. Þóranna móðir Tómasar var dótt- ir Tómasar Þórðarsonar frá Sumar- liðabæ í Holtum og konu hans Jó- hönnu Margrétar Jónsdóttur, sem var dóttir Jóns Sigurðssonar prests í Kálfholti, en hann var launsonur þjóðskáldsins. Jón á Bægisá missti tvívegis hempuna fyrir hjónaband vegna barneigna með sömu konu, Jórunni Brynjólfsdóttur í Fagradal, en þeim var meinað að eigast. Hann kvæntist Margréti Bogadóttur í Hrappsey Benediktssonar, en þau slitu samvistir. Ráðskona hans um árabil var Helga Magnúsdóttir, og tvö böm hennar ólust upp á Bægisá sem fósturbörn skáldsins. Þau voru öðrum eignuð, en öllum var kunnugt um hið rétta faðerni. Séra Jón á Bægisá henti gaman að þessum hlutum sem mörgu öðru og lét hvem hugsa það sem hann vildi. Við fæðingu séra Jóns Sigurðs- sonar orti hann stöku sem fleyg varð um allt land og er enn kunn: A Bægisá ytri borinn er býsna valinn kálfur, vænt um þykja mundi mér, K mætti eg eiga hann sjálfur. Þórönnu kynntist ég ekki, en hún var að sögn eftirminnilegur persónu- leiki; lítil vexti og hnellin, kjarkmikil og kjamyrt svo að eftir var tekið. Hún missti fóður sinn á sjöunda ári og móður sína tíu ára og fékk því að kenna á óbh'ðum kjörum munaðar- leysingja í gamla íslenska bændasam- félaginu. Henni vildi til happs að Margrét Einarsdóttir í Háfi og mað- ur hennar Þorgeir Sigurðsson buðust til að taka hana að sér meðgjafar- laust. Fermingarárið sitt fór hún síð- - an til hálfsystur sinnar Jóhönnu Magnúsdóttur sem þá hafði nýbyrjað búskap á Kárastöðum í Þingvallasveit með manni sínum Halldóri Einars- syni. Þóranna giftist sómamanni, Guð- jóni Gestssyni bónda, og þau hófu búskap á Vetleifsholtsparti árið 1899 við lítil efni og eignuðust brátt lands; Magnús Tóm- asson, myndlistar- maður, f. 29. apríl 1943, maki: Erla Norðfjörð tækni- teiknari; Þóranna Tómasdóttir Grön- dal, menntaskóla- kennari, f. 17. des. 1945, maki: Gylfi Gröndal rithöfund- ur; Sigurður G. Tómasson, útvarps- maður, f. 1. des. 1950, maki: Stein- unn Bergsteinsdótt- ir textílhönnuður; Sigríður Tómasdóttir, kennari, f. 5. júlí 1955, maki: Robert Christie, blaðamaður; Jóhanna Margrét Tómasdóttir, f. 5. mars 1957, d. 9. sept. 1973; Gerður Tómasdóttir kennari, f. 3. sept. 1961, maki: Ævar Harðarson, arkitekt. Barnabömin em átján og bamabamabörnin fimm. Tómas tók sveinspróf í raf- virkjun 1936, starfaði hjá ýms- um rafvirkjameisturum og rak um tíma fyrirtækið Sigurð Jónsson, en vann Iengst hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Tómas verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þrjár dætur. Þau hjón voru samhent og dugmikil í harðri lífsbaráttu al- þýðufólks á þessum tíma. En Þór- anna fékk ekki lengi að njóta sam- vista við sinn ágæta mann. Hann stundaði sjómennsku á vetrum, eins og títt var um efnaminni bændur, og í byrjun vertíðar árið 1906 gekk hann suður til Reykjavíkur og réð sig á fiskiskútuna Ingvar sem var eign Duus-verslunar. Þetta ár gerði óvenju mörg stór- viðri hér á landi sem ollu sáru mann- tjóni. Hinn 7. apríl var slíkt foráttu- brim að menn mundu vart annað eins. Ingvar leitaði hafnar, en skipið var laskað eftir áfall í Garðsjó, og þegar það kom á móts við Við- eyjareiði steytti það á blindskeri. Holskeflumar riðu yfir það, skip- verjar reyndu að forða sér upp í reiðann, og í þrjár klukkustundir börðust þeir þar við dauðann án þess að hjálp bærist. Það sást til skipsins úr sjónaukum; menn fylgdust með slysinu ft-á upp- hafi til enda; horfðu á skipveija hverfa hvem af öðmm úr reiðanum í ólgandi brimið - án þess að fá nokkuð að gert. „Ætli drukknandi menn hafi nokkurn tíma jafn lengi haft jafn sterka von um hjálp sem þessir menn,“ skrifaði eitt blaðið. Þetta er eitthvert átakanlegasta sjóslys sem orðið hefur hér á landi. Þóranna stóð nú uppi ekkja með þrjú börn í ómegð. Sveitungar henn- ar reyndust vel hinni vegalausu fjöl- skyldu. Einar Guðmundsson og Guðrún Jónsdóttir, sem lengst bjuggu á Bjólu í Holtum en vom þá í Rifshaiakoti, buðu Þórönnu að koma til sín með allar dæturnar. Það höfð- inglega boð þáði hún og örlítil trygg- ing, sem hún hafði fengið eftir mann sinn, gerði henni kleift að byggja sér þar lítinn bæ. Seinna fluttust þau til Eyrarbakka, og að lokum lá leiðin til Reykjavíkur. Elstu dótturinni kynntist ég vel, Jóhönnu Margréti, en hún var kona tignarleg í fasi, dökkhærð, fínlega vaxin og gædd sjaldgæfum mann- kostum. Hún var óeigingjörn í þess orðs fyllstu merkingu; lifði alla ævi í þágu annarra og ætlaðist ekki til endurgjalds fyrir velgjörðir sínar. Maður hennar var Guðmundur Guð- mundsson læknir; þeim varð ekki barna auðið, en í staðinn sinnti hún systkinabörnum sínum af einstakri alúð. í rauninni var hún stoð og stytta fjölskyldunnar allrar. Næstelstu dótturina, Sigríði Stef- aníu, þekkti ég einnig, en hún giftist dönskum manni Jens Bögh og bjó í Kaupmannahöfn alla ævi. Það var ógleymanlegt að heimsækja hana í Dronningensgade, þar sem veggir vora þaktir íslenskum landslags- myndum og Morgunblaðið var í há- um stöflum. Hún var meiri og betri íslendingur en flestir landar hennar þrátt fyrir útlegðina. Þau hjón eign- uðust eina dóttur, Jóu Hönnu, sem búsett er í Danmörku og gift Niels Nielsen póstmeistara. Yngstu dótturinni, Ólafíu Þór- unni, kynntist ég ekki, en því betur dætram hennar tveimur, Eddu Skúladóttur, sem gift er Guðmundi Þóri Tryggvasyni trésmið, og Sig- rúnu Skúladóttur, en maður hennar er Sævar Halldórsson læknir. Þegar Þóranna var orðin 43 ára eignaðist hún einkason sinn, Tómas, og naut hann mikils ástríkis og um- hyggju móður sinnar og systra. Faðir hans var Gísli Amundason Fil- ippussonar frá Bjólu í Holtum. INGUNN BALD URSDÓTTIR + Ingunn Baldurs- dóttir fæddist á Akureyri 27. októ- ber 1945. Hún lést af slysförum 15. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 23. júní. Okkur setti hljóðar, samstarfskonumar á Dvalarheimilinu Hlíð, þegar við mættum til vinnu mánudagskvöldið 15. júní síðastliðinn og okkur var tilkynnt að samstarfskona okkar, hún Ingunn, hefði látist af slysförum þá fyrr um daginn. Það sóttu hratt að okkur ljóslifandi minningarnar. Ingunn alltaf hress og kát, alls staðar fylgdu henni glað- værð og hlýja, bæði gagnvart vist- fólki og samstarfsfólki. Alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálpar- hönd enda kom það sér vel í því starfi sem hún vann á Dvalarheimil- inu Hlíð sem sjúkraliði og „flakkari" á næturvöktum, en starfið felur í sér aðstoð á öllum deildum heimilisins. Áhugamál Ingunnar voru mörg og fengu margir að njóta þeirra. Allt föndur lék í höndum hennar, t.d. þegar hún framleiddi túlípana í tugatali, kenndi þeim samstarfskon- um sem gátu lært handbragðið, en hinar fengu nokkra í vasa og deild- irnar líka. En fyrst og síðast var hugur henn- ar hjá fjölskyldunni, manni, börnum og ekki síst bamabömum, sem henni varð svo tíðrætt um og veittu henni svo mikla gleði. Er því hug- ur okkar hjá þeim öll- um á þessum erfiða tíma og viljum við senda Matta, Jóni Birgi, Baldri, Sævari, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum Ing- unnar okkar dýpstu samúðarkveðjur með von um að tíminn græði öll sár. Eftir stendur minningin um mæta konu. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivörnínótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sv.E.) Kveðja frá samstarfskonum á næturvöktum Dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Það dimmdi yfir hinn 15. júní sl. þegar okkur var tilkynnt hörmulegt fráfall hennar Ingunnar okkar. A slílcri sorgarstundu er erfitt að átta sig á tilgangi almættisins, það eina sem veitir huggun er að einhver Hann var sjómaður í Hafnarfirði, en fórst með togaranum Sviða sem tal- inn var af 2. desember 1941. Ekkert spurðist til skipsins, en með því fór- ust 25 menn; 14 þeirra voru kvæntir og áttu samtals 46 börn. Tómas nam rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík, tók sveinspróf í þeirri iðngrein 1936, en meistarar hans voru Óskar Árnason og Eirfk- ur Helgason. Hann starfaði fyrst hjá Eiríki, síðan Guðmundi Þorsteins- syni, Jóni Sigurðssyni og O.P. Niel- sen, en síðast og lengst vann hann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Mestu gæfu lífs síns taldi hann að hafa eignast sína góðu og sterku konu, Gerði Magnúsdóttur kennara, en þau eignuðust sjö mannvænleg börn. Fyrst bjuggu þau á Hverfis- götu 80, en 1950 tókst þeim að kom- ast yfir eigin íbúð að Bústaðavegi 67, sem Tómas innréttaði, og áttu þar heima í meira en fjöratíu ár. Þar bjó einnig tengdafaðir hans, Magnús Magnússon Stormur, sá frægi og skemmtilegi maður. Dugnaði Tómasar til vinnu og handlagni hans var viðbragðið; hon- um féll sjaldan verk úr hendi og nýtni hans var með eindæmum, eins og flestra af hans kynslóð. Engu mátti fleygja, hvort sem það var nýtilegt eða ekki. í tómstundum sín- um á stríðsárunum byggði hann sumarbústað á Þingvöllum úr kassa- fjölum og fleiru sem til féll - og þar naut fjölskyldan oft næðisstunda í skauti náttúrunnar. Ég á tengdaföður mínum þakkar- skuld að gjalda fyrir vinsemd í minn garð og ómetanlega hjálpsemi á heimili mínu; ævinlega fór hið besta á með okkur og aldrei varð okkur sundurorða. Ef vaskur stíflaðist var hann óðara kominn á vettvang; ef nýtt rafmagnstæki hafði verið keypt tók hann að sér að tengja það; þótt ekki þyrfti annað en reka nagla í vegg tók hann ómakið af húsbóndan- um - og minntist aldrei einu orði á ótrálega vanhæfni hans í verklegum efnum. „Nei, þú ert ekki smiður, ég veit það,“ sagði hann eitt sinn við mig. „Hitt er annað,“ bætti hann síðan við og glotti við tönn. „Þú getur verið ágætur orðasmiður fyrir því!“ Tómas var trygglyndur og fast- heldinn drengskapai-maður. Hann þurfti of lengi að heyja harða bar- áttu við Bakkus konung og þótti sárt að hún skyldi bitna mest á þeim sem honum þótti vænst um. Hann var með afbrigðum heilsu- hraustur og harður af sér. En þegar hann missti Gerði konu sína var eins hann sé. Með nokkram orðum lang- ar mig og fjölskyldu mína að minn- ast hennar Ingunnar okkar sem var svo stór hluti af lífi okkar, og það fyrsta sem kemur upp í hugann era orð Einars Benediktssonar, „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt", orð sem lýsa henni vel þessari brosmildu, kærleiksríku konu sem alltaf var til staðar fyrir okkur. Það var ósjaldan á uppvaxtarárunum að við systkinin fórum í innbæinn að leika við frændur okkar og settumst svo inn í eldhús hjá Ingunni og feng- um okkur eitthvað gott að borða. Hún var húsmóðir af guðsnáð og töfraði fram kræsingar að því er okkur virtist án nokkurrar fyrir- hafnar. Alltaf bauð hún okkur jafn velkomin, faðmaði okkur að sér og smellti kossi á kinn. Árin liðu og alltaf sýndi hún sama óþrjótandi áhugann á því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur til dáða. Eftir að ég fór að starfa sem læknir var ég svo heppin að fá að starfa henni við hlið um tíma og fylgjast með hversu vel hún sinnti starfi sínu af hlýju, kær- leika og alúð, sjá hvernig líf og gleði færðist yfir dapurt andlit þegar hún nálgaðist. Hún var smávaxin kona með stórt kærleiksríkt hjarta, og fengu allir sem á lífsleið hennar urðu þar sinn sess. Alltaf var hún til staðar, bæði í gleði og sorg, og veitti okkur þann styrk og uppörvun sem við þurfum svo oft á að halda, ást og hlýju. Hún var listræn kona og unni öllu sem fagurt var og notaði þennan hæfileika til að búa til fagra hluti sem hún fegraði heimili sitt með, og honum hyrfi öll lífslöngun - og þá fór heilsunni að hraka. Hann óskaði þess heitt að fá að fara yfir móðuna miklu, en biðin varð honum löng og erfið, sérstaklega síðustu árin. Ég kveð að lokum tengdafóður minn hinstu kveðju með kærri þökk og góðum óskum um velgengni á nýjum vegum. Gylfi Gröndal. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég fara örfáum orðum um afa okkar. Um helgar brá oft við að hann knúði dyra hjá okkur, bæði í Hátún- inu og á Hlíðarveginum. Við stauluð- umst á fætur með stírumar í augun- um og gengum syfjulega inn í eldhús. Þar sat afi sallarólegur og sötraði kaffið sitt: svart og sykurlaust, og tók óspart í nefið mömmu til mikillar hrellingar því að tóbakið fór út um allt. I fóram sínum hafði hann góm- sæta snúða, suma með súkkulaði en aðra með glassúr. Upphófst nú handagangur í öskjunni og við keppt- umst við að háma í okkur allt góðgæt- ið og áttum í mesta basli með það. Þessar morgunstundir voru ávallt til- hlökkunarefni og sýnir hversu vel hann vildi okkur systkinunum. Á síðustu árum sló afi stundum á þráðinn til mín og bað mig að slá fyrir sig blettinn á Bústaðavegin- um, en þar bjuggu afi Tómas og amma Gerður lengi vel. Ég tók er- indinu vel og brunaði af stað. Er ég renndi í hlað var hann tilbúinn með allt: sláttuvélin stútfull af bensíni og hrífa og pokar steinsnar frá tæk- inu. „Þú slærð; ég ræð ekki við ár- ans apparatið lengur. En ég raka,“ sagði hann við mig með sannfær- ingu. „Nei, afi minn, ég skal raka líka. Það er ekkert vandamál," sagði ég. Afi var fljótur til svars: „Nei! Ég raka.“ Ékki þýddi að þræta við hann. Málið var útrætt. Ég byrjaði síðan að slá og mátti hafa mig allan við, því að krafturinn í þeim gamla var geysimikill. Hann hamaðist á hrífunni þar til grasflöt- in var búin. Hann var dugnaðar- forkur og blés ekki úr nös þótt hann væri kominn vel á áttræðis- aldurinn. Þannig mætti halda áfram að bregða upp svipmyndum frá tíma sem er liðinn og kemur ekki aftur. Hann gleymist hins vegar ekki. Þú vildir kveðja um leið og amma dó, en þurftir að bíða lengi þar til kallið kom. Nú er biðin loks á enda. Við kveðjum þig með innilegu þakk- læti fyrir allt. Farðu vel! Gylf! Freyr Gröndal. en flesta gaf hún frá sér til að veita öðrum gleði. Ekki grunaði mig að það væri okkar hinsti fundur í þessum jarðneska heimi þegar ég heimsótti hana hinn 7. júní sl. Þá eins og svo oft gaf hún mér fallega gjöf til að sýna hversu vænt henni þótti um mig og litla strákinn minn, skjal sem hún hafði skraut- skrifað, vísu sem sagði okkur svo margt. Sem gull í öskjum góðir eru vinir þeir geymast þó ei stöðugt lítum þá og ávallt verða öðruvísi en hinir sem aðeins muna dveljum við þeim hjá. Fráfall hennar er fjölskyldunni mikil sorg og stórt skarð situr eftir sem ekki verður fyllt. Elsku Ing- unn, við þökkum guði fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur og allar þær hlýju og góðu minningar sem við eigum, og eiga eftir að styrkja okkur í sorg- inni. Við sem þekktum þig svo vel vitum og finnum, að þrátt fyrir að þú sért horfin sjónum okkar og far- in að sinna öðrum verkefnum lítur þú enn til með okkur og minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Elsku Matti, Nonni, Balli, Sævar og ykkar fjölskyldur, missir ykkar er stór og fátt til huggunar hægt að segja. Mamma ykkar var vön að leita styrks í tránni og saman biðj- um við góðan Guð að milda sorg okkar allra. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Álfa- byggð 18 og sonar míns Huga ósk- um við þér friðar í landi ljóssins. Þín Sólveig Dóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.