Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 48

Morgunblaðið - 26.06.1998, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vormura (Potentilla neumaniana) í GREIN Guðríðar Helgadótt- ur um fjölærar þekjujurtir féll niður myndatexti. Þessi glæsi- lega jurt, sem myndin var af, er mararljós - Lythrum salicaria. Mararljós verður 60-100 sm á hæð, en sú jurt, sem nú verður rætt um, er heldur betur smá- vaxnari eða 5-10 sm. Það er stundum sagt að kært bam hafí mörg nöín og þetta á við um vormuruna. Hún gengur undir þrem- ur latneskum nöfn- um og ég eignaðist mína plöntu undir heitinu Potentilla vema „Nana“, en ís- lenska heitið, lítil vormura, er bein þýðing á latínunni. Það er nú svo að ým- iskonar mglingur hefur viðgengist bæði á latneskum plöntunöfnum og ís- lenskum - og auðvit- að líka annarra þjóða - en stöðugt er leitast við að sam- ræma og færa til réttari vegar og þá getur stundum verið erfitt að tileinka sér réttasta nafnið. Eins em menn ekki sammála um hversu margar tegundir em í mum-ættkvíslinni, sumar fræði- bækiu- segja 300 en aðrar 500 tegundir - það munar um minna. Muraættkvíslin hefur innan- borðs bæði einærar og fjölærar jurtir, meira að segja mnna, sem em frá því að vera jarðlægir til þess að vera um 1 m á hæð. Runnamuran fallega, sem þrífst ágætlega hérlendis, er einmitt af þessari ættkvísl. Murur era upp- mnnar á norðurhveli jarðar og vaxa bæði í Ameríku, Asíu og Evrópu. Hér á landi vaxa tvær tegundir sem bera muraheitið, tágamura og gullmura, auk hinna sjaldgæfu skeljamum og engjamum. Engjarósin er líka murategund, þótt nafnið bendi til alls annars, en svona em gömlu og góðu íslensku nöfnin; okkur hætti til að nota orðin rós og sóley yfir falleg blóm - grasa- fræðin kemur ekkert málinu við. Tágamura er með fallega dökk- græn, glansandi laufblöð, silfur- hærð á neðra borði, enda líka stundum kölluð silfurmura. Blómin era stór, 2-2,5 sm í þver- mál, sterkgul að lit. Tágamuran er ekki höfð í görðum, þar sem hún er allfrek tU fjörsins, fjölgar sér ótæpilega með ofanjarðar- renglum, tágum. Hennar kjör- lendi er ekki garðamold, heldur sendinn jarðvegur, einkum nærri sjó eða meðfram ám. Gullmuran er hins vegar oft flutt heim í garða og getur verið til mikillar prýði. Blöðin em dökk- græn, djúphandskipt, oftast í fimm hluta, og gróftennt. Blómin em gul, um 1,5 sm á stærð, krónublöðin era fimm talsins, öf- ughjartalaga, með grannu viki í endann. Bikarblöðin era í raim líka fimm, en virðast tíu, þar sem á milli þeirra koma fímm mjóir ut- anbikarflipar á milli hinna raunveralegu bikarblaða. Ein- kennandi fyrir blóm gullmuranar era litl- ir rauðgulir blettir neðst og innst á hveiju blómblaði og þegar horft er ofan í blómið mynda þessir blettir og grænu bik- arflipamir, sem sést í á milli blómblað- anna, skrautlega stjömu umhverfis fjölmarga fræfla og frævuna í miðju blómi. Fljótt á litið era vormuran og gullmuran nær eins, blaðlögunin er sú sama og blómlitur áþekk- ur. Þó era blóm vormurannar dálítið rauðgulari en gullmur- unnar og rauðgulu blettimir í blómbotninum mun ógreinilegri. Vormuran blómstrar hins vegar mun fyrr en gullmuran og blómgunartíminn er lengri, eða frá því um miðjan maí fram und- ir júnílok. Blómstönglamir era greinóttir og hvert blóm fyrir sig situr á stuttum stöngli út úr að- alblómstönglinum. Hjá gullmura verða blómskipanimar jafnvel allt að 40 sm langar og leggjast út til hliðanna þannig að lauf- breiðan er í miðjunni og krans af blómum utan um. Blómskipanir vormura era mun styttri og leggjast ekld út af á sama hátt og gullmurunnar. Afbrigðið „Nana“ eða litla vormuran er með enn styttri og þéttari blóm- skipun, þannig að litla vormuran verður eins og gullin þúfa þegar hún blómstrar. Vormuran og margar aðrar smávaxnar mura- tegundir eru ljómandi skemmti- legar steinhæðaplöntur. Þær vilja gjaman grýttan og magran jarðveg og blómstra þá mjög vel. Aðrar stórvaxnari murategundir eins og jarðarbeijamura, blend- ingsmura eða blóðmura era með rauð blóm og sóma sér vel í blönduðum fjölæringabeðum. Eins era til hvítblómstrandi murategundir. S. Hj. BLOM VIKUNMR 384. þáttur llmsjón Ágústa Rjörnsdóttir í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sterkar saman MIG langar að koma á framfæri þakklæti til kvennanna sem stóðu að útgáfu tímaritsins Sterkar saman. Tímaritið er ein- staklega fallegt. Það er fróðlegt, skemmtilegt, málefnalegt og fjölbreytt. Með þessari útgáfu gefst íslenskum konum einstakt tækifæri til að stilla sam- an strengi sína, tala sam- an og standa saman. Kær- ar þakkir fyrir gott tíma- rit. Erna V. Ingólfsdtíttir. Stuðmenn lifi! AÐ kveldi 17. júní fór ég ásamt vinkonu niður í bæ. Þegar okkur bar að garði hafði Skítamórall lokið sér af og Stuðmenn voru að fara að byrja. Stuðmenn tóku það létt í einskonar kai-ate-búningum. Þeir voru æðislegir, Ragga með flippaða hárið og þau voru klöppuð upp og tóku tvö aukalög. A 30 mínútum, sem voru eins og nokkrar sekúndur að liða, sýndu þau að þau eru best og varð því frekar fúlt að sjá af þeim af sviðinu. Svo tók Kolrassa krókríðandi við með því að segja: „Jæja, kominn tími fyrir yngra blóð.“ Eins og Stuðmenn, sem eru fólk á besta aldri, væru bara eitthvert pramp. Þarna hrapaði það litla álit sem ég hafði á stelpubandinu niður í ekk- ert og lít ég nú á þær sem eitthvert gelgjuband. Eg flúði úr hávaðanum á Ing- ólfstorg og hlustaði á Rús- síbanana sem vora hreint ekki svo slæmir. Takk fyr- ir frábæra skemmtun, Stuðmenn. Vonast eftir tónleikum. 311083-4659. Sjónvarp er ekki stofustáss! SJÓNVARP á að vera af- þreying fyrir áhorfendur sem borga sitt afnotagjald, en því miður er fátt um boðlegt efni. Ég vil vera sanngjörn. Ég horfi á fréttir, þær mættu vera stuttorðari en þó vil ég ekki missa af þeim. Glæpa- myndir, bólsenur og fót- bolti sí og æ, það er mínus. Fólk á ekki að þurfa að borga fyrir lokað sjónvarp! Þá er það útvarpið. Að mörgu leyti sæmilegt ef ekki gott, fyrri part dags, en síðan endalaust endur- tekið efni og þar á milli endalaust garnagaul til að fylla upp í eyður. Hverjir velja efnið? Álíta þeir að allir séu aular sem opna fyrir hljóðvarp á kvöldin? Með von um betri tíð. 190319-2109. Dýrahald Páfagaukur í óskilum í Kópavogi PÁFAGAUKUR, ljós- grár/blár gári, fannst í vesturbæ Kópavogs við Kópavogsbraut fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Þeir sem kannast við hann geta haft samband í síma 554 5070. Kettlingar fást gefíns ÞRIR kettlingar óska eftir góðu heimih, kassavanir, 9 vikna. Upplýsingar í síma 586 1440. Kettlingar í óskilum TVEIR kettlingar era í óskilum, annar er grár og hinn er gulbröndóttur. Þetta era kassavanir kett- lingar sem fúndust fyrir ut- an Maríubakka í Breiðholti. Upplýsingar í Kattholti. Kettlingar óska eftir heimili ÉG heiti Lukka. 25. apríl sl. eignaðist ég 5 fallega kettlinga. Þrír era enn heima og þarfnast þeir nýs heimilis. Tveir era alveg svartir og einn er svartur og hvitur. Upplýsingar í síma 567 2205. Morgunblaðið/Kristinn í fjörunni við Ægissíðu Víkveiji skrifar... Leið Víkverja lá um London á dögunum og sem oftar var ferð- ast með neðanjarðarlestum borgar- innar. Meðan lestirnar bruna les Víkverji ljóð sér til dægradvalar og þessi ljóð hanga á lestarveggjunum. Eftir því sem Víkverji bezt veit urðu Lundunabúar fyrstir til að hafa ofan af fyrir lestarfarþegum með ljóðum, en nú munu ljóð líka gleðja þá sem ferðast með neðan- jarðarlestum í París og New York. Það hefur stundum flögrað að Víkverja, hvort ekki megi lífga upp á ferðir strætisvagna á Reykjavík- ursvæðinu með því að hafa þar ljóð fyrir farþegana að lesa. En ljóðið lifir víðar góðu lífi með enskum en í neðanjarðarlestunum. Dagblöð birta ljóð og alltaf má ein- hvers staðar ganga að ljóðskáldum vera að lesa upp sín Ijóð. Bók með „neðanjarðarlestaljóðunum" selst vel og í haust var ljóðabók í ein- hverjar vikur efst á lista söluhæstu bóka í Englandi og hún og önnur bók; ljóðaúrval, í lengri tíma meðal þeirra tíu mest seldu. Þótt ljóð séu ekki enn í íslenzkum strætóum, né hafi ljóðabók verið mest selda bókin fyrir jólin, er skemmtilegt Ijóðalíf víða að finna. Menn era stöðugt að yrkja, birta og flytja ljóð og nýlega voru kvæði sýnd í Iðnó. Víkveija langar að nefha hér sérstaklega sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þar hafa síðan fyrir jól verið sýnd um 120 ljóð 80 skálda og mun þessi sýning standa í allt sumar. Og á þjóðhátíðardaginn var þar til viðbótar opnuð sýning um Sigurð Breiðfjörð, þar sem m.a. er mörg ljóða hans að finna. xxx Með Financial Times 23. maí sl. fylgdi sérblað um listahátíðir sumarsins. í blaðinu fer Andrew Cl- ark í fótspor Philias Fogg og ferð- ast umhverfis jörðina í 80 listsýn- ingum. Hann telur sérstaklega upp tónlistarhátíðir vítt um veröldina (en sér ekki ástæðu til að koma við á íslandi á ferð sinni vestur um haf, þótt ekki væri til annars en hlusta á Jordi Savall, Galinu Gorchakovu eða Sinfóníuhljómsveitina undir stjórn aðalstjórnanda BBC Phil- harmonic). Þess má geta, að þær norrænu hátíðir, sem greinarhöfundur nefn- ir, era flutningur á verkum Glucks í Drottningholms-Slottsteater í Stokkhólmi, afmælissýningar Kon- unglega sænska ballettsins, sem hefur starfað í 225 ár, og tónlistar- hátíðir í Stafangri í Noregi og Ku- hmo og Savonlinna í Finnlandi. xxx * Idagblaði var fyrir nokkru talað um að hestur erfði vel frá sér skeiðið og mætti því búast við af- komendum hans á skeiðbrautunum. Eitthvað finnst Víkverja bogið við þetta orðalag, þótt skilja megi, að átt sé við, að þessir kostir gangi í erfðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.