Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HVER er hin pólitíska arf-
leifð Ronalds Reagans,
fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, og er sérstök
ástæða til að halda henni á lofti? Um
þetta eru skiptar skoðanir í Banda-
ríkjurmm en repúblíkanar, flokks-
bræður forsetans fyrrverandi, eru
ekki í nokkrum vafa. Þeir hafa nú
hrint af stokkunum umfangsmikilli
herferð til að tryggja að nafni Reag-
ans verði haldið á lofti í Bandaríkjun-
um um ókomna tíð. Fyrst um sinn
beinist herferðin að því að koma
nafni Reagans á sem flesta
steinkumbalda og samgöngumann-
virki en lokatakmarkið er skýrt:and-
lit Reagans á einn góðan veðurdag að
bera við himinn í Rushmore-fjalli þai’
sem nokkrir merkustu forsetarnir í
sögu Bandaríkjanna hafa verið
klappaðir í stein.
Þessi áætlun bandaríska Repú-
blíkanaflokksins gæti vafalaust verið
verðugt rannsóknarefni fyrir þá sem
sérstakan áhuga hafa á tengslum trú:
arbragða og stjórnmálastarfsemi. I
kaþólskum sið gildir sú almenna
regla að látinn maður getur ekki öðl-
ast stöðu dýrlings nema að hafa áður
verið tekinn í tölu hinna blessuðu
(þessi gjömingur nefnist beatificatio
á latínu), samkvæmt ákvörðun páfa.
(Píslarvottar eru raunar mikilvæg
undantekning frá þessu). Reagan er
vissulega enn á meðal vor, 87 ára
gamall og alvarlega sjúkur en her-
ferð aðdáenda hans miðar sýnilega
að því að tryggja honum sess á meðal
„hinna blessuðu“ í póhtísku tilliti í
Bandaríkjunum til að greiða fyrir því
að hann komist síðar í dýrlingatölu
og bætist í hóp þeirra George Was-
hington, Thomas Jefferson, Abraham
Lincoln og Theodore Roosevelt þar
sem þeir stara steinrunnir út í eilífð-
ina í Rushmore-fjalli í Suður-Dakota.
Flugvöllur og risabygging
Þeir sem halda vilja arfleifð Reag-
ans á lofti með þessum hætti í
Bandaríkjunum hafa þegar náð um-
talsverðum árangri. I febrúarmánuði
var samþykkt á þingi Bandaríkjanna
að breyta nafni Washington Nati-
onal-flugvallarins í höfuðborginni og
mun hann í framtíðinni nefnast Ron-
ald Reagan-flugvöllurinn. Þar lenda
því þingmenn þegar þeir snúa aftur
til höfuðborgarinnar eftir að hafa
eytt helgunum með kjósendum sín-
um heima í héraði. Steinsnar frá
Hvíta húsinu í Washington eru iðnað-
ai-menn nýbúnir að leggja lokahönd á
mikla ski-ifstofubyggingu, Ronald
Reagan-bygginguna, sem hýsa mun
um 7.000 opinbera starfsmenn og
kostað hefur skattborgarana um 820
milljónir Bandaríkjadala, tvöfalt
meira en áætlað var. Þessi bygging
verður næst stærsta byggingin í op-
inberri eigu í Bandaríkjunum, aðeins
Pentagon, höfuðstöðvar vamannála-
ráðuneytisins, er stærri.
í aprílmánuði festu samtök er
nefnast Young America’s Founda-
tion, sem eru ein ungliðahreyfmga
Repúblíkanaflokksins, kaup á bú-
garði Reagans nærri Santa Bárbara í
Kaliforníu fyrir um 300 milljónir
króna. Þar er ætlunin að koma upp
safni sem helgað verður störfum
Reagans auk þess sem rekinn verður
stjómmálaskóli fyrir ungliða á bú-
garðinum, sem ber hið spænska nafn
Rancho del Cielo (Himnagarðar). Bú-
garðurinn var forðum helsti griða-
staður Reagans og var mjög gagn-
rýnt í forsetatíð hans hversu oft hann
hélt þangað í stað þess að sinna störf-
um sínum í höfuðborginni. Þai’ var
Reagan jafnan í essinu sínu en haft
er fyrir satt að eiginkona hans,
Naney Reagan, hafí langt í frá verið
jafn heilluð af staðnum og forsetinn.
Ýmsum þykir skjóta skökku við að
gríðarmikil opinber bygging skuh nú
bera nafn Reagans. Benda þeir hinir
sömu á að forsetinn hafí jafnan verið
ötull talsmaður niðurskurðar í opin-
bemm rekstri og því geti það tæpast
verið í anda stefnu hans að heiðra
hann með þessum hætti. Þá hafi for-
setinn aukinheldur barist ákaft fyrir
skattalækkunum með þeim rökum að
almenningi væri betur treystandi til
að ákveða hveraig veija bæri fjár-
munum en stjórnmálamönnum.
Bygging upp á rúmar 800 milljónir
dala (um 60 milljarða ísl. kr.) geti
tæpast talist kraftbirtingarform
þessarai’ gmndvallarstefnu Reagans.
Þá hefur verið nefnt að varla geti
verið við hæfí að Umhverfisvemdar-
stofnun Bandaríkjanna verði til húsa
í nýju byggingunni því Reagan hafi
Kúrekinn sem kom og hvarf
Reuters
RONALD Reagan heldur á fyrsta eintaki nýrrar bókar um líf hans og störf er nefnist á ensku „A Shining
City-The Legacy of Ronald Reagan“. Myndin var tekin á 87 ára afmæli forsetans 6. febrúar sl.
RUSHMORE-fjalI í Suður-Dakóta. Höfuð forsetanna fjögurra eru
hvert um sig um 20 metrar að hæð. Verkið var hafið 1927 en því lauk
ekki fyrr en 1941. Um tvær milljónir manna koma að jafnaði á ári
hveiju að þessum yfirtak þjóðlega minnisvarða.
Reuters
RONALD Reagan-byggingin í Washington. Byggingin kostaði skatt-
borgarana um 60 milljarða ísl. króna og niun hýsa um 7.000 opinbera
starfsmenn, sem mörgum þykir lítt í anda pólitískrar heimspeki
Reagans forseta.
aldrei sýnt þessum málaflokki
minnsta áhuga.
„Hann breytti heiminum"
Þeir sem farið hafa fyrir þessu
verkefni vísa slíkum gagnrýnisrödd-
um til föðurhúsanna. „Hann breytti
flokknum og þegar hann var búinn að
breytingar í bandai-ískum efnahags-
málum. Þeir segja hann hafa unnið
sigurinn á sovét-kommúnismanum,
hann hafí lagt mest af ___________
mörkum við að endurreisa
sjálfstraust bandarísku
þjóðarinnar og hann hafi
hafið til vegs og virðingar
þau þjóðlegu gildi, sem nú
móti samfélagið þar vestra.
Margir em ósammála
söguskoðun. Þeir telja að
beri að minnast Reagans
En orðið „grunnhygginn“ nægir
ekki til að lýsa Ronald Reagan. Líkt
og fram kemur í bestu bókunum um
ævi hans og feril, sem bandaríski
blaðamaðurinn Lou Cannon hefur
ritað, var hann þar til hann veiktist
margbrotinn og um margt mótsagna-
kenndur persónuleiki. Hann var dul-
_____________________ ur en samt léttur og fé-
Grunnhygginn lagslyndur, hélt fram
eða krafta- hefðbundnum bandarísk-
um fjölskyldugildum en
virti þau ekki sjálfur,
“" greindur vel en gat virst
,einfaldur“, nánast sakleysingi.
verkamaður?
þessari
einkum
sökum
hallarekstursins á ríkissjóði Banda-
ríkjanna sem margfaldað hafi skuldir
þjóðarinnar. í tíð hans hafi hagur
hinna fátæku enn versnað. Reagan
hafí í forsetatíð sinni (1981-1989)
sinnt störfum sínum heldur slælega
sem m.a. hafi leitt til þess að undir-
sátar hans hafi freistast til að beita
hæpnum og í sumum tilfellum ólög-
legum stjórnunarháttum líkt og kom-
ið hafi fram í Iran-Contra-málinu
svonefnda.
Reagan hafði að sönnu sérstakan
stjómunarstíl og sýndi undfrmönn-
um sínum mikið traust, sem var án
nokkurs vafa misnotað í ákveðnum
tilfellum. Sjálfur reyndi Reagan
aldrei að draga dul á að honum
fannst margt miklu mun -------------
skemmtilegra í lífinu en að
sinna störfum forseta.
„Sagt er að mikil vinna
hafí aldrei orðið neinum að
aldurtila. En mér fmnst
breyta flokknum þá breytti hann
Bandaríkjunum og þegar hann var
búinn að breyta Bandaríkjunum
breytti hann heiminum," segir
Grover nokkur Nordquist, sem stýrir
þessari herferð til heiðurs Reagan er
nefnist á ensku „Reagan Legacy
Project“. „I hverri einustu borg í
óþarfi að taka áhættuna," sagði hann
einhverju sinni en hann var áður
annálaður fyrir orðheppni sína og
góða kímnigáfu.
Einfaldar hugmyndir
Er Reagan naut fullrar heilsu var
hann maður einfaldra hugmynda en
frá þeim neitaði hann að kvika. Hann
var sannfærður um að mikil ríkisum-
svif væru af hinu vonda. Hann trúði
því staðfastlega að skattar ættu að
vera sem lægstir. Hann var sann-
færður um nauðsyn þess að Banda-
ríkjamenn efldu herafla sinn og sá
Reagan var maður sem þótti einstak-
lega hlýr en gat samt verið fjarlægur
og kuldalegur við sína nánustu.
Kímnigáfa hans, orðheppni og ótví-
ræðir hæfileikar til að ná til þjóðar-
innar vom hins vegar til vitnis um
frjóan huga.
Reagan var um margt eins og per-
sóna í kvikmynd, kúrekinn sem sá sig
knúinn til að sinna ákveðnu hlutverki
en hvarf síðan út í óbyggðirnar eftir
að hafa uppfyllt það sem örlögin ætl-
uðu honum.
Nú er Reagan horfinn á vit ann-
arra og ókortlagðra óbyggða. Forset>
inn fyrrverandi skýrði frá því í bréfi
er hann ritaði til bandarísku þjóðar-
innar árið 1994 að hann væri haldinn
Alzheimer-sjúkdómi, ólæknandi
hrörnunarsjúkdómi sem leggst á
taugakei-fið. Eldri bróðir hans, sem
----------------- lést í desember, var hald-
Margbrotinn inn sömu veiki og vera
kann að hún hafi einnig
lagst á móður hans, Nellie.
Að sögn Michaels, sonar
Reagans
og mótsagna
kenndur
sem er útvarps-
maður og ritað hefur bók um fóður
sinn, er forsetinn fyrrverandi mjög
illa haldinn af sjúkdómi þessum þótt
að öðru leyti sé hann við hestaheilsu.
Víðast hvar þykir við hæfi að reisa
minnisvarða um stónnenni. Margir
minni spámenn telja hins vegar ráð-
legt að taka enga áhættu í því efni
enda laun heimsins vanþakklæti og
reisa sér því sjálfir slíka bautasteina.
Sjálfur sýndi Reagan enga tilburði í
þá veru og vfrtist afar sáttur við
„dagsverkið" er hann kvaddi Was-
hington eftir átta ára dvöl í Hvíta
húsinu.
Reagan í
politiska
dýrlingatölu
Repúblíkanar í Bandaríkjunum hafa hrint
af stokkunum herferð til að tryggja að arf-
leifð Ronalds Reagans lifí með þjóðinni.
Ásgeir Sverrisson segir frá tilraunum að-
dáenda forsetans fyrrverandi til að koma
honum í tölu pólitískra dýrlinga.
Bandaríkjunum er að finna breiðgötu
sem ber nafn Martin Luther King og
í hverju einasta sveitarfélagi er að
finna John F. Kennedy-framhalds-
skólann. Hægri menn mega hvergi
slaka á og eiga að halda fram sínum
manni,“ bætir hann við.
Herfræði Nordquist er einföld.
Hann hyggst vinna að því að koma
nafni Reagans á eins margar brýr,
breiðgötur og byggingar og frekast
er kostur. Hann vill umskfra almenn-
ingsgarða, láta reisa styttur af for-
setanum og almennt ti-yggja að nafn
Reagans verði tæpast umflúið í
Bandaríkjunum. Þessi áætlun telur
hann að taka muni tíu ár. Að þeim
tíma liðnum verði það talið nánast
rökrétt framhald að fryggja Reagan
sess á meðal hinna stónnennanna í
Rushmore-fjalli.
En eftfr stendur spumingin: Hver
er arfleifð Reagans? Repúblíkanar
em í engum vafa. Þefr líta svo á að
hagfræði sú sem fylgt var í stjórnar-
tíð hans hafi skapað þann hagvöxt
sem Bandaríkjamenn njóta enn 16
árum eftir að Reagan knúði í gegn
skattalækkanir og aðrar grundvallar-
enga mótsögn í þeirri hugmynd og
þeirri sannfæringu sinni að draga
bæri úr skattheimtu. Hann var öld-
ungis sannfærður um að kommún-
isminn væri kraftbirtingarform hins
illa í heiminum. Hann hafði einnig til
að bera nánast trúarlega vissu um að
heimsveldi kommúnismans myndi
líða undir lok því unnt yrði að knýja
Sovétríkin til uppgjafar. Trúlega vai’
hann eini ráðamaðurinn í Bandaríkj-
unum á þessum tíma sem hafði til að
bera óhagganlega sannfæringu í
þessu efni. Þetta kann að vera
merkasta framlag Reagans, framsýni
hans hvað varðaði kommúnismann
var furðuleg og reist á djúpri sann-
færingu hans fremur en rökum.
Andstæðingar Reagans héldu
gjarnan þeirri mynd af honum á lofti
að hann væri maður grunnhygginn,
kvikmyndaleikai'i sem gerði lítinn
greinarmun á ímyndunum og raun-
veraleika og hefði stórlega skerta at-
hyglisgáfu. Reagan gat vissulega
komið undarlega íyi-ir sjónir og sú
gagmýni á ábyggilega rétt á sér að
hann hafí oftlega ekki sett sig nógu
vel inn í þau stóru og mikilvægu mál
sem höfnuðu á skrifborði hans. Hann
gat verið þrjóskur með afbrigðum og
neitaði oft að horfast í augu við stað-
reyndfr. I þeim tilfellum var þó oftar
en ekki um að ræða mál sem hann
taldi fallin til að koma í veg fyrir að
hann gæti hrint stærstu stefnumál-
um sínum í framkvæmd. Á þetta m.a.
við um skattalækkanir hans sem
hann knúði fram samþykki við á
sama tíma og hann lét auka stórlega
útgjöld til varnarmála. Forsetinn
neitaði því einfaldlega að í þessu
fælist mótsögn.
Sömu þrjósku sýndi hann í við-
skiptum sínum við Sovétmenn. Nú
liggur fyrir að sú sannfæring hans að
Bandaríkjamenn gætu ekki gefíð eft-
ir geimvarnaráætlunina umdeildu
fyllti ráðamenn í Moskvu skelfingu
og varð án nokkurs vafa til þess að
þeir féllust á sögulegar tilslakanfr í
afvopnunarmálum auk þess sem
halda má því fram að þessi ósveigjan-
leiki forsetans hafi flýtt fyrir hruni
„keisaradæmis hins illa“ eins og
Reagan nefndi Sovétríkin í frægri
ræðu árið 1983.