Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 25
Morgunblaðið/Guðni
SHAWN Young setti í vænan skjadda í Annapolis ánni.
Morgunblaðið/Guðni
FYLDINGURINN er smár en knár og kröftugur miðað við stærð.
SÉRBÚNIR bátar eru notaðir til fyldingsveiða. Fiskað er á grunnu
vatni og oft gróðurríku. Utanborðsvélin er með vatnsdælu í stað
skrúfu og í stafni er hljóðlát rafmagnsskrúfa. Veiðimennirnir sitja á
stólunum í stafni og skut.
eina sem rauf sinfóníu náttúrunnar
var hvinurinn í fluguveiðihjólunum
- þarna var ekki leiðinlegt að veiða.
Skyndikynni
á árbakkanum
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri
Dags, var fyrstur til að setja í
skjadda. Um leið og fiskurinn tók
stökk hann svo stirndi á silfurgljá-
andi skrokkinn. Það leyndi sér ekki
að þetta var lífleg viðureign. Þegar
■skjaddinn kom upp að bakkanum
losaði Perry fluguna úr og sleppti
fiskinum, þó ekki fyrr en fengurinn
hafði verið myndaður í bak og fyrir.
Þarna stunda ferðamenn alfarið
skyndikynni við fenginn, öllu sem
veiðist er sleppt aftur. Allir settu í
fisk, þótt ekki væru slegin nein
stærðarmet.
Þegar Perry þótti nóg komið var
haldið aftur áleiðis til bílanna. Uppi
á túni, við bæinn sem á land að
ánni, var tjörn þar sem sleppt er
silungi fyrir veiðimenn. Þar voru
tekin nokkur fluguköst og silung-
unum sleppt jafnóðum og þeir
veiddust.
Næst var haldið að veiðistað við
stíflu ofar í ánni. Þessi staður var
vandlega falinn í skógarþykkninu
og þurftu veiðimenn að læðast hálf-
bognir eftir óljósum troðningi í
gegnum skóginn. Við stífluna var
töluvert af fiski en erfiðara að beita
veiðistöngunum vegna þess hvað
bakkinn var þétt vaxinn trjám.
Þama fengu nokkrir hressilegar
tökur, en þeir stærstu sluppu -
auðvitað.
Skjaddi í torfum
Annapolisá er ekki langt frá
Nitaux-ánni og var ákveðið að
reyna þar næst. Við gengum spöl-
korn eftir skógarstíg að veiðistaðn-
um. Áin var tær þar sem hún rann
á milli skógivaxinna bakka. Greini-
lega mátti sjá torfur af skjadda
lóna við botninn. Hér var fiskurinn
tregari til að taka, farið að hlýna og
menn komnir á undan okkur sem
voru búnir að berja á ánni. Straum-
urinn bar flugur og spúna yfir torf-
umar, en skjaddarnir skeyttu því
engu.
Þegar við komum á staðinn var
þar fyrir piltur, Shawn Young.
Hann kastaði spún yfir ána og lét
hann reka yfir torfu. í einu kastinu
húkkaðist vænn skjaddi á krókinn
og varð mikill buslugangur. Shawn
landaði fiskinum og leyfði okkur að
Fyldingur
Smallmouth
Bass (Micropter-
us Dolomieui)
FYLDINGUR er ferskvatns-
fiskur, upprunninn í stöðu-
vötnum og ám í austur- og
miðhluta Norður-Ameríku.
Nú finnst fyldingur allt frá
Nova Scotia suður til Georg-
íu, vestur til Oklahoma, norð-
ur til Minnesota og austur til
Manitoba og Quebec. Fylding-
ur hefur verið fluttur til Evr-
ópu, Asfu og Afríku.
Litur fyldings er breytileg-
ur, brúnn, gulbrúnn yfir í
ólívugrænt. Hann hefur 8-15
dökkar þverrákir á hliðum og
er með stóran haus.
Fyldingar geta náð allt að
9 punda þyngd í miðhluta
Kanada, en verða sjaldnast
meira en 2,5 pund í Nova
Scotia. Tveggja ára fyldingar
eru 12-14 sm langir.
Þrátt fyrir að fyldingur sé
smár er hann knár og einkar
sprækur miðað við þyngd og
stærð. Fyldingar eru einkum
veiddir á fiugur, eða spúna
sem fljóta við yfirborðið.
Skjaddi
Amerícan Shad
(Alosa Sapi-
dissima)
SKJADDI er af
sfldarætt og gengur
úr sjó í ferskvatn til
að hrygna. Skjaddi er
algengur með Atl-
antshafsströnd Norð-
ur-Ameríku, allt frá
Nýfundnalandi til
Flórída. Haim heldur
sig í 8°C heitum sjó
eða hlýrri.
Fiskurinn er silfur-
litur ineð blágræna
slikju á baki. Hann
getur orðið um 75 cm
langur og um sjö kfló
að þyngd. Sjaldgæft
er þó að fá stærri
fiska en 45-50 sm
langa og þriggja til
sex punda í kanadísk-
um ám.
Skjaddi er vinsæll
sportveiðifiskur,
veiddur bæði á fiugu
og spún, eða svo-
nefnda skjaddapflu
(shad dart). Hann
þykir Ijúffengur til
átu, en með mikið af
beinum lflct og aðrir
sfldfískar.
mynda. Hann sagðist ekki hirða
skjadda, í honum væri allt of mikið
af beinum! Hins vegar hirðir hann
allan silung sem hann fær.
Fræknir fyldingar
Daginn eftir var farið til fyld-
ingsveiða í Tíu mflna vatni. Perry
byrjaði á að setja bátinn á flot, en
hann á sérbúinn fyldingsbát með
tveimur utanborðsvélum. Aðalvélin
í skut er ekki með skrúfu heldur
vatnsdælu og knýr vatnsþrýsting-
urinn bátinn. í stafni var lítill nær
hljóðlaus rafmótor með skrúfu
(trolling motor) til að andæfa og
færa bátinn um á veiðislóð. Ekki
komust nema þrír veiðimenn í bát-
inn svo sá fjórði var settur á flot í
blöðru og skyldi hann lóna með
ströndum fram með stöng sína.
Við héldum yfir vatnið, það var
þungbúið, strekkingsvindur og
fremur svalt. Rammíslenskur
hi-yssingur. Perry sló af þegar
komið var í litla vík og setti niður
andófsvélina. Vatnið var gninnt og
víða stóðu grjót upp úr vatnsborð-
inu, góð fyldingsslóð að mati
Perrys.
Eggert Skúlason, fréttamaður á
Stöð 2, fór að kasta flugu en undir-
ritaður hélt sig við fyldingsspúninn,
himinblátt flot með skrúfu á endan-
um og þríkrækjur undir miðju og á
enda. Agninu er kastað og það síð-
an dregið í stuttum rykkjum - líkt
og froskur eða karta sé á ferð.
Þarna var tregfiski, varla að við
yrðum varir. Of kalt, sagði Perry.
Okkur var líka orðið kalt.
Nú var haldið yfir vatnið í skjól.
Þar gaf fyldingurinn sig betur. Við
fengum nokkrar tökur og sannaðist
að miðað við þyngd og stærð er
fyldingur óvenju kröftugur fiskur.
Þeir stökkva á agnið í yfirborðinu,
taka skemmtilega, og beijast af al-
efli. Þegar bráðin birtist furðaði
mann hvað kvikindin voru lítil!
Perry kenndi kuldanum um að ekki
fékkst meira. Við vorum þó í hæsta
máta ánægðir með veiðiferðina.
Veiðiréttur er
almenningseign
Nýskotar hafa annað fyrirkomu-
lag á veiðum en við eigum að venj-
ast. Að sögn Perrys Munros er litið
á það sem almenn mannréttindi að
fá að veiða og eru ár og vötn al-
menningseign. Þetta segir hann
lögfest í Nova Scotia. Ekki má
meina manni umferð um einkaland
þurfi hann að komast að veiðivatni.
Stjórnvöld selja veiðileyfi sem gild-
ir fyrir veiðar í ám og vötnum. Ars-
leyfi fyrir aðkomumenn kostar 35
kanadadali, um 1.750 krónur.
Fylkinu er skipt í sex svæði.
Hvert haust er auglýstur fundur á
hverju svæði fyrir sig þar sem
veiðimenn koma saman ásamt fiski-
fræðingum. Þar er mótuð stefna
fyrir næsta ár, hámarksafli á dag
ákveðinn, rætt um hvort fríða þurfi
ákveðin svæði, ástand fiskistofna
metið og fleira. Frá fundunum eru
sendar ályktanir til stjómvalda og
móta þau opinbera stefnu á grund-
velli þeirra.
Sérstakar reglur gilda um sjó-
göngufiska, svo sem slqadda og lax.
Sambandsstjórnin fer með málefni
sem að þeim snúa og er það allt erf-
iðara viðureignar að sögn Perrys
Munros.
Um samskipti veiðimanna á
veiðistað gildir heiðursmannasam-
komulag. Komi fleiri að veiðistað en
geta athafnað sig með góðu móti
fara menn í biðröð. Þeir sem eru að
veiðum kasta tvö köst og færa sig
svo niður með hylnum eða veiði-
staðnum. Þegar sá neðsti hefur
kastað sín köst fer hann í biðröðina,
eða á annan veiðistað og nýr kemst
í röðina.
Perry sagði þetta fyrirkomulag
óneitanlega hafa sína ókosti, en
stóri kosturinn væri sá að fiskveið-
ar væru öllum opnar. Þetta krefðist
þess að menn yrðu að reyna nýjar
flugur og fullkomna tæknina, til
þess að eiga von um afla. Hann lof-
aði því að þeir sem veiddu á hans
vegum þyrftu aldrei að lenda í bið-
röð.
Gómsætt hlynsíróp
Auk þess að leiðbeina veiðimönn-
um framleiðir PeiTy Munro besta
hlynsíróp sem undirritaður hefur
bragðað. Perry ræktar sykurhlyni
á landareign sinni og fær úr þeim
sykursafann. Boruð er hola í stofn
trésins síðla vetrar áður en safinn
fer að stíga frá rótinni til krónunn-
ar. I gatið er settur teinn og eftir
honum drýpur safinn í fötu. Vatnið
er eimað úr safanum og er sírópið
mátulegt þegar 1/40 af safanum er
eftir. Þá er sykurinn í hámarki til
að sírópið fljóti. Ef meira er eimað
fer sykurinn að kristallast.
Perry þykir sírópskaramellur
mikið sælgæti. Hann setti síróp í
dunk og sauð það niður yfir opnum
eldi. Best þykir honum að hella
sírópinu yfir snjó, en nú hafði snjóa
löngu leyst svo notast varð við
klaka. Þegar hann hellti heitu
sírópinu yfir ísinn storknaði það í
seiga karamellu. Perry gerir einnig
líkjör úr hlynsírópinu, þó einungis
til eigin nota. Hann ljóstaði upp
leyndarmálinu að uppskriftinni sem
reyndist einföld: Hlynsíróp blandað
með sterku rommi!
Skot- og stang-
veiðiferðir
Aðalskotveiðitíminn er í október
og nóvember. Perry hefur sérhæft
sig í leiðsögn við skotveiðar í skóg-
um og á heiðum (upland hunting).
Hann hefur yfir að ráða þjálfuðum
veiðihundum sem reka upp bráðina
og sækja. Helstu veiðifuglar eru
korri (grouse), fasani (ring-necked
pheasant), kjarrsnípa (woodcock)
og hrossagaukur (snipe). Einnig er
mikið um veiðar á vatnafuglum í
Nova Scotia, Kanadagæsum og
mörgum tegundum anda, svo sem
stokkönd, fiskiöndum og æðarfugli.
Fasanamir sem veiddir eru í
Nova Scotia em villtir fuglar, stórir
og sterkir, mun viðbragðssneggri
og betri til flugs en alifuglar þeir
sem víða er sleppt til veiða í Evr-
ópu og Ameríku. Einungis hanarnir
era veiddir, en hænurnar látnar í
friði. Hver veiðimaður má fella tvo
fasana á dag, en ekki tekst öllum að
ná því marki. Korrinn er vinsæl
veiðibráð og þykir góður til átu, líkt
og fasaninn. Sömuleiðis kjarrsníp-
an og hrossagaukurinn.
Við þessar veiðar era notaðir
bendar (pointers) sem finna bráð-
ina og gefa veiðimanninum til
kynna hvar hana sé að finna. Hund-
urinn fælir síðan fuglinn upp og þá
hefur veiðimaðurinn fáein augna-
blik til að munda byssu sína og
hleypa af.
I nóvember hefjast einnig veiðar
á Virginíuhirti (white-tail deer).
Einungis hirtirnir era veiddir, en
hindirnar látnar í friði. Perry á 600
ekrur lands þar sem era hirtir og
hefur aðgang að öðram veiðilönd-
um. Sjálfur skýtur hann ekki hirti
með byssu, en er fimur mjög með
boga og örvar. Hann var lengi for-
maður samtaka bogaveiðimanna í
Nova Scotia.
Pen-y sagði vinsælt að sameina
veiðar á fuglum og fiskum, eða
hjörtum og fuglum í nokkurra daga
veiðiferðum. Hann sér um leiðsögn,
útvegar öll leyfi og búnað annan en
byssur og skotfæri, útvegar gist-
ingu og mat meðan á veiðum stend-
ur.
Eftir stutt kynni af Nova Scotia
er hægt að fullyrða að þangað sé
gaman að koma fyrir veiðimenn og
annað lítivistarfólk. Þar bjóðast
aðrir kostir en hér og þótt aflinn
verði eftir, þá fara menn heim rík-
ari að reynslu og minningum.