Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐLÍN JÓNSDÓTTIR + Guðlin Ingiríð- ur Jónsdóttir fæddist 20. septem- ber 1911 í Lindar- brekku, Reykjavík. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi hinn 18. júní 1998. Foreldrar Guðlínar voru Ingibjörg ísaksdóttir, fædd 2. mars 1884, og Jón Magnússon fiski- matsmaður, fæddur 26.júní 1876. Maki Guðlínar var Theodór Skúlason læknir, fæddur 28. febrúar 1908, látinn 27. júlí 1970. Þau slitu samvistum. Börn Guðlínar og Theodórs: Skúli Jón, fæddur 16. desember 1938, lát- inn 1. ágúst 1997; Auður Ingibjörg, fædd 24. júlí 1942; Arndís Gná, fædd 1. nóvember 1943; Elín Þrúður, fædd 1. nóvember 1943; Ásgeir, fæddur 14. júlí 1945. títför Guðlínar fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 29. júní og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Guðlín Jóns- dóttir, betur þekkt undir nafninu Lína í Lindarbrekku, er látin. Við andlát þessarar merkiskonu hverfur á braut ættmóðir okkar, konan sem tengdi saman fimm kyn- slóðir og gat miðlað upplýsingum frá einni kynslóð til annarrar, okk- ur til ánægju og umhugsunar. Sá þráður verður ekki tekinn upp með -■ sama hætti og áður og við erum fá- tækari fyrir bragðið. En það vega- nesti sem hún gaf okkur, tryggir að minningin um sterka og stórbrotna konu lifir með okkur öllum áfram. Fyrstu kynni mín af Línu voru þau að ég hafði mikinn hug á að kynnast nánar dóttur hennar sem síðar varð konan mín. Eg held að Línu hafi ekkert litist á þetta í upp- hafi. Einhver strákur úr Austur- bænum var að reyna að hernema eina af prinsessunum úr Lindar- <,brekkunni. Enda fór hún í dreka- ham til að verja kastalann. En fyrr en varði breyttist drekinn í svan sem tók mig undir sinn væng. Nú þegar Lína er horfin á braut kemur tvennt upp í hugann öðru fremur. Annars vegar að hafa notið þeirrar ánægju að hafa kynnst henni og umgengist í öll þessi ár og hins vegar söknuður yfir því að nú verði bið á líflegum og beinskeytt- um umræðum um lífið og tilveruna þar sem enginn þurfti að velkjast í vafa um afstöðu hennar. Lína fylgdist vandlega með lífi bama sinna, bamabarna og barna- barnabama. Hún gerðist umyrða- laust trúnaðarvinur hvers okkar 4 sem þess óskaði og margt var hvísl- að í hennar eyru sem aðrir fengu ekki aðgang að. En hún áskildi sér einnig rétt til þess að láta í sér heyra ef henni mislíkaði eitthvað. 4 e ■4 „Hvað sagði amma?“ var oft spurt meðal barnabarna ef einhverjum hafði lítillega orðið á í lífshlaupinu. Lína var stór kona á alla vegu. Kynni við hana létu engan ósnort- inn. Ég þakka sérstaklega fyrir all- ar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman. Dóttir okkar hjóna, Auður Gná biður fyrir sérstakar kveðjur til ömmu sinnar. Hún er erlendis og á ekki heimangengt um þessar mundir. Ættingjum votta ég samúð mína. Ingvar Hjálmarsson. Tengdamóðir mín, Guðlín Ingiríður Jónsdóttir, eða Lína í Lindarbrekku eins og hún var ávallt kölluð, er látin. „Hún dó með sæmd enda sómakona, hún amma mín,“ sagði yngsti sonur okkar þeg- ar hann frétti hvernig dauða henn- ar bar að og eru það orð að sönnu. Ég kynntist Línu fyrir rúmum 30 árum þegar yngri sonur hennar og ég fórum að draga okkur saman. Lína var ábúðarfullur og ákveðinn einstaklingur og var ekki laust við að ég, sem var þá ennþá á tánings- aldri, væri hálf smeyk við hana í fyrstu en það hvarf svo sannarlega við frekari kynni. Margs er að minnast þegar hugs- að er til baka. I huganum er Lína og Lindarbrekkan eitthvað sem er óaðskiljanlegt enda Lindabrekkan æskuheimili Línu og hefur löngum verið tengd nafni hennar. Það var gott að koma í Lindarbrekkuna þar sem við vorum ætíð velkomin enda naut Lína þess að hafa fjölskyldu sína í kringum sig. Ég sé Línu fyrir mér sitjandi við hannyrðir en í þeim komu fram listrænir hæfileik- ar hennar og eru það ófá verk sem eftir hana liggja á því sviði. Með sanni má segja að henni hafi sjald- an fallið verk úr hendi á meðan hún hafði sjón og heilsu til. Ég minnist allra matarboðanna í Lindar- brekkunni þar sem Lína reiddi fram dýrindis máltíðir af svo mikl- um skörungsskap og myndarbrag að fáir voru henni þar fremri. Heimsóknirnar í litla bústaðinn við Hafravatn þar sem alltaf var tekið á móti okkur af hlýhug og mikilli gestrisni eru ógleymanlegar. Til Línu var líka gott að leita þegar eitthvað bjátaði á því hún hafði lag á því að sjá björtu hliðamar á til- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sótarhringinn. verunni og uppgjöf var ekki til í hennar orðaforða. Ég minnist notalegs tíma sem við áttum saman þegar hún kom að heimsækja okkur þegar við vorum búsett erlendis og þeirrar gleði og ánægju sem hún veitti bömum okk- ar þar. Ástúð hennar og áhugi á barnabörnunum sem öll áttu sér- stakan stað í hjarta hennar var með eindæmum og allt fram á síðustu stundu vissi hún nákvæmlega hvað hvert þeirra hafði fyrir stafni og hvert hugur þeirra beindist enda áttu þau öll það sameiginlegt að geta trúað henni fyrir sínum leynd- ustu hugsunum. Þau sakna hennar nú sárt en vita að hún var sátt við að deyja, ekki hvað síst eftir að hún missti eldri son sinn sem dó langt um aldur fram fyrir tæpu ári. En tilveran verður svo sannar- lega litlausari án Línu því konur eins og hún hafa lag á því að auðga lífið í kringum sig með nærvera sinni. Ég kveð þig með söknuði en minningin um þig lifir um ókomna framtíð. Björg. Elsku amma mín Lína. Ljúf sem lindin (okkar). Hörð sem bjarg. Andstæður svo sterkar en um leið svo brothættar. Stolt, gleði, glettni, glæsileiki, næm og gagnrýnin hugsun. Ein kona sem engu eða engum var lík og það var hún amma. I gegnum líf mitt var hún mér allt, kenndi mér svo margt. Leiddi mig um lífsins sali, styrkti mig og studdi. Var alltaf ekki bara amma heldur líka minn besti og dýrmæt- asti vinur. Minningar frá stundum okkar tveggja heima í Lindarbrekku og eins uppi á Hafravatni, en þar eyddum við saman óteljandi stund- um, minningar sem aldrei verða frá mér teknar og lifa um eilífð, elsku amma. Haust í Skotlandi er að mörgu leyti táknrænn tími fyrir okkur tvær. Þínar góðu stundir með afa í landi sem seinna átti eftir að verða mitt land um tíma. Oteljandi mynd- brot sem áður tengdust ímyndun urðu skyndilega að raunveraleika. Fyrir nokkrum árum lagði hún amma mín Lína í hendur mér litlu bókina sína, en þar er kvæði sem verður kveðja mín til hennar: Ég vildi, að eg væri vín á þinni skál, gneisti i glæðum þínum, gam í þinni nál, skeið þín eða skæri, skipið, sem þig ber, gras við götu þína, gull á fingri þér, bók á borði þínu, band á þínum kjól, sæng þín eða svæfill, sessa í þínum stól, ár af æfi þinni, eitt þitt leyndarmál, blóm á brjósti þínu, bæn í þinni sál. (DavíðStef.) Þín alltaf, Linda Björk. Minning Svo góð, með örmunum fagnandi svo sterk, nánast óbugandi svo glettin, með hláturinn dillandi svo bjartstór, að eilífu færandi þannig minnist ég þín. Páll Ásgeir Guðmundsson. Húsið hennar Línu hét Lindar- brekka og í hugum okkar strák- anna, vina Ásgeirs, sonar hennar, gegndi þetta hús ákveðnu hlutverki og var okkur mikilvæg kjölfesta á því tímabili, sem unglingssálimar vora að mótast hvað hraðast. Hún Lína unni þessu gamla virðulega húsi, sem stóð ofarlega við Vestur- vallagötuna, rauðmálað, stórt og of- urlítið dulúðugt. Hún var alltaf kennd við Lindarbrekkuna. Bara hún, ekki Theódór eða krakkamir. Foreldrar hennar bjuggu í húsinu á undan henni. Þama hafði verið menningarheimili frá fomu fari og ekki var því síður þannig farið með- an Lína réð þar ríkjum. Húsgögnin hennar vora gömul og þung, en ákaflega falleg og á veggjunum héngu málverk, sem hefðu sómt sér vel í hvaða konungshöll sem var. Mest bar á verkum mágs hennar, Þorvalds Skúlasonar, en einnig vora þar verk annarra meistara. Heimil- ið hennar Línu var eins og listasafn, en samt ákaflega hlýlegt og alltaf öllum opið, á nóttu sem degi. Það era tæp 36 ár síðan ég hitti Línu Jónsdóttur fyrst. Ég var sext- án ára, hún rúmlega fimmtug, glæsileg kona og stolt, með snjó- hvítt hár, svolítið stórskorin en ákaflega virðuleg. Hún var hispurs- laus, gamansöm og hlátui-mild, ör- ugg í framkomu, örlítið hijúf á stundum. Talið var tæpitungulaust, hjartað úr gulli. Hún tók öllum vin- um Ásgeirs opnum örmum og meira en það; við voram eins og börnin hennar. Og næstu árin varð heimilið hennar félagsmiðstöð okk- ar strákanna. Við eldhúsborðið hjá Línu var lífsgátan leyst mörgum sinnum, draumamir opinberaðir. Hún deildi með okkur gleðistund- um og huggaði þegar á bjátaði. Ef við urðum hins vegar of viðkvæmir, átti hún það til að snúa alveg við blaðinu og láta okkur fá það óþveg- ið. „Andskoti er að vita þetta drengur, láttu mig ekki heyra svona dellu,“ sagði hún gjaman, ef setja þurfti ofan í við mann. Það var sammerkt með okkur vinunum, að námið þvældist lítið fyrir okkur. Lífið hafði svo margt annað að bjóða, að skólinn vildi verða út undan. Þetta mislíkaði Línu og las okkur oft pistilinn um leið og hún hellti upp á könnuna fyrir okkur eða smurði og bakaði ofan í síhungraða strákaslöttólfana. Hún brýndi fyrir okkur iðni og ástundun og sagði okkur sögur af sínu uppeldi. Tíðrætt varð henni um fátæka stúdenta fyrri tíma, sem nutu aðstoðar góðs fólks við það að berjast til mennta. En þegar hér var komið sögu var tími allsnægt- anna ranninn upp. Það þekktist varla lengur að skólanemar leptu dauðann úr bláskel og við strákam- ir höfðum litlar áhyggjur af lífsbar- áttu feðranna. Og tíminn leið. Börnin hennar Línu yfirgáfu hreiðrið eins og gengur og loks varð hún ein eftir í Lindarbrekkunni. Við strákarnir litum til hennar af og til, en þó allt of sjaldan, og loksins lagði Elli kerling sína þungu hönd á öxlina á Línu, sem neyddist þá til að selja Lindarbrekkuna sína, þar sem hún Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfor er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. hafði ekki krafta til að sinna henni eins og hún vildi. Hún fluttist í litla en fallega íbúð við Aflagranda, þar sem hún hafði þá hluti hjá sér, sem hún vildi. Nú er þessi aldna höfðingskona öll. Síðustu árin vora henni erfið, heilsan þrotin og sérstaklega angr- aði hana sjónleysið. En hugsunin var skýr og kímnin leiftrandi allt fram á síðustu stundu. Daginn fyrir andlát hennar útskrifaðist sonar- sonur Línu frá Læknadeild HI og veitti það henni mikla gleði. Börnin hennar og fjölskyldur þeirra áttu líka hug hennar allan, enda sérlega vandað fólk, sem hún var stolt af. I ágúst á sl. ári missti hún eldri son sinn úr krabbameini og varð það henni mjög erfið raun þótt hún bæri missinn vel. Kæra gamla vinkona. Við Anna kveðjum þig með virðingu og sökn- uði, en við vitum, að þú varst södd lífdaga, þráðir hvfldina og þá er dauðinn líkn. Aldurinn var hár, lífs- hlaupið fullkomnað. Bömum þín- um, tengdabömum, barnabörnum og barnabamabömum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhannes Helgason. í Vesturbæ við Vesturvallagötu stendur gamli bærinn að Lindar- brekku, er var reistur árið 1898. Fyrr á öldinni var þar rekinn bú- skapur og þar bjuggu hjónin Ingi- björg Isaksdóttir og Jón Magnús- son, yfirfisldmatsmaður og fisk- verkandi. Jón var þekktur og um- svifamikill athafnamaður er hafði fjölda manns í vinnu. Hjónin í Lind- arbrekku lifðu við góð efni og var umhugað um velferð starfsmanna sinna og leystu úr vandamálum þeirra eftir því sem aðstæður buðu. Fáir vita að Jón Magnússon studdi verkamenn í Reykjavík til félags- stofnunar og lánaði þeim m.a. hús- næði sitt til stofnfundar Dagsbrún- ar. í þessu umhverfi ólust dætur þeirra hjóna, Lína og Margrét, upp við mikið ástríki og eftirlæti. Línu voru góðar gjafir gefnar, hún bjó að sterkri eðlisgreind, var ákveðin, einörð, glaðbeitt og hjálp- söm og umhugað um velferð ann- arra, en tamdi sér aðgát í nærvera sálar. Lína mætti fólki eins og fram- koma þess gaf tilefni til og brá ekki ró, þótt hún byrsti sig enda gróinn Vesturbæjararistókrat. Lognmolla og deyfð þrifust ekki í hennar ná- vist. Lína tók við húsráðum í Lindar- brekku eftir lát foreldra sinna og þar bjó hún fjölskyldu sinni heimili. Á reisn Lindarbrekku varð ekki lát, heimilið stóð áfram opið og kjöl- festan núna var húsmóðirin. Fyrstu kynni mín af fjölskyld- unni í Lindarbrekku urðu fyrir tæplega 40 áram, er vinskapur varð með okkur Ásgeiri syni hennar í menntaskóla og héldum við fjórir félagar þétt hópinn. Lindarbrekka var okkar athvarf og annað heimili. Þar voru plönin lögð, þaðan var lagt út á lífið og þangað var aftur horfið. í Brekkunni vora málin rædd, kaffið drakkið og bitið í brauðið. Á þessum síðkvöldum varð til sá samhljómur með okkur og fjölskyldunni sem enn varir. Baklandið okkar var Lína, umburð- arlyndi hennar og sá trúnaður er hún sýndi okkur efldi með okkur sjálfstraust og virðingu fyrir mann- gildum. Lína var stór og um hana næddi, hún varð fyrir þungum áfóllum en bar hljóð sár sín og harma. Hún vissi að þeir einir missa sem eiga. Lína naut líka ríkulegrar lífs- hamingju þar sem lífsviðhorf henn- ar var jákvætt og hugurinn opinn og hún mótuð af sterkri guðstrú og vissu um endurfundi við gengna ástvini. Þessir eðliskostir gerðu henni vistaskiptin léttbær. Þrátt fyrir háan aldur varð Lína aldrei gömul heldur virkur þátttakandi í lífi og leik afkomenda og vina allt til enda. Ég kveð þig kæra vinkona, í þökk. Kristján Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.