Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 143. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Var Kim ekki faðir Kims? Moskvu. Reuters. KIM Jong-il, leiðtogi Norður- Kóreu, er ekki sonur Kims II- sungs, fyrrverandi einræðis- herra landsins, eins og haldið hefur verið fram, að sögn Pjotrs Pak II, gamals manns af kóreskum uppruna sem kenndi Kim eldri marxíska heimspeki á fimmta áratugnum. Pak, sem er á níræðisaldri og býr nú í Kasakstan, heldur þessu fram í viðtali við rúss- neska dagblaðið Trud-7. Hann segir að raunverulegur faðir Kims yngri, sem fæddist í febrúar 1942, hafí barist við hlið Kims Il-sungs gegn Japönum í síðari heimsstyrj- öldinni. Blaðið segir að kommúnista- stjórnin í Moskvu hafí falið Pak að fræða Kim Il-sung um kenningar Marx og Leníns á fímmta áratugnum. BILL Clinton Bandarílgaforseti og Jiang Zemin, forseti Kína, virtust afslappaðir við móttökuat- höfnina á Torgi hins himneska friðar þrátt fyrir að þeir hefðu nýlega sent hvor öðrum tóninn vegna handtöku þriggja kínverskra andófsmanna. Qrðaskiptum Clintons og Zemins sjónvarpað um allt Kína „Ekkert getur stöðvað batnandi samskipti“ Peking. Reuters. 12 létust í jarðskjálfta í Tyrklandi Ankara. Reuters. TALIÐ er að 12 manns hafí látist þegar öflugur jarðskjálfti varð í Tyrklandi í gær. Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar NTV mældist slqálftinn 6,3 stig á Richter-kvarða. I frétt stöðvarinnar sagði að fjöldi manns hefði slasast og margar byggingar hrunið í skjálftanum. Upptök skjálftans voru í héraðinu Adana í suðurhluta Tyrk- lands, en hann fannst víða um landið. Lakkrís í stað Viagra ÞRÁTT fyrir að undralyfið Viagra geti reynst einföld leið til að hleypa nýju lífí í ástarlíf úrvinda nútímafólks mælir Alan Hirsch, sérfræðingur Stofnunar í Lykt- ar- og bragðvísindum í Chicago heldur með því að fólk notfæri sér lyktarskynið til að lífga upp á kynlffið. I nýrri bók sinni Scentsational Sex gerir Hirsch grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sem gerð hefur verið á áhrifúm lyktar á fólk. Samkvæmt þeim hefur lykt af kanil, ilmjurtum, graskers- böku, lakkrís, kleinuhringjum, popp- korni og appelsínum örvandi áhrif á karla en lykt af lakkrís, agúrkum, graskersböku og ilmjurtum örvandi áhrif á konur. Hirsch segir niðurstöð- urnar ekki koma á óvart enda hafí kanill, múskat og engifer, sem notað sé í graskersbökur, öldum saman verið not- uð til Iækninga og lakkris á sama hátt verið notaður til örvunar í kínverskum lækningum. „Fjöldamorð- ingja“ þyrmt YFIRVÖLD í Texas í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þyrma h'fi Henry Lee Lucas, sem dæmdur var til dauða fyrir 14 árurn. Lucas, sem er einn frægasti „fjöldamorðingi“ samti'mans, játaði á sínum tíma að hafa myrt a.m.k. 100 kon- ur í 27 fylkjum. Hann hefur hins vegar dregið játningar sínar til baka og segir þær nú einungis hafa verið til þess gerð- ar að hafa lögregluna að fífli. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur, kom að máli Lucasar fyrir tveimur árum og komst þá að þeirri niðurstöðu að játn- ingarnar væru uppspuni. Rannsóknum 214 morða var á sínum tíma hætt eftir að þau voru tengd játningum hans og hafa einungis nokkur þeirra verið tekin upp að nýju þrátt fyrir að ljóst sé að Lucas hefði þurft að keyra 17.600 km á 30 dögum til þess að fremja þau öll. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fordæmdi harðlega árás kínverska hersins á óvopnaða námsmenn á Torgi hins himneska friðar árið 1989 á fréttamannafundi með Jiang Zemin, forseta Kína, í gærmorgun. „Eg trúi því og bandaríska þjóðin trúir því að það hafi verið rangt að beita valdi og fórna mannslífum,“ sagði Clinton. „Þrátt fyrir alla okkar samn- inga greinir okkur enn á um þessa atburði." Zemin lét hins vegar engan bilbug á sér finna og ítrekaði harðlínustefnu kínversku stjórnarinnar. „Hefði kínverska stjórnin ekki giápið til staðfastra aðgerða á þessum tíma nytum við ekki þess stöðugleika sem við búum við í dag,“ sagði hann. Orðaskiptum leiðtog- anna var sjónvarpað beint um allt Kína og var það í fyrsta skipti sem kínverskum almenningi gafst tækifæri til að fylgjast með opinskáum umræðum um þessa atburði. Clinton, sem gagnrýndur hefur verið fyrir að fórna kröfum um mannréttindi fyrir við- skiptahagsmuni, gagnrýndi einnig handtöku þriggja kínverskra andófsmanna en Zemin svaraði því stuttaralega og sagði: „í Kína höf- um við okkar lög.“ Fundinum lauk síðan með því að Clinton hvatti Zemin til að taka upp við- ræður við Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíb- etbúa. Sagðist hann þess fullviss að Dalai Lama myndi falla honum vel í geð. Jafnframt hvatti hann Kínverja til að taka upp beinar viðræður við stjómvöld á Tævan. Kjarnaoddum ríkjanna verði beint annað Þrátt fyrir að ýmis viðkvæm mál kæmu upp á fundinum var hann á vinsamlegum nótum og lögðu leiðtogarnir mikla áherslu á batnandi samskipti ríkjanna. Jiang Zemin, sem fyrr um daginn sagði að batnandi samskipti Banda- ríkjanna og Kína væru óhjákvæmileg og að ekkert gæti stöðvað þau, sagði Clinton öflugan baráttumann fyrir bandarískum hagsmunum og sjálfan sig öflugan baráttumann fyrir kín- verskum hagsmunum. „En þrátt fyrir þetta eigum við vinsamlegar viðræður og skoðana- skipti," sagði hann. „Það er þetta sem ég kalla lýðræði." Clinton sagði mikilvægt að þjóðirnar horfðu til framtíðar þrátt fyrir að þær greindi á um ýmsa þætti í fortíðinni og hældi m.a kínversk- um stjórnvöldum fyi'ir þá staðfestu sem þau hefðu sýnt við að halda gengi kínverska gjald- miðilsins stöðugu. Clinton kom til Peking, sem er annar áfangastaður hans á níu daga ferð um Kína á laugardagsmorgun. Hann var þar viðstaddur hátíðlega móttökuathöfn á Torgi hins himneska friðar og átti að henni lokinni tveggja tíma viðræður við Jiang Zemin. Að þeim loknum bh'tu forsetarnir sameiginlegá yfírlýsingu þar sem m.a. kemur fram að sam- komulag hafi náðst um það að í framtíðinni beini ríkin kjarnaoddum sínum ekki hvort að öðru. A fundinum urðu leiðtogarnir einnig ásáttir um að vinna að stöðugleika í Suður-Asíu með því að koma í veg fyrir útflutning sem gæti nýst Indverjum og Pakistönum til kjarnorku- væðingar. Þá var ákveðið að Bandaríkjamenn myndu verða Kínverjum innan handar við einkavæðingu húsnæðismarkaðar og við upp- byggingu kínverska heilbrigðis-, eftirlauna- og tryggingakei’físins. Sagði Jiang viðræðumar hafa verið jákvæðar og uppbyggilegar og að þær myndu „ekki einungis sfyrkja sameiginlega hagsmuni Kína og Bandaríkjanna heldur einnig hafa mikilvæg áhrif á friðarumleitanir, stöðug- leika og hagvöxt í Asíu og heiminum öllum.“ Sagði hann þá ákvörðun að beina kjamaoddum annað sýna að Bandaríkjamenn og Kínverjar væra ,Jélagar en ekki andstæðingar". Vorferð á lifandi jökulbungu Menn fengu opinbert leyfí til að stela Reiðskóli í höfuðborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.