Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 36

Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 36
36 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KONRÁÐ RAGNAR BJARNASON + Konráð Ragnar Bjarnason, fyrrv. framkvæmda- stjóri, fæddist í Reykjavík 8. janúar 1940. Hann andaðist á heimili sínu 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhildur Björg Metúsalems- dóttir, f. 27.6. 1917, d. 27.2. 1987, og Bjarni Konráðsson læknir og dósent, f. 2.12. 1915 og ólst að mestu upp í Reykja- vík. Systir hans er Sigríður, f. 22.2. 1938, kennari, búsett í Kópavogi, maki Snorri Þór Jó- hannesson, kennari, og eiga þau tvö börn. Hinn 6.7. 1963 kvæntist Kon- ráð Halldóru Guðmundsdóttur, fulltrúa hjá Vinnueftirliti ríkis- ins, f. 17.9. 1943. Þau slitu sam- vistir. Börn Konráðs og Hall- dóru eru: Ragnhildur Björg, f. 16.10. 1962, tölvunarfræðingur og kennari, maki Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur. Þeirra börn eru Halldóra Björk, f. 16.4. 1987, og Yngvi Birgir, f. 18.10. 1989; Kristín Sigurfljóð, f. 30.10. 1968, löggiltur endur- skoðandi, í sambúð með Vil- hjálmi Jónssyni, viðskiptafræð- ingi. Þeirra barn er Halldór Rúnar, f. 2.9. 1997; Konráð Ragnar, nemi, f. 2.4. 1980. Konráð bjó i Kaupmannahöfn á barnsaldri í eitt og hálft ár og dvaldi síðan hjá frændfólki á Akranesi í hálft ár. Á unglings- árum stundaði hann sveitastörf í Breiðdalnum og á Skipum í Stokkseyrarhreppi á sumrin og Þegar maður fréttir lát nákomins ættingja eða vinar þyrlast upp í huganum ýmsar minningar um liðn- ar samverustundir. Þessar minning- ar tengjast ætíð einhverju jákvæðu og góðu og svo virðist sem hið nei- kvæða þurrkist út. Um margt var lífshlaup mitt og bróður míns svipað fyrri hluta ævinnar. Við ólumst upp á heimili foreldra okkar, vorum bæði í sveit á sumrin sem böm og unglingar, gengum í sömu barna- skólana og að þeim loknum fórum við bæði í Verzlunarskóla íslands og við giftum okkur sama dag. Einnig varð vinnustaður minn til ^margra ára einnig að vinnustað hans og þar unnum við saman um skeið uns leiðir skildi og ég fluttist út á land. En þrátt fyrir það vorum við samvistum á stórhátíðum, ýmist í Reykjavík eða á heimili mínu í Borgarfirði. Börnin hans og börnin mín kynntust vel og voru oft sam- vistum bæði á hans heimili og mínu. Þótt dregið hefði úr beinum sam- skiptum hin síðari ár þá töluðum við oft saman í síma. Eftir hastarleg veikindi veturinn 1996-’97 virtist sem þrek Konráðs dvínaði vei'uiega. Síðastliðin jól dvaldi hann á heimili mínu og fannst mér þá eins og held- ur væri að rofa til hjá honum. Hann var með ráðagerðir um að hefja >störf að nýju og síst grunaði mig að þessi jól yrðu hans síðustu. Eigi má var vinnumaður á Hvanneyri eitt sum- ar. Hann lauk stúd- entsprófi frá Verzl- unarskóla Islands 1961, var af- greiðslustjóri hjá Loftleiðum 1962-’63 og framkvæmda- stjóri Anilínprents hf. og Félagsprent- smiðjunnar hf. 1963-’95. Konráð sat í stjórn Félags- prentsmiðjunnar hf. 1984-’95. Hann sat í varastjórn Félags íslenska prentiðnaðarins 1971-’77 og í aðalstjórn 1978-’84, þar af ritari þess 1982- ’83, varaformaður 1983- ’84 og kjörstjóri 1984-’86. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna 1975-’87 og var ritari sjóðsins. Þá sat hann í sambandsstjórn VSÍ 1983-’84. Konráð var liðsstjóri karla- landsliðsins í golfi 1972 og ung- lingalandsliðs íslands í golfi 1973-’79. Þá var hann móts- stjóri landsmóta í golfi 1970-’80. Hann sat í varastjórn Golfklúbbs Reykjavíkur 1973-’75 og aðalstjórn 1975-’77. Hann var ritari í stjórn Golfsam- bands íslands 1970-’81 og for- seti þess 1981-’93. Hann var forseti Golfsambands Norður- landa 1984-’88. Konráð gekk í Oddfellowregl- una 29.10. 1970 og vann að Iíkn- armálum og tók virkan þátt í starfí stúku sinnar, Skúla fógeta nr. 12 í Reykjavík. títför Kon- ráðs fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 29. júní nk. og hefst athöfnin klukkan 15. sköpum renna og kallið kom hinn 21. júní. Eg trúi því einlæglega að hann hafi fundið frið og sé nú sam- vistum við móður okkar, sem var honum mikill stuðningur á meðan hún lifði og hann saknaði mjög eftir að hún dó. Bjarni sonur minn, sem búsettur er í Noregi, og Ingólfur Metúsal- emsson, búsettur í Ameríku, senda nánustu ættingjum Konráðs inni- legar samúðarkveðjur. Megi Guð geyma bróður minn. Sigríður Bjarnadóttir. Mig langar að minnast vinar míns, Konráðs Bjarnasonar, með nokkrum fátæklegum orðum. For- eldrar okkar Konráðs voru miklir vinir og strax og við Konráð höfðum vit á að leika okkur saman, myndað- ist innileg vinátta milli okkar. Átt- um við margar ánægjulegar stundir saman í Þingholtunum, þar sem við ólumst upp. Konráð, eða Konnsi, eins og vinir hans kölluðu hann, var fljótlega mjög duglegur og klár í öllum leikj- um sem ungir drengir léku sér í á þessum tíma. Vinir hans sáu fljót- lega að gaman var og gott að eiga Konráð að vini og sóttu fast að fá að vera með honum í leikjum. Var ég svo heppinn að vera einn þeirra. Svo vildi til að ég á afmæli í des- Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK m V ember en Konráð í janúar. Þegar árin liðu og við komumst á skólaald- ur, þýddi það að við vorum ekki í sama bekk en gengum þó í sömu skóla, fyrst í Miðbæjarskólann og síðan í Verzlunarskólann, þannig að aldrei slitnaði okkar góða vinátta. Foreldrar okkar beggja voru félag- ar í Oddfellow-reglunni og gengum við Konráð báðir til liðs við hana þegar við höfðum aldur til. Konráð var i reglunni til hinstu stundar og allir, sem til þekkja, vita hve traust- ur og frábær félagi hann var. í Odd- fellow-reglunni voru honum falin mörg trúnaðarstörf sem hann innti af hendi með miklum sóma. Fljótlega fékk Konráð áhuga á golfíþróttinni og þá var ekki að spyrja að dugnaði hans og áræði í þeirri íþrótt. Fljótlega voru honum falin mörg og flókin trúnaðarstörf fyrir golfíþróttina á íslandi. Konráð var kosinn forseti Golfsambands ís- lands og gegndi hann því embætti í þrettán ár með miklum sóma þar til veikindi hans urðu til þess að hann gat ekki lengur tekið á sig þá miklu ábyrgð sem forustumaður golfí- þróttarinnar þarf að gera. Konráð hefur verið sæmdur mörgum heiðursmerkjum, bæði sem forseti Golfsambandsins og einnig vegna starfa sinna í Oddfell- ow-reglunni. Þegar árin liðu vildi svo til að ég tók að mér ýmis verk- efni vegna golfíþróttarinnar og þá var gott að eiga Konráð að vini og félaga. Oft nýtti ég mér það að leita ráða og stuðnings hjá Konráð, og ekki man ég að hann gæti ekki leyst þau vandamál sem ég bar undir hann. Konráð, vinur minn, nú ert þú farinn þangað sem við förum öll að lokum. Eg bið góðan guð að geyma þig og veita öldruðum föður þínum, börnum, systur og öðrum ættingj- um styrk og vissu um að þau muni hitta þig síðar. Konan mín, Sóley, vill nota þetta tækifæri til að kveðja þig, Konráð minn, og biðja þér guðs blessunar. Óskar G. Sigurðsson. Okkur langar að minnast Kon- ráðs R. Bjamasonar með örfáum orðum. Hann er nú látinn langt um aldur fram en eftir langvinn veik- indi sem reyndust honum afar erfið og ekki síður hans nánustu. Þótt samverustundir hafi verið stopular síðustu ár, þá komum við systur oft á heimili hans og Dóru frænku áður fyrr. Þau reyndust okkur vel, ungum systram að koma til borgarinnar til að vera. I minn- ingunni er glens, gáski og mikilll hlátur í návist Konráðs, hann sjálf- ur með hendur í vösum og góðlát- legt bros að stríða okkur eða börn- um sínum á sinn græskulausa hátt. Konráð var kraftmikill maður, hann var félagslyndur og glaðsinna með hlýtt hjarta og hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann var vinur vina sinna, hugulsamur við fjölskyldu sína og vildi hvers manns vanda leysa. Kæra Ragnhildur, Ki'istín, Denni, Dóra og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Marín og Anna Björg. Kveðja frá gömlum starfsmanni. Við fráfall Konráðs rifjast upp margar minningar. Konráð var dug- legur og framsækinn. Hann lagði gott til málanna. Félagsprentsmiðj- an sem Konráð starfaði lengi við, hafði unnið sér traust vegna áreið- anleika forystumanna og góðs starfsfólks og þegar prentsmiðjan fagnaði 100 ára afmæli árið 1990, virtist vera bjart framundam, þrátt fyrir að prentsmiðjan þyrfti að end- urnýja vélakostinn og starfsaðferðir eins og aðrar prentsmiðjur. Konráð starfaði mikið að félags- málum golfíþróttarinnar og stuðlaði að því að hún yrði almenningseign. Hann var forseti Golfsambands Is- lands um árabil. Flest virtist ganga í haginn hjá þessum unga manni, þegar erfíðleikamir gerðu vart við sig. Heilsan virtist bila og mikil vandræði sigldu í kjölfarið. Að leiðarlokum bið ég Guð að blessa Konráð Bjarnason. Börnum hans, systur og öldraðum föður votta ég samúð. Erlendur Guðlaugsson. Vinur okkar og félagi, Konráð Ragnar Bjarnason, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Fyrir hart nær 40 árum lágu leið- ir okkar saman. Við vorum allir við nám í Verzló og nutum þess sem líf- ið hafði upp á að bjóða. Allar götur síðan höfum við haldið hópinn. Á þetta löngu árabili hafa ánægju- stundirnar verið óteljandi sem við höfum átt með Konráð og fjölskyldu hans, allt frá þeim tíma sem við vor- um heimagangar hjá foreldram og systur í Þingholtsstræti. Þar var heimilið ávallt opið og okkur tekið með hlýju og umhyggju hvernig sem á stóð og síðar á heimili Kon- ráðs, Dóru og barnanna með sama hugarþeli. Við skemmtum okkur saman, stunduðum íþróttir, fórum á veiðar, í fjölskyiduferðir og ekki síst tókum reglubundið í spil. Á slíkum stund- um var skipst á skoðunum um menn og málefni, um ótal hluti sem snertu umhverfi okkar og velferð. Konráð var virkur þátttakandi í þessum umræðum. Hann var skoðanafastur en ekki kreddufullur og þó að hann settist stundum í stól kennarans þegar hann vildi vinna skoðunum sínum brautargengi tók hann rök- um og virti skoðanir annarra. Slíkir menn era til forystu fallnir. Áhugi á rekstri Félagsprent- smiðjunnar sem hann veitti lengi forstöðu var ódrepandi og reyndar fyrir framgangi prentlistarinnar hér á landi enda vora honum falin mörg trúnaðarstörf í hennar þágu. Konráð hafði mikinn áhuga á íþróttum. Eftir að hafa æft nokkrar greinar sneri hann sér að golfíþrótt- inni - þar komst hann á flug. En jafnhliða iðkun íþróttarinnar tók hann að sér ýmis félagsstörf í henn- ar þágu sem endaði með því að auk fjölmargra annarra trúnaðarstarfa var hann forseti Golfsambandsins um árabil. Það sem tengdi okkur mest sam- an var að setjast reglubundið niður og spila bridge. Fæstir okkar hafa tekið spilamennskuna alvarlega í þessi tæp fjöratíu ár enda skiptu samverustundirnar mestu máli. Enn minnumst við þó með brosi á vör allra þeirra þriggja granda sem Konráð sagði upp á sitt eindæmi - og vann. Við vorum níu sem mynduðum þennan kjarna sem bast tryggða- og vináttuböndum sem ávallt hafa haldist þótt stundum væri vík milli vina. Nú hefur Konráð kvatt okkur í hinsta sinn og skilið eftir skarð í vinahópinn. Það skarð verður ekki fyllt. Genginn er góður drengur. Við vinir hans og fjölskyldur okkar sendum fjölskyldu Konráðs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um hinar góðu stundir mun ylja um ókomin ár. Spilafélagar. Fréttin um andlát Konráðs Bjarnasonar kom á óvart, þrátt fyr- ir langvarandi veikindi og erfíða sjúkdóma hin síðustu ár. Konráð rak Félagsprentsmiðjuna og Anilinprent í mörg ár, hann lagði mikið upp úr merkri sögu Félags- prentsmiðjunnar og ljóst að fyrir- tækið stóð honum nærri, og var hann óþreytandi að lýsa kaupum á vélum til ýmissa prenttæknilegra þarfa. Hins vegar skal það játast að sjaldnast snerist umræðan um ann- að en golf. Áhugi Konráðs á fram- gangi golfíþróttarinnar var slíkur að erfitt er til að jafna. í meira en tuttugu ár kom Konráð að golfí- þróttinni og er ljóst að saga golfs á Islandi verður ekki skrifuð án þess að þáttur Konráðs Bjarnasonar verði mikill. Hann sat í stjórn Golf- sambands Islands samfellt í tuttugu og þrjú ár, fyrst sem ritari í tólf ár og síðan sem forseti í ellefu ár. Á sama tímabili gegndi hann ýmsum öðram trúnaðarstörfum innan golf- hreyfingarinnar. Hann sat í stjórn og varastjórn Golfklúbbs Reykja- víkur í fimm ár. Hann var liðsstjóri karlalandsliðs og síðan liðsstjóri unglingalandsliðs Golfsambandsins í sjö ár, mótsstjóri landsmóta í golfí samfellt í ellefu ár, og tók jafnframt virkan þátt í samstarfi Norðurland- anna á golfsviðinu. Eins og þessi upptalning ber með sér átti golfið hug og hjarta Kon- ráðs allt frá því hann kynntist þess- ari íþrótt. Ég hygg að fáir geti gert sér nákvæmlega grein fyrir hve golfíð átti stóran þátt í lífí hans. í mörg ár rak Konráð Golfsambandið ýmist frá skrifstofu sinni eða heim- ili. Þá þekktist ekki að íþróttasam- band hefði sérstaka skrifstofu og því síður launaðan starfskraft. Aldrei taldi Konráð eftir sér að leggja sína aðstöðu undir fyrir golf- ið, og oft var fyrirtækið undirlagt. Þar voru haldnir fundir stjórnar og nefnda, þaðan fóru erlend samskipti fram, þar var allt efni, sem Golf- sambandið þurfti að gefa út, prent- að og oft var lítið rukkað fyrir þá þjónustu. En auðvitað voru verð- mæti Golfsambandsins fyrst og fremst falin í mikilli vinnu Konráðs og framsýni hans fyrir hönd sam- bandsins. Þrátt fyrir að Konráð teldi ekki eftir sér vinnu sína fyrir sambandið þá var honum ljóst að framtíðar- hagsmunum þess væri betur borgið með launuðum starfskrafti og sér- stakri skrifstofuaðstöðu, enda um- svif sambandsins stöðugt að aukast, með auknum áhuga almennings á golfíþróttinni. Undir hans stjórn voru þau skref stigin. Til að gefa mynd af grósku golfíþróttarinnar má benda á að þegar Konráð kom í stjóm sambandsins voru þrettán golfklúbbar á landinu og iðkendur níu hundrað. Þegar Konráð fer úr stjórn sambandsins 1993 voru klúb- barnir orðnir þrjátíu og níu og iðk- endur þrjú þúsund og níu hundruð. Konráð hefði ekki viljað að honum væri einum eignuð þessi aukning enda er það auðvitað ekki svo, að henni kom fjöldi einstaklinga um allt land. En stundum vill gleymast mikilvægi þess að sambandið og starf þess eflist með auknum áhuga á íþróttinni en þar átti Konráð stór- an hlut að máli. Ekki verður rætt um Golfsam- bandið og Konráð án þess að koma að erlendum samskiptum, en við þau lagði hann sérstaka rækt. Það gekk ekki átakalaust að koma íslandi inn í alþjóðlegt golfsamstarf. íslending- ar vora að vísu velkomnir til þátt- töku í mótum erlendis, en að erlend- ir kylfingar ættu að koma í keppni til Islands var ekki eins sjálfsagt. Það þótti of kostnaðarsamt að ferð- ast hingað og þess vegna var mikil mótspyrna við að fela íslendingum alþjóðlegt mótahald. En fyrir bar- áttu, fyrst og fremst Páls Ásgeirs Tryggvasonar, fyrrverandi forseta Golfsambandsins, og síðan Konráðs Bjamasonar tókst að sannfæra frammámenn evrópskra golfsam- banda um að það að vera þátttak- andi í evrópsku samstarfi táknaði bæði að mæta í mót og að halda mót. Því var Evrópumót unglinga haldið í fyi'sta sinn á Islandi árið 1981 í Grafarholti, en fram til þess tíma hafði einungis Norðurlandamót ver- ið haldið hérlendis. Ég er sannfærð- ur um að slíkt mótahald flýtti fram- förum í umhirðu og uppbyggingu golfvalla hérlendis, og hefur á þann hátt komið hinum almenna kylfíngi til góða. Konráð eignaðist marga vini meðal evrópskra golfstjórnenda, þeir virtu hann og skoðanir hans og hafa margir þeirra fylgst úr fjar- lægð með veikindum hans síðustu árin. Golfsamband Islands kveður í dag einn af forystumönnum sínum, mann sem eyddi stórum hluta ævi sinnar í störf fyrir golfhreyfinguna. Þeir sem kynntust Konráði áður en hann veiktist vita að þar fór einlæg- ur og góður drengur sem umfram allt vildi golfíþróttinni vel. Fyrir hönd Golfsambands Islands færi ég ástvinum Konráðs Bjarna- sonar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Golfsambands fs- lands, Hannes Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.