Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 56
S3.Lausnir
Nýherja fyrir
Lotus Notes
JQj Premlum Partner
www.nyherji.is
ffmitlribiðiífe
TNT
Express
Worldwide
580 1010
íslandspóstur hf
Hraðflutningar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
_ *
Asta Möller segir áherslu lagða á að leysa hjúkrunarfræðingadeilu með vinnustaðasamningi
Mikil ábyrgð hvílir á
samninganefndinni
VIÐRÆÐUR hjúkrunarfræðinga og fulltrúa
stjórnvalda halda áfram um helgina en hingað til
hafa þær engan árangur borið. Asta Möller, for-
maður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að
velta hugmyndum fram og til baka og bætti við að
mikil ábyrgð hvfldi á samninganefndinni.
„Við erum að skoða hvort hægt sé að leysa mál-
ið í gegnum félagið með vinnustaðasamningi og
hvort okkur takist að ná samkomulagi sem hjúkr-
unarfræðingar, sem sagt hafa upp störfum, eru til-
búnir að gangast inn á ,“ sagði Asta.
( jk Hún sagði að það hlyti að fara að koma í ljós
fljótlega hvort málið gæti leyst með þessum hætti.
Hún sagði að aðganga félagsins að málinu byggð-
ist á því að eftir á að ijúka seinni hluta samnings-
gerðarinnar frá samningunum sem gerðir voru á
síðasta ári. „Ef stofnanirnar og stjórnvöld vilja
leggja eitthvað af mörkum til að ná samkomulagi
stendur ekki á félaginu að ná slíku samkomulagi
og það er á þeim grundvelli sem við vinnum nú.
Markmið beggja aðila hlýtur að vera að ná samn-
ingi sem hjúkrunarfræðingar geta sætt sig við og
Betur setið heima ef til-
lögum verður hafnað
dregið uppsagnir sínar til baka í kjölfarið, annað
væri óskynsamlegt."
Ekki borinn undir atkvæði
Aðspurð sagði hún að þessi vinnustaðasamning-
ur, ef af verður, yrði ekki borinn undir atkvæði
þar sem friðarskyldan á samningnum komst á í
fyrra. „Það var kosið um saminginn í fyrra en
þessum hluta samningsins lýkur með samkomu-
lagi í aðlögunarnefnd eða úrskurði í úrskurðar-
nefnd ef samkomulag næst ekki.“
Hún sagði fulltrúa félagsins vera í þröngri stöðu
og mikil ábyrgð hvfldi á þeim.
„Félagið getur aldrei tryggt að allir samþykki
samninginn. Það eru einstaklingarnir sem sögðu
upp og þeir ákveða hvort þeir ógildi uppsagnir
sínar. Það er mikil ábyrgð á okkur. Ef við gerum
eitthvað sem hjúkrunarfræðingar hafna eftir helg-
ina, þá hefðum við betur setið heima,“ sagði Asta.
Hún sagði ekki hafa verið teknar upp formlegar
viðræður um verktakagreiðslur til hjúkrunarfræð-
inga sem kallaðir yrðu til starfa í neyðartilfellum,
eftir að uppsagnir þeiira taka gildi. „En við höfum
óskað eftir viðræðum við heilbrigðisyfírvöld fyrfr
hönd hjúkrunarfræðinga. Við erum að tala um fyr-
irkomulag slíkrar neyðarþjónustu."
Ásta segir að fólk sé mjög ergilegt yfir því þeg-
ar stjórnendur stofnananna segjast ætla að halda
starfseminni gangandi með því að vísa í skyldur
hjúkrunarfræðinga og eigi það við hvort sem
menn hafi sagt upp eða ekki.
Hún segir að mikil reiði ríki meðal þeirra 40%
hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa sagt upp vegna
fyrirætlana stjórnenda spítalanna um að kalla fólk
úr orlofi. „Nú á að fara að setja fólk, sem ekki
sagði upp, í þá aðstöðú að koma inn gegn vilja
þess. Hverskonar framkoma er þetta við fólk sem
á þó ekki í þessum deilum,“ spyr Asta. „Eg heyri
að þetta fer verulega í taugarnar á fólki og líka að
gengið sé út frá því að fólk sem er við störf leggi á
sig tvöfalda vinnu ef hjúkrunarfræðingar ganga út
um mánaðamót."
Vill skoða
áhrif lýsis
á ónæmis-
kerfi
í RANNSÓKNUM sem Ingibjörg
Harðardóttir matvælaefnafræðing-
ur hefur gert á áhrifum lýsis á
ónæmiskerfið hafa komið fram vís-
bendingar um að það geti aukið við-
nám gegn sýkingum.
„Þetta eru fyrstu niðurstöður,“
segir Ingibjörg en rannsóknir voru
gerðar á tilraunadýi'um þar sem
einn hópur fékk ómega-3 fitusýrur,
annar ómega-6 og sá þriðji ómega-
9. Rannsökuð voru viðbrögð ónæm-
iskerfis þeirra gegn sýkingum og
kom í ljós að þeir hópar sem fengu
ómega-3 fitusýrur, sem meðal ann-
ars er að finna í lýsi, lifðu frekar af
sýkingar en aðrir hópar.
„Þær niðurstöður sem ég hef
fengið gefa vísbendingar um að
áhugavert væri að skoða áhrif lýsis
á ákveðna þætti í ónæmiskerfi
manna,“ sagði Ingibjörg.
■ Lækningamáttur lýsis/E 16.
Ný sjón-
varpsstöð
í loftið
NÝ SJÓNVARPSSTÖÐ, Skjár 1,
hefur hafið tilraunaútsendingar á ör-
bylgju. Að sögn Hólmgeirs Baldurs-
sonar hjá Islenska sjónvarpsfélaginu
mun stöðin hefja starfsemi í ágúst og
verður opin öllum án endurgjalds.
Stöðin mun leggja áherslu á
skemmtiefni, íslenskt og erlent, sem
sent verður út alla daga frá klukkan
20.30 til miðnættis.
í dag ná útsendingar Skjás 1 til
alls höfuðborgarsvæðisins, Suður-
nesja og Akraness en eftir tvær vik-
ur hefjast einnig tilraunaútsending-
ar á Suðurlandi.
---------------
Kona skarst
illa í andliti
DÖNSK kona hrasaði á salernunum
í Þórsmörk í gærnótt og skarst illa í
andliti. Konan var flutt á heilsu-
gæslustöðina á Hellu en þaðan á
Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún
gekkst undir aðgerð í gær.
Morgunblaðið/EAX
Skjöl um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs afhent í Höfða
Valdi ísland með-
al annars vegna
sendiherrans
MÓTTAKA vai- haldin í Höfða í gær
þar sem Day Olin Mount, sendiherra
Bandaríkjanna á Islandi, afhenti
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
borgarstjóra gögn frá leiðtogafundi
Ronalds Reagans Bandai-íkjaforseta
og Mikhafls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga á Islandi árið 1986.1 gögnunum
kemur fram hvernig Reagan vildi að
fundinum loknum leggja áherslu á að
kanna hversu viljugir Sovétmenn
væru til að fækka kjarnorkuvopnum
við samningaborðið í afvopnunarvið-
' ræðunum í Genf í ljósi þess, sem
rætt var á fundinum í Reykjavík.
Mount sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ljóst væri að Reagan
hefði viljað halda fundinn í Reykja-
vík, en færri vissu að einnig hefði
verið persónuleg ástæða fyrir stað-
setningunni.
„Hann valdi einnig Reykjavík af
-'því að Nick Ruwe var sendiherra
hér,“ sagði hann. „Ruwe var trúnað-
arvinur og þegar Reagan bauð hon-
um_ sendiherrastöðu vildi hann fara
til Islands. Reagan vissi að hann gat
treyst honum og jafnvel þótt fyrir-
varinn væri skammur myndi sendi-
herrann skapa umhverfi, sem myndi
leyfa forsetanum að einbeita sér að
viðræðunum við Gorbatsjov."
I skjali þar sem línan er lögð fyrir
fundinn, sem haldinn var í október,
segir að Reagan eigi ekki von á því
að undirrita neitt samkomulag í
Reykjavík, en hann vonist til þess að
fundurinn tryggi að leiðtogafundur í
Bandaríkjunum beri árangur.
I skýrslu um fundinn, sem dagsett
er 3. nóvember, segir að tilgangur
hans hafi verið að kanna allar leiðir
til árangurs í afvopnunarviðræðum.
I skjalinu segir að ekki sé ljóst
hvort Sovétmenn muni „hafa þá
visku til að bera að samþykkja
bandarísku tillögurnar", sem Reag-
an lagði fram í Reykjavík. Síðan er
lögð fram áætlun um hvernig eigi að
fylgja því eftir að ná fram þeim til-
lögum, sem settar voru fram í
Reykjavík. Þar hafa stórir kaflar
verið strikaðir út, en markmiðið er
sagt vera að sjá til þess að Reagan
geti brugðist hratt við taki Sovét-
menn undir tillögur um útrýmingu
langdrægra flauga.
Skjöl þessi eru hingað komin fyrir
milligöngu Dougs Bereuters, þing-
manns repúblikana í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings. Bereuter er vara-
formaður alþjóðanefndar Bandaríkja-
þings og einnig formaður þingmanna-
hóps í Norður-Atlantshafsráðinu.
Hann var hér á fundi ráðsins í fyrra
og fékk þá hugmynd er hann heim-
sótti Höfða og frétti að þar ætti að
vera safn um leiðtogafundinn að
safna saman bandarískum skjölum
um hann og senda hingað.
Málað í
Sundahöfn
ÞEIR notuðu daginn vel menn-
irnir sem voru við málningar-
vinnu í Sundahöfn í gær. Tími
viðhalds skipa, smárra sem
stórra, er í hámarki og þegar
saman fer sléttur sjór og blíð-
viðri fj'ölgar tunnuflekunum í
kringum þau.
-----♦-♦-♦--
• •
Olvaður öku-
maður á ferð
RETT fyrir klukkan sex í gær-
morgun keyrði ölvaður maður á
stolnum bfl á kyrrstæðan mannlaus-
an bíl í Hlíðahverfi í Reykjavík.
Ökumaður slasaðist ekki en báðir
bílarnfr eru talsvert skemmdir.