Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 19 Tilnefnd til pdlskra verðlauna KRISTIN Steinsdóttir rithöfundur hefur ver- ið tilnefnd af Islands hálfu til Bókmennta- verðlauna Janusar Korzcak í Póllandi en hann var þekktur barnalæknir og rithöf- undur. Kristín er til- nefnd fyrir bók sína Vestur í bláinn en hún kom út hjá Vöku- Helgafelli fyrir síðustu jól. Það er Islandsdeild IBBY-samtakanna sem leggur bókina fram. Bókmenntaverðlaun Janusar Korzcak eru alþjóðleg og eru veitt núlifandi höfundum sem þykja með bókum sínum hafa aukið skilning og vin- áttu meðal barna hvar- vetna í heiminum. Þau eru veitt annað hvert ár fyrir annars vegar barnabók og hins veg- ar bók um böm. AI- þjóðleg dómnefnd sem skipuð er rithöfundum, bókmenntagagn- rýnendum og sérfræð- ingum í barnabók- menntum velur úr þeim verkum sem send eru inn. Bókmenntaverðlaun Janusar Korczak voru stofnuð árið 1979 að framkvæði pólsku IBBY-samtakanna en menningarmálaráðuneyti Póllands stendur straum af kostnaði við þau. Samband íslenskra myndlistarmanna Vignir Jóhannsson kjörinn formaður AÐALFUNDUR Sambands ís- lenskra myndlistarmanna (SÍM) var haldinn í Norræna húsinu 26. maí s.l. A fundinum var Vignir Jóhanns- son kjörinn formaður til næstu tveggja ára en fráfarandi formað- ur, Bryndís Jónsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram. Aðrir stjómarmenn eru Gréta Vignir Jóhannsson Mjöll Bjarna- dóttir, Pjetur Stefánsson, Steinunn Þórar- insdóttir og Þór Vigfússon. A fundinum vora samþykkt- ar viðamiklar lagabreytingar. LISTIR Júlí-kvartettinn í Stykkishólmskirkju Á SUMARTÓNLEIKARÖÐ í Stykkishólmskirkju sem Efling Stykkishólms hefur staðið fyrir undanfarin ár kemur Júlí-kvartett- inn fram ásamt Kjartani Óskars- syni klarinettuleikara n.k. mánu- dag 29. júní kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna eru tvö verk; Strengjakvartett eftir Josef Haydn op. 74 nr. 3 og Kvintett fyr- ir klarinett og strengi, K. 581 eftir W. A. Mozart. Júlíkvartettinn held- ur upp á fimmm ára starfsafmæli sitt með þessum tónleikum og hann skipa; Júlíana Elín Kjartans- dóttir 1. fiðla, Rósa H. Guðmunds- dóttir, 2. fiðla, Sesselja Halldórs- dóttir, víóla og Lovísa Fjeldsted, selló. Aðgangseyrir er 500 kr. Ljósmynda- sýningin „Andlit bæjarins“ SÝNING Byggðasafns Hafn- arfjarðar á ljósmyndum úr ljósmyndasafni Önnu Jóns- dóttur hefur verið sett upp í „Apótekinu" í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Hafn- arfjarðar. Anna Jónsdóttir bjó og starfaði í Hafnarfirði um ára- tugaskeið. Eftir hana liggja tugir þúsunda mynda sem varðveittar eru á glerplötum. A sýningunni nú era um 60 myndir úr þessu safni. Sýn- ingin stendur til 3. ágúst. Vatnslita- og olíumyndir í Nönnukoti ANDREA Jóhannes hefur opnað sýningu á vatnslita- og olíumyndum í Nönnukoti (miðbæ Hafnarfjarðar). Andrea er fædd og uppalin á Patreksfirði en flutti fyrir 50 áram til Bandaríkjanna. Hún hefur stundað myndlist- arnámskeið á Long Beach og í Chicho University í Kali- forníu og einnig í Frakklandi. Sýningin verður opin fram í júlímánuð. JÚLI-kvartettinn; Aftari röð frá vinstri: Lovísa Fjeldsted, Kjartan Óskarsson og Sesselja Halldórsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Júlíana Elín Kjartansdóttir og Rósa H. Guðmundsdóttir. Þegar vísindi og ástríða fara saman BMW 3-línan Þú hefur horft dreymandi á þennan bfl áður. Persónuleiki hans er ómótstæðilegur, svo fullkominn, svo ófíkur öllum öðrum sem þú hefur kynnst Árangur þrotlausrar vinnu vísindamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman vísindi ,,, ouuunuuubuidui og ástriðu á einstakan hátt. - engum bkur s«™ 5751210- 5751200 J www.bl.is - bhSbf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.