Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚ finnur ekki fyrir kuldanum þegar þú verður kominn í föðurlandið, Keikó minn. Hagstofan segir íbúa Skorradalshrepps færri en 50 Hreppstjórinn lýsir furðu á vinnubrögðum NÝJUSTU mannfjöldatölur Hag- stofu Islands sýna að íbúafjöldi Skorradalshrepps er 46 manns, miðað við 1. desember sl. Sam- kvæmt því mun vera nauðsynlegt að sameina hreppinn öðru sveitar- félagi. Davíð Pétursson hreppstjóri hefur óskað eftir að þessi úrskurð- ur verði endurskoðaður. Hreppsnefnd Skorradalshrepps segir að íbúafjöldi hreppsins hafí verið 52 hinn 1. desember sl. Hreppsnefndin, ásamt þem sex íbúum sem eru undanskildir í taln- ingunni, hefur sent Hagstofunni bréf þar sem farið er fram á end- urskoðun á úrskurðinum, að öðr- um kosti muni einstaklingarnir sex leita réttar síns eftir öðrum leið- um. „Furðuleg vinnubrögð" „Mér fannst með ólíkindum hvemig þeir úrskurðuðu þetta og við höfum óskað eftir því að þeir endurskoði þennan úrskurð sinn,“ sagði Davíð Pétursson hreppstjóri Skorradalshrepps í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð nefndi dæmi eins þeirra sex sem hefðu talið sig eiga lög- heimili í Skorradalshreppi hinn 1. desember sl. Hann hafí flutt í Bessastaðahrepp í apríl sl., þar sem hann hafi verið að byggja hús sem hafi ekki verið tilbúið í desem- ber sl. Hagstofan hafi hins vegar skráð hann með lögheimili í fóður- húsum í Reykjavík frá því í nóvem- ber sL, jafnvel þótt hann hefði haft lögheimili í Skorradalshreppi fram í apríl. „Þetta eru hin furðulegustu vinnubrögð, mér sýnist þetta bara gert til að ná íbúatölunni niður fyr- ir 50,“ sagði Davíð. I félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið yrði ekki tekið fyrir á næstu tveimur til þremur vikum, önnur mál hefðu þar forgang. Brimborg kynnir Daihatsu Sirion SIRION heitir ný bifreið frá framleiðandanum Daihatsu sem kynntur er hjá umboðinu Brim- borg, nú um helgina. Hér er um að ræða innan við fjögurra metra langan smábíl sem boðinn er með 1.000 rúmsentimetra vél, sjálf- skiptur eða handskiptur. Eiginþyngd fólksbflsins er frá 830 kg. Bifreiðin kostar innan við eina milljón króna með handskiptingu. Daihatsu Sirion verður boðinn í tveimur gerðum, CL og CX, og kostar dýrari gerðin 1.148 þúsund krónur. Meðal staðalbúnaðar hans má nefna rafknúnar rúður, sam- læsingu, hemlalæsivörn, tvo líknar- belgi auk hliðarbelgja og útvarp og segulband. Kaffihlaðboi FRÁ KL. 14-17 UPPSELT í MATARHLAÐBQRÐIÐ Sunnudagar fyrir fjtílskylduna Við tíleinkum fjölskyldunni alla sunnudaga í sumar, með kaffi- og matarhlaðborði. LIFANDI TÚNLIST. KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17. UPPSELT í MATARHLAÐBORÐIfl í DAC. Afmælí á sunnudögum Kaffihlaðborðið á sunnudögum ; , er tilvalíð fyrir afmælisveislur. TILBOÐ FYRIR HÚPA. leikur á píanó og harmónikku fyrir gesti. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjauík, borðapantanir 567-2020 Um 4% landsmanna virkir blóðgjafar Skjót viðbrögð þegar hjálpar- beiðnin barst Sveinn Guðmundsson FYRIR nokkrum dögum barst blóð- gjöfum hjálpar- beiðni frá Blóðbankanum þar sem þeir voru beðnir um að bregðast skjótt við og gefa blóð þar sem birgðir væru brátt á þrot- um. Viðbrögð blóðgjafa voru með ólíkindum góð og á tveimur dögum söfn- uðust rúmlega 300 eining- ar af blóði en til saman- burðar má geta þess að á meðaldegi safnast um 50- 60 einingar. Sveinn Guðmundsson er forstöðulæknir Blóð- bankans. „Það er ekki einstakt að sú staða komi upp að skorti blóð því slík tilfelli koma upp einu sinni til þrisvar á ári.“ Hann segir að það sé sérstak- lega áberandi fyrir stórhátíðir og á sumrin þegar blóðgjafar eru famir í sumarfrí. „Það sem gerð- ist í þessu tilfelli var að við áttum lítið af blóði á lager og það komu upp óvænt tilvik, erfiðar aðgerðir og slys á fólki sem þýddi að birgðastaðan var dapurleg." - Var vá fyrir dyrum ? „Blóðbankinn reynir að eiga öryggisbirgðir sem hljóða upp á 450-550 blóðeiningar en þegar bankinn sendi út hjálparkall um daginn voru birgðimar komnar í um 200 einingar og vom á niður- leið. A hinn bóginn má segja að ör- yggi var aldrei stefnt í hættu því bmgðist var skjótt við og blóð- gjafarnir sýndu einstök við- brögð við beiðni okkar. Hinsveg- ar hefði getað stefnt í hættu ef blóðgjafar hefðu ekki svarað kalli okkar.“ - Hversu margir komu til að gefa blóð? „Það fylltist allt hjá okkur og sýnir í raun að þegar tilvik sem þessi koma upp bregðast blóð- gjafar vel við og skilja alvöm málsins. A tímabili var það mikið að gera að sumir þurftu jafnvel að bíða meira en klukkustund eða hverfa frá og koma aftur síðar. Helmingur af starfsfólki okkar er í sumarfríi og því reyndi mikið á kerfið hjá okkur um tíma. Alls komu um 300 manns til að gefa blóð á tveimur dögum og ég vil róma viðbragðsflýti, þolinmæði og jákvæðni blóðgjaf- anna.“ Sveinn vill hvetja blóðgjafa til að muna eftir Blóðbankanum í sumar og fara ekki í frí öðmvísi en að gefa fyrst blóð. - Nú hefur þingsályktunartil- laga verið samþykkt sem á að tryggja öryggi blóðbankaþjón- ustu viðþjóðarvá? „Fulltrúar allra stjómmála- flokka samþykktu hana einróma á þessu ári og fögnum við áhuga þingmanna á málefnum Blóð- bankans. Það þarf að tryggja ör- yggi blóðbankaþjónustunnar við þjóðarvá, s.s. jarðskjálfta, hópslys og flugslys. Á vegum opinberra aðila era til áætlanir um viðbrögð við þjóðarvá en þingsályktunartillagan miðar að því að skapa aðstæður svo ta’yggja megi öryggi blóðbanka- ►Sveinn Guðmundsson er fædd- ur á Sigluflrði árið 1957. Hann lauk kandidatsprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1982. Sveinn stundaði sérnám í ónæmisfræði og blóðbankafræð- um við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð frá 1986- 1993. Hann Iauk doktorsprófi frá sama háskóla árið 1993. Sveinn hefur starfað hjá Blóð- bankanum frá 1993 og verið for- stöðulæknir hans frá 1995. Eiginkona hans er Kolbrún Friðriksdóttir íslenskufræðing- ur og á hann fjögur börn á aldr- inum 3 mánaða til 16 ára. þjónustunnar með tilliti til hús- næðis, fjölda blóðgjafa og starfs- liðs, jafnvel í ítmstu neyð. - Hversu margir íslendingar gefa reglulega blóð? „Virkir blóðgjafar em um 10.000 sem eru um 4% lands- manna. Þeir em ómetanlegir og án þeirra væri ekki hægt að veita nútíma krabbameinsmeð- ferð, gjörgæslu nýbura né held- ur bregðast við í ýmiskonar neyðartilvikum. Við viljum því auka vitund al- mennings um mikilvægi blóð- gjafar. Auk þess viljum við hlúa að okkar blóðgjöfum með ýms- um hætti, bæta aðstöðuna íýrir þá og sinna útbreiðslustarfsemi með fræðslu- og kynningu fyrir blóðgjafa." - Hverjir mega gefa blóð? „ Allir sem era frískir, taka ekki lyf og era lausir við sjúk- dóma á aldrinum 18- 60 ára og þeir sem þegar era blóðgjafar geta gefið blóð til 65 ára aldurs. Karlar mega gefa fjóram sinnum á ári og konur þrisvar.“ - Hvernig er kynjaskipting blóðgjafa? „Konur em innan við 10% blóðgjafa sem er lægra hlutfall en víða annars staðar. Við höf- um ekki sinnt því sérstaklega að ýta undir blóðgjafir meðal kvenna en fylgjumst vel með járnbirgðum þeirra." - Hver er algengasti blóð- flokkurinn? ,Á>að er O flokkurinn sem við auglýstum eftir um daginn. í blóðflokki A em síðan um 30% landsmanna og í blóðflokki B um 10%. Blóðflokkur AB er sjald- gæfastur." Blóðgjafar eru ómetanlegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.