Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 8

Morgunblaðið - 28.06.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÚ finnur ekki fyrir kuldanum þegar þú verður kominn í föðurlandið, Keikó minn. Hagstofan segir íbúa Skorradalshrepps færri en 50 Hreppstjórinn lýsir furðu á vinnubrögðum NÝJUSTU mannfjöldatölur Hag- stofu Islands sýna að íbúafjöldi Skorradalshrepps er 46 manns, miðað við 1. desember sl. Sam- kvæmt því mun vera nauðsynlegt að sameina hreppinn öðru sveitar- félagi. Davíð Pétursson hreppstjóri hefur óskað eftir að þessi úrskurð- ur verði endurskoðaður. Hreppsnefnd Skorradalshrepps segir að íbúafjöldi hreppsins hafí verið 52 hinn 1. desember sl. Hreppsnefndin, ásamt þem sex íbúum sem eru undanskildir í taln- ingunni, hefur sent Hagstofunni bréf þar sem farið er fram á end- urskoðun á úrskurðinum, að öðr- um kosti muni einstaklingarnir sex leita réttar síns eftir öðrum leið- um. „Furðuleg vinnubrögð" „Mér fannst með ólíkindum hvemig þeir úrskurðuðu þetta og við höfum óskað eftir því að þeir endurskoði þennan úrskurð sinn,“ sagði Davíð Pétursson hreppstjóri Skorradalshrepps í samtali við Morgunblaðið í gær. Davíð nefndi dæmi eins þeirra sex sem hefðu talið sig eiga lög- heimili í Skorradalshreppi hinn 1. desember sl. Hann hafí flutt í Bessastaðahrepp í apríl sl., þar sem hann hafi verið að byggja hús sem hafi ekki verið tilbúið í desem- ber sl. Hagstofan hafi hins vegar skráð hann með lögheimili í fóður- húsum í Reykjavík frá því í nóvem- ber sL, jafnvel þótt hann hefði haft lögheimili í Skorradalshreppi fram í apríl. „Þetta eru hin furðulegustu vinnubrögð, mér sýnist þetta bara gert til að ná íbúatölunni niður fyr- ir 50,“ sagði Davíð. I félagsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið yrði ekki tekið fyrir á næstu tveimur til þremur vikum, önnur mál hefðu þar forgang. Brimborg kynnir Daihatsu Sirion SIRION heitir ný bifreið frá framleiðandanum Daihatsu sem kynntur er hjá umboðinu Brim- borg, nú um helgina. Hér er um að ræða innan við fjögurra metra langan smábíl sem boðinn er með 1.000 rúmsentimetra vél, sjálf- skiptur eða handskiptur. Eiginþyngd fólksbflsins er frá 830 kg. Bifreiðin kostar innan við eina milljón króna með handskiptingu. Daihatsu Sirion verður boðinn í tveimur gerðum, CL og CX, og kostar dýrari gerðin 1.148 þúsund krónur. Meðal staðalbúnaðar hans má nefna rafknúnar rúður, sam- læsingu, hemlalæsivörn, tvo líknar- belgi auk hliðarbelgja og útvarp og segulband. Kaffihlaðboi FRÁ KL. 14-17 UPPSELT í MATARHLAÐBQRÐIÐ Sunnudagar fyrir fjtílskylduna Við tíleinkum fjölskyldunni alla sunnudaga í sumar, með kaffi- og matarhlaðborði. LIFANDI TÚNLIST. KAFFIHLAÐBORÐ FRÁ KL. 14-17. UPPSELT í MATARHLAÐBORÐIfl í DAC. Afmælí á sunnudögum Kaffihlaðborðið á sunnudögum ; , er tilvalíð fyrir afmælisveislur. TILBOÐ FYRIR HÚPA. leikur á píanó og harmónikku fyrir gesti. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935 Hueradölum, 110 Reykjauík, borðapantanir 567-2020 Um 4% landsmanna virkir blóðgjafar Skjót viðbrögð þegar hjálpar- beiðnin barst Sveinn Guðmundsson FYRIR nokkrum dögum barst blóð- gjöfum hjálpar- beiðni frá Blóðbankanum þar sem þeir voru beðnir um að bregðast skjótt við og gefa blóð þar sem birgðir væru brátt á þrot- um. Viðbrögð blóðgjafa voru með ólíkindum góð og á tveimur dögum söfn- uðust rúmlega 300 eining- ar af blóði en til saman- burðar má geta þess að á meðaldegi safnast um 50- 60 einingar. Sveinn Guðmundsson er forstöðulæknir Blóð- bankans. „Það er ekki einstakt að sú staða komi upp að skorti blóð því slík tilfelli koma upp einu sinni til þrisvar á ári.“ Hann segir að það sé sérstak- lega áberandi fyrir stórhátíðir og á sumrin þegar blóðgjafar eru famir í sumarfrí. „Það sem gerð- ist í þessu tilfelli var að við áttum lítið af blóði á lager og það komu upp óvænt tilvik, erfiðar aðgerðir og slys á fólki sem þýddi að birgðastaðan var dapurleg." - Var vá fyrir dyrum ? „Blóðbankinn reynir að eiga öryggisbirgðir sem hljóða upp á 450-550 blóðeiningar en þegar bankinn sendi út hjálparkall um daginn voru birgðimar komnar í um 200 einingar og vom á niður- leið. A hinn bóginn má segja að ör- yggi var aldrei stefnt í hættu því bmgðist var skjótt við og blóð- gjafarnir sýndu einstök við- brögð við beiðni okkar. Hinsveg- ar hefði getað stefnt í hættu ef blóðgjafar hefðu ekki svarað kalli okkar.“ - Hversu margir komu til að gefa blóð? „Það fylltist allt hjá okkur og sýnir í raun að þegar tilvik sem þessi koma upp bregðast blóð- gjafar vel við og skilja alvöm málsins. A tímabili var það mikið að gera að sumir þurftu jafnvel að bíða meira en klukkustund eða hverfa frá og koma aftur síðar. Helmingur af starfsfólki okkar er í sumarfríi og því reyndi mikið á kerfið hjá okkur um tíma. Alls komu um 300 manns til að gefa blóð á tveimur dögum og ég vil róma viðbragðsflýti, þolinmæði og jákvæðni blóðgjaf- anna.“ Sveinn vill hvetja blóðgjafa til að muna eftir Blóðbankanum í sumar og fara ekki í frí öðmvísi en að gefa fyrst blóð. - Nú hefur þingsályktunartil- laga verið samþykkt sem á að tryggja öryggi blóðbankaþjón- ustu viðþjóðarvá? „Fulltrúar allra stjómmála- flokka samþykktu hana einróma á þessu ári og fögnum við áhuga þingmanna á málefnum Blóð- bankans. Það þarf að tryggja ör- yggi blóðbankaþjónustunnar við þjóðarvá, s.s. jarðskjálfta, hópslys og flugslys. Á vegum opinberra aðila era til áætlanir um viðbrögð við þjóðarvá en þingsályktunartillagan miðar að því að skapa aðstæður svo ta’yggja megi öryggi blóðbanka- ►Sveinn Guðmundsson er fædd- ur á Sigluflrði árið 1957. Hann lauk kandidatsprófi í læknis- fræði frá Háskóla íslands árið 1982. Sveinn stundaði sérnám í ónæmisfræði og blóðbankafræð- um við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum í Svíþjóð frá 1986- 1993. Hann Iauk doktorsprófi frá sama háskóla árið 1993. Sveinn hefur starfað hjá Blóð- bankanum frá 1993 og verið for- stöðulæknir hans frá 1995. Eiginkona hans er Kolbrún Friðriksdóttir íslenskufræðing- ur og á hann fjögur börn á aldr- inum 3 mánaða til 16 ára. þjónustunnar með tilliti til hús- næðis, fjölda blóðgjafa og starfs- liðs, jafnvel í ítmstu neyð. - Hversu margir íslendingar gefa reglulega blóð? „Virkir blóðgjafar em um 10.000 sem eru um 4% lands- manna. Þeir em ómetanlegir og án þeirra væri ekki hægt að veita nútíma krabbameinsmeð- ferð, gjörgæslu nýbura né held- ur bregðast við í ýmiskonar neyðartilvikum. Við viljum því auka vitund al- mennings um mikilvægi blóð- gjafar. Auk þess viljum við hlúa að okkar blóðgjöfum með ýms- um hætti, bæta aðstöðuna íýrir þá og sinna útbreiðslustarfsemi með fræðslu- og kynningu fyrir blóðgjafa." - Hverjir mega gefa blóð? „ Allir sem era frískir, taka ekki lyf og era lausir við sjúk- dóma á aldrinum 18- 60 ára og þeir sem þegar era blóðgjafar geta gefið blóð til 65 ára aldurs. Karlar mega gefa fjóram sinnum á ári og konur þrisvar.“ - Hvernig er kynjaskipting blóðgjafa? „Konur em innan við 10% blóðgjafa sem er lægra hlutfall en víða annars staðar. Við höf- um ekki sinnt því sérstaklega að ýta undir blóðgjafir meðal kvenna en fylgjumst vel með járnbirgðum þeirra." - Hver er algengasti blóð- flokkurinn? ,Á>að er O flokkurinn sem við auglýstum eftir um daginn. í blóðflokki A em síðan um 30% landsmanna og í blóðflokki B um 10%. Blóðflokkur AB er sjald- gæfastur." Blóðgjafar eru ómetanlegir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.