Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 31
ungmennum áttunda og níunda ára-
tugarins árið 1979.
Mellon Collie and the Infmite Sa-
dness seldist afskaplega vel, svo vel
reyndar að tvöfold breiðskifa hefur
ekki náð viðlíka sölu á heimsvísu.
Þegar upp var staðið höfðu selst af
plötunni nærfellt átta
milljónir eintaka og
hún er reyndar enn
að reytast út. Laga-
smíðar á plötunni
voru fjölbrejútar og
hún upp full með ólíka
stíla. Þannig eru á
henni hugljúfar ball-
öður og grenjandi
rokk, rafeindarokk og
strengjapopp. Ýmis
lög náðu vinsældum
af plötunni og eitt
þeirra, 1979, segir
Billy Corgan hafa
verið vendipunkt í
ævi sinni. „I því lagi
er ég loks að ganga fyrir hornið, að
komast yfír barnæskuna. Best af
öllu að í laginu er enginn sársauki
fyrir mér, það er bara lausn.“
Þrátt fyrir alla lausn, var Corgan
ekki alveg búinn að taka til á háa-
loftinu; hann lé't þau orð gjarnan
falla í viðtölum um þessar mundir,
en platan kom út 1995, að hann
hygðist leggja hljómsveitina niður
að lokinni heimsferðinni. Til að und-
irstrika að frægi popparinn Billy
Corgan væri í raun ekki til rakaði
hann af sér hárið og klæddist alltaf
samskonar fötum á hverjum hinna
200 tónleika sem sveitin hélt árin
1996 til 97; silfruðum buxum og
svörtum bol sem á stóð Zero, eða
núll.
Útaf sporinu
Eftir því sem leið á tónleikaferð-
ina virtist sem brúnin væri þó að
léttast á Corgan, að minnsta kosti
urðu viðtöl sem tekin voru við sveit-
ina venjulegri með tímanum og þó
oft væri rætt um sérkennilega hluti
hætti hann að svara sífellt út í hött
eða snúa útúr og gera grín að við-
mælendum sínum. Hljómsveitinni
gekk og allt í haginn, hvarvetna var
uppselt á tónleika hennar og tón-
leikastaðirnir urðu stærri og stærri.
12. júlí fór lestin hinsvegar útaf
sporinu, að minnsta kosti tímabund-
ið.
Corgan stofnaði Smashing
Pumpkins með þeim Wretzky og
Iha og síðar gekk til liðs við sveit-
ina trymbillinn Jimmy Chamberlin,
sem varð snemma einn helsti vinur
Corgans. Chamberlin þótti gott að
totta pyttluna og þegar fram liðu
stundir1 sótti hann í sterkari efni.
Þannig var hann forfallinn heróín-
fíkill um það leyti sem sveitin sendi
frá sér fyrstu plötuna og varð alltaf
verri og verri. Félagar hans í sveit-
inni gerðu hvað þeir gátu til að
halda honum þurrum, píndu hann í
meðferð hvað eftir
annað, frestuðu tón-
leikaferðum og tón-
leikum til þess að
halda honum á snúr-
unni. Allt kom fyrir
ekki og þegar sveitin
réð hljómborðsleik-
ara til að troða upp
með henni á tónleika-
ferðinni löngu í kjöl-
far Mellon Collie and
the Infinite Sadness,
Jonathan Melvoin,
keyrði um þverbak.
Melvoin var ekkert
skárri en Chamberlin
og þeir höfðu félags-
skap hvor af öðrum í dópvímunni,
sköffuðu dópið til skiptis og neyttu
þess saman. Melvoin var reyndar
rekinn úr sveitinni eftir að þeir fé-
lagar höfðu hnigið niður fyrir utan
hótel í Tælandi eftir að hafa fengið
sér tælenskt heróín, sem var
sterkara en sullið sem þeir voru
vanir heima. Með herkjum tókst að
bjarga lífi þeirra, en sagan hermir
að Melvoin hafi í raun dáið í ör-
skotsstund. Þegar þeir voru rakn-
aðir úr rotinu var Melvoin snimm-
hendis rekinn. Honum tókst þó að
væla sig inn aftur, lofaði bót og
betrun, og gegn betri vitund lét
Corgan undan. I miðri tónleikaferð
gerðist það svo að þeir félagar Mel-
voin og Chamberlin fóru aftur yfir
strikið, en að þessu sinni var eng-
inn nærstaddur til að grípa í
taumana; Melvoin lést og Cham-
berlin var fluttur á sjúkrahús nær
dauða en lífi.
Þetta var sveitinni eðlilega mikið
áfall, en þrátt fyrir það lýsti Corgan
því yfir daginn eftir að sveitin
myndi standa með Chamberlin;
hann væri enn og
yrði meðlimur í
Smashing Pumpk-
ins. Þær yfirlýsingar
stóðu þó ekki lengi,
því fimm dögum eft-
ir andlát Melvoins
sagði Corgan að bú-
ið væri að reka
Chamberlin úr sveit-
inni.
Framan af neitaði
Corgan að tala um
Chamberlin og Mel-
voin, en þegar hann
loks skýrði sína hlið
sagði hann að þegar
tími hefði gefist fyrir
sveitina að hugsa hafi hann og þau
öll reyndar áttað sig á hversu
Chamberlin og fíkn hans hefði eitr-
að samstarf innan hljómsveitarinn-
ar, hversu stöðugir túrar hans hefðu
sett alla skipulagningu upp í loft og
hvemig meðvirkni þeirra hefði nán-
ast eyðilagt sveitina. „Ég sakna
Jimmys," sagði hann í viðtali fyrir
skemmstu. „Ég mun alltaf sakna
hans sem trommuleikara og félaga,
hann var glaðvær og ævinlega tilbú-
inn að bera klæði á vopnin þegar
sauð uppúr á milli okkar hinna. Svo
er hann líka frábær trommuleikari,
besti hljóðfæraleikarinn í hljóm-
sveitinni og enn höfum við engan
fundið sem stendur honum á
sporði."
Sæst við fortíðina
Síðar þetta örlagaríka haust,
haustið 1996, féll móðir Corgans
frá; lést eftir langvinnt stríð við
krabbamein. Hann segir að það hafi
verið síðasta skref hans í átt að því
að sættast við fortíðina. Corgan
hafði þá þegar náð að bæta sam-
band þeirra mæðginanna, en þegar
hún var helsjúk sá hann um hana og
annaðist allt það sem þurfti að ann-
ast; hann varð foreldrið en hún
hjálparvana bam.
Þrátt fyrir hremmingarnar var
enginn skortur á innblæstri; áður
var Corgan að gera upp við fortíð-
ina, stinga á kýlum og ausa svarta-
galli, en nú var kominn tími til að
líta innávið. Tónleikaferðinni lauk í
febmar 1997 og um leið hélt sveitin
í hljóðver að taka upp prufur fyrir
næstu plötu. Síðan komu tónleikar á
stangli um sumarið, en þegar átti að
snúa allt í gang sátu allir fastir í
nýju plötunni. Að sögn vildi Corgan
hafa plötuna einfalda, nánast þjóð-
lagaplötu, en ekkert gekk að miða
þeirri hugmynd áfram.
Félagar Corgans fóru að sinna
fjölskyldunni, en hann hélt áfram að
glíma við plötuna,
sem varð Adore.
Ekki skorti innblást-
urinn, en sveitin var
þá búin að taka upp
efni á átta breiðsldf-
ur á fimm ámm, ef
talin em með b-
hliðasöfnin, áður-
nefnt safn Pisces
Iseariot og síðan
The Aeroplane Flies
High, sem kom út
haustið 1996. Vand-
inn var ekki laga-
smíðarnar, heldur
bjátaði á í að finna
rétta andrúmsloftið
fyrir plötuna.
Þrír trymblar voru kallaðir til og
taktar þeirra klipptir niður í
hljóðsmala og settir saman eftir því
sem hvert lag krafðist. Þannig tókst
smám saman að finna rétta
tregatóninn fyrir Adore, og loks gat
sveitin komið saman og farið að
prófa lögin á tónleikagestum í
klúbbum Chicago, með trommu-
heila í stað Chamberlins.
Adore kom út fyrir skemmstu og
kom mörgum á óvart; stemmningin
er lágstemmd og nánast tregafull
og í stað þess að syngja um smá-
djöflana sem ofsótt hafa hann syng-
ur Corgan nú um frið og fyrirgefn-
ingu í gítar/píanó ballöðum. Eftir
að hafa opnað sig svo rækilega og
borið tilfinningar sínar á torg lá
eina færa leiðin innávið.
Billy Corgan hefur
stundað það um
árabil að sálgreina
sjálfan sig á sviði
og í hljóðveri af
nöpru miskunnar-
leysi og í heilt ár
sté hann alltaf á
svið í bol merktum
Zero til að undir-
strika að hann
væri ekkert
Virgin plötuútgáf-
an gaf út fyrstu
skífuna, Gish, sem
kom út 1991. Sú
seldist í 350.000
eintökum, sem þótti
harla gott fyrir
frumraun, en hvarf
þó í skuggann af
annarri merkis-
plötu, Nevermind
Nirvana
Láttu þig
detta í
lukkupott
Símans og Ericsson
i sumar
Þegarþú kaupirþér GSM símafrá Ericsson eða Ericsson auka-
hluti hjá Símanum eða Póstinum um land allt,fer nafn þitt
sjálfkrafa í lukkupott Símans og Ericsson.
Dregxd vikulega
Á hverjumföstudegi út ágúst verður dregið um Ericsson y88
GSM síma í beinni útsendingu íþættinum King Kong á Bylgjunni.
Föstudaginn 2i. ágúst verður síðan dregið úröllum nöfnum
sem komið hafa ípottinnfrá byrjun og eru vinningarnir
m.a. utanlandsferð að eigin vali fyrir 70.000 kr.,
Ericsson MC16 lófatölva og Ericsson GSM símar.
9,'
I
-a
SIMANS
A ERICSSON
Vertu með í lukkupotti
Símans og Ericsson
... z allt sumar!
DREGIÐ 21. ÁGÚST
1. verðlaun
ERICSSON MC16 LÓFATÖLVA
Örsmá tölva með Intemethugbúnaði, Windows CE,
Word, Excel og Outlook.
2. verðlaun_____________
Utanlandsferð að
EIGIN VALI FYRIR 70.000 KR.
3. - 5. verðlaun
Glæsilegir Ericsson GSM símar
6. - qo. verðlaun
PÓLÓBOLIR FRÁ
Ericsson
PÓSTURINN
um land allt
SÍMINN
Ármúla 27, sími 550 7800
Landssímahúsinu v/
Austurvöll, sími 800 7000