Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 23
kannast lengi við Jeltsín sem er
mjög klókur skriffinnur, kann að
velta ábyrgðinni á aðra, deila og
drottna. Hann getur verið snjall
stjórnmálamaður. En mér fannst
hann hafa lítinn áhuga á að hlusta
á skoðanir annarra, hann vill ein-
faldlega ráða.
Hann gerði mistök þegar hann
ásamt ráðamönnum Úkraínu og
Hvíta-Rússlands leysti Sovétríkin
upp í skyndingu, slagurinn við
þingið 1993 var honum heldur ekki
til vegsauka. Stríðið gegn
Tsjetsjenum var glæpsamlegt.
Hann hefur auðvitað í síðasta
tilvildnu hlustað á slæma ráðgjafa
en getur ekki varpað frá sér
ábyrgðinni. Forsetinn var sá sem
hafði síðasta orðið í aðgerðunum
gegn Tsjetsjenum eins og öðru.“
Arbatov er spurður um Gorbat-
sjov, hvort hann hafi notið sann-
mælis. „Nei, alls ekki, hann gerði
mistök en afrekin eru langtum
mikilvægari. Eg tel að hann hafi
verið hæfasti leiðtogi Sovétríkj-
anna á minni lífstíð og lagt grunn
að lýðræðinu sem enn á eftir að
festa rætur með raunverulegu
flokkakerfi og öðru sem til þarf.
Hins vegar er hægt að spyrja
hvort hann hafi verið búinn að
missa flugið eftir að hafa unnið af-
rek með róttækum umbótum,
glasnost og perestrojku, fyrstu ár-
in eftir að hann varð leiðtogi 1985.
Valdamikium stjómmálaleiðtog-
um hættir tii að fyllast of miklu
sjálfsöryggi og valdhroka. Líklega
ættu þeir ekki að vera lengur við
völd en fimm ár. Þeir eru umkringd-
ir fólki sem hugsar aðallega um að
skara eld að eigin köku, sem reynir
að koma sér í mjúkinn hjá yfirmann-
inum með því að forðast að segja
honum óþægileg sannindi. Ég nefni
sem dæmi að Gorbatsjov var í ágúst
1991 búinn að losa sig við innanríkis-
ráðherra sem var mjög
hæfur og hefði getað kæft
samsæristilraunina í fæð-
ingu sem yfirmaður lög-
reglu og upplýsingaöflun-
ar innanlands."
En er Gorbatsjov góð-
ur í hagfræði, skildi hann
hvað var einkúm að eftia-
hagsstjóm í Sovétríkjun-
um? „Nei, það var hann
ekki, það er Jeltsín held-
ur ekki og sama er að
segja um Clinton. Æðstu
ráðamenn era það yfir-
leitt ekki.
Mér finnst alls ekki hægt að úti-
loka að Gorbatsjov hefði tekist að
snúa hjólinu við ef hann hefði fengið
meiri tíma en samt fannst mér
stundum að hann vissi ekki fyllilega
hvað bæri að gera eftir að fyrstu
umbætumar vora í höfn. Ef tii vill
er það til of mikils mælst af einum
manni, að þekkja alla leiðina frá einu
stigi tii annars.
Hann var of sjálfsöruggur, það
hefur hann sjálíur viðurkennt, áleit
sig hafa enn svo mikinn stuðning hjá
þjóðinni og um allan heim að ekkert
væri að óttast. Frægð og vinsældir
eru öflug, róandi lyf. Hann fór í
sumarleyfi til Krím og hlustaði ekki
á viðvaranir um samsæri - og
Jeltsín hreppti það hlutverk að
bjarga ríkinu á örlagastundu.
Ég hef enga trú á því að Gorbat-
sjov hafi vitað um valdaránið fyrir
fram, ætlað sér að láta samsæris-
mennina sigra og halda sjálfur
völdum. Hópurinn, flestir þeirra
voru skjálfhentir af ótta og ein-
staklega óburðugir, hafi aðeins
verið að vinna skítverkin fyrir for-
setann og afnema lýðræðið. Þetta
er að mínu viti fundið upp af fjend-
um hans í von um að hvítþvo þá
sem stóðu að valdaráninu.
Hægt að bjarga í horn?
Gorbatsjov hefði ef til vill getað
bjargað sambandi sovétlýðveld-
anna ef nýr samningur sem búið
var að gera hefði orðið að veru-
leika. Hann átti að taka gildi 22.
ágúst 1991. Þetta vissu valdaráns-
menn og þeir hugðust kæfa þessa
tilraunn í fæðingu, sögðu að með
honum væri stefnt að upplausn.
Niðurstöðuna af brölti þeirra
þekkjum við.“
Arbatov er spurður hvort inn-
byggðir veikleikar sovétkerfisins
hafi ekki verið orðnir meiri en svo
að því hefði verið hægt að bjarga.
Hann er minntur á að stöðnun
ríkti í efnahagnum þegar á
Brezhnev-skeiðinu, andstaða við
rússnesk nýlenduyfirráð síðustu
aldirnar var landlæg í mörgum
Sovétlýðveldum. f seinni heims-
styrjöld börðust hundruð þúsunda
sjálfboðaliða frá Úkraínu og
Éystrasaltsríkjunum með Þjóð-
verjum gegn Sovétríkjunum.
Hann segir það vissulega rétt að
sögulegar ástæður hafi haft sitt að
segja og sums staðar ráðið ferð-
inni. En mikil vandamál hafi komið
upp vegna þess hve miltið hafi
dregið úr innbyrðis viðskiptum
gömlu sovétlýðveldanna. Auk þess
séu um 26 milljónir Rússa búsettar
utan heimalandsins í fyrrverandi
Sovétríkjum og samskiptaslitin
valdi miklum óþægindum og sál-
rænum þjáningum. Sem dæmi
nefnir hann að hann og eiginkona
hans séu bæði fædd í Úkraínu
„sem nú er í útlöndum".
Arbatov segir engan hafa sigrað
í kalda stríðinu en „Sovétríkin töp-
uðu“. Hann er spurður hvort rangt
sé að segja að vestrænar hug-
myndir hafi sigrað marxismann.
„Ég tel að kommúnistastjórnin
hafi verið afleit, hagfræðin slæm,
glæpimir margir. A hinn bóginn
held ég að raunverulegur marx-
ismi hafi ekki verið leiðarljós í
Sovétríkjunum frá því á fjórða ára-
tugnum.
Brezhnev t.d. var ekki marxisti,
hann viðurkenndi það meira að
segja. Ég man að ég tók þátt í að
semja fyrir hann ræður. Éitt sinn
sagði hann: „Hafið ekki svona
margar tilvitnanir í Marx, þá trúir
því enginn að ég hafi samið þetta.“
Brezhnev var reyndur og skyn-
samur, hann átti jafnvel til hóg-
værð í upphafi! Hann var fremur
heiðarlegur maður en auðvitað
enginn maður til að stjóma risa-
veldi eða stjórna umbótum.
Hugmyndir jafnaðannanna og
kommúnista eiga sér djúpar rætur,
alveg aftur í kristindóminn. Það er
engin lausn að kasta þessu öllu fyr-
ir róða og láta oftrú á peninga, ein-
hverja rúblutrú taka við. „Ein-
hvers konar jafnaðarstefna er það
sem ég mæli með,“ segir Arbatov.
Hann er spurður um kommún-
istaflokk Zjúganovs og segir hann
að vísu öflugan enda eina skipu-
lagða stjórnmálaaflið. „Margir eru
farnir að gleyma því sem vai-
slæmt, ógnarstjórninni, ástandið
hefur verið svo erfitt undanfarin
ár, spillingin og glæpagengin hafa
farið hamförum."
Hins vegar sé flokkurinn smám
saman á útleið, veldi hans byggist
á tregðulögmálinu. Margir sakni
stöðugleikans á tímum kommún-
ista og fólki hætti oft til að fegra
fortíðina. Hitt sé auk þess ótvírætt
að læknisþjónusta hafi verið betri,
glæpir fátíðir og ekkert opinbert
atvinnuleysi.
Tími Lebeds gæti runnið upp
Um Alexander Lebed, sem ný-
lega var kjörinn ríkisstjóri í Kra-
snojarsk-héraði, segir Arbatov að
hans tími geti runnið upp í næstu
forsetakosningum. Sjálfur þekki
hann ekki Lebed, sem hafi sýnt
pólitíska hæfileika með því að
koma á friðarsamningum í
Moldovu og Tsjetsjeníu. Maðurinn
virðist vera heiðarlegur. Hins veg-
ar hljóti fólk alltaf að vera dálítið á
varðbergi gagnvart fyrrverandi
hershöfðingjum. Arbatov er spurð-
ur hvort Rússar sjái almennt mik-
ið eftir heimsveldinu sem hrundi.
Hann segir suma hafa þessa til-
finningu en ekki sé þó rétt að
segja að hún sé útbreidd.
„Ég efast um að mikill hluti
rússnesku þjóðarinnar hafi verið
hrifinn af heimsveldinu. Margir
voru þreyttir á því, töldu að Rúss-
ar væru alltaf að hjálpa hinum lýð-
veldunum í sambandinu, það væri
of dýrt. En Sovétríkin voru ekki
eingöngu heimsveldi heldur einnig
ríkjasamband. Það komst aldrei til
nægilegs þroska. Nýi samningur-
inn sem ég minntist á hefði opnað
leið til að byggja samstarfið á nýj-
um grundvallarreglum, með meiri
réttindum fyrir einstök lýðveldi."
Stækkun NATO hættuleg
Arbatov segist vera mjög and-
vígur því að Atlantshafsbandalag-
ið, NATO, sé stækkað til austurs.
Það sé ekki vegna þess að hann
óttist heri Pólverja, Tékka eða
Ungverja á landamærunum heldur
sé þetta mjög heppilegt mál fyrir
þjóðernissinna og þjóðrembumenn
í Rússland í áróðri gegn vestræn-
um löndum.
Heita má að allir rússneskir
stjómmálamenn lýsi andúð á
stækkunaráformum NATO en
meiri vafi leikur á því hvað al-
menningi finnst. Arbatov vísar því
á bug að skoðanakannanir, sem
gerðar hafa verið, gefi vísbendingu
um að almenningi í Rússlandi sé
yfirleitt sama um stækkunina. Að
sjálfsögðu sé þó ljóst að flestir
Rússar hugsi nú meira um nær-
tækari vandamál, t.d. að hafa í sig
ogá.
„Þetta er happafengur fyrir
þjóðrembumenn, einnig hernaðar-
sinna og er ein af ástæðum þess að
það er nánast engin von til að
START-afvopnunar-
samningurinn verði
samþykktur á þingi.
Tjónið sem þetta veld-
ur er fyrst og fremst
stjórnmálalegt, ekki af
pólitískum toga. Afleið-
ingin er vonbrigði með
Vesturveldin, tortryggni
og grunur um að þeim sé
ekki að treysta. Greini-
leg merki sjást um þetta
hjá almenningi. Um 1990
var afstaðan til Banda-
ríkjanna mjög jákvæð en
nú er mildð um andúð
þótt hún sé ekki jafn öflug og í
kalda stríðinu.
Stækkun NATO, sem gerð er til
að sporna gegn husanlegri árásar-
stefnu Rússa, getur orðið til að
slíkir spádómar rætist."
Vatnaskil í Reykjavík
Arbatov segir Reykjavíkurfund-
inn 1986 hafa verið miklu mikil-
vægari en menn hafi áttað sig á
fyrst eftir að honum lauk án sam-
komulags. Þar hafi Gorbatsjov tek-
ist að sannfæra Reagan um að um-
bótastefnan væri ekki aðeins orða-
gjálfur. Þetta aukna traust hafi
komið í ljós strax árið eftir í Wash-
ington þegar samningar tókust.
„Gorbatsjov var meira að segja
sjálfur í vafa um að árangur hefði
náðst í Reykjavík en það kom í ljós
að um vatnaskil var að ræða.
Upphafið að endalokum kalda
stríðsins hófst hér í Reykjavík.
Reagan verður talið það til tekna
að hafa ekki vísað Gorbatsjov á
bug heldur ákveðið að vinna með
honum þrátt fyrir allt sitt tal um
heimsveldi hins illa og þess háttar.
Mér var ekki ljóst hve alvarlega
við áttum að taka skyndilegar hug-
myndir hans um eyðingu kjarna-
vopna en fannst það renna upp
fyrir honum að tími væri kominn
til breytinga á stefnunni.
Þetta voru mjög minnisstæðir
dagar og nætur, ég eyddi heilli
nótt í Höfða þar sem aðstoðar-
menn ræddust við. Tíminn var lítill
til að taka eftir umhverfinu, ég var
alltaf svo upptekinn. En við höfð-
um það á tilfinningunni að í þess-
ari litlu borg fyndum við fyrir arn-
súg sögunnar, að mikilvægir hlutir
væru að gerast.“
„Brezhnev var ekki marxisti, hann
viðurkenndi það meira að segja. Ég
man að ég tók þátt í að semja fyrir
hann ræður. Eitt sinn sagði hann:
„Hafið ekki svona margar tilvitnanir
í Marx, þá trúir því enginn að ég
hafi samið þetta.“ Brezhnev var
reyndur og skynsamur, hann átti
jafnvel til hógværð í upphafi!“
1 liiidmiáluu
Taktu flugið. Þegar þú flýgur með Islandsflugi tryggir
'öld í innanlandsfiugi. Nýttu þér ódýru fargiö
áfram lág fargjöl
áfram í sumarl
ir^5u
gjöldin
Sumaráætlun 29.6.-30.8.
REK AEY AEY REK
Brottför Komutfmi Brottför Komutími
Mánudagur-Laugardagur
07:40 08:25 08:45 09:30
13:20 14:05 14:25 15:10
18:00 18:45 19:05 19:50
Föstudagur 20:20 21:05 21:25 22:10
Sunnudagur 13:20 14:05 14:25 15:10
18:00 18:45 19:05 19:50
20:20 21:05 21:25 22:10
Vestmanna
REK VEY VEY REK
Brottför Komutími Brottför Komutími
Mánudagur-Föstudagur
07:30 07:55 08:15 08:40
11:40 12:05 12:25 12:50
16:40 17:05 17:25 17:50
Laugardagur
07:30 07:55 08:15 08:40
11:40 12:05 12:25 12:50
18:30 18:55 19:15 19:40
Sunnudagur 11:40 12:05 12:25 12:50
18:30 18:55 19:15 19:40
REK EGS EGS REK
Brottför Komutími Brottför Komutími
Mánudagur-Föstudagur
18:20 19:20 19:40 20:40
Laugardagur
15:40 16:40 17:00 18:00
Sunnudagur 15:40 16:40 17:00 18:00
Sauöarkrokur
REK-SAK SAK-SIJ* SU-SAK SAK-REK
BrottfVKomut Brottf./Komut Brottf./Komut. Broöf/Kbmut
Mánudagur-Föstudagur
07:50-08:30 08:50-09:05 09:25-09:40 09:55-10:35
'Millilent á Siglufiröi
17:15-17:55
Laugardagur
08:50-09:30
Sunnudagur
20:10-20:50
18:15-18:55
09:50-10:30
21:10-21:50
REK
Brottför
11:00
Föstudagur
11:00
19:30
11:00
Sunnudagur
15:50
BIU Komutími BIU Brottför REK Komutími
Fimmtudagur
11:40 12:00 12:40
11:40 12:00 12:40
20:10 20:30 21:10
* 11:40 12:00 12:40
16:30 16:50 17:30
■■ðtæma
REK Brottför GJR Komutími GJR Brottför REK Komutími
Mánudagur 14:55 15:40 16:00 16:45
Fimmtudagurdagur 14:55 15:40 16:00 16:45 .
Ath. Mæting 30 mín. fyrir auglýstan þrottfarartíma.
ISLANDSFLUE
gorlr fíolrum faort aO fljúgta
Upplysinqar og bókanlr í sfma B70 8090