Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNB LAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 27
þeim ef þau tækju ekki fullt tillit til
hennar. Ekki væri það nú þægi-
legt.“
Sagt er að sumir hestamenn beiti
mikilli hörku til að þvinga dýrin.
Hvað finnst Bjarna um slíkar að-
ferðir? „Ég verð að svara með þvi
að spyrja hvort við séum ekki jafn
misjöfn og við erum mörg. Skap-
höfn okkar er misjöfn, sumir vilja
vinna hratt og beita þá meiri hörku
en ella, aðrir gefa sér meiri tíma.
Þessi harka sem þú nefnir er áreið-
anlega til.
Þessi mál þróast stöðugt og í
Bandaríkjunum er búið að þróa
tamningaaðferð sem byggist á því
að nota fyrst og fremst þekkingu á
skynjun og sálarlífi hvers einstaks
hests við tamninguna."
Hestar sýna með margvíslegum
hætti hvað þeim finnst og hvernig
þeim líður. Þetta sést vel þegar
fylgst er með hestum í stóði, ef ein-
hver er til vandræða þar er honum
refsað þar til hann lætur undan.
Það er goggunarröð í stóðinu og
folöld sýna fullvöxnum aðkomuhest-
um undirgefni, þau „kunna sig“, að
sögn Bjarna.
Hann segir framfarirnar yfirleitt
mjög hraðar hjá börnum. Þau hafi
svo góða tilfinningu fyrir skepnunni
og skynji hana kannski á annan hátt
en við fullorðna fólkið. „Þau litlu
horfa alltaf upp, eru svo miklu
minni en hesturinn en verða yfir-
leitt strax elsk að honum. Þau eru
undireins búin að læra nöfnin á
þeim öllum og finna sinn eftirlætis-
hest. Við látum þó ekki bamið velja
sér hest sem það ríður allt nám-
skeiðið enda er brýnt að það kynn-
ist mörgum hestum, þeir eru ólíkir
innbyrðis.
Hesturinn kennir líklega nem-
andanum sjálfur betur en nokkur
mannlegur kennari. Barnið kynnist
hreyfingamynstrinu, persónuleikan-
um, hvað veldur hestinum óróleika,
hvað honum líkar vel.“
Sumir fá ekki baktermna
Bjarni er spurður hvemig áhug-
inn á hrossum hafi vaknað.
„Ég kynntist hestum hjá afa og
ömmu f Mýrahreppnum en ég var í
sveit þar hjá þeim og systur minni í
nokkur sumur eftir að við fluttum
til Hveragerðis. Dráttarvél var ekki
á bænum og hestar voru notaðir til
allra helstu starfa. Þeir drógu
sláttuvélina og kerrurnar, voru
fyrst og fremst vinnudýr en ég varð
strax mjög hændur að hestunum.
Fyrsta hestinn eignaðist ég 1962
en við hjónin eignuðumst jörð í Ölf-
ushreppi, Hvol, um 1970. Fákur
gekkst fyrir námskeiði um sama
leyti, kennararnir voru þýskir og þá
lærði ég raunverulega að sitja hest,
alveg upp á nýtt. Upp úr þessu
gekk ég í félag tamningamanna,
hlaut þar öll réttindi, reiðkennara-
próf og þess háttar. Allur lífsstíllinn
breyttist, hestarnir urðu þunga-
miðjan í frítímanum og síðar meira
en það.“
Bjarni er spurður hvort hesta-
mennska sé ríkra manna sport.
„Það er hægt að byrja hér hjá Þyrli,
stíga fyrstu skrefin, án þess að
leggja fram hundruð þúsunda króna
við kaup á reiðhesti og búnaði. Við
vitum ekki hve margir byrjendumir
okkar halda síðan áfram, en það er
vissulega dýrt að kaupa góðan hest
og koma sér upp allri aðstöðu. Um-
hirðan allt árið kostar auðvitað sitt,
hesthúsin eru dýr hérna í Víðidaln-
um.
Auðvitað eru margir hestamenn
vel stæðir en svo eru líka margir
sem einfaldlega leggja alla áherslu
á þetta tómstundagaman og fórna
ýmsu öðru til að geta stundað það.
Hestamir eru þeim allt.“
Margir kaupa sér skíði, nota þau
einu sinni og gleyma þeim síðan í
geymslunni. Varla falla allir ger-
samlega fyrir hestaíþróttinni, verða
helteknir eða hvað?
„Nei, ekki er það nú algilt. Ég hef
verið með nokkuð af lánshestum.
Eitt sinn hringdi í mig kona og
sagði að þau hjón ættu tvo hesta,
brúnan og rauðan. Þeir væra úti á
landi og hjónin hefðu ekki notað þá í
þrjú ár, hnakkarnir væra í poka inni
í geymslu. Hún hét því að koma
hnökkunum til mín en eiginmaður-
inn sagði að ég gæti fengið hestana
með einu skilyrði; að ég lofaði að
skila þeim aldrei aftur!“
FRÉTTIR
UMBOÐSMAÐUR bama kynnti á
fimmtudag útgáfu bókarinnar
„Mannaböm eru merkileg - stað-
reyndir um börn og unglinga“. í bók-
inni er leitast við að draga upp heild-
stæða mynd af uppvaxtarskilyrðum,
aðbúnaði og aðstæðum þeirra rúm-
lega 77 þúsund íslendinga sem ekki
hafa náð 18 ára aldri, og teljast því
börn lögum samkvæmt.
Þórhildur Líndal, umboðsmaður
barna, segir að við gerð bókarinnar
hafi berlega komið í ljós að efla þurfi
rannsóknir og bæta skráningu á
málum sem varða börn. Bókin gefi
hins vegar heildarmynd af stöðu
barna, en þetta sé fyrsta heildstæða
upplýsingaritið sem geymi upplýs-
ingar um böm.
Bókin hefur verið í vinnslu sl. þrjú
ár og er unnin í samstarfi við sér-
fræðinga félagsmálaráðuneytis,
menntatamála. Ragnheiður Harðar-
Efla þarf rann-
sóknir
barna og
dóttir félagsfræðingur hafði umsjón
með útgáfunni auk þess sem fjöldi
annarra sérfræðinga lagði til þær
upplýsingar sem birtast í bókinni.
Grunnur að mótun stefnu í mál-
efnum barna og unglinga
í bókinni er að finna margvíslegar
upplýsingar um stöðu bama, eins og
til dæmis lýsandi hagtölur um fjölda
barna af heildarmannfjölda, fæðing-
artíðni og hjúskaparstöðu foreldra
á sviði
unglinga
við fæðingu barns. Fjallað er um
fjölskylduna, dregin upp mynd af
efnahagslegu umhverfi barnafjöl-
skyldna, málefni fatlaðra barna og
bamaverndarstarf eru tekin til um-
fjöllunar auk þess sem heilsufari og
þeirri þjónustu sem börnum og ung-
lingum býðst innan heilbrigðiskerfis-
ins er lýst. Fjallað er um skólakerfið
frá leikskólastigi til loka framhalds-
skólanáms, menningu og lífssýn
bai-na og unglinga á íslandi og at-
vinnuþátttöku þeirra. í lok bókarinn-
ar eru orðaskýringar, mannfjöldatöl-
ur yfir þá sem eru 17 ára og yngri,
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna,
yfirlit yfir helstu samtök og stofnan-
ir sem á einn eða annan hátt fjalla
um málefni barna og unglinga og lög
um umboðsmann barna.
Þórhildur Líndal segir að bókina
megi nota sem gagnlegan grann í
mótun stefnu um málefni barna og
unglinga hér á landi, sem að hennai'
mati þarf að móta. Hún telur að bók-
in geti gagnast hverjum þeim sem
áhuga hefur á málefnum barna og
unglinga auk þess sem hún geti nýst
sem fræðsluefni í skólum. Bókinni
verður dreift í öll ráðuneyti og stofn-
anir og til allra annarra sem koma að
málum barna, í grannskóla og á
bókasöfn. Hana er hægt að kaupa
fyrst um sinn í Bókabúð Lárusar
Blöndals en verður dreift víðar síðar.
HM-verð: 79.800 kr.
stgr,
HM-verð: 59.800 k
stg
Dantax FUTURA 4400
• 28" Black Line S myndlampi • Nicam Stereo
magnari • Allar aðgerðir á skjá • Islenskt textavarp
• 2 Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfí
• Tímarofi • Fjarstýring.
Stórglæsilegt t»ki með
sérstaklega skarpri mynd.
Dantax TLD 30
• 28" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo
magnari • Allar aðgerðir á skjá • Islenskt textavarp
• Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi
• Tímarofi • Fjarstýring
Ótrúlega gód kaup.
Mísstu ekki af tækifærinu.
Loksins, ioksins á íslandi:
100 riða þýsk sjónvarpstæki frá Metz sem skipa sér í flokk
þeirra allra bestu í heiminum.
110 ár samfellt hefur Metz verið valið besti framleiðandinn I könnun
þýska fagtlmaritsins „markt intern" meðal fagversiana á þessu sviði I
Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækjaframleiðendur heims
keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
Komdu til okkar og láttu sannfærast.
Vlð bjóðum nú þessi hágaeða sjónwarpstæki á
sérstökum HM-atsláttarkjörum.
Dantax FUTURA 7300
• 28" Black Matrix myndlampi • 2 x 50 W Nicam Stereo
magnari • Dolby Surrouna Pro-Loqic • Innbyggður
bassahátalari • 2 bakhátalarar • Allar aðgeroir á skjá
• (slenskt textavarp • 16:9-breiðtjaldsstilling • Scart-tengi
• 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Timarofi
• Barnalæsing • Fjarstýring
Frábær ítölsk hönnun. Dúndurhljómur.
Dantax
HM-sparktilboð
á sjónvarpstækjum
frá danska fyrirtækinu
Dantax.
Og nú er engin ástæða til að
missa af einum einasta leik.
Myndbandstæki fré Dantax á klassaverði.
SMITH &
NORLAND
V
Nóatúni 4
105 Reykjavik
Sími: 520 3000
www.tv.is/sminor
Munið umboðsmenn okkar um land allt.