Morgunblaðið - 28.06.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1998 47
ROBERT Culp og Nathalie
Wood í myndinni „Bob & Carol
& TEd & Alice“ sem MAzursky
gerði árið 1969.
Sígild myndbönd
HARRY AND TONTO (1974)
★★★%
I bland tregafull og gamansöm
vegamynd, með óvenjulegri sögu-
hetju, ellilífeyrisþega (Art Carney)
sem heldur ásamt kettinum sínum,
Tonto, á puttanum til Chicago þeg-
ar á að rífa fjölbýlishúsið sem hann
hefur búið í mest allt líf sitt. Hyggst
taka hús á afkomendunum, en
kemst að því að hann á ekki barna-
láni að fagna. Lendir hinsvegar í
margvíslegum ævintýi’um á leiðinni
og kynnist skrautlegum persónum,
m.a. indíánahöfðingja (Chief Dan
George). Art Camey fékk
Oskarsverðlaunin og endurheimti
vinsældii’ sínar fyrir stórleik í aðal-
hlutverki þessarar hlýju og mann-
eskjulegu myndar, sem jafnframt
leiftrar af skemmtilegu skopskyni
höfundar.
DOWN AND OUT IN BEVERLY
HILLS (1986)
★★★%
Frábærlega vel heppnuð endurgerð
frönsku myndarinnar Boudu Sauvé
des Eaux eftir meistara Jean Reno-
ir. Leikstjóranum/handritshöfund-
inum Mazursky tekst snurðulaust
að flytja atburðarásina vestur um
haf til Beverlyhæða. Þar setur flæk-
ingurinn Nick Nolte allt á annan
endann í heimilislífi auðmannsins
Richards Dreyfuss og konu hans,
Bette Midler. Góð skemmtun, leik-
ararnir hver öðrum betri, þó enginn
slái við hundinum Mikka.
ÓVINIR, ÁSTARSAGA -
ENEMIES, A LOVE STORY
(1989)
iHrk'k
Metnaðarfull mynd, byggð á
sjálfsævisögulegri skáldsögu Nó-
belsverðlaunaskáldsins Isaacs Bas-
hevis Singers um pólska gyðinga
sem sluppu frá Helförinni og sett-
ust að í New York. Aðalpersónan er
hugsjúkur og úrræðalítill mennta-
maður og mannleri (Ron Silver), í
ógnarlegum kvennamálum og sálar-
kreppu.
Er giftur bóndastúlkunni sem faldi
hann fyrir böðlum Hitlers og flúði
með vestur um haf eftir stríðslok,
en hugurinn er hjá viðhaldinu (Lena
Olin). Líkt og það sé ekki nóg, þá
stingur fyrrum eiginkona hans
(Anjelica Huston), sem talin var af,
upp kollinum í borginni. Helförin
hefur brennimerkt allt þetta fólk til
dauðadags. Það þjáist af sorg og
sektarkennd. Hremmingar persón-
anna eru svo yfirgengilegar og
ráðaleysi Silvers svo algjört að
myndin virkar sem stórkostleg
tragikómedía þrátt fyrir allt. Maz-
ursky nær öllum blæbrigðum bók-
arinnar, sorg, gleði, örvæntingu.
Konurnar leika af snilld, einnig Sil-
ver (sem oftast er óþolandi), og leik-
tjöldin minnisstæð. Myndin sú
besta frá Mazursky.
Sæbjörn Valdimarsson
_____FÓLK í FRÉTTUM
PAUL
MAZURSKY
LEIKSTJÓRINN Paul Mazursky ásamt leikkonunni Jill Clayburgh við
tökur á myndinni „An Unmarried Woman“ árið 1977.
SU var tíðin (og ekki langt sfð-
an), að rætt var um leikstjórann
Paul Mazursky í sömu andrá og
Robert Altman, Martin Scorsese
og Woody Allen. Hann var eitt af
stóru nöfnunum. Stjarna hans
skein skærast á áttunda áratugn-
um, þegar myndir hans voru
áberandi, bæði vel skrifaðar og
vel leikstýrt, og ljölluðu um at-
hyglisverð efni af innsæi og
skynsemi. Gyðingahúmorinn
aldrei ljarri. Mazursky er Brook-
lynbúi, fæddur 1930 og stundaði
nám í bókmenntafræði við há-
skóla í borginni. Þar kynntist
hann leiklistinni og kom m.a.
fram í leikriti þar sem hann stóð
sig svo vel að ungum leikstjóra
var bent á þennan efnilega, unga
mann. Leikstjórinn hét Stanley
Kubrick. Mazursky tók sér frí frá
námi, hélt til Kaliforníu og lék í
hinni fáséðu Kubrickmynd, Fear
and Desire (‘53). Ekki afleit byij-
un. Á öndverðum sjötta áratugn-
um nam hann leiklist hjá Lee
Strasberg og fékk næsta hlut-
verk í hinni frægu mynd Ric-
hards Brooks, The Blackboard
Jungle (‘55)
Leikur hans þótti aldrei ýkja
merkilegur, en Mazursky tókst
þó að lifa á honum fram eftir
áratugnum, auk þess sem hann
tróð upp sem skemmtikraftur um
landið þvert og endilangt. Hann
var staddur í Los Angeles 1963,
er honum bauðst hlutverk í
fyrstu myndinni í rúman áratug.
Uppúr því lauk hann við handrit-
ið I Love You, Alice B. Toklas,
sem var kvikmyndað 1968 með
Peter Sellers í aðalhlutverki.
Handritð, sem hann vann með fé-
laga sfnum, Larry Tucker, hlaut
svo góða dóma að Mazursky var
treyst til að leikstýra næsta
handriti þeirra félaga, sem
nefndist Bob & Carol & Ted &
Alice (‘69). Myndin hitti beint í
mark á hinum lífsglaða hippa-
tíma sjöunda áratugarins.
B&C&T&A naut umtalsverðr-
ar velgengni og Mazursky fékk
frjálsar hendur við næstu mynd,
Alex in Wonderland (‘70). Hún
var ævisögulegur langhundur;
Mazursky hélt, í ljósi nýheimtrar
frægðar, að hann gæti ekki gert
mistök. Leiðindamynd sem fólk á
að forðast. Mazursky tók sig
saman í andlitinu og lauk næst
við sitt fyrsta handrit, einn og
óstuddur. Það hét Harry and
Tonto, og úr varð þessi fína
mynd árið 1974. Leikstjórinn var
kominn á skrið. Hélt áfram að
gera athglisverðar og vel sóttar
myndir hjá 20th Century Fox;
Next Stop, Greenwich Village
(‘76), sjálfsævisöguleg, fyndin
reynsla hans úr Iistamannahverf-
inu, hlaðin sjálsfgagnrýnu skop-
skyni. Willie and Phil (‘80), sem
hann gerði í virðingarskyni við
Francois Truffaut, og ekki síst
An Unmarried Woman (‘78), sem
margir telja hans besta verk,
fengu góðar viðtökur á öllum
ART Carney fékk Óskarsverð-
laun fyrir að leika kattarvininn
Harry í mynd Mazursky „Harry
And Tonto“ árið 1973.
vígstöðvum. Moscow on the Hud-
son (‘84), gamandrama um
árekstur menningarheima Sovét
og Bandaríkjanna, var smávægi-
legt bakslag, en næsta mynd
hans, Down and Out in Beverly
Hills (‘86), endurgerð frægrar,
franskrar gamanmyndar, varð
mest sótta mynd hans til þessa
dags. 1989 kvikinyndaði hann
síðan óaðfinnanlega hina marg-
brotnu sögu Singers, Enemies, a
Love Story, og hlaut fyrir eftir-
sótt verðlaun gagnrýnenda New
Yorkborgar. Meðfram leikstjórn-
inni og handritaskriftunum leik-
ur Mazursky heilmikið, jafnt í
eigin myndum sem annarra.
Næsta verk, Scenes From a
Mall (‘90), markaði upphaf að aft-
urför sem hann hefur ekki náð
sér uppúr enn. Önnur hörmung,
The Pickle, var frumsýnd tveim-
ur árum síðar, þriðja hörmungin,
þó ívið skárri, Faithful, kom
fram í dagsljósið 1996, og var
sýnd hér á kvikmyndahátíð. Um
þessar mundir er Mazursky að
ljúka við sína fyrstu sjónvarps-
mynd. Hún heitir Winchell og er
gerð fyrir hið metnaðarfulla fyr-
irtæki HBO Pictures og Stanley
Tucci í aðalhlutverkinu.
Hvorttveggja lofar góðu.
Hefur þú skoðað heimasíðuna okkar ?
Einstakiingar - Starfsmannahópar - Félagar - Vinkonur - Erlendir gestir
í sumar bjóðum við
íslendingum og erlendum
gestum upp á ævintýraferðir
um hálendi íslands
á Hummer og öðrum
THX* ofurjeppum!
Spennandi ferðir á hverjum
degi í allt sumar !
; Settu í útivistargírinn - hringdu
strax í okkur og fáðu að vita
allt um sumarferðirnar 1998 -
Þú sérð ekki eftir því!
Sími: 552 2040 - Fax 551 0022 - E-mail: staffwjeepsafari.com - wvvw.jeepsafari.com